Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 6
JS* .00.»..* -.o. ..... 54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Vilja Breiöholtsbúar hafa versianir í hverfinu? Isl. mánuði ritaði Bogi Arnar Finnbogason kennari grein í blaðið „Vífiir sem útgefið er af Kiwanis-mönnum í Breiðholti. í henni fjallar höfundur um verzlunarhætti íbúa hverfisins, en greinin heitir „Vilja Breið- holtsbúar hafa verzlanir í hverfinu". Grein þessi vakti þegar feikna athygli og vakti fólk upp af dvala og ýmsir spurðu hvort eitthvað væri að? Eru ekki verzlanir í hverfinu nú þegar? Hvað er maðurinn að fara? Stjórn Félags Matvörukaup- manna fékk góðfúslega leyfi höfundarins til þess að nota greinina til endurbirtingar svo fleiri ættu þess kost að lesa hana. Bogi Arnar Finnbogason fjallar nefnilega um afar brýnt mál sem erindi á til allra í öll- um hverfum borgarinnar svo og í öðrum kaupstöðum. Með tilkomu stórmarkaðanna hefur öll hverfisverzlun dregist sam- an. Kaupmaðurinn á horninu á í vök að verjast. Verzlunum þeirra hefur fækkað mjög und- anfarin ár. Af hverju er það? Er bara gott að vita af þeim ef eitthvað gleymdist í síðustu ferð í stórverslunina? Erum við ekki nógu duglegir að minna á okkur? 27. apríl 1981 flutti frú Sig- ríður Haraldsdóttir forstm. hagadeildar Verðlagsstofnunar og um árabil forstm. neytenda- þjónustu Neytendasamtakanna erindi í þættinum „Um daginn Olafur Björnsson og veginn" í útvarpinu. Þar sagði hún m.a. að í verðkönnun í Svíþjóð hefði komið fram að ekki væri hagstæðara að verzla í stórmörkuðum heldur þvert á móti. Þetta hafa ýmsar verð- kannanir undanfarinna ára sýnt að á við hérlendis líka. Um leið og stjórn Félags mat- vörukaupmanna þakkar Morg- unblaðinu fyrir að birta eftir- farandi grein Boga Arnars, viljum við eindregið hvetja alla til að lesa hana, þetta er þrátt fyrir allt ekki bara okkar mál heldur ykkar líka, lesendur góðir. Það væri vissulega gam- an ef þið létuð frá ykkur heyra um þetta, jafnvel í næstu búð. Ólaíur Björnsson formadur Félags matvörukaup- — eftir Boga Arnar Finnbogason Sumum þykir slík spurning kannski glannaleg og svo kann að virðast við fyrstu sýn. En sé málið skoðað nánar kemur í ljós að hér er um stórmál að ræða. Með orð- inu „verslunum" í fyrirsögninni á ég aðallega við þær miklu þjón- ustustofnanir við heimilin sem eru matvöruverslanir. Þær eru og verða meginstoð allrar verslunar í hverfinu en í skjóli þeirra þrífast ýmsar minni búðir, svo sem vefn- aðarvörubúðir, hlómabúðir, fisk- búðir o.fl. Ég tel að verslunarmálin í hverfinu okkar séu nú komin á mjög alvarleg stig vegna harðn- andi samkeppni af hálfu risa- markaða í öðrum bæjarhlutum. Þeir eru í sjálfu sér alls góðs maklegir, svo fremi þeir stundi heiðarlega samkeppni við hverfa- verslanirnar, án undirboða, en bjóði upp á lægra verð á ýmsum matvælum í krafti mikillar veltu sinnar og hagkvæmra innkaupa. Hins vegar ættu hverfisbúar e.t.v. að staldra örlítið við áður en iagt er upp í langar verslunarferð- ir í önnur hverfi í því skyni að spara í innkaupum fjölskyldunn- ar. Ferðin sjálf kostar auðvitað nokkurt fé, 100-200 kr. e.t.v. eftir stærð einkabílsins. Hitt er þó alvarlega að þó menn vilji ekki láta hverfiskaupmann- inn njóta magnverslunar sinnar og hjálpi þannig til að kippa fót- unum undan rekstri hans þá vilja þeir njóta áfram þjónustu hans vegna ýmissa smærri innkaupa. Hér skilur alvarlega á milli. Risamarkaðirnir geta eðli málsins samkvæmt ekki veitt persónulega þjónustu nema að mjög takmörk- uðu leyti enda vart gert ráð fyrir því, hvorki af eigendum þeirra né viðskiptavinum. Hins vegar má frekar segja að þeir veiti mönnum tækifæri til eins konar skemmti- göngu þ' r sem þeir fá tækifæri til að virða fyrir sér alls konar djásn og dýrindi í leiðinni þegar þeir eru að kaupa sér salt í grautinn, eins Bogi Arnar Finnbogason og sagt er, að ógleymdu grautar- gerðarefninu sjálfu, hrísgrjón, rúsínum o.s.frv., svo að aðeins sé nú miðað við ráðherrafóður en ekki óvandað tros. Að vísu er það viðurkennd staðreynd að annað kynið, ónefnt, hefur mun meiri unun af slíkum ferðum en hitt. E.t.v. byggist það m.a. á því að slíkar stórverslunarferðir verða oft mun kostnaðarsamari en til var stofnað í upphafi og oft í engu samræmi við raunverulega kaup- getu heimilisins. Hver kannast ekki við öll „hugdettukaupin" sem valda því að summan á kassamið- anum skiptir hundruðum, jafnvel þúsundum, þótt ætlunin hafi að- eins verið að kaupa lítilræði. Það er nefnilega ekkert sem heitir að „skreppa út í búð“ þegar verslað er í risamarkaði. Kannski er það vegna þess að okkur vantar þar gömlu góðu tengslin við „kaupmanninn á horninu" sem valda því m.a. að við kaupum meira en við ætiuðum. { stað vin- samlegra ráðlegginga hans um vöruval og gæði látum við heillast af auglýsingflúri, fínum pakkn- ingum og skrauti, enda ekki nema von, því allt er þetta hannað af fólki sem kann sitt fag, kann að gera vöruna aðlaðandi fyrir við- skiptavininn. Og það er engin ástæða að áfellast fólk fyrir að kunna sitt fag. Hitt er annað mál hvort það kann ekki betri lukku að stýra að brúka meiri hófsemi í innkaupum en láta langanir okkar ekki taka völdin. Því hvað sem gott má segja um risamarkaði með botnprísa (á aðeins nokkrum hluta vara sinna, vel að merkja) þá stuðla þeir ekki að hófsemi. Þeir vekja langanir okkar í miklu meira en við höfum raunverulega efni á. En við ráðum hvar við verslum og látum engan segja okkur fyrir verkum með það. Þó ekki væri. En ... og þetta er býsna stórt En ... þá getum við ekki enda- laust ætlast til þess að menn sem stunda verslun sem hugsjón (eins og ég held að segja megi um flesta hverfiskaupmennina) bíði eftir okkur til þess að við getum fengið hjá þeim þá þjónustu sem við fáum ekki annars staðar. Ég ætla að nefna nokkur dæmi máli mínu til stuðnings, þ.e.a.s. hvad hverfis- verslun getur gert fyrir okkur sem risamarkaöurinn getur ekki. Mamma sendi Nonna litla út í búð með miða til að kaupa, ja t.d. 250 gr. af kjötfarsi, 1 lítra af mjólk og einn Winston, af því hún kemst alls ekki að heiman sjálf frá Lillu sem er enn i vöggu. Góður kaupmaður afgreiðir Nonna litla af sömu kurteisi og afa hans, ald- inn, enda þótt samræður fari enn ekki fram á sama plani. Þetta er tímafrek afgreiðsla og nokkuð vandasöm (tárapokar viðskipta- vinarins eru ekki orðnir eins þétt- ir og þeir verða síðar). Annað dæmi: Viðskiptavinur biður hverf- iskaupmanninn að saga niður fyr- ir sig kjötlæri sem reyndist of stórt í sunnudagsmatinn. Kaup- maðurinn tekur því vel og læst ekki sjá tröllaukna áletrun utan á plastpokanum sem lærið er í Stór- kaup. Hann sagar niður lærið og tekur jafnvel ekkert fyrir. Þriðja dæmið: Sigga litla er í innkaupsferð fyrir mömmu og peningarnir (vandlega geymdir í litlum sveittum lófa) nægja ekki alveg fyrir vörunum. Kassastúlk- an (þ.e.a.s. ef hún er af betri gerð- inni, þessi með munnvikin sem vísa upp á við) segir blíðlega við Siggu að peningarnir nægi ekki og hún ætli að skrifa hjá mömmu (sem hún þekkir í sjón) og Sigga geti hlaupið með afganginn á eft- ir. Ég hef dregið hér upp mynd í allsterkum litum af verslunarmál- um hverfisins, eins og þau horfa við mér, og á ég þá einkum við matvöruverslun. Menn mega ekki skoða þessi fátæklegu orð mín svo að ég vilji fara að ráða fyrir aðra í þessum málum, fjarri því. Ég vil aðeins vekja athygli fólks á því að það er á okkar valdi, okkar allra, hvort umfangsmikil og myndarleg verslun verður rekin hér í hverf- inu okkar, Breiðholti. Hún getur aldrei orðið samkeppnisfær við risamarkaði ef við látum hana ekki njóta viðskipta okkar, ekki aðeins í hinu smáa heldur einnig í hinu stóra. Við ráðum því sjálf. Við þurfum ekki að gera okkur upp neina ást á kaupmönnum. Spurningin er bara þessi: Viljum við fá verslunarþjónustu nærri heim- ilum okkar meö öllu því sem þaö ágæta orð innifelur — eöa látum viö okkur nægja vikuleg risakaup í fjörrum vöruskemmum. OKKAR ER VÖLIN! Bogi Arnar er kennari að mennt, og þýðandi hji Sjónvarpinu. Hetjur trúarinnar — eftir Michael Bourdeaux Árið 1959, þegar ég fór í fyrsta sinn til Sovétríkjanna, var ekki hægt að afla sér jafnvel einföld- ustu upplýsinga um stöðu krist- inna manna þar í landi. En á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er, hef- ur átt sér stað upplýsingabylting. Nýlega er út komin bókin Kristnir fangar í Sovétríkjunum (Christian Prisoners in the USSR) 1983-4 á vegum Keston College við háskól- ann í Kent á Englandi. Er þar safnað saman hundruðum heim- ilda, sem sumar lágu fyrir í skiþu- legri mynd frá öðrum aðilum, áður en Keston College fékk þær í hendur. Þrátt fyrir það hefur kirkjufólk á Vesturlöndum ekki enn opnað huga sinn fyrir því að tileinka sér þessar upplýsingar og aðhafast eitthvað á grundvelli þeirra. Vart fer nú fram einn einasti blaðamannafundur með fulitrúum rússnesk-orþódoxu kirkjunnar á erlendri grund, án þess að þar komi einhvers staðar fram þessi fullyrðing: „X var ekki fangelsað- ur vegna trúar sinnar, heldur fyrir að brjóta sovézk lög.“ í stað „X“ iná segja hér hvaða nafn sem er þeirra 307 einstaklinga, sem frá er greint í ritinu Kristnir fangar í Sovétríkjunum. Fyrrgreind staðhæfing er dæmi uim eitt algengasta bragð Sovét- manna í áróðri þeirra gegn trúnni. Sú var tíðin, að sjálfri tilvist slíkra fanga var algerlega neitað. En nú, þegar sönnunargögnin liggja fyrir skjalfest og óhrekjan- leg, hefur sú nýja lína verið tekin upp, að „Sovétríkin hafi sín lög og að kristnir menn verði að hlýða þeim eins og aðrir". Það sorglega er, að margir, sem heyra slíka staðhæfingu, lítá á hana sem full- nægjandi svar við vandamálinu. En í rauninni er þetta alls ekkert svar. Formlega séð kann svarið að vera rétt í nokkrum tilfellum. Fólk sendir t.d. barn sitt í sunnu- dagaskóla eða til fermingarund- irbúnings til þess að auka við þá kristnu fræðslu, sem það hlaut í foreidrahúsum, — en bæði for- eldrarnir og kennarinn brjóta með þessu sovézk lög. — Aðrir sækja um leyfi til að halda guðsþjónust- ur í héraði sínu í samræmi við ákvæði laganna um slíka umsókn, — en yfirvöldin vísa umsókninni frá eða svara henni einfaldlega ekki. Á meðan getur jafnvel fund- ur örfárra manna á heimili eins þeirra leitt til handtöku allra viðstaddra. Það er ekki einu sinni leyfilegt að lögum, að sá tuttugu manna hópur, sem krafizt er sem lágmarks, svo að leyfi fáist til guðsþjónustuhalds, fái að koma saman til að ræða um og undirrita umsóknina. Hin einfalda staðreynd er sú- (eins og fram kemur í nefndri bók), að sovézk lög um trúarbrögð og boðorðið mikla í Mattheusar- guðspjalli, „Farið því og gerið all- ar þjóðir að lærisveinum" (28.19), eru ósamrýmanleg. Það eru opnar kirkjur í Sovétríkjunum — flestar yfirfullar af því að þær eru of fáar — en landslögin einskorða kristna trúarjátningu við opinbera guðs- dýrkun innan fjögurra veggja þessara kirkjuhúsa. Á þessu andartaki eru margar þúsundir kristinna manna í Sov- étríkjunum, sem ekki geta, sam- vizku sinnar vegna frammi fyrir Guði, farið eftir þeim lagabókstaf. Flestir eru þessir menn einungis áreittir, handteknir til að veita þeim viðvörun í yfirheyrslu eða beittir misrétti á vinnustað eða í skóla, en sumir sleppa alveg þegar yfirvöldin verða ekki vör við „glæpinn" eða leiða hann hjá sér. Fangelsisvist er því ekki sem stendur hin dæmigerðu örlög trú- aðra manna í Sovétríkjunum, en hún er nær óhjákvæmileg fyrir flesta virka leiðtoga þeirra. Sér- hver þessara 307 manna og kvenna er trúarhetja í sönnustu merkingu þess orðs. Þar að auki er það öruggt, að þessi 307 manna skrá er ekki tæm- andi. í þjóðfélagi, sem bannar frjálsan aðgang að upplýsingum, getur full tala slíkra fanga aldrei orðið fyllilega ljós. — Júrí Belov skrifar í formála sínum að bók- inni: „Meðan ég var enn í Sovét- ríkjunum, þekkti ég tugi manna, sem voru dæmdir eða lokaðir inni á geðveikrahælum einungis vegna þess að þeir trúðu á Guð... Þús- undum saman eru menn, sem eru algerlega óþekktir á Vesturlönd- um, reknir úr vinnu, vísað úr skól- um, reknir úr hernum eða sendir í útlegð með einu máttarorði emb- ættismanna." Svo að enginn haldi, að nafnalisti þessarar bókar sam- anstandi mestmegnis af trúar- ofstækismönnum eða meðlimum öfgatrúarfélaga, þá má geta þess, að þar eiga 12 trúfélög sína full- trúa, m.a. baptistar, meþódistar, lútherskir, orþódoxir og kaþólskir. Flestir þeirra eru kirkjuleiðtogar, þótt sú staða þeirra sé ekki viður- kennd af ríkinu, sem hefur tang- arhald á skipun kirkjulegra emb- ætta og heldur slikum mönnum langt frá hinum opinberu valda- stöðum. Bókin Kristnir fangar í Sovétríkj- unum 1983-4 er ekki einber nafna- listi. Hún er eins konar heiðurs- nafnaskrá, sem lýst er upp af þeim persónum, sem þar er rætt um. En það er ekkert nýtt við þessa út- gáfu: nöfnin í bókinni hafa komið fram um árabil í fréttaþjónustu Keston College og sum þeirra átt þaðan aðgang inn í fréttablöð kirkjunnar. Vegna þess frétta- flutnings kemur það öðru hverju fyrir, þegar fréttaþjónustan hefur verið vel skipulögð og stöðug, að fangelsisdyr kunna að vera opnað- ar, eins og gert var fyrir Gregorí Vins árið 1979. En oftar er hitt raunin, að ekkert gerist, vegna þess að engin virkileg umhyggja hafði náð að festa rætur í hugum okkar og hjörtum. Við höfum gert okkur tilfinningalaus gagnvart þeirri þjáningu, sem þessir með- limir okkar kristna samfélags þurfa að bera. Lestur þessarar bókar ætti að gera kristna menn næmari fyrir vandamálinu og blása okkur í brjóst þeirri sannfæringu, að hér sé um að ræða knýjandi úrlausn- arefni, sem snerti sérhvern mann og allir geta stuðlað að því að leysa — með upplýsingaöflun, með fyrirbænum, með því að skrifa föngunum og fjölskyldum þeirra og með fjárhagslegum stuðningi við starf í þeirra þágu. Bókin Christian Prisoners in the USSR 1983-4 veitir nákvæmar leiðbein- ingar um, hvernig gera má allt þetta. Það er von mín, að hún veki enn fleiri kristna menn til vitund- ar um hetjur trúarinnar í Sovét- ríkjunum. (JYI>J þýddi lauslega úr the Tablel 26. nóv. 1983. Höfundurinn, Miehael Bourdeaux, veitir forstöðu Keston College, sem stundar rann- sóknir á málefnum kristinna manna í austantjaldsríkjunum.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.