Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984 57 þjónustu? Er hann ríkur eða fá- tækur? M.ö.o. er það alltaf svo að tekjudreifingarafskipti ríkisvalds- ins hjálpi þeim efnaminni á kostn- að þeirra efnameiri, eins og gera verður ráð fyrir að hlutverk þeirra sé? Eða er kannski meira og minna alltaf verið að flytja á milli vasa hjá sama fólkinu eða hjá fólki með svipaðar tekjur? Og ef svo er, er milliliðurinn sem fyrst tekur féð og afhendir það síðan í öðru formi, þ.e. hið opinbera, þá nauðsynlegur? Mætti spara þann kostnað sem í starfsemi hans felst? Og jafnfram koma í veg fyrir að milliliðurinn taki ráðin af einstaklingunum og þrýsti þeim til að velja aðra kosti en þeir hefðu sjálfir viljað. Hér er komið að kjarna málsins, sem umræður um þessi efni hljóta að snúast um. Málið snýst nefni- lega ekki um það hvort menn séu með eða á móti því að opinber þjónusta sé veitt, heldur með hvaða hætti slík þjónusta sé best veitt og hvort hún þurfi endilega að vera „opinber". Málið snýst í eðli sínu hvorki um „réttlæti" né „sanngirni", eins og margir halda sem neita yfirleitt að ræða þessi mál, heldur um hagkvæmni, skyn- samlega nýtingu gæða, sem eru af skornum skammti. En til hliðar við hin hreinu hag- kvæmnisrök eru að sjálfsögðu ýmsar aðrar fróðlegar spurningar, sem lúta að réttlætingu í tekju- dreifingarhlutverki ríkisins. Er réttlátt að tiltölulega efnalitl- ir verkamenn greiði skólagöngu fyrir börn efnameiri fólks eða veiti þeim lán til að ávaxta í banka? Er sanngjarnt að lágtekju- fólk borgi með sköttum sínum fyrir andlitslyftingar efnakvenna? Er eðlilegt að ríkið hafi forgöngu um að sjá til þess að tekjulágir einstaklingar, sem ekki neyta kjöts, greiði niður kjötneyslu an- narra? Þessum spurningum er ekki auðsvarað og tilraun verður held- ur ekki gerð til þess hér. Ég mun láta nægja að höfða til sjónarmiða hagkvæmni og hagræðis í því sem á eftir fer. Ég ætla ekki að gera hér ákveðnar tillögur um verkefna- flutning frá ríki til einkaaðila, heldur varpa fram nokkrum hugmyndum sem flestar eru vel þekktar, til umræðu og athugunar. Þar með er ekki sagt að þær séu allar raunhæfar eða framkvæm- anlegar. En það vitum við auðvit- að ekki að óathuguðu máli. Víkjum þá að nokkrum hugsan- legum spurningum. Mætti hugsa sér að flytja t.d. sjukratryggingar í einhverjum mæli til einkatryggingafélag- anna? Þannig gæti ég t.d. keypt mér tryggingu við fótbroti án milligöngu Trygginastofnunar ríkisins og fengið skattafslátt fyrir vikið sem næmi a.m.k. trygg- ingariðgjaldinu. Síðan greiddi trygginafélagið spítalanum eða einkaklinikinni beint fyrir spítala- vist mína ef ég fótbrotnaði. Þetta fyrirkomulag þekkist víða og er í rauninni mjög dæmigert trygg- ingaverkefni. Á ýmsum sérsviðum í skólakerf- inu starfa einkaskólar og veita flestir ágæta þjónustu gegn ein- hverju skólagjaldi. Er hugsanlegt að gera einkaskólum kleift að starfa að almennri fræðslu barna, unglinga og fullorðinna og gera al- menningi mögulegt að velja milli þeirra, t.d. með hinu svokallaða ávísanakerfi? I slíku kerfi er hverjum nemenda úthlutað föstu fjárframlagi frá hinu opinbera sem hann getur ráðstafað til náms við þann skóla sem hann kýs. Á sviði fjarskipta og fjölmiðlun- ar eru margir ónýttir möguleikar, sem fráleitt er að ríkið einoki áfram með sama hætti og verið hefur um útvarp og sjónvarp. Þeg- ar hefur einokun Pósts og síma verið aflétt að hluta til hvað varð- ar innflutning og sölu símtækja. Er unnt að ganga lengra á þessari braut þannig að sú stofnun verði fyrst og fremst eftirlits- en ekki framkvæmdaaðili? Sama má segja um Vegagerðina. Má bjóða út póstþjónustuna að hluta til? Svona mætti lengi halda áfram að tína til rétti á matseðil dagsins en ég læt hér staðar numið. Ráð- stefnugesta býður þegar marg- réttað hlaðborð á þessu sviði, þótt ekki sé það ýkja skandinavískt! Vandinn er að velja skynsamlega af borðinu þá rétti sem til greina koma og láta sér ekki verða bumb- ult af hinum. En ég get ekki látið hjá líða að nefna í lokin að það er ekki ein- göngu á þeim sviðum þar sem rík- ið sjálft er með beinan rekstur, sem taka verður til hendi. Víða er enn fyrir hendi ríkisvernduð ein- okun, sem eðlilegt er að hverfa frá. Það getur verið „prívatiser- ing“ á sinn hátt. Ég nefni verk- takastarfsemina á Keflavíkurflug- velli, olíuinnflutninginn frá Sovét- ríkjunum, verðmyndunina í land- búnaðinum, sem reyrð er á klafa sexmannanefndar undir verndar- væng ríkisins og síðast en ekki síst Grænmetisverslun landbúnaðar- ins, sem einokar innflutning á æt- um jafnt sem óætum kartöflum undir handarjaðri hins opinbera. Hér er við ærin viðfangsefni að kljást og verkefnin blasa hvar- vetna við. Orð eru til alls fyrst og ég vona að orðaskiptin hér í dag skili okkur öllum einhverju vega- nesti við lausn verkefna á þessu sviði. Oeir H. Haarde er hagfrædingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Stofna félag um verkefnastjórnun FJÖLMARGIK áhugamenn um verk- efna.stjórnun (Project management) munu stofna sérstakt félag í dag, miðvikudaginn 23. maí, klukkan 17.30 í fundarsalnum í Borgartúni 17, 3. hæð. Áhugamenn þessir eru bæði frá fyrirtækjum og stofnunum, sem áhuga hafa á skipulögðum starfsað- ferðum í sambandi við verkefna- stjórnun, og eru það verkfræðingar, tæknifræðingar, viðskiptafræðingar, arkitektar, verktakar og læknar svo að nokkrir séu nefndir. Tilgangur hins nýja félags er að stuðla að bættri verkefnastjórnun með því m.a. að standa fyrir upp- iýsingaöflun um verkefnastjórnun og dreifingu upplýsinga til félags- manna, að stuðla að menntun og rannsóknum á sviði verkefna- stjórnunar, og að kynna og auka skilning á nauðsyn á verkefna- áætlunum og markvissri verk- efnastjórnun bæði meðal fyrir- tækja og opinberra aðila. Verksvið félagsins verður m.a. að efna til funda, námskeiða og ráðstefna um verkefnastjórnun á eigin vegum eða í samstarfi við aðra, að safna gögnum og gefa út rit um verkefnastjórnun og að koma á og viðhalda samstarfi við innlend og erlend félög með sama eða sambærilegu markmiði, eins og norrænu samtökin Nordnet og alþjóðlegu samtökin Internet. Fyrirhugað er að félagið Verk- efnastjórnun muni starfa í nánum tengslum við Stjórnunarfélag ís- lands, sem hefur boðist til að ann- ast skrifstofuhald fyrir félagið. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í þessu nýja félagi geta haft sam- band við skrifstofu Stjórnunarfé- lagsins. verðaðeinskr. 3.99Q- Philips rakvélarnar eru óum- deilanlegar. Það er sama hvort litið er á gæði, útlit, verð eða úrval, Philips er ávallt besti kost- urinn. Stórglæsileg 3ja hnífa rakvél fjrrir 220 volt og hleðslurafhlöður með bartskera kostar aðeins 3.990.- krónur, — og það er sann- kölluð eilífðarvél. Heimilistækí hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- S/ETÚNI 8-15655 r r ...Islandsmótiö l.deild...Islandsmótió l.deild r Islandsmótið l.deild... Keflavíkurvöllur mióvikudaginn 23.maí kl. 20 IBK-KA LOZARON þéttilistinn Kröftugur listi sem heldur vel lögun sinni og þéttingu og lækkar því hitunar- kostnað hússins. Listann er auðvelt að taka úr fræstri raufinni ef með þarf. Þéttir gluggar - lœgri hitunarkostnaður ga- uröaverksmiðja NJARÐVÍK, Sími: 92-1601. Skrifstofa í Reykjavík: Iðnverk hf, Nóatúni 17. Símar: 91-25930 og 91-25945. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.