Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 * Félagsdómur um deilu Hlífar og VSI: Enginn samningur í gildi í Hafnarfirði SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu verkalýðsfélagsins Hlífar og Vinnu- Skákmót í Júgóslavíu: Margeir Péturs- son í miðjum hóp MARGEIK Pétursson er nú í sjöunda sæti á alþjóðlega skákmótinu í Sme- derevska Palanka í Júgóslavíu með tvo vinninga eftir fjórar umferðir. 14 skákmenn taka þátt í mótinu, sem hófst sl. fimmtudag, fimm stórmeist- arar, átta alþjóðlegir meistarar og einn FIDE-meistari. Margeir tapaði í fyrstu umferð fyrir tékkneska stórmeistaranum Leschtinski. Síðan gerði hann jafn- tefli við Pólverjann Adamski í ann- arri umferð, en sigraði Júgóslavann Ljubisavlijevic í þriðju umferð. f fjórðu umferð gerði Margeir jafn- tefli við Kirov frá Búlgaríu. Júgóslavinn Nikolic er nú efstur á mótinu með þrjá vinninga; síðan koma nokkir á eftir með tvo og hálf- an vinning, en Margeir er í miðjum hóp með tvo vinninga eins og áður sagði. Næsta umferð verður tefld á morgun, en mótinu lýkur eftir hálf- an mánuö. veitendasambands íslands hefur verið boðaður klukkan 9.30 í dag. Félagsdómur kvað upp dóm í máli Verkalýðsfélagsins í Hafn- arfirði og Vinnuveitendasam- bandsins vegna starfsfólks í hraðfrystihúsi Hvals hf. í Hafn- arfirði á föstudaginn var. Féllst dómurinn á varakröfu beggja að- ila þess efnis að enginn samning- ur væri í gildi á milli aðila. Hvalveiðarnar hafa ekki getað hafist vegna þessarar deilu en stefnt er að því að skipin fari út næstkomandi sunnudag. Málavextir eru þeir að þegar Hlíf tók kjarasamninga ASÍ og VSÍ fyrir á félagsfundi í byrjun mars voru samningarnir sam- þykktir en þó þannig, að þeir næðu ekki til vinnslu hvalafurða hjá Hval hf. VSÍ leit hinsvegar svo á að samkomulag ASÍ og VSÍ um framlengingu síðast gildandi samninga gilti og ekki væri hægt að undanskilja einstaka hópa. Málinu var vísað til félagsdóms, sem dæmdi samkvæmt varakröf- um aðila, þ.e. að Hlíf hefði hafn- að samningnum en gert tilboð um nýjan. Breytingar gerðar á aflakvóta humarbáta: 5 % mega fara í 3. flokk Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið breytingu á reglum um hum- arkvóta. Mega hér eftir 5% afla humarbáta lenda í 3. flokk, sem eru humarhalar 6—10 grömm að stærð, án þess að sá afli komi kvóta bát- anna til frádráttar. Fréttatilkynning frá sjávarút- vegsráðuneytinu vegna þessa hljómar svo: „Sjávarútvegsráðu- neytið hefur samþykkt eftirfarndi breytingu á veiðileyfum humar- báta og úthlutuðum aflakvóta þeirra. Við útreikning aflakvóta báts verður ekki reiknaður með 3. stærðarflokkur, það er humarhal- ar sem eru 6—10 grömm að stærð, enda fari hlutfall þess flokks ekki yfir 5% af úthlutuðum aflakvóta bátsins á vertíðinni. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra tók á móti Luns á Keflavfkurflugvelli í gær. Morgunbla4ið/RAX. iUAlH Kveðjuheimsókn Luns sem framkvæmdastjóri NATO DR. JOSEPH LUNS, framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafsbandalagsins, kom í opinbera heimsókn til íslands í gær. Hann og kona hans, frú Elisabeth Luns, ásamt fylgdarliði lentu á Keflavíkurflugvelli um kl. 17.30. Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, kona hans, frú Erna Finnsdóttir, Ingvi S. Ingv- arsson, ráðuneytisstjóri, og kona hans, Hólmfríður G. Jónsdóttir, Ilenrik Sv. Björnsson, sendiherra íslands hjá NATO, og kona hans, frú Gígja Björnsson og Helgi Gíslason, sendiráðunautur, tóku á móti Lunshjónunum og fylgdar- liði þeirra. Dr. Joseph Luns hefur komið til íslands við fjölmörg tækifæri, en fyrst kom hann hingað í opinbera heimsókn 1963, þá sem utanríkis- ráðherra Hollands. Dr. Luns kem- ur nú í kveðjuheimsókn til íslands sem framkvæmdastjóri Norður- Atlantshafsbandalagsins, en hann lætur af störfum sem fram- kvæmdastjóri bandalagsins í lok þessa mánaðar. Áður en hann læt- ur af störfum mun hann heim- sækja NATO-ríki á sama hátt og hann nú heimsækir fsland. Carr- ington lávarður, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, verður arftaki Luns í starfi fram- kvæmdastjóra NATO, og mun Carrington lávarður heimsækja ísland í fyrsta sinn sem slíkur í næsta mánuði. Heimsókn Luns varir til föstu- dags. Dagskráin hófst með kvöld- verðarboði hjá utanríkisráðherra- hjónunum, frú Ernu Finnsdóttur og Geir Hallgrímssyni, á heimili þeirra í gærkveldi. Árdegis í dag á dr. Luns viðræður við Geir Hall- grímsson í utanríkisráðuneytinu. Strax að þeim fundi loknum hittir dr. Luns Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, að máli, en þiggur að þeim fundi loknum há- degisverð hjá forseta fslands, Yigdísi Finnbogadóttur, að Bessa- stöðum. í kvöld snæðir Luns kvöldverð í boði Steingríms Hermannssonar og á morgun fer hann ásamt fylgdarliði til Þingvalla. Luns og fylgdarlið halda frá landinu ár- degis á föstudag. í hópi fylgdar- manna framkvæmdastjórans er Róbert Trausti Árnason, sem starfar í stjórnmáladeild Atl- antshafsbandalagsins í Briissel. Sakharov-undirskriftasöfnun lokiÖ: Um 8.000 manns skrifuðu undir á fjórum dögum — Sovéska sendiráðið lokað síðdegis í gær Undirskriftasöfnun þar sem skor- að er á sovésk yfirvöld að leysa Nóbelsverðlaunahafann Andrei Sakharov og eiginkonu hans, Yel- enu Bonner, úr einangrun í borg- inni Gorkí og veita þeim frelsi án tafar til þess að leita sér lífs og lækninga á Vesturlöndum, lauk í gær í Reykjavík. Að sögn aðstand- enda söfnunarinnar voru undir- skriftir orðnar 7.973 og hefðu vænt- anlega orðið fleiri ef beðið hefði verið eftir listum sem ókomnir voru utan af landsbyggðinni. En þar sem líf þeirra hjóna er talið hanga á bláþræði, var ákveðið að koma áskoruninni strax á fram- færi. Það voru einstaklingar úr röðum ungra sjálfstæðismanna, sem stóðu fyrir söfnuninni. En á blaða- mannafundi, sem boðað var til af þeirra hálfu, kváðust þeir vilja leggja áherslu á, að til hennar hefði verið stofnað utan við alla flokkspólitík og að viðbrögð allra, sem leitað hefði verið til, hefðu verið afar jákvæð. Talsmenn söfnunarinnar á fund- inum voru þeir Öskar Einarsson, Lýður Friðþjófsson, Eiríkur Ing- ólfsson, Gústaf Níelsson, Ólafur ís- leifsson, Árni Sigfússon og Sigurð- ur Magnússon. Sögðu þeir tilgang hennar vera þann, að hreyfa við samvisku sovéskra valdamanna í von um að Sakharov-hjónin fái notið sjálfsagðra mannréttinda. Sigurður Magnússon, eðlisfræð- ingur, sem hefur kynnt sér mál Sakharovs náið, kvað þá röksemd að vitneskja Sakharovs um hern- aðarleyndarmál Sovétmanna gerði þeim ókleift að hleypa honum úr landi, ekki á rökum reista, þar eð sú vitneskja væri án efa úrelt í dag. Enginn varð til þess að veita undirskriftalistunum viðtöku í gær. Er aðstandendur hugðust af- henda þá í sovéska sendiráðinu, komu þeir að luktum dyrum í sendiráðinu og læstu hliði við sendiráðsbústaðinn um klukkan 15.30. Enginn kom til dyra í sendi- ráðinu, en í kjallara bústaðarins kom starfsstúlka til dyra, og vísaði hún á sendiráðið. I bílgeymslu sendiráðsbústaðarins við Túngöt- una var bílstjóri sendiherra, en hann renndi strax niður bílskúrs- hurðinni. „Þeir hljóta að taka á móti pósti," sagði einn úr hópnum, Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Árni Sigfússon og Olafur ísleifsson, tveir af forvígismönnum undirskrifta- söfnunarinnar, bíða þess árangurslaust, að dyrum sovéska sendiráðsins verði lokið upp. þegar útséð var um að tækist að afhenda listana með öðrum hætti þann daginn. „Sovétmenn starf- rækja hér mannmargt sendiráð," sagði Ólafur ísleifsson, hagfræð- ingur. „Það fær ekki staðist, að ís- lenskur almenningur geti ekki komið áleiðis skilaboðum til sov- éskra stjórnvaida ef svo ber und- ir.“ Auglýsingateiknarar samþykktu samningana: Allt að 30 % launahækk- un á árinu Auglýsingatciknarar samþykktu á félagsfundi í fyrradag samning þann sem samninganefnd þeirra gerði við Saraband íslenskra auglýsingastofa í síðustu viku. Auglýsingateiknarar fengu með samningnum 17—25% launahækkanir auk styttri vinnu- viku, nýrra launaflokka og fleiri at- riða, sem formaður félagsins metur að gefi hækkun á árinu um allt að 30%. í samningnum er kveðið á um 5 til 13% hækkanir á þá 6 launaflokka sem voru í fyrri samningum, en auk þess kemur 3% hækkun sem gildir frá 1. apríl sl., 4% hækkun kemur 1. september næstkomandi og 5% þann 1. janúar 1985. Tveir nýir launaflokkar bætast við fyrir þá sem lengstan starfsaldur hafa, vinnuvikan er stytt úr 37 vinnu- stundum á viku í 36, ákvæði eru um greiðslur fyrir ferðakostnað vegna næturvinnu og fleiri atriði eru í samningnum. Á fundi í stéttarfélagi auglýsingateiknara, Félagi graf- ískra teiknara, voru samningarnir samþykktir með 13 atkvæðum gegn 4, 2 sátu hjá en 4 félagsmenn sem sátu fundinn voru ekki atkvæðis- bærir. Á fundinum voru því 23 fé- lagar af 70 sem í félaginu eru. Guð- jón H. Pálsson, formaður félagsins, sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gær að mikil óánægja hefði verið á fundinum að ekki skyldi nást betri samningar en ekki hefði verið gott að eiga við samn- inga á þessum árstíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.