Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 39 Myndlist að ekki eru fyrir hendi markviss lög fyrir þennan skóla og ein- ungis bráðabirgðareglugerð. Gömlu lögin voru sama og úrelt um leið og þau voru samin og ný lög, sem samin hafa verið, hafa ekki ennþá náð fram að ganga á löggjafarþingi voru. í þeim eru ennþá hin furðulegustu ákvæði, sem staðfesta, að skilningurinn á hlutverki MHÍ og sérstöðu er ennþá ekki sem skyldi. Virðist sem ákvæði í þessum lögum kveði á um að skólinn eigi að sækja reynslu til annarra skóla, er bjóða upp á minni listræha menntun en meiri réttindi. MHÍ á þó tvímælalaust að vera þakið á allri myndrænni menntun á fs- landi, og því ætti þessu að vera öfugt farið. Væri þá frekar ráð að dýpka námið. Hlutverk skólans er öðru fremur að vera opinn fyrir og stuðla að aukinni menntun og gildum rannsóknum á sviði mynd- og handmennta, en hvergi gangast undir lög um fáfræði hér. Ef svo gerist, er skólinn far- inn að vinna gegn sjálfum sér, upprunalegum markmiðum og skráðum sem óskráðum lögum listaskóla. Hér skal ekki enn einu sinni upphafinn söngurinn um hroða- legt ástand í húsnæðismálum skólans, sem öllum mun kunnugt um, né skort á framtíðarúttekt um málefni hans. Aðeins minnt á gildi hans og þýðingu og þörf- ina á, að hann komist á háskóla- stig og njóti sérstöðu sinnar, svo sem honum ber. Einnig þá spá vísindamanna, að í framtíðar- þjóðfélagi verði skólar skapandi atriða öllum öðrum mikilvægari. Heimsins mesti málari? Helgarferðir — flug og gisting verð kr.: 13.600,- Vikuferðir — flug og gisting verð kr.: 15.900,- Flug og bíll - 1 vika fjórir í bíla verð kr.: 11.084,- Ferðaskrifstofan Laugavegi 66, 101 Revkjavik, Simi 28635 Bragi Ásgeirsson I>AÐ er haft fyrir satt, aö August Strindberg hafi eitt sinn sagt við Edvard Munrh, er þeir áttu tal saman; „Ég er mesti málari í heimi“ — þá á Munch að hafa svarað: „Ef þú ert mesti málari í heimi, þá er ég mesta skáld í heimi!" Þetta er haft eftir norska kaup- sýslumanninum Rolf Stenersen, en hann var jafnframt einn stærsti einkasafnari nýrrar norskrar mál- aralistar um sína tíð. Var einkavin- ur Munch og einn af þeim örfáum, er meistarinn hleypti nálægt sér, — skrifaði enda fræga bók um hann. Hvað sem hæft er í þessu, þá er það víst, að Strindberg var prýðilegur málari (og Munch ágætlega ritfær). Þótt Strind- berg hafi varla náð að komast í uppsláttarrit yfir myndlist fyrir einhverja duttlunga fræð- inganna í faginu, þá hefur hann lengi verið vel metinn af málur- um er skildu hann út í fingur- góma. — Það sem hér er í frásögur færandi, er að málverk eftir Strindberg „Mararljós" (35x56 cm.) seldist á 1.385.000 sænskar krónur á uppboði hjá Bukowski í Stokkhólmi á dögunum (þetta margfaldist með 3,7 til að fá ís- lensku upphæðina). Þetta er og næsthæsta upphæð, sem gefin hefur verið fyrir sænskt málverk á uppboði, en metið á málverk eftir Anders Zorn með 1,5 millj- ónir s.kr. August Strindberg í strikum. Haldi nú einhverjir, að hér hafi verið á ferð fágæti og ein- ungis nafnið hafi ráðið verðinu, þá skal tekið fram, að Strind- berg málaði heilmikið og hefur m.a. verið gefin út mikil bók um þennan þátt í sköpunargleði snillingsins. Geta myndir hans stundum minnt á seinni tíma tassista í ferskleika sínum og eru því mjög nálægar í nútíð- inni, enda hangir a.m.k. eitt mál- verk hans uppi á Módernesafn- inu í Stokkhólmi. Hér réðu þannig í senn frægð og gæði hinu háa verði og má hér halda fram, að lengi hafi frægð leikskáldsins August Strindberg skyggt á málarann August Strindberg, en hver veit, nema þeir hittist á miðri leið innan tíðar... Bragi Ásgeirsson INNTÖKUPRÓF í Myndlista og handíðaskóla íslands standa sem hæst, er þetta er ritað, og hefur ásóknin aldrei verið meiri. Á einu ári hefur fjöldi þeirra, er láta inn- rita sig í prófin, aukist um tæplega 50. Nokkur affoll veröa jafnan á upprunalegu tölunni og þannig mættu í ár um 140 til leiks af 176 skráðum. Vafalítið mun þeim, er stjórnuðu prófunum að þessu sinni, hafa létt stórum, því að ekki voru fyrir hendi nema 133 borð! Þróun, vöxtur og viðgangur MHÍ hefur orðið í þá veru er margur sá fyrir og þurfti ekki spakvitra til, því að hún mætir eðlilegri þörf í nútímaþjóðfélagi. Hvarvetna eru slíkar stofnanir með virtustu og þýðingarmestu kjölfestum menntunar og menn- ingar nema þá í frumstæðum veiðimannaþjóðfélögum — en þar er þörfin ræktuð með sóma á annan hátt. Viðkomandi þjóðfé- lög hafa þá ei heldur mennta- stofnanir raungreina og hugvís- inda. íslendingar sóttu lengi vel menntun sína í myndlist og list- iðnaði til útlanda, en slíkt verður erfiðara með hverju ári vegna gífurlegrar ásóknar í þá skóla og auknar kröfur. Það er ekki svo sem margur heldur ennþá, að nóg sé að láta innrita sig í próf án nokkurs undirbúnings og þessvegna hætta svo margir við er á hólm- inn er komið. Hér þarf einmitt að koma til drjúgur undirbún- ingur eigi viðkomandi að vera nokkurn veginn öruggur um að komast að. Hér skipta stúdents- og háskólapróf ekki mestu máli, heldur verkleg kunnátta og til- finning fyrir línu, lit og formi. Sé þetta fyrir hendi, er almenn grunnskólamenntun nægileg. Listaháskólar um allan heim spyrja um hæfni á þessum svið- um en ekki einkunnir í raun- greinum og hugvísindum. Klauf- ar og klastrarar geta gjarnan verið hámenntaðir á öðrum svið- um. íslendingum gengur seint að meta þessar staðreyndir eða skilja það, að til er fjölmargt, sem listaskólar eru einir færir um að rækta og þroska til mikils árangurs. Og að nær útilokað er nema þá eingöngu í sértilfellum, að rækta þetta alfarið á lista- brautum í öðrum framhaldsskól- um. Hér skortir hið sérstaka andrúmsloft og forsendur, sem eru aðal listaskóla. Þótt listnám sé strangt og krefjandi, verður það trauðla staðlað. Hér skal vísað til og minnt á. AMSTERDAM borgin sem kemur á óvart Fullyrða má að fáar borgir Evrópu njóta jafnmikilla vin- sælda íslenskra ferðamanna og Amsterdam, enda býr hún yfir miklum töfrum og býður ferðamanninum flest það, sem hugur hans girnist, svo sem mikið og fjölbreytt úrval verslana, skemmtistaða, veitingastaða og ekki síst fjölda stórbrotinna listasafna og annarra menningar- stofnana. Frá inntökuprófinu. 176 óskuðu inngöngu í MHI Myndlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.