Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. júní Sé þig eftir ár ef þú lifir“ kristjana á hóteli í London rétt fyrir mergskiptin. Eftir átta ára baráttu sér Kristjana Kjeld nú fyrir endann á baráttunni við hvítblæði „S é þig eftir ár, ef þú lifir." — Slíkt ávarp get- ur varla talizt uppörvandi, en við það hefur Kristjana Kjeld lifað í 8 löng ár. Þann tíma hefur hún þjáðst af hvítblæði, sem fram á þennan tíma hefur verið talinn ólæknandi sjúkdómur. En eftir 8 ára baráttu hefur Krist- jana og fjölskylda hennar öðlast von. Læknum í London hefur tekist að skipta um merg i henni og þannig komizt fyrir hvítblæð- ið, en aukaverkanir af völdum mergskiptanna hafa ekki látið á sér standa og enn berst Krist- jana æðrulausri baráttu fyrir lífi sínu. Hún er sterk og í gegn- um erfiðleikana hefur hún öðlast þann sálar- og trúarstyrk, sem hefur reynzt henni, manni henn- ar og börnum, ómetanlegur í baráttunni fyrir áframhaldandi lífi. Nánast endurfædd Undirritaður hitti Kristjönu og mann hennar, Jón Bene- diktsson, í London í febrúar síð- astliðnum, er hún hafði nýlega gengið í gegnum mergskiptin og barðist gegn aukaverkununum, og hitti Kristjönu síðan á Land- spítalanum þann 20. júní, þegar heim var komið og baráttan við aukaverkanirnar stóð enn yfir. Skipt var um merg í Kristjönu 15. desember síðastliðinn og 20. júní var hún enn í sjúkrahúsi, en bjartsýn á framhaldið að vanda. Kristjana þjáist af svokölluðum „graftversus host“-sjúkdómi, sem oftast fylgir mergskiptum. Á þessum tíma hefur hún varla getað neytt matar; hún missti hár og neglur; sveppsýkingar juku verulega á erfiðleikana; slímhúð í munni hennar datt út í sárum af og til og loks fékk hún gulu. Kristjana hafði því svo sannarlega merka sögu að segja; hún væri nánast endurfædd. Tíöindin mikið áfall „Það var árið 1976 að mér var tilkynnt, að ég væri með krón- ískt hvítblæði. Það væri ólækn- andi, en hægt væri að halda því niðri um tíma með lyfjum. Þessi tíðindi komu í kjölfar ferðalags okkar hjóna og barnanna, en í því hafði ég kennt langvarandi þreytu. Þessi tíðindi urðu okkur mikið áfall, en ég reyndi að taka þessu með ró og varast hugsun- ina: „Af hverju ég?“ Ég hef allt- af horft fram á við og það hefur hjálpað mér verulega. Ég gat haldið vinnu minni áfram og reyndi að gleyma veikindunum, og það tókst. Ég byrjaði að lesa mikið og þroska hugann og hugsa ekki — af hverju — . Það þýðir ekkert, það er ég, sem er með sjúkdóminn og því verður ekki breytt. Ég hef reynt að vera jákvæð og finna björtu hliðarnar á hlutunum, því það skiptir meg- in máli. Er fullviss um aÖ bugur hefur unnizt á hvítblæöinu Ég var þá og er enn gift og þriggja barna móðir og fjöl- skyldan tók þessu með sérstök- um skilningi. Ég gerði henni grein fyrir, að þetta væri hæg- fara sjúkdómur og þróun lækna- vísindanna gæti leitt af sér möguleika á lækningu. Ég var svo lánsöm, að bróðir minn var læknir á Hammersmith-sjúkra- húsinu í London, þegar sjúkdóm- urinn kom í ljós. Hann kom mér strax að heiman til London und- ir umsjón doktors Goldmann, sem hefur annazt mig allan þennan tíma. Þá var ég sett í blóðkornaskilju, sem skildi hvítu blóðkornin frá, en allt of mikið var af þeim í blóðinu. Blóðkornin voru síðan fryst og geymd til síð- ari tíma, ef ég kynni að þurfa á þeim að halda, en sú meðferð var notuð á Hammersmith-sjúkra- húsinu við krónísku hvítblæði á þessum tíma. Þá var ég í reglu- bundinni skoðun og síaukinni lyfjatöku, en fyrir fjórum árum bárust okkur þau gleðitíðindi að mergskipti væru hafin á sjúkra- húsum í Englandi og með því væri kominn möguleiki á að vinna bug á hvítblæðinu. Var strax árið 1979 hafizt handa við undirbúning og leita að heppi- legum merggjafa meðal systkina minna. Þetta var gert í Blóð- bankanum hjá beim ólafi Jens- syni og Alfreð Árnasyni. Aðeins Englendingar eru teknir inn á ríkisspítalana til mergskipta og því var ég lögð inn á einka- sjúkrahús í Harleystreet og var sú áttunda í röðinni. Ég var köll- uð inn í desember síðastliðnum og var þá skipt um merg í mér, en hann fékk ég úr Finnboga bróður mínum. Eftir að sjúka mergnum hafði verið eytt úr mér með lyfjum tók við geislameð- ferð í þeim tilgangi að eyða alveg hugsanlegum sjúkum leyfum, áður en ég fengi nýjan merg. Geislameðferðinni fylgir hins vegar ónæmi og i kjölfar merg- skiptanna hafa fylgt fjölmargar aukaverkanir, sem ég hef þurft að berjast við, en læknarnir segja að ég geti verið nokkuð viss um að ég hafi unnið bug á hvítblæðinu. Jákvæöni þaö eina, sem dugir Það eina, sem dugir i þessari baráttu er að vera jákvæður. Það hefur hjálpað mér mikið nú, að ég var búin að sætta mig við dauðann, hann liggur fyrir okkur öllum. Það er hlutskipti mannsins að fæðast og deyja. Ég ætlaði mér þó aldrei að gefast upp og tók þessu þannig, að ég væri veik, en þó ekki dauðvona. Nú berst ég við aukaverkanirnar og byrja síðan nýtt líf af fullum krafti. Nýtt líf, því þessir erfið- leikar hafa þroskað mig mikið og breytt lífsviðhorfi mínu. Ég hef alltaf verið bjartsýn og ákveðin, SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.