Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JtJNl 1984 77 minnið eins og menn stæla vöðva? „Minnið getur maður ekki staelt eins og vöðva, því miður! Vöðvi, sem er styrktur með áreynsluæf- ingum, verður hæfur til átaka á hvaða sviði sem er, hvort sem það er til að lyfta lóðum eða ferðatösk- um. Lyftingamaður stælir vöðva sína með því að lyfta lóðum, en verður jafnframt hæfari til að lyfta hvaða byrði sem er. Þessu er öðruvísi farið um minnið. Það hef- ur ekki sama yfirfærslugildi. Þú getur þjálfað upp hjá þér hæfi- leika til að leggja 30—40 tölustafi á minnið, en það þýðir ekki að þú eigir nokkuð betra með að festa þér orð í minni. Þetta er mikil- vægt atriði í sambandi við skóla- starf. Menn trúðu því hér áður fyrr að það þjálfaði minni barna almennt að láta þau læra einhver býsn af kvæðum utanað. Þetta er á misskilningi byggt. En bömin eiga ef til vill heldur auðveldara með að læra kvæði fyrir bragðið, hafi þau ekki fengið andúð á þeim ef hart var eftir gengið. Hins veg- ar má þjálfa margvíslega minnis- tækni — sem er allt annað en að þjálfa minnið — með því einu að læra ógrynni efnis utanbókar. Þó verð ég að hafa þann fyrirvara á, að sumir þeirra sem læra mikið utanbókar koma sér auðvitað smám saman upp fjölþættri minn- istækni sem getur reynst þeim vel við hvaða nám sem er. öll minniskerfi á því sama: að gera flókinn hlut einfaldan með því að setja atriði, sem erfitt er að muna, í samband við atriði sem auðvelt er að muna. Með öðrum orðum, smíða sér lykil sem auðveldar að- gang að þeim „hirslum" sem minnisatriðin eru geymd í. Þessi lykill gegnir svipuðu hlutverki og spjaldskrá í bókasafni. í stað þess að leita blindandi að ákveðinni bók í safninu, þá fletta menn upp í spjaldskrá, sem vísar á þann stað sem bókin er geymd. Til að fletta í spjaldskránni er notaður annar lykill, sem er einfaldlega stafrófið. Lyklarnir eru hins vegar breyti- legir eftir því hvers konar verk- efni um er að ræða.“ Saga um nafn og andlit — Geturðu nefnt nokkur dæmi um tiltölulega einfalda minnis- tækni? „Ef markmiðið er að muna nöfn og andlit manna er ein aðferðin sú að semja örlitla sögu í kringum útlit og nafn mannsins. Segjum að þú hittir mann sem snöggvast f samkvæmi, sem er kynntur fyrir þér sem Hörður Sigurðsson. Hann er sköllóttur, hávaxinn og með hörkulegan svip. Til að auðvelda þér að muna eftir manninum og nafni hans gætirðu til dæmis ímyndað þér fótboltamann, sem skorar mark með skalla, sigur- mark í mikilvægum leik. Þú gætir lykilorð úr upphafsstöfum atriða sem á að læra og aðrir reyna jafn- vel við bundið mál. Oft er rifjuð upp vísan „Ap, jún, sept, nóv þrjá- tíu hver — einn til hinir kjósa sér“, þegar spurt er um dagafjölda mánaða. Eins muna margir staf- rófið með hjálp vísu. Til eru að minnsta kosti tvö vísnakerfi af þessum toga eftir Einar Bogason frá Hnífsdal. Annað fjallar um landfræðiheiti en hitt um stærð- fræðiformúlur. Hin hliöin á Símonidesi Lykilaðferð Símonidesar dugir oft vel þegar rifja þarf upp kerf- isbundið, jafnvel þótt aðferðin hafi ekki verið notuð við að leggja efni á minnið. Þingmaður, sem ætlar í þinglok að rifja upp helstu mál sem fjallað var um á þinginu og vill gæta þess að enginn mála- flokkur verði útundan, getur til dæmis sett upp fyrir sér mynd af sætaröð ráðherra í þingsal og fylgt henni í upptalningu sinni. A sambærilegan hátt má nota að- ferðina við matarinnkaup, hafi ekki verið gerður sérstakur inn- kaupalisti. Það er hægt að fara í huganum kerfisbundið yfir helstu geymslustaði matvöru í eldhúsinu, eða athuga í smáatriðum þær máltíðir sem standa fyrir dyrum og finna þannig út hvað vantar. Þetta eru auðvitað dæmi um vinnubrögð sem flestir læra að Hvað átti ég nú aftur að kaupa? Morgunbladid/ KEE. Það má skýra þetta með dæmi. Að bæta minni sitt er að ná tökum á ákveðinni aðferð til að vinna til- tekið verk, ekki ósvipað því að læra að keyra bíl. Það er ákveðin tækni sem maður lærir og þjálfast í. En góður bílstjóri stendur engu betur að vígi til að læra vélritun en maður sem aldrei hefur setið undir stýri, enda þótt hann noti hendurnar í báðum tilvikum. Hann getur ekki nýtt sér kunnátt- una að keyra bíl til að auðvelda sér vélritunarnámið. Hins vegar reynist honum sennilega auðveld- ara að læra að stýra báti eða flugvél, vegna þess að nýja námið er að mörgu leyti skylt því gamla." Hvert minniskerfí einstakt — Minniskerfi eru þá sniðin sérstaklega fyrir hvert einstakt verkefni? „Já, það eru til fjölmörg kerfi, sum henta vel til að iæra tölur, önnur til að festa sér nöfn og and- lit í minni, enn önnur reynast bet- ur til að læra ræður utanað, og svo framvegis. Eins er það mismun- andi hvaða aðferð hentar hverjum einstaklingi best.“ Sama grundvallarlögmálið — Byggjast öll minniskerfi á sama lögmálinu, eða eru þau ólík í grundvallaratriðum? „í grundvallaratriðum byggjast tekið söguna saman í eftirfarandi setningu: hörku skalli og sigur- mark! „Hörku“ er hljóðlíking við Hörður og bendir ennfremur til ákveðni mannsins; „skalli“, vísar á útlitseinkenni hans; „sigurmark" geymir lykilinn að föðurnafninu Sigurður. Það er alveg augljóst mál að það getur verið býsna erf- itt að útbúa slíkar sögur, en það er með þetta eins og flest annað, æf- ingin skapar meistarann. Að spyrja til vegar Ef þú ert að spyrja til vegar í erlendri stórborg, er gott ráð til að muna leiðarlýsinguna að ímynda þér að þú sért staddur þar sem þú þekkir mjög vel til, til dæmis á götu í Reykjavík, og ferðast síðan þar um í huganum. Setjum svo að þú sért staddur í Róm og spyrjir til vegar, og fáir þetta svar: „Vin- ur, þetta er sáraeinfalt, farðu áfram þessa götu, beygðu þriðju götu til vinstri, síðan fyrir sömu götu til hægri, þá fyrstu götu til vinstri og aftur til hægri. Þá götu gengurðu til enda og þá ertu kom- inn á réttan stað.“ Þessa romsu getur verið erfitt að muna, en ef þú ferðast um í huganum innan- bæjar í Reykjavík eftir þessari lýsingu verður þetta ekkert vandamál. Upphafsstafír og rím Sumir eru lagnir við að búa til notfæra sér án nokkurrar sér- stakrar leiðbeiningar. Sumir vinna í þessum dúr nokkuð losara- lega, en aðrir leggja mikið upp úr því að notfæra sér skipulag af þessu tagi til að auðvelda sér upp- rifjun. Að læra er að skilja En sú minnistækni sem er ef til vill áhrifamest byggist á skilningi efnis. Það má orða það svo, að sjái maður rauðan þráð efnis, einhvers konar röklegt samhengi, þá hjálp- ar það mikið til við bæði nám og upprifjun. Þetta er að sönnu kunnara en frá þurfi að segja, og margir orða það svo, að þeir geti ekki lært neitt nema skilja það. En með tilliti til þess sem við höf- um verið að ræða um má umorða það og segja að erfitt sé að læra hluti nema þekkja tengslin á milli þeirra, hvernig sem þau annars eru. Minniskerfi byggjast einmitt á því að búa til slík tengsl eða skerpa þau þar sem þau eru ekki ljós fyrir. Og röklegur þráður er áhrifaríkasta leiðin til að binda efni saman. Annars er erfitt að gefa tæm- andi lista yfir þær leiðir sem fólk fer til þess að hjálpa sér að muna. Ef þú spyrð nokkurn fjölda fólks hvernig það fer að því að muna símanúmer eða mannanöfn, er ör- uggt að þú fengir mjög fjölbreytt og skemmtileg svör." msóLum SMKUUVEG, KÓm/OGl Verslunar- og lagerhúsnæði 562 m2 á jaröhæð. Skrifstofuhúsnæði 202 m2 á 2. hæö. Húsið er fullbúiö aö utan og innan, möguleikar fyrir margskonar starfsemi. Malbikuð bílastæöi. Uppl. veittar í síma 72530. UTSALA TUDOR RAFGEYMAR Aldrei áöur jafn hagkvæmt verð TIIDOR viðhaldsfríir rafgeymar. ísetning innanhúss Umboðsmenn um land allt VOLVO og SAAB velja TUDOR-rafgeyma gæðanna vegna TUDOR rafgeymar .. Já —þessir meö 9 lif!" Laugaveg 180s. 84160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.