Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 23
23 40 SIÐUR KOSTI DAI.I'H 22 MARZ II Pr<-nlMnijlia MiirtuohlíllMii Áskorun Varins lands afhent: 55.522 Islendingar skrif- uðu undir llrUnfKr 15 ÍIl Mrndlnr. nndlr iit.run « .* rl.l..n«rn .urilu |r». rfl .llfln irrla >.ir .fhrnllr for»nll»rl*hr-rrfl III nrltrH innur Or hru.lnnn ............... »l|.rnufrrSlniui hifll nrl f»rlr frrrfl.n.umnnnum \ .rin. land. > ■* .fhrndlncu un4lr.krlfl.IIM.nn. -« »u*l h.nn m • <•* hrf mhlfnrl. >t ».... imínnhl. Mlll.h. hnr i mnu‘l'Jrr«M,»^ri«^,-',n.úr. Iú*S)‘irara« 1"" v'J>.ilH™" stiérnarneínd EBE: Ahurr.nni.nn. Arn. Biurn.r um rlkiiboriurum «rm nM f—*" n.ann. Arn. H).rn.r um rlkiflbonurum «rm ná* h«f»u __ _ __ _ _ s~= ssgfSf Strandríki megi vemda ^fSÉ fiskimið að 212 mílum Kissinger bauð magadansmey í heimsókn »l*u«lu ilMnri*t lui ».»r 1« rlkm n. brollvlran tarn.rlill. I ndir«krifi.w»fnunin vnr horm JuiJú'lM ---------------.........— L h|ú*.nn. I mllum s'lihi I*. mun hun i-inmi hof. trfl* SHnrnurm-lnHin f «h«n u* hun trl|l. u* Ur.nrf nllrr/lu * rf* ir««i •II rlhi run n* h.fa ».M til «i«lin«.. .« »•■■ IM •* irlfM nl rsnhli*. ra*»lul.na lll dnhnr r.-vlur um u «jilf»i*n a* trrkmu All> ..mlfll. hnfi 15 Vff aih.mfh.lm-nr hrMurrrfhu«i .IrflnrfrlkiiHfl Kúrdar króa af hersveit hissingiT: hflffl hrúfl* fll Ir tá.hfl hrr.tr mlhl* llflllh-nrfr ub Evrópa er stundum fjand- S,‘i3t= Tiu™ ‘gw samleg Bandaríkjunum l.rh |U "Í5.«r nh. -r*ra.l I lu.tr iki.r fl>\lr> rr ann llullfl*l um •rlh|- uri,\r | \ nVfl-iViinmi \l n\m»lui I.umIiiii Forsíða Morgunblaðsins 22. mars 1974 þegar undirskriftir „Varins lands" voru afhentar. Með varnarliði, en á móti hervörnum! Sú niðurstaða Reykjavíkur- könnunarinnar, sem kemur einna mest á óvart, er að aðeins 45% þátttakenda samsinna staðhæf- ingu um, að íslendingum sé nauð- synlegt, „að hafa einhvers konar hervarnir í landinu". 43% svar- enda eru fullyrðingunni ósammála og í þeim hópi eru 30 manns sem áður höfðu sagst vera hlynntir dvöl varnarliðsins í Keflavík. Ólafur Þ. Harðarson segir í grein- argerð sinni, að þetta komi „óneit- anlega á óvart, því fljótt á litið virðist þessi afstaða mótsagna- kennd“. Hann telur að á þessu geti verið þrjár skýringar: í fyrsta lagi, að þessir svarendur, eða ein- hverjir þeirra, hafi ekki áttað sig á því að í afstöðu þeirra getur fal- ist mótsögn — þeir hafi t.d. lítt hugsað um spurninguna þegar þeir svöruðu og svörin nánast ver- ið tilviljun. I annan stað þurfi þessi afstaða ekki að fela í sér mótsögn: Menn geti verið ósam- mála því að íslendingum séu her- varnir nauðsynlegar, en eigi að síður verið hlynntir varnarliðinu, t.d. vegna þess að þeir vilji taka gjald af því. í þriðja lagi kunni að vera, að einhverjir hafi misskilið fullyrðinguna, t.d. talið að verið væri að ýja að íslenskum her. Ólafur kýs að gera ekki upp á milli þessara skýringa, en bendir á, að fram hafi komið að þrjátíu- menningarnir hafi minni áhuga á stjórnmálum en hinir sem eru hvort tveggja hlynntir varnarlið- inu og telja nauðsyn á hervörnum í landinu. Svör, sem segja ekkert 1 Reykjavíkurkönnuninni voru þátttakendur ennfremur beðnir að láta í ljós álit sitt á því hversu mikilvægt „mál“ varnarliðið í Keflavík væri i samanburði við önnur mál, sem mjög ber á góma í stjórnmálaumræðu: Samskipti ríkis og verkalýðsfélaga, byggða- stefnu og verðbólgu. Niðurstaðan varð sú, að varnarliðið og byggða- stefnan voru ekki talin eins mik- ilvæg og hin málin tvö. En það liggur hins vegar alls ekki í augum uppi hvaða ályktanir á að draga af þessum svörum. Höfundur könn- unarinnar ræðir það ekki og ég hallast helst að því, að engin ein- hlít ályktun verði með réttu dreg- in af þeim. Til þess er spurningin allt of óljóst orðuð. Áhugaleysi kvenna Tvö önnur atriði, sem könnun ólafs Þ. Harðarsonar leiðir í ljós, verðskulda athygli. Annað er áhugaleysi kvenna um öryggis- og utanríkismál, og hitt er sá munur sem er á viðhorfum kjósenda eftir aldri. Tæpur helmingur kvenna, í þeim hluta könnunarinnar, sem náði til landsins alls, kvaðst ekki hafa skoðun á aðildinni að Atl- antshafsbandalaginu, en einungis rúmur fimmtungur karla. Niður- stöður Reykjavíkurkönnunarinnar sýna einnig að konur fylgjast mun minna með öryggis- og utanrík- ismálum en karlar. Kynjamunur- inn reyndist hins vegar miklu minni þegar spurt var hversu vel menn fylgdust með íslenskum þjóðmálum og bæjarstjórnarmál- um. Vert er að vekja athygli á því, að skoðanakönnun Ólafs var fram- kvæmd eftir alþingiskosningarnar í fyrra þar sem sérstakur kvenna- listi var borinn fram og málefni kvenna voru mjög til umræðu. Ef til vill má því draga þá ályktun af niðurstöðu könnunarinnar, að „kvennavakningin“ sé bundin við frekar fámennan hóp og „kvenna- barátta“ síðustu ára hafi ekki bor- ið þann árangur, sem sumir for- vígismenn hennar vilja meina. Aldursmunur vekur athygli Andstaða við aðild að Atlants- hafsbandalaginu og dvöl varnar- liðsins reynist vera meiri meðal kjósenda sem eru ungir en hinna sem eldri eru. Andstaða við Atl- antshafsbandalagið er mest á meðal kjósenda á aldrinum 24—29 ára og þeirra sem eru á fertugs- aldri. Andstaða við varnarliðið er mest á meðal þeirra sem eru á MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 aldrinum 20—29 ára. Ólafur Þ. Harðarson segir, að ekki liggi í augum uppi hvort hér sé á ferð- inni „kynslóðamismunur" („þ.e. að kynslóðir hafi mismunandi við- horf, sem rekja megi til mismun- andi umhverfisáhrifa á mótun- arskeiði“) eða „aldursbreytileiki" („þ.e. að ungt fólk hneigist yfir- leitt í ríkara mæli að tilteknum viðhorfum en eldra fólk, sem þýðir þá jafnframt að þessi viðhorf breytast gjarnan með aldrinum“). Hann bendir hins vegar á, að and- staðan við Atlantshafsbandalagið sé minni meðal allra yngstu kjós- endanna — þeirra sem kusu í fyrsta sinn árið 1983. „Þetta getur bent til „kynslóðamismunar", seg- ir hann, „og kemur heim við þá staðreynd að fólk sem var um tví- tugt á tímum Víetnamstríðs og stúdentabyltinga er núna kringum þrítugt og á fertugsaldrinum.“ Vera má, að eitthvað sé í því hæft að yngstu kjósendurnir séu hlynntari vestrænu varnarsam- starfi en þeir sem eru að nálgast þrítugsaldur eða á fertugsaldri. Samt er það alls ekki víst og fram hjá staðreyndunum um aldurs- muninn verður ekki horft. Nauð- synlegt er að grafast fyrir um það hvers vegna þessi munur er fyrir hendi. Tengist þetta t.d. að ein- hverju leyti hinni margumtöluðu „innrætingu“ í skólum landsins? Ekki óvefengjanlegar upplýsingar um viðhorf kjósenda Mér virðist að ólafur Þ. Harð- arson, lektor, hafi kostað kapps um að vanda könnun sína og i heild er hún honum og nánasta samverkamanni hans, Gunnari Helga Kristinssyni, stjórnmála- fræðingi, til mikils sóma. Sú „skollaþýska“, sem stundum sést á texta „félagsvísindamanna“, er t.d. ekki sjáanleg hér. Greinargerð Ólafs er skrifuð á skýru og ein- földu máli og kannski er það bara sérviska í mér að vera að finna að orðavali hans. En orð eins og „af- gerandi", sem kemur nánast fyrir á hverri síðu ritgerðarinnar, stingur í augu. Af hverju ekki nota orðið „eindrægni“ og tala um að menn séu „eindregið hlynntir" eða „eindregið andvígir" varnar- liðinu, ef kveða þarf fast að orði? Ég er ekki sérfróður um tækni við gerð og framkvæmd skoðana- kannana og treysti mér því ekki til að fullyrða neitt um það hvort sjálft spurningaform ólafs (þátt- takendur eru yfirleitt beðnir að taka afstöðu til staðhæfinga) geti haft áhrif á svör manna. Leik- manni í þessum efnum, eins og undirrituðum, finnst að svo hljóti að vera, en ólafur segir í ritgerð- inni, að um þetta gildi engin ein- föld regla. „Þessi tilhneiging [að samsinna fullyrðingu fremur en að neita henni],“ skrifar hann, „kemur stundum fram — um sum mál og sumar fullyrðingar — en stundum alls ekki.“ Með það í huga, að þetta atriði er a.m.k. vafamál, má spyrja hvort ekki hefði verið heppilegra að reyna að fara leið hinnar beinu spurningar. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, hefur bent á það í viðtali við Morgunblaðið um könnun Ólafs, að öryggis- og utanríkismál eru margþætt og flókin og að það er ákaflega erfitt að útbúa spurn- ingar i skoðanakönnun um þau efni þannig að enginn vafi leiki á hver raunveruleg viðhorf manna eru. Ég tel að ólafur hafi gert heiðarlega og vandaða tilraun til afla upplýsinga um viðhorf kjós- enda, en eins og hann er væntan- lega fyrstur manna til að viður- kenna, höfum við samt ekki í höndunum óvefengjanlegar heim- ildir um viðhorf íslendinga til að hinna flóknari þátta öryggis- og utanríkismála. Það er raunar full- komið álitamál hvort unnt sé að afla slíkra upplýsinga með aðferð- um hefðbundinna skoðanakann- ana. Cudmundur Magnússon er blaða- maður í Morgunblaðinu. Gjafavöruverslun til sölu í Garöabæ. Verö ca. 200—250 þús. Skipti á bíl koma til greina. Lysthafendur leggi inn nafn sitt og símanúmer á augl.deild Mbl. merkt: „K — 777“ fyrir 13. júlí 1984. Sparifjáreigendur látiö Ávöxtun sf. ávaxta sparifé yöar - Vegna síðustu vaxtabreytinga eru ávöxtunarmöguleikar í verðbréfaveltu okkar allt að 9% umfram verðtryggingu. 30% — A vöxtunarmöguleikar í óverðtryggðri verðbréfaveltu okkar eru allt að 30% Ávöxtunartími er eftir samkomulagi. Kynnið ykkur á vöxtunarþjón ustu Ávöxtunar s.f -Óverðtryggð - veðskuldabréf Ar 1 2 3 4 5 6 20% 80,1 72.5 66,2 61,0 56.6 52,9 21% 80,8 73,4 67,3 62,2 57,8 54,2 — Verðtryggð — veðskuldabréf Ár 1 Söhig. 2 alb/ári. 95,9 6 84,6 2 93,1 7 82,2 3 91,9 8 79,8 4 89,4 9 77,5 5 87,0 10 75,2 Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVÖXTUNSfW LAUGAVEGUR 97 - SIMl 28815 OPII) FRÁ 10 - 17 ÁVOXTUNStW VERÐBRÉFAMARKAÐUR Tíminn er dýrmætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.