Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 25
24 v:>v;.\vi MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚLl 1984 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freystelnn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Viðskipti íslands og Portúgals Að undanförnu hafa viðskipti íslendinga og Portúgala verið mikið til umfjöllunar, einkum vegna ákvörðunar þeirra síðarnefndu að leggja tólf prósent toll á saltfiskút- flutning íslendinga til Portúgals. Vegna þessa hafa íslensk stjórnvöld og saltfiskframleiðendur óttast um stöðu sína á mörkuðum í Portúgal, þar sem aðalkeppinautar okkar, Norðmenn, Kan- adamenn og Bandaríkja- menn þurfa aðeins að greiða þrjú prósent toll. Það var því vel ráðið hjá Matthíasi Á. Matthiesen, viðskiptaráðherra að bjóða hingað til lands hin- um portúgalska starfsfé- laga sínum Alvaro Barr- eto, til viðræðna og stuðla þannig að því að sá hnút- ur sem kominn var á við- skipti þessara landa verði leystur með gagnkvæmum skilningi og kynnum. Slík vinnubrögð eru til fyrir- myndar og báðum aðilum til sóma. Útflutningur íslendinga til Portúgals er okkur mikilvægur og það höfum við gert okkur grein fyrir. Og auðvitað væri æskilegt ef hægt væri að auka hann. En á sama hátt og íslendingar gera kröfu til Portúgala að þeir skilji að það kemur ekki til greina að þeir fái veiðiheimild innan íslensku landhelg- innar, verða íslendingar að sýna fullan skilning á því erfiða efnahags- ástandi sem Portúgalir eiga við að glíma. Það er sanngirniskrafa af hálfu Portúgala að íslendingar auki kaup á framleiðslu- vörum þeirra, því að mjög hefur hallað á Portúgali í viðskiptum landanna. Morgunblaðið hefur und- anfarin ár lagt sitt af mörkum til að svo megi verða með kynningu á framleiðslu þeirra bæði í' fréttum og í greinaskrif- um. En með sömu rökum og beitt er fyrir því að jafn- vægi skuli ríkja í viðskipt- um milli tveggja landa, hlýtur það að teljast sanngirnismál að íslend- ingar sitji við sama borð og aðrir og þannig gert kleift að etja kappi við að- alkeppinautana á jafn- réttisgrundvelli. Portúgalski ráðherrann hefur lýst því yfir að hærri tollur á íslenskum saltfiski muni ekki leiða til þess að okkar fram- leiðsla verði seld á hærra verði, en fiskur frá keppi- nautum okkar. Það er að vísu ekki okkar mál, hvernig Portúgalir koma því til leiðar, en ekki er við því að búast, að slíkar ráðstafanir standi til frambúðar. Þess vegna verður að líta svo á, að þetta vandamál sé enn óleyst, þegar til lengri tíma er litið. í samningum við aðrar þjóðir verður samninga- lipurð og einurð, ásamt sanngirni aldrei ofmetin. Fundurinn með viðskipta- ráðherra Portúgals kann að marka tímamót í sam- skiptum þessara landa. Við íslendingar hljótum að hugleiða hvernig við getum aukið innflutning frá Portúgal. Þá vaknar sú spurning hvort það verði gert fyrst og fremst með því að auka olíukaup þaðan. Portúgalir hafa lýst miklum áhuga á þátttöku í virkjunarframkvæmdum á íslandi. Það á auðvitað eftir að koma í ljós, hvort þeir eru samkeppnisfærir á því sviði, því að þau verk byggja að sjálfsögðu á al- mennu, alþjóðlegu útboði. Það verður aldrei nóg- samlega undirstrikað að heilbrigðir viðskiptahætt- ir, hvort sem er innan- lands eða utan, eru öllum fyrir bestu. Ef gang- kvæmir hagsmunir fá að ráða í viðskiptum íslands og Portúgals, þarf hvor- ugt landið að óttast um sinn hag. „Dapurleg skodun“ sagöi K. J.ygin er gerd ad lieinmlipulngi KAFKA I Þekktasti höfundur Tékka um þess- ar mundir, Milan Kundera, sem er útlagi á Vesturlöndum, hefur skrif- að athyglisverða ritgerð sem kalla mætti endalok miðevrópskrar menningar undir ráðstjórn og kemst að þeirri niðurstöðu að kommúnisminn hafi gengið af þeirri menningu dauðri sem er forsenda rit- verka Tékkanna Haseks og Kafka. Færir hann að þessari skoðun mikilvæg rök, sem ekki verður fram hjá gengið án þess að íhuga þau vandlega. Niðurstöður þessa merka höfundar ganga þvert á þá alkunnu staðreynd, að enn koma miklar og athyglisverðar bókmenntir úr gömlum jarðvegi miðevrópskrar menningar og þurfum við íslendingar ekki að leita langt yfir skammt til að finna dæmi þess, svo eftir- minnilegir sem þeir tékknesku einþáttungar voru sem Þjóðleikhúsið sýndi snemma árs 1981, Mótmæli eftir Václav Havel og Vottorð eftir Pavel Kohout sem er útlagi í Vínarborg, að ég hygg og kemur við sögu i einþáttungi Havels, Viðtalið. Það voru vandaðar og vekj- andi sýningar, þar sem sýnt var hvernig hund- urinn nýtur meiri mannréttinda en eigandinn. í sýningarskrá var sagt um báða höfundana að verk þeirra væru bönnuð í Tékkóslóvakíu. Sjálfur hefur Kundera skrifað brýnar og minnisstæðar bókmenntir og má geta Jakobs og meistarans, sem Stúdentaleikhúsið flutti sl. vetur. Þau verk sem nefnd hafa verið sækja oftar á hugann en annað sem ég hef kynnzt í leik- bókmenntum undanfarinna ára. í þeim er reynt að brjóta stöðu mannsins til mergjar, frelsi hans og ófrelsi, án þess leitazt sé við að koma óorði eða höggi á það tilraunaþjóðfélag (eða það fjarstæðukennda tilraunaleikhús?) sem verkin eru sprottin úr. Fremur er reynt að lýsa og greina umhverfi persónanna án ómerkilegra stílbragða eins og oft vill verða. Sjálfur lætur Kundera tékkneskt þjóðfélag eftir fall miðevrópskrar menningar lönd og leið ( Jakob og meistaranum og skyggnist fremur inn i þaö ófrelsi sem fjötrar manninn við fæðingu vegna eðlis og upplags. En Havel er því naprari ( ádeilu sinni á þjóðfélag grjót- námunnar sem Jósef K. kynntist í lok Rétt- arhalda Kafka. Þar ganga lögreglumenn og morðingjar sem kunnugt er ( lafafrökkum og með pottlok dauðans á höfði, pípuhatta. Leiða fórnardýrið á milli sin til aftöku án þess það geti notað aðferð flugunnar til að losna af flugnaveiðaranum, þ.e. rifa af sér fæturna eins og hjá Kafka þegar hann lætur miðevr- ópskt landslag hverfa i tunglskin og þögn. Það er endurskin þessarar daufu birtu sem við sjá- um i verkum tékkneskra höfunda um þessar mundir. Daufu en eftirminnilegu birtu. Pípu- hatturinn hefur flutzt úr skáldsögu Kafka inn i hlutveruleik tékknesks þjóölífs. En hvar er dómarinn sem Jósef K. sá aldrei, hvar er hinn hái dómstóll, sem hann stóð aldr- ei andspænis? Orð fangelsisprestsins endur- óma að vísu i öllu þvi sem Havel hefur reynt og skrifað: „Rökstuðningurinn, svaraði prest- urinn, byggir á einfeldni dyravarðarins. Sagt er að hann þekki ekki lögin að innanverðu heldur aðeins spölinn sem hann verður si og æ að ganga fyrir framan innganginn. Þær hug- myndir, sem hann hefur um lögin hið innra, eru taldar barnalegar og það er álitið, að hann óttist sjálfur þaö sem hann ætlar að láta manninn óttast. Já, hann óttast það meira en maðurinn, þvi að sá síðarnefndi vill reyndar ekkert annað en komast inn, jafnvel þegar hann hefur heyrt um hina hræðilegu dyra- verði hið innra, dyravörðurinn ætlar hins veg- ar ekki að fara inn, að minnsta kosti fer eng- um sögum af því... Fyrst og fremst er hinn frjálsi æðri hinum fjötraða ... Dyravörðurinn er hins vegar vegna embættis sins bundinn við varðstöðuna, hann má ekki fara burt frá lög- unum, en að þvi er virðist ekki heldur fara inn i þau jafnvel þótt hann vildi... „Nei,“ sagði presturinn, „maður verður ekki að telja allt satt, maður verður aðeins að telja það nauð- VACLAV HAVEL synlegt." „Dapurleg skoðun," sagði K. „Lygin er gerð að heimsskipulagi.““ Rithöfundarnir tékknesku sem minnzt hef- ur verið á fjalla af svipaðri hófsemi og Kafka um vandamál sins tíma og það sóttföla tungl- skinslandslag sem fjallað er um i verkum þeirra. II Václav Havel fæddist i Prag 5. október 1936. Honum var meinaður aðgangur að háskóla vegna þess foreldrar hans voru menntamenn sem voru andsnúnir valdhöfunum. Það var sem sagt erfðasyndin sem bægði honum frá námi. Havel hefur sjálfur lýst reynslu sinni af tékknesku öryggislögreglunni og segir að hann hafi verið undir stöðugu lögreglueftirliti eftir að hann gerðist talsmaður þeirra tékknesku menntamanna, sem kenndir eru við Mannrétt- indayfirlýsinguna (Charta) ’77, sem spratt úr Helsinkisáttmálanum, sem kommúnistarikin — og þá ekki sizt stjórnvöld i Tékkóslóvakíu — hafa hundsað. Lögreglumenn sátu frá því í ágúst 1978 i bifreiðum utan við húsið sem Havel bjó i og sögðu gestum að þeir færu til hans „á eigin ábyrgð". „Ég spurði þá nokkrum sinnum um það, sem ég taldi ég ætti rétt á að vita, þ.e. um eðli þeirrar hættu sem hótað var, en var aðeins sagt að þeir hefðu engin fyrir- mæli um að veita mér slíkar upplýsingar," segir Havel og lýsir því hvernig lögregluþjón- ar fylgdu honum alls staðar eftir, horfðu yfir öxlina á honum þegar hann setti bréf i póstinn og lögðu við eyrað þegar hann hringdi i al- menningssíma. í september og október ’78 varð lát á þessum ofsóknum, en þegar Havel varð opinber talsmaður Charta ’77 hópsins að kvöldi 6. nóvember ’78, hófst varðstaðan aftur af fullum krafti. Hann gat ekki setzt inn i veitingahús fyrir öryggislögregluvörðum, sem byggðu jafnvel dálitið varðskýli á götunni fyrir utan húsið sem hann bjó í og vörnuðu gestum inngöngu, létu þá sýna skilríki og flæmdu þá burt. Neituðu Havel og konu hans útgöngu úr húsinu, ógnuðu þeim og þreyttu, kölluðu stundum að þeim ókvæðisorð þegar aðrir heyrðu ekki til. Mestu dónarnir kölluðu hann svin eins og formaður ungkommúnista- hreyfingar Sovétríkjanna Pasternak á sínum tima, en aðrir komu vel fram, lögðu sig jafnvel fram um að tala við hann eins og manneskju. III Margir forystumanna Mannréttindaskrár- innar ’77 hafa verið settir í fangelsi. Havel var fyrst settur inn þegar hann birti opið bréf til Húsaks forseta, og eftir löng réttarhöld 1979 var hann dæmdur i fangelsi i hálft fimmta ár. Havel hefur staðið fast á þvi að fara ekki úr landi nema stjórnvöld leysi alla baráttufélaga hans úr haldi, en segir að þetta taugastrið hafi átt að leiða til þess hann kysi sér sjálfur út- legð. „Því var oft að mér haldið við lögregluyf- irheyrslur, að út yrði gefið innan 24ra klukku- stunda vegabréf mér til handa sem heimilaði mér brottflutning úr landi. I Prag upphófst sá orðrómur ég hefði þegar ákveðið að fara úr landi. Sannleikurinn er sá að ég er ekki að hugsa um það nú, né hef nokkurn tima gert, að snúa baki við ættjörð rninni." Þótt Havel hafi mátt þola súrt og sætt bæði í fangelsi og utan þess hefur hann sagt að sér væri ekki vandara um en öðrum, enda væru mörg hundruð manns verr sett en hann, fang- ar og aðrir sem byggju við slæma heilsu og fengju ekki læknismeðferð. IV Leiðtoga mannréttindayfirlýsingarinnar Charta ’77 hefur greint á um leiðir að markinu og hafa áhrifamiklir andófsmenn eins og Lud- vik Vaculik dregið í efa hvort barátta sem leiðir til fangelsana sé réttlætanleg eða árang- ursrík. Havel hefur hiklaust svarað þvi ját- andi i málgagni neðanjarðarhreyfingarinnar. í svar hans vantar ekki háðið: lögreglumenn- irnir okkar eru beztu strákar, ef menn um- gangast þá rétt. Hvers vegna skyldu menn þá vera að æsa þá upp með skáldsögum eða tón- list eða með þvi að senda handrit til útlanda? Þessir náungar eru raunar neyddir til að berja konur og draga vitni inn i dimma skóga... Enginn okkar ákvað sjálfur fyrirfram að lenda i fangelsi. Enginn okkar ákvað að verða andófsmaður. Við urðum andófsmenn án þess vita hvers vegna og lentum i fangelsi án þess vita hvernig... Þeir eru lukkunnar pamfílar sem eru virtir og lenda ekki i fangelsi (menn eins og forstjórinn i Viðtalinu, svo dæmi sé tekið)... Þeir sem kallaðir eru hetjur — en eru fremur taldir sérvitringar — lentu ekki i fangelsum vegna þess það væri metnaður þeirra að verða pislarvottar, heldur vegna óviðurkvæmilegrar framkomu þeirra sem handtaka höfunda andófsrita og hljómlist- armenn sem hljóðrita bannaða söngva á segul- band ... Engan langar til að lenda i fangelsi, en hvers vegna er andófsmaðurinn handtek- inn? Jú, venjulega vegna þess hann segir sann- leikann um niðurlægingu þúsunda nafnlausra manna... Sum okkar hafa lent i harðri og ömurlegri andstöðu við öryggislögregluna ár- um saman, aðrir i áratug, enn aðrir allt sitt lif. Engum er það að skapi. Enginn okkar veit fyrirfram hversu lengi hann getur staðið þessi átök af sér... Það er einkum lærdómsríkt fyrir okkur og kemur vel fram í tilvitnuðum orðum Havels, hvað andófsmenn i einræðisrikjum eru hóg- værir og gera litið úr hetjulegu hlutverki sínu. Jafnvel sovézka skáldið Jevtúsénkó hefur vikið að þessu í ljóði þar sem segir: Þú ert hugrakk- ur er sagt við mig, það er ég ekki/ hugrekki hefur aldrei verið mín sterkasta hlið/ mér fannst það einungis ósamboðið mér/ að van- virða sjálfan mig eins og aðrir./ Engar undir- stöður skulfu. Rödd mín/ hló aðeins að hátíð- legri flærð./ Ég skrifaði aðeins, ákærði aldr- ei,/ fór ekki kringum neitt sem ég hafði hugs- að um,/ varði þá sem áttu það skilið ... / Og nú er þvi þvingað upp á mig að ég sé hugrakk- ur./ Hve bðrn okkar eiga eftir að skammast sin/ þegar þau loks hefna þessara harma/ og minnast þess hve heilindi geta likzt hugrekki/ á þessum undarlegu tímum. Jevtúsénkó hefur þó ávallt haldið sig á mottunni þegar i harð- bakka slær þótt hann hafi stundum hlaupið út undan sér, að dómi sovézkra kerfiskarla. V Havel var upphaflega ljóðskáld, en kveðst nota leikritun sem farveg fyrir hugmyndir sem hann þarf að koma á framfæri. En hann segist ekki vera „leikhúsmaður" i þeim skiln- ingi að hann gæti ekki hugsað sér að vinna önnur störf, ef þau hentuðu áformum hans betur. Og i raun og veru virðist hann ekki kunna alltof vel við sig meðal leikara. Einstig- ið milli lífs og leiks er vandratað. Maður eins og Havel sem hefur horfzt í augu við hættur einræðis og ógnarstjórnar kann að varast hættur þess gervilífs sem eru óneitanlega ávallt fyrir hendi i leikhúsinu. Viðtalið, þessi ofur einfaldi einþáttungur, sýnir i hnotskurn hvað litlu má muna að menn detti út úr rullunni í þvi umhverfi þar sem bezt er að hafa engar grundvallarreglur, velta tómum tunnum i brugghúsi og vera látinn i friði. Jafnvel gæti verið hentugt að gerast uppljóstrari um eigin hag eins og forstjórinn ætlast til af Vanek leikritahöfundi, þ.e. Václav Havel sjálfum sem eitt sinn vann í brugghúsi. En það vekur ekki sízt athygli hve andófsmaðurinn er æðru- laus, en forstjórinn smeðju- legur í ótta sínum og öryggis- leysi. Hann er ekki siður fangi en andófsmaðurinn. Þeir eru báðir fangar sömu hugmynda- fræði, sama kerfis. VI Á þeim tíma sem Havel var í fangelsi eftir birtingu Mann- réttindayfirlýsingarinnar ’77 skrifaöi Nóbelsskáldið Samuel Beckett stuttan einþáttung sem hann tileinkaði honum, Ragnarök. Sex vikum eftir að Havel var leystur úr haldi, eða ( april 1983, skrifaði hann Beckett þakkarbréf, sagði honum frá þvi hve mikil áhrif það hefði haft á hann þegar kona hans sagði honum i viðurvist fangavarðar að hans hefði verið minnzt með þessum hætti á leik- listarhátið i Avignon. Lengi á eftir kveðst Havel hafa verið fullur gleði ( fangelsinu; þessi vitneskja hafi hjálpað honum að komast í gegnum reynsluna i grjótnámu marxistanna og þegar honum var sleppt skrifaði hann einn- ig stuttan leikþátt, Mistök, sem eins konar svar við þætti Becketts sem frumsýndur var á leiklistarhátiðinni i Avignon 1982. Einþáttungur Havels var frumsýndur í Stadsteater i Stokkhólmi 29. nóvember 1983, ásamt þætti Samuels Becketts. Þetta var sam- stöðukvöld með þeim sem höfðu skrifað undir Charta ’77 og til stuðnings mannréttindabar- áttunni i Tékkóslóvakíu — nær óþekkt fyrir- brigði hér á landi. 1 ávarpi Havels, sem flutt var af segulbandi, segir hann m.a.: „Vel getur verið að til sé fólk sem telur að það séu mistök að hafa verið fæddur Tékki, en í minum huga er það áskor- un, sem ég kaus mér að visu ekki sjálfur, en ég tek henni og vona ég geti gert mitt bezta.“ VII í leikþætti Becketts ræða leikstjóri og að- stoðarmaður um gervi fanga á sviðinu. Þeir fjalla um það hversu hátt eða lágt hann skuli bera höfuðið. Sýnd eru i táknleik þau dapur- legu örlög sem pólitiskir fangar hljóta i rúst- um miðevrópskrar menningar. En fanginn segir aldrei neitt frekar en fórnardýrið í Mis- tökum Havels sjálfs. En þar sætir það ekki sízt ofsóknum samfanga sinna, sem afgreiða þetta aðskotadýr með því að það sé útlending- MISTÖK VIÐTALIÐ aem tlutí reröur í útvarpinu í kröld ur. En þá setur fangavörðurinn upp pípuhatt- inn góða og talar um útför. Fanginn, Xiboy, hlustar undrandi á og fær ekki skilið það sem að honum snýr. En hann heldur reisn sinni i niðurlægjandi grimmd umhverfisins. 1 þessu verki nær „frelsið", „jafnréttið" og „bræðra- lagið“ langt inn fyrir fangelsisveggina. Xiboy verður jafnvel að búa eins um rúmið sitt og aðrir fangar: Frá og með morgundeginum, segir fangavörðurinn með myndugleik, verð- urðu að búa um rúmið þitt nákvæmlega eins og allir aðrir. Ef aðrir geta það ætti þér ekki að verða skotaskuld úr þvi... Þér er þvi fyrir beztu að flýta þér að læra þetta, þvi þú verður látinn æfa þig allt kvöldið, ef rúmið þitt er ekki eins um búið og öll önnur rúm á morgun. Á þessi og þvilik atriði vill Václav Havel minna. Og það er hollt að hafa i huga þau orð hans, að öruggasta leiðin til eigin ógæfu er að skella skollaeyrum við ógæfu annarra. Það hafa menn sem betur fer ekki gert á Vestur- löndum, þegar andófsmenn hafa átt ( hlut. Frægð þeirra hefur einatt verndað lif þeirra. VIII Winston, höfuðpersóna 1984 eftir George Orwell, er alls staðar i fylgd með Havel og persónum hans. 1984 hefur aldrei komið út í Tékkóslóvakiu. Tékkneski höfundurinn Milan Simecka segir, að hann hafi þekkt hvert ein- asta atriði þessarar skáldsögu úr eigin um- hverfi, þegar hann las hana fyrst á ensku kringum 1960. Það var engu likara en bókin væri lýsing á þvi tékkneska þjóðfélagi, sem reis á rústum miðevrópskrar menningar, en ekki spádómur um framtiðina. Simecka er persóna í 1984, að eigin sögn. MATTHÍAS JOHANNESSEN ... Fyrst og fremst er hinn frjálsi æðri hinum fjötraða. . . ... Þeir eru lukkunnar pamfílar sem eru virtir og lenda ekki í fangelsi (menn eins og forstjór- inn í Viðtalinu, svo dæmi sé tekið)... ... Dyravörðurinn er hins vegar vegna emb- ættis síns bundinn við varðstöðuna, hann má ekki fara burt frá lögun- um, en að því er virðist ekki heldur fara inn í þau jafnvel þótt hann vildi... ... „Nei,“ sagði prestur- inn, „maður verður ekki að telja allt satt, maður verður aðeins að telja það nauðsynlegt.44 „Dap- urleg skoðun,“ sagði K. „Lygin er gerð að heims- skipulagi.“ . .. ... Engan langar til að lenda í fangelsi, en hvers vegna er andófsmaður- inn handtekinn? Jú, venjulega vegna þess hann segir sannleikann um niðurlægingu þús- unda nafnlausra manna.. . ... „Vel getur verið að til sé fólk sem telur að það séu mistök að hafa verið fæddur Tékki, en í mínum huga er það áskorun, sem ég kaus mér að vísu ekki sjálfur, en ég tek henni og vona ég geti gert mitt bezta. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.