Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 44
c.44 MORGUNBLiAÐIÐí FIMMIWMG 1^.12. JCfcí 1384 ^Víltu heettci þessum ösXrum } Eg er aé> pússa glerzxugurt min!" Með morgunkaffinu v J Hættu þessu kjaftæði aö ávísunin sé orðin of gömul og borgaðu þessa 40 ríkisdali orðalaust. HÖGNI HREKKVISI ,/ HlTTIK PÓ i V/ATNSTANlCiMM pAZ\lA?! Má loka þjóðbraut? Bílstjóri hringdi og vildi koma eftirfarandi fyrirspurn á fram- færi við sýslumanninn í Árnes- sýslu. Ég vil gjarnan spyrjast fyrir um hvort umráðamanni kirkjujarðar- innar í Haukadal sem liggur fyrir ofan Geysi sé heimilt að loka þjóð- braut í gegnum friðað svæði með læstu hliði. Þessi leið er merkt sem greiðfær inn á öll vegakort. Þegar farið er af Kaldadalsleið inn á línuleiðina til austurs er ekkert skilti sem gæti gefið til kynna að umrædd leið sé lokuð, né eru tilmæli til vegfarenda um að velja aðra leið. Vegna þessarar aðgerðar fyrrgreinds umráðamanns, varð ég að aka á annað hundrað kíló- metra til baka til að komast að Gullfoss og Geysi þar sem ekki var unnt að komast þessa nokkur hundruð metra sem þarna skilja á milli vegarins upp frá Geysi, að kirkjunni. Ókurteis bflstjóri Mamma með kerru hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég var á ferðinni hérna niðri í bæ fyrir skömmu með son minn í kerru. Ég veit að allir eru á mikilli hraðferð nema ef til vill ég, en það er algjör óþarfi að vera hreint í spreng að komast leiðar sinnar, eins og ungi maðurinn sem ég hitti á bílastæðinu við Suðurgötu. Ég gekk rólega yfir stæðið með kerruna. Það heyrðist ekki vitund í bílstjóranum sem var fyrir aftan mig og hann hafði heldur ekki fyrir því að flauta til að aðvara mig. Þegar ég var að fara yfir stæðið sem hann ætlaði að leggja í, kom hann út úr bílnum, skellti aftur hurðinni og spurði hastar- lega hvort ég héldi að hann hefði tíma til að aka á eftir mér allan daginn. Ég hrökk í kút við þessi ummæli, enda voru þau með öllu óþörf og hreinn dónaskapur. Þessi ungi maður sem ég hafði þessi slæmu kynni af var ósköp huggu- legur að sjá en hann hefði verið mun viðkunnanlegri ef hann hefði hagað sér sómasamlega. Að lokum vil ég taka það skýrt fram að langflestir bílstjórar eru alveg sérstaklega tillitssamir við mæður með kerru og þeir aðstoða mann á allra handa máta sem þeim er mögulegt. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir alla greiðasem- ina. Málstaöur konunnar Kona hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: í allri þessari umræðu um nauðganir nú upp á síðkastið lang- ar mig að koma á framfæri spurn- ingum um aðstöðu karlsins í þeim ásökunum sem hann verður fyrir, því öll umfjöllun er mjög einhliða, skrifuð frá sjónarmiði konunnar. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að kona hefur kært karl fyrir nauðgun en síðan dregið kæruna til baka. Sem dæmi getum við tekið konuna á Keflavíkur- flugvelli sem kærði en viður- kenndi síðan að hafa skrökvað og hætti því við ákæruna. Ég vil fá að vita hvernig svona mál fara. Er konan sett inn eða er hún laus allra mála? Maðurinn eða mennirnir sem kærðir eru verða oft fyrir álits- hnekki og ómældum skaða, því þó nöfn þeirra eigi að fara leynt, þá kvisast sögurnar skjótt á milli fólks. Eru kærða bætt þau óþæg- indi sem hann verður fyrir, bæði í yfirheyrslum og annars, eða situr hann eftir með bagga almennings- álitsins og fær ekki uppreisn æru? Það er áfall fyrir manninn að vera ásakaður um svona athæfi, ég tala nú ekki um ef hann á konu og börn, og lífið getur orðið mjög erf- itt fyrir þau öll. Of mikið ofbeldi Sólveig Sigurgeirsdóttir, 10 ára, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Eg vil eindregið mótmæla því hvað mikið er fjallað um stríð í sjónvarpi og blöðum. Það væri nær að skrifa um þá sem er bjarg- að úr raunum eða þá sem eru að láta gott af sér leiða alls staðar í heiminum. Fullorðna fólkið sem stendur fyrir að birta allt þetta ófriðarefni í fjölmiðlum ætti að hugsa um börnin sem horfa á þetta og lesa og ættu að velta því fyrir sér hvernig þeim sé innanbrjósts. Þau fara að óttast að eitthvað svipað komi fyrir hér á landi og þá er allt friðartal orðið að engu. Þó ekki sé allt satt og rétt sem stendur i blöðunum þá hlýtur grunnurinn að vera sannur og það er alveg óþarfi að útmála hroðann fyrir fólki. Það getur verið erlitt að komast leiðar sinnar þegar kerran er með í förinni. Við höfum misst allt Öryrki skrifar: Velvakandi. í vor var stungið upp á því að þeir sem þyrftu á sjúkrahúsvist að halda, ættu að greiða ein- hvern hluta kostnaðarins sjálfir, svo framarlega sem þeir ættu peninga til. Það leið nú ekki á löngu þar til öll blöðin, hljóðvarp og sjónvarp tilkynntu að slíkt væri árás á þá verst settu í þjóð- félaginu, svo að stjórnvöld voru fljót að gleyma þessari uppá- stungu sinni. Hvað var þá til ráða? Auðvit- að að taka frá þeim sem ekki mótmæltu. Við hjónin höfum verið ör- yrkjar í nokkur ár, og komist sæmilega af, en nú er spariféð búið og þá byrjar baslið. Við eig- um lítið hús með garði og bær- inn bauðst til að hjálpa eldra fólki að hirða garðana með ungl- | ingavinnunni, sem við þáðum. Þetta var í fyrra. En síðan kom reikningurinn upp á fjögur þús- und krónur, sem við gátum ekki borgað, og þá fór sú hjálp. Nú treystum við á góðan nágranna. Við vorum einnig með húshjálp hálfan daginn í viku en það varð of dýrt, eða 600 krónur á mánuði. Á þennan hátt höfum við misst allt. Konan mín er sjúkl- ingur og mætir vikulega á göngudeild. Hún greiðir 135 krónur fyrir þær heimsóknir fjórum sinnum í mánuði, auk þess sem 3—400 krónur fara í lyf yfir sama tímabil. Sjálfur er ég heilsuveill og þarf að fara til læknis í eftirlit og kaupa lyf svo að helmingurinn af ellilífeyrin- um fara í það. Við gamla fólkið eyðum ekki peningum í utanlandsferðir eða glaum. Á meðan allir frammá- menn þjóðarinnar flækjast heimsálfanna á milli á ríkis- kostnað og sífellt eru haldnar veislur finnst okkur að þeir sem koma svona óréttlátum lögum í framkvæmd ættu að skammast sín, ef svo mikil sómatifinning er þá til í þessum mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.