Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ1984 49 Frá Montreux. Tónleikahöllin í forgrunni. Fetum framar Eftir 45 mínútna hlé (sem átti að vera 30 mín.) hófst þáttur Steps Ahead, og hann var stór, bæði vegna þess að þetta er framúr- skarandi góð hljómsveit sem ligg- ur aðeins meira djassmegin f djassrokkinu og hins að hljóm- sveitin var fjarskalega frek á tíma, lék i heilar tvær stundir i stað einnar, sem leyft hafði verið. Saxófónleikur Michael Breckers var hreinn og öruggur og dúó þeirra Warren Bernhardts á píanó og Mike Manieris á víbrafón var hreint óviðjafnanlegt. Tom Kennedy var góður með bassann, en féll nokkuð í skuggann. Gamla kempan Peter Erskine, sem áður fyrr var með Zawinul gamla í Veð- urfréttunum, lék eins og engill á trommurnar sinar. Tónlistin var vönduð og stílhrein, mest af nýrri plötu sem varla hafði hreyfst í búðum hér í Sviss, en er hvarvetna ófáanleg eftir tónleikana sem var útvarpað beint á fjórum út- varpsstöðvum. Spyro Gyra Eftir annað langt hlé fjölmennti Spyro Gyra á svið. Oft hefur verið margt keimlikt í tónlist þeirra Jay Beckensteins og Tom Schumanns og hjá Mezzoforte, en nú kvað við nokkuð nýjan tón í stíl við nýjustu plötur Spyro Gyra. Þarna var val- inn maður í hverju rúmi, ef frá er talinn slagverksmaðurinn Ger- ardo Velez. Hann hafði hvort tveggja leiðinlega sviðsframkomu og sýndi fátt gott i sínum leik. Þeir Beckenstein og Schumann setja mestan svip á hljómsveitina (saxófónar og pianó). Dave Sam- uels gefur henni líka skemmtilega áferð með xýlófóni og víbrafóni, þótt hann komist hvergi nærri með tærnar þar sem Mike Manieri hefur hælana. Hrifning áheyrenda var mikil og þar höfðu Amerikan- ar sig mest í frammi, enda hefur Spyro Gyra lengi verið á toppnum i Bandaríkjunum. Þegar þessum þætti lauk var rúmlega liðinn sá timi sem tón- leikarnir allir áttu að standa, en þó var ekki það minnsta eftir — Þáttur Mezzoforte-manna Okkar menn áttu að byrja klukkan hálfeitt, en þrátt fyrir styttra uppstillingarhlé en áður, hófst leikurinn ekki fyrr en fjórð- ungi fyrir þrjú. Að vanda byrjaði Mezzoforte á gangsetningarstefi, Intrói, eins og þeir kalla það. Síðan komu lögin hvert af öðru og hér í útlandinu heita þau öðrum og öðruvísi nöfn- um en heima. Action Man — Gaz- ing at the Clouds — Venue — Northern Winds — Rockall — Surprise Surprise — Garden Party og Spring Fever. Framan af voru dálítil hljóð- stillingarvandamál, hljómborðin of lág og saxófónninn líka, mis- vægi á trommum og slagverki. En tónstjórar náðu tökum á þessu og brátt smaug Mezzoforte-sándið hreint inn í vit áheyrenda. Og það var gaman að sjá breytinguna sem varð á þeim þegar Mezzoforte var komin á skrið. Það lifnaði yfir öll- um salnum — allir með á nótun- um. Og hér var sem fyrr. Mér finnst Mezzoforte jafnan betri á tónleikum en ffnpússuðum plötum með alls konar uppfyllingu — söng og brassi. Að vísu var Krist- inn stundum svolítið andstuttur í saxófónleiknum og tónninn í nýju vélbyssunni hans Friðriks (gítar- synthesizer) var dálítið mjór. En strákarnir hafa breytt ýmsu í út- setningum, ekki síst í Northern Winds þar sem komið er mikið safn af nýjungum f sólóköflum. Bráðskemmtilegt og spennandi og gefur ef til vill til kynna hvers vænta má á næstu plötum. 1 Rockall fengu áheyrendur stóra innspýtingu og fólk fór að dansa f hliðarsölunum. Spennan jókst í Surprise Surprise, sem fólk hafði hrópað upp og beðið um að heyra og í löngu og fjölskrúðugu slagverksdúói þeirra Gunnlaugs og Jerome de Rijk ætlaði þakið að rifna af húsinu. I Garden Party og Spring Fever, sfðustu lögunum, voru áheyrendur orðnir trylltir af fögnuði og strákarnir komu fram aftur og spiluðu aukalag, E.G. Blues. Við mikið lófatak, hróp og hvers kyns læti áheyrenda færði kynnir kvöldsins strákunum gjafir frá hátíðinni sjálfri og þá var þessu lokið — héldu þeir — en áheyr- endur önsuðu því ekki, hrópuðu og kölluðu, klöppuðu og stöppuðu í langan tfma og fengust ekki til að fara út. Því lauk svo að Mezzoforte var leyft að fara á svið á ný og hófst upp öðru sinni Garðveislan. Og gjörvallur salurinn dansaði og söng með. Fólk dansaði ekki bara á gólfinu heldur uppi á stólum ef betur hentaði. Meira að segja prúðbúna fólkið með hraðfrysta sparisvipinn sem hafði setið kurt- eislega f bestu sætunum meðan hinar hljómsveitirnar léku, hélt ekki lengur stillingu sinni. Og þriggja manna klapplið ofan af ís- landi varð að trúa sínum eigin augum. Strákarnir slógu út trompunum og hirtu slagina. Galdurinn Vera má að hrifning mfn hafi stafað að einhverju leyti af þjóð- rembu og nokkuð nánum kynnum af Mezzoforte í blíðu og stríðu á árunum áður en þeir fluttu á er- lenda grund. En því gátu ekki þær þúsundir manna haft að tjalda sem í Casino voru þessa nótt. Þegar á heildina er litið, er greinilegt að Mezzoforte er um margt sérstæð hljómsveit. Þar kemur aðallega tvennt til. Annars vegar ljóðræn og góð tónlist, leik- in af alvöru og metnaði þar sem full virðing er borin fyrir því sem verið er að gera. Hins vegar að strákarnir í Mezzoforte eru strák- arnir í Mezzoforte og hafa ekki látið það rugla sig f riminu að heimurinn stækkaði og breyttist. Ef til vill er það stærsta trompið. Allt um það var notalegt að vera norðlenskur sveitamaður í miðj- um tónlistarheiminum kvöldið og nóttina góðu í Montreux og maður hugsar með hlýju til þess að upp- tökurnar sem framundan eru í London leiði af sér góða plötu og áframhaldandi för upp stigana bröttu. Srerrír Píll Eríendsson er kennari i' Menntaskólanum i Akureyrí. Ótrúlegustu óhöpp gera ekki boö á undan sér. Barn- iö er öruggt í barnaöryggisstól. KL-Jeenay eru viö- urkenndir stólar og hafa hlotiö verðlaun fyrir hönnun og öryggi. Trésmiðir — Húsbyggjendur Spónaplöturnar og krossviöinn, sem þiö kaupiö hjá okkur getiö þið sagaö niður í plötusöginni okkar og það er ókeypis þjónusta. Birkikrossviöur Furukrossviður Grenikrossviður Spónaplötur í öllum þykktum og stærðum, rakavaröar og eldvarö- ar spónaplötur. FYRIR FRflÐ Topp jogging-gallar, æfingagallar, sportskór, sporttöskur o.fl. San Diego jogging-gallar, st. S—L, Ijósbl., gulur. Verö 1.955,- New York jogging-galli með hettu, grár, gulur S—L. Verö 2.508.- Opið á föstudögum til kl. 19.00 og laugardögum ki 9-12 Ármúla 38, sími 83555 -sportbúðin Allt er þetta topp vara sem ekki má vanta í feröalagiö. Lítið viö og sjáiö hvaö viö getum gert fyrir þig. PÖSTSENDUM Barcelona rúskinsskór með frönskum lás. Str. 40—46. Verö 1.095.- Barcelona rússkinsskór með reimum. Str. 40—46. Verö 998.- u Play Handball leöurskór. Str. 36—46. Verö 1.188.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.