Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Þó var Tilgátan birt á prenti EFTIR ummæli allra þessara manna. 2. Var það sennilegt, að fyrra bragði, að í Danmörku fyndist áttaviti af steini, nákvæmlega sömu tegundar og sá sem spáð hafði verið að finnast mundi í RÍM: 16-skiptur og markaður Miðju-hugmynd (tölunni 5) — og AÐ AUKI markaður 45 gráðu horni við sólstöðum — eins og spáð hafði verið fyrir í sömu bók, enda þótt hornið íslenzka hefði verið annað? 3. Var það sennilegt, að finnast mundu Klofakerling og Völsi í Héraskógi — mörkuð Norðri — og Miðja Hrings — eins og spáð hafði verið fyrir í RÍM? Kunnátta landnámsmanna Og eru örðugustu spurningarn- ar þó eftir. Var það sennilegt, að fyrra bragði, að Hof Rangárhverf- is reyndist tengt sjóndeildarhring og stjörnuhimni? Var það senni- legt, að unnt mundi reynast að finna nákvæmlega markaða heimsmynd landnámsmanna — í samræmi við mæliþekkingu Vík- ingaaldar? Eða var það sennilegt, að konungssetur Svía mundi reyn- ast Miðja Hjóls mörkuð átta tein- um — allt eins og spáð hafði verið í RÍM? Og reynast landnámsmenn þó allmjög auðugri að þekkingu en nokkurn óraði fyrir — eða var það, auk annars, sennilegt, aö landnámsmenn íslands hefðu þekkt mælieiningar þær sem við nefnum „þríhyrning Pýþagóras- ar“, Gullinsnið og Pl? Allt er þettí þó komið á daginn. En hvernig í ósköpunum hefði verið unnt að setja slíkt fram sem „skoðun" eða „trú“ — þegar það var í beinni andstöðu við allt sem rannsakand- anum hafði verið kennt og „sér- fræðingar“ töldu sig vita á sama tíma? Að óreyndu hefði enginn fræði- maður lýst „áliti“ sínu á þennan veg. Ef... Það orð sem ef til vill var mest notað við rannsóknir RÍM er „EF“. Fróðleiksfús leikmaður áttar sig ef til vill bezt á rannsóknaraðferð- um Tilgátunnar, ef hann minnist þessa orðs. Rökleiðslan er yfir „skoðun“ hafin: EF þetta er svona, þá leiðir annað af því, og enn ann- að af síðari ályktuninni — og svo framvegis. Rannsakandinn má m.ö.o. ekki leyfa sér að steyta á skeri TRÚAR. EF niðurstöður hans mynda rökræna heild úr brotum, sem annars væru tvístruð — og slík niðurstaða kemur í bága við „skoðun" hans — velur vísindamaðurinn niðurstöðuna af rannsóknarefninu — ekki trú sína. Þegar öllu er á botninn hvolft er megintilgangur vísinda að finna þær lausnir er mynda rökræna heild, fullkomið samhengi úr dreifðum brotum. Þessari aðferð var fylgt í RÍM. Um Tilgátuna sem vísindatæki eru til einfaldar og skýrar reglur. Sú Tilgáta þykir bezt sem er gagn- orð og ákveðin. Slíkt efni er auð- velt í úrvinnslu; því þykja stærðir og hlutföll þing í vísindarann- sóknum. Stærðir eru fast markað- ar, hlutföll ákveðin, í tölvísi ekk- ert loðið; eigi verður út úr slíku efni snúið. Má raunar segja, að sem slíkar séu matematík og geómetría andstæða nútímaleiks hagfræðinga með tölur. Tökum RÖSTINA: Hvernig dirfðist íslendingur að setja fram þá Tilgátu, að landnámsmenn fs- lands hefðu notað mælieiningu er var 24000 fet, þegar ALLIR „sér- fræðingar" Norrænunnar töldu slíkt fásinnu? Öryggið Það var vegna þess, að þar var ekki um „skoðun“ að ræða, (þótt slíkt væri borið út athugandanum til háöungar). Dæmið var einfalt: EF til var mælieining þessarar tegundar fékkst full skýring á örð- ugustu gátum íslenzkrar forn- menningar, svo sem notkun rúna, mörkun Alþingis, tengslum goð- magna við Dýrahring, heimsmynd Ketils hængs, skipulagi byggðar, baksviði helztu Islendingasagna og svo framvegis. Nú vitum við, að Tilgátan reyndist rétt — að dómi helzta stærðfræðiprófessors háskólans í Osló, er við efnið fékkst. Spyrji hver sjálfan sig: Hvort var vitur- legra að vinna ótrauður sam- kvæmt vísindalegu verklagi Tilgátuformsins — ellegar treysta á „skoðun" nokkurra íslenzkra fræðimanna, sem ekki höfðu rann- sakað efnið af alvöru? Lesandinn skyldi aldrei gleyma, að Tilgátan um mælieininguna 24000 fet var sett fram EFTIR að tveir, þrír þessara manna höfðu lýst yfir andstöðu sinni — og BANNAÐ SKÝRINGAR Á MALINU VIÐ HEIMSPEKIDEILD HÁSKÓL- ANS. En sérhver fræðimaður á sitt skjól. Einkum er þessu fleygt um þann er vinnur í samræmi við Til- gátuformið: hann er þar með ör- uggur gegn ódrenglyndi andstæð- inga. Þannig getur hver sá fræði- maður verið viss um það — segir í siðfræðireglum um efnið — að verða aldrei fyrir því sem hér seg- ir: a) að sagt sé ósatt um rann- sóknaraðferð hans, b) að dylgjað sé um niðurstöður hans, c) að bækur hans séu þagaðar í hel og d) að hann sjálfur sé rægður í stað þess að tekizt sé efnislega á við verk hans. Þetta leiðir af líkum: fræðimað- ur á sama rétt á friðhelgi sem annað fólk. En að sjálfsögðu er slík siðfræði miðuð við háskóla. Að breyta stöðunni Greininni um Himin og Hof (Mbl. 26.8. ’84) lauk með fullyrð- ingu: „Eldri kenningar um skipu- lagsleysi í landnámi, vankunnáttu í fræðum fornaldar og miðalda, tvístring í trúarhugmyndum og þjóðskipulag, sem ekki ætti sér neina hliðstæðu í veröldinni, eru ... brott fallnar." Er þetta ekki „skoðun"? Einhverjum kynni að sýnast svo, en heiðvirður fræðimaður sem gaumgæfir málið, veit betur. Þetta er einföld lýsing á stöðu rannsókna á uppruna íslenzkrar menningar árið 1984. í RÍM er sett fram heildarmynd: allir meginþættir íslenzka goða- veldisins eru færðir í rökrænt samhengi við hugmyndafræði fornaldar og miðalda. Slík sam- ræming hefur ekki verið reynd fyrr. Lesandinn veit nú, að unnt kynni að vera að breyta stöðunni, svo og hverjum meðulum yrði til þess beitt. Það eina sem fellir Til- gátu er önnur Tilgáta, sem skýrir fleira á einfaldari hátt og kemur um leið heim við rannsóknarefnið. Er nú beðið eftir þeim er treystast til glímu við efniviðinn. Áðeins þrennt stendur engum fagmanni til boða: að kveðast hafa „aðra trú“ á Tilgátunum, að hafa „aðra skoðun“ en sá sem setti þær fram — ellegar að þEGJA. Það lýs- ingarorð sem viðhaft er um ÞÖGN í fræðimennsku er lítt eftirsókn- arvert. Þar vísast til orðabóka. Vísindi eða heilastarfsemi? Hvað háskólamenn kjósa að nefna athuganir undirritaðs á goðsögnum, táknmáli, allegóriu og myndmáli trúarbragða, er í sjálfu sér ekki mikilvægt. Ef það er trú- aratriði, að beiting heilans geti ekki verið „vísindaleg" nema inn- an þess ramma, sem eldri kynslóð- ir hafa markað viðfangsefnum, má heiti yfir rannsóknirnar kyrrt liggja. Sjálfur hef ég sjaldan talað um annað en „athuganir"; niður- stöðurnar hef ég af augljósum ástæðum nefnt „Tilgátur". Ef fundur þess sem mikilvægast er — nýrra spurninga — verður ekki með því að beita „vísindalegum aðferðum" eins og þetta er orðað síðustu misserin, er leiðin út úr því öngþveiti vart að sverta sak- lausa menn í Fréttabréfi HÍ. Skynsamlegra væri aö athuga, hvort „aðferðir vísinda" þörfnuð- ust ekki einhvers staðar endur- skoðunar. Hvernig væri annars að nefna vinnuaðferðir RÍM einfaldlega „heimspeki“? Einhverjum hlyti að létta. Heimspekideildin fengi til dæmis verðugt heimspekilegt við- fangsefni: Hvernig skyldi standa á því, að „rangar vísindaaðferðir" skila jafnan réttum lausnum, en „réttar vísindaaðferðir" skila ein- att röngum lausnum — eða eng- um? Fangar glápa á myndbönd Ósló, 24. október. Fró Jan Erik Uure fréttar. Mbl. FANGAR ríkisfangelsisins við Ullersmo, morðingjar og nauðgar- ar þar í stórum stíl, drepa tímann í fangelsinu með því að horfa á myndsegulbönd. Myndbandaleigur í nágrenni fangelsisins hafa þó fengið skýr fyrirmæli um að ákveðnar myndir eru ekki til út- leigu í fangelsið. Eru það ofbeld- ismyndir og kynlífsmyndir, nema hvort tveggja sé. Sálfræðingar hafa nefnilega lýst þeirri trú sinni að slíkar myndir myndu ekki að- eins ýta undir marga fangana að freista þess að sleppa, heldur myndu þær auka líkurnar á því að viðkomandi fangar brytu snarlega af sér ef þeir kæmust út á annað borð. Kavíar úr skepnufóðrí Ouló, 24. október. Frá Ju Erik Uure frétur. Mbl. í SUMAR komst upp um svæsin svik hrognaútflutningsaðila í Nor- egi og hrognainnflutningsaðila í Danmörku og nú standa yfir rétt- arhöld yfir þeim kumpánum. Þannig var, að sá norski seldi þeim danska ógrynni tonna af þorskhrognum sem ætluð voru til skepnufóðurs. En með vitorði beggja varð ekki úr því, þar sem hrognin voru seld til veitingahúsa sem fyrsta flokks styrjuhrogn. Enginn veit hversu lengi kapparn- ir stunduðu þessa verslun og það þykir með ólíkindum að enginn faraldur af matareitrun kom upp. Er og ósannað hvort einhver varð veikur af því að snæða skepnu- fóðrið. En hafi einhver smakkað styrjuhrogn í Kaupmannahöfn í seinni tíð sem virtust eitthvað undarleg... AIWA AIWA AIWA V '* *” ™ pr ' yfi i i i o Q o I I ) i*. snm || ' ' wlih m « ■. - || M ses iÆlímwmmmmW'!■ lf' ......';' mf m , o. AIWA er feti framar AIWA hljómtæki bjóöa upp á ótrúlegar tækninýjungar en eru afar einföld í notkun. Þrýsta á einn hnapp er allt sem til þarf og tækin sjá um restina, hvort sem um er aö ræöa upptöku eöa afspilun. Aöalsmerki AIWA er falleg hönnun og mikil hljómgæöi. Komiö — hlustiö — sjáiö og sannfærist. Þaö borgar sig. i r ÁRMÚLA 38 (Selmúla megmi 105 REYKJAVÍK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.