Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NOVEMBER 1984 Sauðfjárslátrun f sláturhúsi SS við Laxá f Leirárereit Haustslátnm sauðfjár lokið; Slátrað rúmlega 100 þús. fjár færra en í fyrra Meðalfallþungi dilka töluvert á 15. kíló Nú er haustslátrun sauöfjár lokið að mestu. Ljóst er orðið að meðal- fallþungi dilka er í betra lagi, tölu- vert á fimmtánda kflð að meðaltali, en á sfðasta ári var meðalfallþung- inn 13,9 kfló. Þá er Ijóst orðið að mun ferra sauðfé var slátrað nú en undanfarin ár. Blaðamaður ræddi við allmarga sláturhússtjóra og for- svarsmenn sláturleyfishafa til að afia upplýsinga um tölulegar niður- stöður sláturtíðarinnar. Þegar teknar eru saman niður- stöður úr slátrun þeirra slátur- leyfishafa sem haft var samband við kemur í ljós að í þessum slát- urhúsum var i haust slátrað að meðaltali 12 til 13% færra fé en í fyrra. Miðað við að svo sé einnig hjá öðrum sláturhusum hefur ekki verið slátrað nema svo sem 770 þúsund kindum í ár, eða rúmlega 100 þúsund fjár færra en í fyrra. Þó dilkar séu almennt vænni en i fyrra virðist kindakjötsfram- leiðslan ætla að dragast saman um nálægt 1200 tonn og verða í ár talsvert innan við 12 þúsund tonn. Mikil fækkun sláturfjár í sláturhúsi Kaupfélags Borg- firðinga í Borgarnesi var slátrað 56.550 dilkum, sem er 10.200 dilk- um færra en á síðastliðnu ári, og 5.950 fullorðnu fé, sem er 2.480 kindum færra en í fyrra eða sam- tals 62.500 fjár, sem er 12.680 færra en í fyrra. Meðalfallþungi dilka reyndist 11,29 kg, sem er 860 grömmum betra en í fyrra, en þá var fallþunginn 13,43 kg að meðal- tali. Slátrun i Borgarnesi lauk 30. október. í sláturhúsi Verslunar Sigurðar Pálmasonar hf. á Hvammstanga var slátrað 8.400 fjár alls i hinni reglulegu haustslátrun, þar af 7.400 lömbum, en forsvarsmenn fyrirtækisins búast við að í ár verði slátrað um 9.000 fjár í allt, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Meðalfallþungi dilka reyndist 14,6 kg, sem er 200 grömmum hærra en i fyrra. Af innleggjendum hjá sláturhúsinu er Ósbúið í Miðfirði fjárflest með um 600 fjár en Egg- ert Pálsson á Bjargshóli í Miðfirði lagði inn flest fé af einstaklingum. Hæsta meðalfallþunga af einstök- um innleggjendum var Trausti Jónsson á Hvalshöfða í Hrútafirði með en Jón Björnsson í Laufási átti þyngsta dilkinn sem vó 27,1 kg- Góð meðalvigt á Norðurlandi Haustslátrun lauk 23. október í sláturhúsi Sölufélags Austur- Húnvetninga á Blönduósi. Þar var slátrað alls um 49 þúsund fjár, 44 þúsund lömbum og 5 þúsund full- orðnu fé. Er þetta 5 þúsund dilk- um færra en í fyrra en einu þús- undi fleira af fullorðnu. Meðalfall- þungi dilka reyndist 14,8 kg, en var 14,4 kg á siðastliðnu ári. Er- lendur Eysteinsson á Stóru-Giljá var fjárflesti innleggjandinn með um 900 fjár alls en hann var auk þess með mjög góðan meðalfall- þunga, tæp 17 kg. Hæsti meðal- fallþunginn var þó hjá Kristjáni Sigfússyni á Húnsstöðum, 17,3 kg. Vænsti dilkurinn kom frá Reyni Hallgrímssyni á Kringlu i Torfa- lækjarhreppi en hann lagði sig á 29 kíló. í sláturhúsi Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki var slátrað 39.579 lömbum og 3.243 fullorðnu fé i haust eða samtals 42.822 fjár. Er það 4.911 kindum færra en á síðasta ári. Meðalfallþungi dilka reyndist sá besti í þessari könnun Morgunblaðsins, 15,155 kg. sem er 856 gr meira en í fyrra þegar með- alfallþunginn var 14,299 kg. Vænsti dilkurinn i sláturhúsinu vó 32,7 kg, en hann var frá Leifi Þór- arinssyni í Keldudal en það var jafnframt þyngsti dilkurinn sem upplýsingar fengust um í þessari samantekt. Hjá Birgi Þórðarsyni á Ríp kom fé með bestan meðal- fallþunga, 19 kíló. Kílói vænni dilkar hjá Þingeyingum en í fyrra í sláturhúsi Kaupfélags Suður- Þingeyinga á Húsavík reyndist meðalfallþungi dilka vera 1 kilói betri en í fyrra, eða 14,6 kg. Þar var slátrað 35.208 lömbum og 3.922 fullorðnu, samtals 39.130 fjár. Er þetta 4.587 kindum færra en á síðasta ári. Vænsti dilkurinn kom frá Félagsbúinu Múla i Aöal- dal, hann vó 26,5 kg, en hæsta meðalvigtin var á innlögðum dilk- um frá Engidal í Bárðardal, 21 kg. Slátrun lauk 12. október á Húsa- vík. Slátrun lauk 24. október i slát- urhúsum Kaupfélags Héraösbúa en félagið rekur sláturhús á Eg- ilsstöðum, Fossvöllum, Reyðar- firði og Borgarfirði. Alls var slátr- að 54.827 fjár, 50.674 lömbum og 4.153 fullorðnu. Er þetta mikil fækkun frá siðustu haustslátrun þvi i fyrra var slátrað 5.854 kind- um fleira hjá kaupfélaginu. Með- alfallþungi dilka reyndist 726,5 grömmum meiri en i fyrra, eða 14,2541 kg. Eiríkur M. Kjerúlf i Vallholti i Fljótsdal átti vænsta dilkinn sem vó 30,8 kg. Í sláturhúsum Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn og Fagurhólsmýri reyndust dilkar 260 grömmum léttari en í fyrra að meðaltali en það eru einu slátur- húsin i þessari könnun Mbl. þar sem meðalvigtin reyndist lægri en í fyrra. Meðalfallþunginn hjá KASK var 13,96 kg, en 14,22 kg í fyrra. Vænsta dilkinn átti Þor- steinn Sigurjónsson i Bjarnarnesi sem vó 30,4 kg. Slátruninni lauk 24. október og var slátrað ails 31.218 kindum sem er 107 kindum fleira en í fyrra. 23 þúsund fjár færra hjá SS í þeim 7 sláturhúsum á Suður- og Vesturlandi sem Sláturfélag Suðurlands rekur var slátrað um 135.400 fjár alls i haust, 122.400 lömbum og 13.000 fullorðnu. Er þetta 23.300 fjár færra en í fyrra, því haustið 1983 var slátrað 139.800 dilkum og 18.900 fullorðnu i sláturhúsum SS. Meðalfallþungi dilka reyndist 13,97 kg, var í fyrra 13,15 kg og var því 820 gr hærri í ár. Sláturhús SS eru á Kirkjubæj- arklaustri, Vík, Djúpadal, Hellu, Laugarási, Selfossi og við Laxá I Leirársveit. í sláturhúsi Friðriks Friðriks- sonar hf. í Þykkvabæ var slátrað 17.545 kindum í ár sem er heldur fleira en í fyrra. Meðalfallþungi dilka er um það bil einu kílói betri en í fyrra, eða nálægt fjóru og hálfu kílói. Hrafnkell óðinsson á Snjallsteinshöfða lagði inn vænsta dilkinn, hann vó 28,3 kg. INNLENT Vínarkvöld á Hótel Sögu I KVÖLD verður haldið Vínarkvöld að Hótel Sögu og er það Ferðaskrifstof- an Farandi og fyrirtækið Gildi hf. sem hafa haft veg og vanda af kvöidinu. Tveir austurrískir söngvarar, Gabriele Salzbacher, sópran, og Friedrich Springer, tenór, koma fram á Vínarkvöldinu ásamt undirleikara sfnum, Norbert Huber. Við komu austurríska tónlistarfólksins til landsins sl. föstu- dag, var haldinn fundur með blaðamönnum þar sem dagskrá Vínarkvöldsins var ky nnt. Að sögn Haraldar Jóhannesson- ar, forstjóra Faranda, hefst Vín- arkvöldið kl. 18.00 með kvöldverði. Að honum loknum munu austur- rísku gestirnir skemmta fólki með léttri óperu- og óperettumúsík. m.a. eftir Jóhann Strauss, Franz Lehar og Robert Stolz. Sópransöngkonan Gabriele Salzbacher starfar við Landesthe- ater Salzburg, en Friedrich Springer, sem komið hefur fram viða í Austurrríki, mun ekki vera fastráðinn eins og stendur. Undir- leikarinn, Norbert Huber, sem einnig leikur á orgel, starfar sem tónlistarkennari. Þau þremenn- ingarnir eru hér í fyrsta sinn og kváðust hafa orðið frá sér numin við komuna til iandsins. „Island er mjög framandi og vissulega ólíkt heimalandi okkar,“ sagði Springer og hin tóku í sama streng. „Það kom mér á óvart að hér eru nær engin tré, en hins vegar er ekki næstum því eins kalt og við höfð- um búist við,“ sagði Salzbacher. Að sögn Haraldar Jóhannesson- ar er þetta í fyrsta skipti sem hann gengst fyrir slíku Vínar- kvöldi en hins vegar hefur Ferða- skrifstofan Farandi skipulagt vor- ferðir til Vínarborgar undanfarin ár. „Með Vínarkvöldinu er ætlunin að vekja áhuga manna á Vínar- borg og vorferðunum," sagði Har- aldur, „og vonandi verður það ár- viss viðburður.“ Á myndinni eru talið frá vinatri: Friedrich Springer, tenórsöngvari, Haraldur Jóhannesson, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Faranda, Gabriele Salzbacher, sópransöngkona, og Norbert Huber, undirleikari. Mbi./Bjarni Á myndinni eru Einar Erlendsson sem situr við litljósritunarvél og fjær grillir í Egil Sigurðsson Ijósmyndara. Myndverk, ný ljós myndavinnustofa NÝLEGA opnaði fyrirtækið Mynd- verk Ijósmyndavinnustofu í nýjum húsakynnum að Ármúla 17. Um leið tók fyrirtækið í notkun nýja véla- samstæðu sem býr til litljósrit í há- um gæðaflokki á pappfr eða sérstaka filmu, sem ætluð er til notkunar á myndvörpur. Litirnir á ljósritunum eru í mjög háum gæðaflokki og hafa mjög gott ljósþol, og auk þess er skerpa ljósritanna mjög mikil, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Hægt er að minnka eða stækka frummyndina um leið og hún er mynduð. önnur nýjung hjá Myndverki er tækniteiknunarþjónusta, sem sér- staklega miðast við hðnnun á myndrænu efni fyrir fyrirlestra. Sér fyrirtækið um alla uppsetn- ingu, teiknun og frágang slíks efn- is. Myndverk er ungt fyrirtæki sem hefur frá upphafi haft það markmið að bjóða upp á nýjungar í ljósmyndaþjónustu. Býður fyrir- tækið meðal annars upp á hand- stækkanir eftir skyggnum á papp- ír eða filmu sem er sérstaklega ætluð fyrir auglýsingakassa meö ljósi í. Auk þess býður Myndverk upp á ýmiss konar sérhæfða ljósmyndun og tæknilega ráðgjöf. Eigendur Myndverks eru Einar Erlendsson ljósmyndafræðingur og eiginkona hans Ásta Hall- dórsdóttir fatahönnuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.