Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 48

Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NOVEMBER 1984 Sauðfjárslátrun f sláturhúsi SS við Laxá f Leirárereit Haustslátnm sauðfjár lokið; Slátrað rúmlega 100 þús. fjár færra en í fyrra Meðalfallþungi dilka töluvert á 15. kíló Nú er haustslátrun sauöfjár lokið að mestu. Ljóst er orðið að meðal- fallþungi dilka er í betra lagi, tölu- vert á fimmtánda kflð að meðaltali, en á sfðasta ári var meðalfallþung- inn 13,9 kfló. Þá er Ijóst orðið að mun ferra sauðfé var slátrað nú en undanfarin ár. Blaðamaður ræddi við allmarga sláturhússtjóra og for- svarsmenn sláturleyfishafa til að afia upplýsinga um tölulegar niður- stöður sláturtíðarinnar. Þegar teknar eru saman niður- stöður úr slátrun þeirra slátur- leyfishafa sem haft var samband við kemur í ljós að í þessum slát- urhúsum var i haust slátrað að meðaltali 12 til 13% færra fé en í fyrra. Miðað við að svo sé einnig hjá öðrum sláturhusum hefur ekki verið slátrað nema svo sem 770 þúsund kindum í ár, eða rúmlega 100 þúsund fjár færra en í fyrra. Þó dilkar séu almennt vænni en i fyrra virðist kindakjötsfram- leiðslan ætla að dragast saman um nálægt 1200 tonn og verða í ár talsvert innan við 12 þúsund tonn. Mikil fækkun sláturfjár í sláturhúsi Kaupfélags Borg- firðinga í Borgarnesi var slátrað 56.550 dilkum, sem er 10.200 dilk- um færra en á síðastliðnu ári, og 5.950 fullorðnu fé, sem er 2.480 kindum færra en í fyrra eða sam- tals 62.500 fjár, sem er 12.680 færra en í fyrra. Meðalfallþungi dilka reyndist 11,29 kg, sem er 860 grömmum betra en í fyrra, en þá var fallþunginn 13,43 kg að meðal- tali. Slátrun i Borgarnesi lauk 30. október. í sláturhúsi Verslunar Sigurðar Pálmasonar hf. á Hvammstanga var slátrað 8.400 fjár alls i hinni reglulegu haustslátrun, þar af 7.400 lömbum, en forsvarsmenn fyrirtækisins búast við að í ár verði slátrað um 9.000 fjár í allt, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Meðalfallþungi dilka reyndist 14,6 kg, sem er 200 grömmum hærra en i fyrra. Af innleggjendum hjá sláturhúsinu er Ósbúið í Miðfirði fjárflest með um 600 fjár en Egg- ert Pálsson á Bjargshóli í Miðfirði lagði inn flest fé af einstaklingum. Hæsta meðalfallþunga af einstök- um innleggjendum var Trausti Jónsson á Hvalshöfða í Hrútafirði með en Jón Björnsson í Laufási átti þyngsta dilkinn sem vó 27,1 kg- Góð meðalvigt á Norðurlandi Haustslátrun lauk 23. október í sláturhúsi Sölufélags Austur- Húnvetninga á Blönduósi. Þar var slátrað alls um 49 þúsund fjár, 44 þúsund lömbum og 5 þúsund full- orðnu fé. Er þetta 5 þúsund dilk- um færra en í fyrra en einu þús- undi fleira af fullorðnu. Meðalfall- þungi dilka reyndist 14,8 kg, en var 14,4 kg á siðastliðnu ári. Er- lendur Eysteinsson á Stóru-Giljá var fjárflesti innleggjandinn með um 900 fjár alls en hann var auk þess með mjög góðan meðalfall- þunga, tæp 17 kg. Hæsti meðal- fallþunginn var þó hjá Kristjáni Sigfússyni á Húnsstöðum, 17,3 kg. Vænsti dilkurinn kom frá Reyni Hallgrímssyni á Kringlu i Torfa- lækjarhreppi en hann lagði sig á 29 kíló. í sláturhúsi Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki var slátrað 39.579 lömbum og 3.243 fullorðnu fé i haust eða samtals 42.822 fjár. Er það 4.911 kindum færra en á síðasta ári. Meðalfallþungi dilka reyndist sá besti í þessari könnun Morgunblaðsins, 15,155 kg. sem er 856 gr meira en í fyrra þegar með- alfallþunginn var 14,299 kg. Vænsti dilkurinn i sláturhúsinu vó 32,7 kg, en hann var frá Leifi Þór- arinssyni í Keldudal en það var jafnframt þyngsti dilkurinn sem upplýsingar fengust um í þessari samantekt. Hjá Birgi Þórðarsyni á Ríp kom fé með bestan meðal- fallþunga, 19 kíló. Kílói vænni dilkar hjá Þingeyingum en í fyrra í sláturhúsi Kaupfélags Suður- Þingeyinga á Húsavík reyndist meðalfallþungi dilka vera 1 kilói betri en í fyrra, eða 14,6 kg. Þar var slátrað 35.208 lömbum og 3.922 fullorðnu, samtals 39.130 fjár. Er þetta 4.587 kindum færra en á síðasta ári. Vænsti dilkurinn kom frá Félagsbúinu Múla i Aöal- dal, hann vó 26,5 kg, en hæsta meðalvigtin var á innlögðum dilk- um frá Engidal í Bárðardal, 21 kg. Slátrun lauk 12. október á Húsa- vík. Slátrun lauk 24. október i slát- urhúsum Kaupfélags Héraösbúa en félagið rekur sláturhús á Eg- ilsstöðum, Fossvöllum, Reyðar- firði og Borgarfirði. Alls var slátr- að 54.827 fjár, 50.674 lömbum og 4.153 fullorðnu. Er þetta mikil fækkun frá siðustu haustslátrun þvi i fyrra var slátrað 5.854 kind- um fleira hjá kaupfélaginu. Með- alfallþungi dilka reyndist 726,5 grömmum meiri en i fyrra, eða 14,2541 kg. Eiríkur M. Kjerúlf i Vallholti i Fljótsdal átti vænsta dilkinn sem vó 30,8 kg. Í sláturhúsum Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn og Fagurhólsmýri reyndust dilkar 260 grömmum léttari en í fyrra að meðaltali en það eru einu slátur- húsin i þessari könnun Mbl. þar sem meðalvigtin reyndist lægri en í fyrra. Meðalfallþunginn hjá KASK var 13,96 kg, en 14,22 kg í fyrra. Vænsta dilkinn átti Þor- steinn Sigurjónsson i Bjarnarnesi sem vó 30,4 kg. Slátruninni lauk 24. október og var slátrað ails 31.218 kindum sem er 107 kindum fleira en í fyrra. 23 þúsund fjár færra hjá SS í þeim 7 sláturhúsum á Suður- og Vesturlandi sem Sláturfélag Suðurlands rekur var slátrað um 135.400 fjár alls i haust, 122.400 lömbum og 13.000 fullorðnu. Er þetta 23.300 fjár færra en í fyrra, því haustið 1983 var slátrað 139.800 dilkum og 18.900 fullorðnu i sláturhúsum SS. Meðalfallþungi dilka reyndist 13,97 kg, var í fyrra 13,15 kg og var því 820 gr hærri í ár. Sláturhús SS eru á Kirkjubæj- arklaustri, Vík, Djúpadal, Hellu, Laugarási, Selfossi og við Laxá I Leirársveit. í sláturhúsi Friðriks Friðriks- sonar hf. í Þykkvabæ var slátrað 17.545 kindum í ár sem er heldur fleira en í fyrra. Meðalfallþungi dilka er um það bil einu kílói betri en í fyrra, eða nálægt fjóru og hálfu kílói. Hrafnkell óðinsson á Snjallsteinshöfða lagði inn vænsta dilkinn, hann vó 28,3 kg. INNLENT Vínarkvöld á Hótel Sögu I KVÖLD verður haldið Vínarkvöld að Hótel Sögu og er það Ferðaskrifstof- an Farandi og fyrirtækið Gildi hf. sem hafa haft veg og vanda af kvöidinu. Tveir austurrískir söngvarar, Gabriele Salzbacher, sópran, og Friedrich Springer, tenór, koma fram á Vínarkvöldinu ásamt undirleikara sfnum, Norbert Huber. Við komu austurríska tónlistarfólksins til landsins sl. föstu- dag, var haldinn fundur með blaðamönnum þar sem dagskrá Vínarkvöldsins var ky nnt. Að sögn Haraldar Jóhannesson- ar, forstjóra Faranda, hefst Vín- arkvöldið kl. 18.00 með kvöldverði. Að honum loknum munu austur- rísku gestirnir skemmta fólki með léttri óperu- og óperettumúsík. m.a. eftir Jóhann Strauss, Franz Lehar og Robert Stolz. Sópransöngkonan Gabriele Salzbacher starfar við Landesthe- ater Salzburg, en Friedrich Springer, sem komið hefur fram viða í Austurrríki, mun ekki vera fastráðinn eins og stendur. Undir- leikarinn, Norbert Huber, sem einnig leikur á orgel, starfar sem tónlistarkennari. Þau þremenn- ingarnir eru hér í fyrsta sinn og kváðust hafa orðið frá sér numin við komuna til iandsins. „Island er mjög framandi og vissulega ólíkt heimalandi okkar,“ sagði Springer og hin tóku í sama streng. „Það kom mér á óvart að hér eru nær engin tré, en hins vegar er ekki næstum því eins kalt og við höfð- um búist við,“ sagði Salzbacher. Að sögn Haraldar Jóhannesson- ar er þetta í fyrsta skipti sem hann gengst fyrir slíku Vínar- kvöldi en hins vegar hefur Ferða- skrifstofan Farandi skipulagt vor- ferðir til Vínarborgar undanfarin ár. „Með Vínarkvöldinu er ætlunin að vekja áhuga manna á Vínar- borg og vorferðunum," sagði Har- aldur, „og vonandi verður það ár- viss viðburður.“ Á myndinni eru talið frá vinatri: Friedrich Springer, tenórsöngvari, Haraldur Jóhannesson, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Faranda, Gabriele Salzbacher, sópransöngkona, og Norbert Huber, undirleikari. Mbi./Bjarni Á myndinni eru Einar Erlendsson sem situr við litljósritunarvél og fjær grillir í Egil Sigurðsson Ijósmyndara. Myndverk, ný ljós myndavinnustofa NÝLEGA opnaði fyrirtækið Mynd- verk Ijósmyndavinnustofu í nýjum húsakynnum að Ármúla 17. Um leið tók fyrirtækið í notkun nýja véla- samstæðu sem býr til litljósrit í há- um gæðaflokki á pappfr eða sérstaka filmu, sem ætluð er til notkunar á myndvörpur. Litirnir á ljósritunum eru í mjög háum gæðaflokki og hafa mjög gott ljósþol, og auk þess er skerpa ljósritanna mjög mikil, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Hægt er að minnka eða stækka frummyndina um leið og hún er mynduð. önnur nýjung hjá Myndverki er tækniteiknunarþjónusta, sem sér- staklega miðast við hðnnun á myndrænu efni fyrir fyrirlestra. Sér fyrirtækið um alla uppsetn- ingu, teiknun og frágang slíks efn- is. Myndverk er ungt fyrirtæki sem hefur frá upphafi haft það markmið að bjóða upp á nýjungar í ljósmyndaþjónustu. Býður fyrir- tækið meðal annars upp á hand- stækkanir eftir skyggnum á papp- ír eða filmu sem er sérstaklega ætluð fyrir auglýsingakassa meö ljósi í. Auk þess býður Myndverk upp á ýmiss konar sérhæfða ljósmyndun og tæknilega ráðgjöf. Eigendur Myndverks eru Einar Erlendsson ljósmyndafræðingur og eiginkona hans Ásta Hall- dórsdóttir fatahönnuður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.