Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 35 m í Hampton Park í Glasgow lék Rummenigge í fyrsta | UTm skipti úrslitaleik í Evrópubikarkeppninni og vann I ^7 ■ V hann. Með marki frá Roth sigraði MUnchen St. Eti- enne 1—0. Rummenigge og Udo Horsmann (vinstri) veifa voldugum bikarnum. r 1 llJil MIICW 1976 Fyrsta landsleik sinn lék Rummenigge gegn Wales og var besti leikmaöurinn. Hj Með Stielike (vinstri) eftir sigurinn í Evrópumeist- I V W arakeppninni: „Mitt beata ór“. 1981 Hinir tveir happasaelu: Breitner og Rummenigge með meistaraskálina. iö mótaöur sem knattspyrnumaö- ur, en þó fyrst og fremst sem maö- ur. Ég verö kvaddur sem vinur. Mér stendur hins vegar ekki á sama, þegar ég sé hvaöa meö- höndlun Lothar Matthaus fær eftir aö Ijóst varö að hann færi til FC Bayern — þá snéru allir sér um 180 gráöur. Ég vildi færa þjálfaranum Udo Lattek þakkir mínar. Fyrir nokkr- um mánuöum uppliföi óg nokkuö erfitt tímabil þegar enn var óljóst hvort ég færi til Inter. Ég spilaði ekki vel, en hann studdi viö bakið á mér. Hann fann aldrei aö viö mig. Maöur hefur nú upplifaö hinar hliöarnar á málinu, t.d. þegar Gúnter Netzer yfirgaf Mönchen- gladbach til aö fara aö leika meö Madrid. Ef snillingurinn sýndi minnstu veikleika, geröi Weisweil- er þjálfari hann umsvifalaust og kröftuglega að opinberu fórnar- dýri. f Bundesligunni hef ég haft haröa andstæöinga. Peter Briegel var mér erfiöur, en þaö hefur nú lagast. En Karl-Heinz Förster, ég þekki engan, sem getur einbeitt sér jafnmikiö aö einvigi og hann, og hann er harður af sér. Mér er fátt minnisstætt frá veru minni í Bundesligunni, sem talist getur neikvætt. Sárasti ósigurinn var 1982 þegar viö lókum úrsiita- leikinn í Evrópubikarkeppninni gegn Aston Villa. Viö höföum stjórn á Bretunum allan leikinn, en fengum á okkur fáránlegt mark í lokin — þá var draumurinn úti. Fyrir knattspyrnumann er þaö vissulega átakanlegt aö tapa úrslitaleik í heimsmeistarakeppni eins og gegn ftalíu 1982. En þegar andstæöingurinn er betri, viöur- kennir maöur þaö. Versta stundin á keppnisferli mínum var þó gegn Aston Villa. Fallegasta og mikilvægasta markiö mitt skoraöi ég i heims- meistarakeppninni 1982 gegn Frakklandi — 2:3 utanfótar. Eg held aö ég hafi þrisvar veriö valinn markaskytta ársins, en ekkert af þessum mörkum var mér eins mik- ilvægt. Einkennilegasta mark mitt skor- aöi ég í leik gegn Nurnberg. Mark- maöurinn, Kargus, var hlaupinn út úr markinu og ég þvældi boltanum úr 50 metra fjarlægö frá hliöarlínu í markið — þetta mark hef óg gert eilíft á spólu. Mikilvægasti meöspilarinn minn var Paul Breitner — hver annar gæti þaö veriö? Menn kölluöu okkur oft meö réttu „Breitnigge", þaö segir allt. Viö áttum mjög vel saman. Án þess aö hafa talaö mik- ið saman, vissu báöir hvaö hinn var aö hugsa og ætlaöi sér. Eins ' og þegar Franz Beckenbauer og Gerd Múller æddu meö ótrúlegu öryggi í tvíleik upp völlinn í gegn- um vörn andstæöingsins. Allir eiga öörum margt aö þakka. Paul hjálpaöi mér til mikill- ar upheföar. Eftir aö hann kom heim frá Spáni hjálpaöi óg honum aö vinna sig aftur í álit sem leik- maöur á heimsmælikvarða. Viö vorum lengi góðir starfsfélagar, annaö ekki, en í heimsmeistara- keppninni á Spáni uröum viö góöir vinir. Hvort ég kem aftur til Munchen — ég veit þaö ekki. Má vera aö ég geti frekar sagt um þaö eftir eitt ár á italíu. í öllu falli mun ég leika knattspyrnu i Þýskalandi síöar. Þaö er fastmælum bundiö, aö Sepp Maier, Franz Beckenbauer, Roth Schwarzenbeck, Paul Breitn- er, Uli Hoeness, Gerd Múller og ég munum stilla upp liöi. Þá ætlum viö aö feröast um landiö og keppa sem Bayern-Oldstars. Viö munum hafa gaman af því og eflaust áhorf- endurnir líka.“ Svo mörg voru orö Karl Heinz Rummenigge, sem nú hefur kvatt v-þýsku knattspyrnuna og leikur á italíu meö Inter Milan. Þýtt og •ndursagt. ^m 2:3 í heimsmeistarakeppninni á móti í Frakklandi. | VI #C Æ „Þetta var fram til þessa mikilvægasta markið á I WWfle ferli mínum.“ m mm mm mm Tvær svartar þokkadísir og heillandi Rummenigge | V|#C J ■ Lido ( París. Sem ðnnur mesta markaskytta I vUJb heimsmeistarakeppninnar fékk hann silfurskóinn. m mm mm jm Karl-Heins Rummenigge ( búningi vinnuveianda OR/I síns, Inter Milan. ítalirnir borga besta knattspyrnu- | manni Þýskalands tuttugu og tvær milljónir króna nettó é éri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.