Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 43 Ómar og Jón sigruðu á Toyota „ÞETTA ER búiö að vera löng og erfið keppni, við erum ánægðir að hafa sigrað. Við áttum ekki von á því að þessu sinni,“ sögðu bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir sem sigruðu Ljómarallið alþjóðlega í lok september er í mark kom. Aðeins sex bílum af tuttugu tókst að ljúka keppninni sem lá um 1500 km leið, en þar af voru 720 km eknir á sérleiðum, mikið á vegum um hálendi landsins. Tveir erlendir keppnisbílar voru í keppninni, frá Finnlandi komu kunnir ökumenn, þeir Peter Geitel og Errki Vanhanen á Nissan 240RS. Þeir festust í á á Fjalla- baki og töpuðu miklum tíma eftir að hafa haft forystu í keppninni. Er þeir reyndu að vinna upp glat- aðan tíma, eftir að hafa losnað úr ánni beygðu þeir hásingu bílsins og hættu keppni. Skotarnir Philip Walker og Gordon Dean urðu einnig að hætta keppni eftir að hafa misst allt vatn af vélinni, vegna brotins vatnskassa á Fjalla- baksleið." Rallið er eldraun bæði fyrir bílinn og ökumanninn. Við munum reyna aftur á næsta ári, við höfum þegar reynt tvisvar og förum ekki að gefast upp núna,“ sagði Philip Walker eftir að hafa hætt keppni. Þegar þessir tveir keppendur voru dottnir út og ís- landsmeistararnir Halldór Úlf- arsson og Hjörleifur Hilmarsson, á Toyota Corolla með bilaðan gír- kassa, héldu Ómar og Jón jöfnum hraða út keppnina. Félagarnir Bjarmi Sigurgarðarsson og Eirík- ur Friðriksson á Escort 2000 gerðu nokkrar tilraunir til að ná bræð- runum, en þrátt fyrir góðan akst- ur tókst það ekki og þeir sættu sig við annað sætið löngu áður en keppni var lokið. Ríkharður Krist- insson og Atli Vilhjálmsson á Lödu náðu annað árið í röð þriðja sæti með öruggum akstri. Loka- staðan í Ljómarallinu: 1. Ómar Ragnarsson/Jón Ragnarsson To- yota Corolla, 2;36,21 klst., 2. Bjarmi Sigurgarðarsson/Eiríkur Friðriksson Escort 2000, 2;40,25, 3. Ríkharður Kristinsson/Atli Vil- hjálmsson Lada, 3;52,58, 4. Guð- mundur Jónsson/Sæmundur Jónsson Subaru 4;55,03, 5. Magnús Baldvinsson/Gunnar Sigurðsson Lancer, 5;06,11, 6. Helga Jóhanns- dóttir/Þorfinnur ómarsson Toyota Tercel 4WD, 5;50,29. Strákar í lögguleik Hljómplötur Sigurður Sverrisson Red Rider Breaking Curfew Capitol/Fálkinn Eftir því sem fleiri plötur eru gefnar út verða möguleikarnir á að koma fram með eitthvað verulega frumlegt sífellt minni og minni. Endurtekningarnar verða enda æ meira áberandi í poppinu. Bretum hefur þó lengstum tekist að verða á und- an flestum öðrum með nýjung- arnar og því kemur það alltaf á óvart þegar sveit vestanhafs af- rekar eitthvað i þá veru. Kanadíska sveitin Red Rider er ekki neitt þekkt að því er ég best veit. Hana skipa fjórir náungar, sem ég hefi aldrei fyrr heyrt getið. Það kemur þó ekki í veg fyrir þá staðreynd, að flokk- ur þessi er á köflum allur hinn áheyrilegasti án þess þó nokkru sinni að teljast vitund frumleg- ur. Augljóst er að áhrifavaldar Red Rider eru margir. Enginn þó sennilega sterkari en Police. Hvergi eru áhrifin þaðan greini- legri en í laginu Beacon Hill og Hold Tight. Þau fylgja hvort á eftir öðru. Lögin á Breaking Curfew eru 9 talsins og flest láta þau einkar þægilega í eyrum. Hins vegar eru þau fæst með þeim ósköpum gerð að festast í vitundinni nema í skamman tíma. Beacon Hill er þó lag, sem situr eftir, en Hold Tight telst þó smellur plötunnar. Oll vinnubrögð á þessari plötu eru með miklum ágætum, sem og allur hljóðfæraleikur. Hver veit nema Red Rider verði í náinni framtíð nafn, sem eftir verður tekið? Tónlistin ekki merkileg Blancmange Mange Tout Fálkinn Blancmange er ein af þessum örsmáu bresku sveitum, sem slegið hafa í gegn þar í landi í skjóli tölvuvædds popps. Þegar talað er um örsmáar sveitir er vanalega átt við tríó eða þaðan af minna. Blancmange er aðeins dúett. Neil Arthur og Stephen Luscombe (Lúsakambur?) skipa þessa sveit og gera flestallt sjálfir, en njóta þó aðstoðar nokkurra vel valinna hljóðfæra- leikara, blásara og söngvara. Vafalítið hefur tónlist Blanc- mange eitthvað sér til ágætis en ég er ekki maður til þess að með- taka það, sem dúettinn hefur upp á að bjóða. Þó eru mörg laga hans betri en stór hluti þess tölvuvædda skallapopps, sem á manni dynur um þessar mundir. Hins vegar er þetta form orðið svo gelt, að manni þykir alveg nóg að heyra 2 lög á svona plötu. Tæknilega hliðin á þessari plötu er snyrtileg og áslætti er beitt af smekkvísi. T.d. er ekki eingöngu stuðst við trommuheila eins og svo grátlega oft er gert í tölvupoppinu heldur eru hefð- bundin ásláttarhljóðfæri notuð í bland. Fyrir það eitt fær Blancmange plús hjá mér en tónlistin þykir mér ekki par merkileg. Úegar sambúð mín og FRIGOR frystikistunnar hófst, lofaði hún mér sólarlandaferð á fjögurra ára fresti. Það gat hún vegna þess að hún var 25% ódýrari en aðrar kistur. Svo hefur hún nákvæman hitastilli og frábæra einangrun sem þýðir litla rafmagnseyðslu. Matarreikningurinn ervitanlega lægri en áður. Og sambúðin í heild sérlega ánægjuleg - m.a. vegna þess hve auðvelt er að þrífa hana. n m { of.'n nm aáa SAMBANDSINS Hún stóð við stóru orðin. Ég fer á morgun! ÁRMÚLA 3 SÍMI 681910
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.