Morgunblaðið - 08.11.1984, Page 3

Morgunblaðið - 08.11.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 3 Ný göngubrú byggð yfir Skógá í sumar Holti, 27. oklóber. Flugbjörgunarsveit Austur-Eyfell- inga byggði í lok ágúst ( sumar göngubrú yfir Skógá á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls og er brúin rétt fyrir neðan vaðið á Skógá og blasir við þaðan. Er brúin varanleg og hin traustasta. Auk þess hefur fiugbjörg- unarsveitin nær lokið við að koma niður sjálfiýsandi stikum á allri gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Þessi gönguleið hefur oft reynst mjög erfið og hættuleg ferðamönn- um og er skemmst að minnast slyssins í sumar er skozkur ferða- maður lézt 12. ágúst við að reyna að komast yfir vaðið á Skógá. Þessa manns var þá leitað af þrem björgunarsveitum undir stjórn Flugbjörgunarsveitar Austur- Eyfellinga i 3 daga og fengnir kaf- arar til að leita við stærstu foss- hylina, en eins og kunnugt er eru 18 stórir og mikilfenglegir fossar í Skógá. Mannsins var síðan áfram leitað af flugbjörgunarsveitinni unz hann fannst 6. október sl. Formaður Flugbjörgunarsveitar Austur-Eyfellinga er Baldvin Sig- urðsson, Eyvindarhólum. Göngubrúin yfir Skógá. Myndin er tekin f haust er Baldvin Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar, bauð kvenfélagskonum sveitarinnar og eiginmönnum þeirra í ferð á Fimmvörðuháls. Nyri fjölskyldunni Sameinar það besta úr Saab 99 og Saab 900 SAAB 90 er nýr bíll í SAAB fjöl- skyldunni. Hann kemur í staö SAAB 99. SAAB 90 er ekki stórkostleg bylting, hann sameinar í útliti og eiginleikum það besta úr 99 og 900 gerðunum. Hjá SAAB verksmiðjunum eru menn lítið fyrir byltingarkenndar breytingar — þar er unnið að stöðugum endur- bótum — með alþekktum árangri. SAAB vetrarbíllinn á íslandi. Framhjóladrifinn - traustbyggður - neyslugrannur - kemur þér á leiðar- enda í nánast hvaða færð sem er. Verðið er frá kr. 433.000.- og hann er sko vel þess virði. TÖCCURHR UMBOÐtÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI81530

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.