Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 57 KAUPMÁTTUR GREIDDS TÍMAKAUPS MIÐAÐ VID VlSITÖLU FRAMFÆRSLUKOSTNADAR VERKA MENN Kauptaxti allra launþega VERKA KONUR Þjóöar- framleiósla IDNAOAR MENN ! frétutilkynningii Svavars Gestasonar segir, aö á þessu línuriti sjáist glöggt hvert kaupránið hafí orðið í tfö núvcrandi ríkisstjórnar. Byggt er á línuriti Kjararannsóknarnefndar sem forsætisráðherra sýndi í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum. Þá er teiknuð inn á línuritið heil lína sem sýnir kaupmátt kauptaxU „allra launþega" eins og kjararannsóknarnefnd skráir kaupmáttinn. Inn á lfnuritiö er svo teiknuð brotin lína sem sýnir fall þjóðarframleiðsl- unnar. Þar kemur fram að í fyrri stjórn, til og með 1. ársfjórðungi 1983, féll kaupmátturinn svipað og nam falli þjóðarframleiðslunnar, en síðan hefur kaupránið orðið eins og sést á milli línanna um kaupmátt kauptaxU og þjóðarframleiðslu. Kaupmáttur launa Fréttatilkynning frá Svavari Gests- syni formanni Al- þýðubandalagsins í sjónvarpsþætti á þriðju- dagskvöldið birti Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra línurit um fall kaupmáttar launa á árinu 1983 og 1984. Þar fullyrti hann að launahrapið á 2. ársfjórð- ungi ársins skrifaðist allt á reikn- ing fráfarandi ríkisstjórnar. Hér var um að ræða grófar falsanir sem óhjákvæmilegt er að leið- rétta: Fyrsta verk ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar var að fella niður verðbætur á laun, 22%, 1. júní 1983 og að banna síð- an verðbætur með bráðabirgða- lögum allt til vorsins 1985. 2. árs- fjórðungur 1983 skrifast því á reikning ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar einvörðungu, því að verðbætur á laun voru síðast greiddar 1. mars 1983. Þess vegna komu engar verðbætur á 2. árs- fjórðungi nema 8% launabreyting 1. júní í stað 22% eins og átti að vera samkvæmt kjarasamningum og ólafslögum. Ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen greip til efnahagsráðstafana vegna fallandi þjóðartekna seint á miðju ári 1982. Þær efnahagsráð- stafanir höfðu það í för með sér að kaupmáttur launa féll nokkuð, eða um sama hlutfall og þjóðartekjur. Þegar ríkisstjórn Steingrims Her- mannssonar tók við var kaup- mátturinn hins vegar felldur langt umfram fall þjóðarteknanna. Þetta sést glöggt á meðfylgjandi línuriti. Það er frá kjararannsókn- arnefnd að öðru leyti en því að inn á það er teiknuð lína sem sýnir þróun þjóðarframleiðslu á árun- um 1980 til 1984. Þar sést að lækk- un kaupmáttar og lækkun þjóðar- tekna fylgdist að í tíð siðustu rík- isstjórnar, en eftir að Steingrímur tók við hrapaði kaupmátturinn. Á línuritinu kemur einnig fram hve hár kaupmátturinn var á árunum 1980 til 1982 og þyrfti kaup eins og það var fyrir samningana nú að hækka um 27% til þess að ná þeim kaupmætti. Kjarasamningarnir ná aðeins hluta kaupránsins til baka eins og kunnugt er og ríkis- stjórnin hefur uppi áform um að svipta launafólk árangri kjara- samninganna með gengislækkun og verðbólgu á næstu vikuip, ef marka má orð einstakra ráðherra. Það var alger grundvallarfor- senda Alþýðubandalagsins í við- ræðunum um myndun ríkisstjórn- ar vorið 1983 að ekki kæmi til greina að kaupmáttur launa lækk- aði meira en nemur lækkun þjóð- arframleiðslu og þjóðartekna. Ég gerði Steingrími Hermannssyni og Geir Hallgrímssyni grein fyrir þessu sjónarmiði. Það var ófrá- víkjanlegt af hálfu Alþýðubanda- lagsins. þeir kusu hins vegar að skera kaupmáttinn enn frekar niður. Það sést glöggt á meðfylgj- andi línuriti. Spurningin er þá sú: Hvað hefur orðið af þessum mis- mun? Ekki hefur hann gufað upp — nei, staðreyndin er sú að þessir fjármunir hafa verið fluttir til milliliða, þjónustu og verslunar. Þannig hefur kauplækkun launa- fólksins staðið undir gróðamynd- un gæludýra ríkisstjórnarinnar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra á í vök að verjast. Framsóknarmenn sverja af sér stjórnina. Sjálfstæðisflokks- þingmenn missa trú á stjórninni með hverjum deginum sem líður. ( vanmætti sínum reynir forsætis- ráðherra landsins að falsa linurit til þess að gera sjálfan sig dýrleg- an. Það er aumt hlutskipti að eiga ekkert nema falsanir til þess að veifa í kringum sig eftir átján mánaða stjórnarsetu með íhald- inu. En það er og var ekki við öðru að búast. Spurningin er hvað Steingrímur reynir að gera næst til þess að bjarga sér á land upp úr feninu — kannski hann taki sam- an skrá um þau kosningaloforð sem Framsóknarflokkurinn á eftir að svikja. Það yrði ekki langur lestur. Það kemur sér vel fyrir lilsj>laða lslendinj;a að Flugleiðir fljú^i rej’lulej’a arið um krin»» til London oj; (ilasj;o\\. Frekari uppiýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða. umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Umboðsmenn um land allt Kort meö umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd. iKodak FRAMKÖLUJN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.