Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 53 Tölvulæsingin opnast að hverflasalnum. Þar eru fjórar samstæður hver búin einum há- þrýstihverfli og tveimur lágþrýst- um. í veri eins og Lovísa eru þrjú vökvakerfi eða hringrásir. Frumhringrásin er í sama húsi og kjarnaofninn. Um hana streymir hreinsað vatn sem leikur um sjálf- an kjarnaofninn að innan, hægir þar á hröðum nifteindum og flytur orkuna að seinni hringrásinni sem 300 stiga hita við 123 loftþyngda þrýsting. Þær mætast í hitatank seinni hringrásarinnar, þar sem vatnið verður að gufu við að snerta röraflækjur frumhringrás- arinnar. Þessi gufa knýr hverflana til rafmagnsframleiðslu. Úr hver- flunum er gufan leidd í kælitank. í honum rennur kaldur sjórinn um röraflækjur og gufan þéttist í vökva sem hægt er að dæla aftur að hitatanknum. Þannig er orkan flutt milli lokaðra kerfa, án þess að vatnið i þeim blandist. Samt er þetta ein leið geislunar út f um- hverfið. óhjákvæmilega þrengir hún sér út um agnargöt á veggjum búnaðarins og berst loks út í sjó. Sömuleiðis er kælivatni úr frumhringrásinni endanlega hleypt út eftir meðhöndlun. Geisl- amengun í lifríkinu umhverfis er stöðugt mæld og tekist hefur að halda henni afar lágri, segir Turp- einen. í ganginum handan hverflasal- arins er glerveggur á aðra hönd. Við sjáum niður í stjórnstöð. Tölvuskjáir og borð. Mælar og rof- ar. 15 manna vaktir stjórna báð- um kjarnaofnunum. Auk þess er þarna þjálfunarbúnaður þar sem hægt er að likja eftir rekstri með smávægilegum til stórfelldra frá- vika. Turninn sem hýsir sjálfan kjarnaofninn er að innan klæddur þykkum stálhjúp til að endur- varpa hugsanlegum geislaleka og loftþrýstingi er haldið lægri en þrýstingi andrúmsloftsins fyrir utan svo að loftstreymi beri ekk- ert með sér út. Þvi förum við um þrýstijöfnunarklefa á leið okkar inn á efstu hæð (sjá mynd). Hvelfda hringlaga lokið i miðju er yfir stjórnstöngunum. Það eru stálstengur hlaðnar nifteinda- gleypu efni. Þær ganga lóðrétt niður i kjarnaofninn og umfangi klofningskeðjunnar er þannig stjórnað með nifteindaframboði. Stjórnstangirnar eru 37 fyrir hvorn ofn. Ofninn sjálfur er undir fótum okkar, hýstur í þrýstitank. Ofninn i Lovísa er 2,42 m á hæð og 2,80 í þvermál. Eldsneytið er auðg- að úraníum 235 og notaðar hægar nifteindir við klofningu. Árlega er skipt um þriðjung eldsneytishl- eðslunnar og þriðjung stjórn- stanganna. Þannig dugar hver hleðslueining í 3 ár. Við skiptin er kraninn á miðri mynd notaður en bak við hann má sjá lok yfir geymslu fyrir notað eldsneyti. Þar er það geymt í 2 ár meðan það kólnar og geislavirkni þess minnk- ar nokkuð. Síðan fer það f skiptum fyrir nýtt eldsneyti til Sovétríkj- anna. En ekki fer allur úrgangur þessa leið. Minna geislavirkur úr- gangur, s.s. verkfæri og hlífðarföt, eru geymd áfram í verinu. Búið er að teikna ruslageymslur 70 metra niður í bergið. Aftur handan þrýstijöfnunar- klefans vörpum við ósjálfrátt önd- inni. Á bakaleiðinni þvoum við okkur um hendurnar. Svo förum við í geislamælihliðið, þrýstum báðum höndum niður og bíðum eftir að slokkni á allri ljósaröð- inni. Ekkert píp eða leiftrandi rauð Ijós. Geislamælirinn sem var með í förinni sýnir nákvæmlega enga geislun. Sloppinn upp í skáp og hlífðarblöðkurnar í óhreina tauið. Við kveðjum og þökkum fyrir okkur og lofum að senda ein- tak komist heimsóknin á prent. Við yfirgefum Hesthólmann en við förum ekki langt. Tortryggnir grannar f um kílómetrafjarlægð býr kennarinn Herbert Blömqvist. Hann er einn ötulasti andstæðing- ur versins. Við spjöllum saman í garðinum þó að mývargurinn sé með versta móti. Hvers vegna á móti? Vegna hættunnar á geislun Eldri stjórnstöð Lovfsa I. (Birt með leyfi Imatran Voima oy). Aftnr í geislamælihliðinu: Þrýsta niður báðum höndum og biða eftir að slokkni á allri Ijósaröðinni. Við urðum ekki fyrir minnstu geislun. og áætlana um að geyma geisla- virkan úrgang í berginu. Efnin eru geislavirk svo óralengi að enginn getur sagt fyrir um endanlegar af- leiðingar kjarnorkunotkunar nú. Við tölum fram og aftur um upp- hleðslu geislavirkni í fæðukeðj- unni. Hér mæla þeir upphleðsluna í vöðvum fisksins en ekki í lifur og beinum þar sem þessi efni safnast fyrir, segir hann. Hafa andstæðingar versins með sér skipulögð samtök? Já, við myndum Lovfsadeild samtakanna Kjarnorkulaust Finnland. Hér eru á skrá um 250 manns þó að ein- ungis brot sé virkt. Samkvæmt könnun skömmu eftir slysið í Harrisburg reyndust um 54% Lovisabúa andsnúin verinu. f Harrisburg fór klofningskeðj- an úr böndunum. í óðagoti var lokað fyrir neyðarkælikerfið og eldsneyti og stjórnstangir tóku að bráðna saman. Neyðarástand skapaðist og 3300 manns voru flutt burtu áður en starfsmenn náðu að kæla ofninn nægilega. Þeir lokuðu hérna eftir Harris- burg, segir Herbert, til að styrkja neyðarkælikerfið enn frekar. Og f upphafi kynntu þeir verið sem hættulaust. Hvað um viðvörunar- og brott- flutningsleiðir ef út af ber? Hann hlær. Þær eru varla einu sinni til á pappfrunum. Hér f skerjagaröin- um heyrum við ekki til viðvörun- arhringinganna, kæmumst heldur hvergi og i bænum tekur enginn mark á þeim. Þær biluðu svo oft f byrjun. Hver nennir að þeytast í sifellu niður i kjallara? En brott- flutningur? spyr ég. Engar raun- hæfar áætlanir til segir hann. Hvernig hagið þið aðgerðum? Fyrst og fremst öflum við upplýs- inga og komum þeim á framfæri við almenning um fjölmiðla. Einn- ig höfum við hringborðsumræður og fundarhöld. Okkur hefur orðið nokkuð ágengt. Næsta skref er að hafa áhrif á sveitarstjórnarkosn- ingarnar og hindra frekari stækk- un. Spurðu bara, segir hann og blaðar í skýrslum og nefnir bóka- titla. Hjá okkur færðu þann hluta sannleikans sem fyrirtækið lætur kyrran liggja í málflutningi sin- um. Orð hans varðandi viðvörunar- og brottflutningsáætlanir eru staðfest í viðtali við Sigurd Slátis bæjarstjóra, sem birtist í Hufud- stadsbladet þann 4. júní. Endur- bóta er þörf, segir hann. En þær birtast afar hægt. Tveimur vikum eftir heimsókn okkar í verið var allsherjarprófun á viðvörunarbúnaði. Heimilda- menn minir f skerjagarðinum um- hverfis verið urðu einskis varir. Á sömu opnu f áðurnefndu dagblaði eru viðtöl við stjórnmálamenn í Lovísa og fáeina einstaklinga sem búið hafa allnærri verinu og sumir flutt af ótta. Sumir stjórnmála- mannanna teygja lopann. Það er margt í mörgu, segja þeir. Einn er ákveðinn fylgjandi. Verið hefur fært Lovfsa uppgangstfma. Við þörfnumst orku til iðnaðar og kjarnorkan er betri kostur en að láta súra regnið frá kolaknúnu verunum drepa skógana. Auðvitað þarf að gæta fyllsta öryggis, en við eigum hiklaust að stækka. Nú fórum við sjálf á stúfana f Lovísa og tókum fólk tali. Við gripum nýorðinn pabba á þrítugs- aldri. Það er erfitt fyrir almenn- ing að átta sig á svo flókinni tækni. Jú, hún var kynnt, en hver getur dæmt um hvort það var nægilega vel gert? Nei, ég fór ekki á fundinn. Auðvitað verður að velja á grundvelli kosta og galla. Næst hittum við mann að háma f sig ís. Nei, ég bjó ekki hérna þegar ákveðið var að byggja, en kom skömmu síðar. Auðvitað verður að mæta vaxandi orkuþörf einhvern veginn. En fyrirtækið á allra kosta völ f upplýsingamiðlun. ís- sölukona í gangstéttarbreiddar- fjarlægð bjó heldur ekki hér þegar ákveðið var að byggja, en býr nú allnærri verinu líkt og þrjár fjöl- skyldur aðrar. Maður hennar starfaði í verinu í þrjú ár og fékk fræðslu sem hann hélt fyrir sig. öll voru þau geislamæld einu sinni á ári. í byrjun vorum við öll dauðhrædd en höfum vanist við. Einhvers staðar að verður raf- magnið að koma og kolaorkuverin eru svo sóðaleg. f Ingó þvo þeir gluggana á hverjum morgni. Já, sé þörf á að stækka álít ég best að hafa allt á sama stað. { sama streng tók annar Lovfsa- búi sem starfað hefur í verinu. Hann áleit starfsemina hafa verið kynnta nægilega í byrjun og benti á hver lyftistöng hún hafi reynst staðnum. LokaorÖ Heill iðnaður hefur risið upp kringum notkun kjarnorku. Henni fylgir stöðug áhætta vegna geisl- unar og verði meiriháttar slys get- ur það haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Kostirnir eru hinsvegar augljósir: Mikil orka fæst úr litlu eldsneyti og úrgangsefnin mega alls ekki fara út í lífríkið, and- stætt t.d. kolaryki. Notkun kjarn- orku er því hreinleg sé alls öryggis gætt. Um 30 ára skeið hefur tækja- búnaður til friðsamlegra nota þró- ast við stöðug átök sjónarmiða ávinnings og áhættu. Mjög erfitt er að meta áhættuna til hlítar og óhjákvæmilega verður að hafa kostnaðarhliðina i huga þegar krafist er öryggis í hönnun og rekstri. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Almenningi, löggjaf- anum, framleiðendum og notend- um er því enn sá vandi á höndum að reyna að tryggja stöðugt áhættuminni notkun kjarnorku til friðsamlegra þarfa. Heimildir: Kolph. Elizabeth S. Nuclear power and the public safety. A study in regulation. Lexington books. D.C. Heath & Co. U.S.A. and Canada 1979. Whitman, Lawrence E. Fire safety in the atomic age. Nelson-Hall. Chicago 1980. Imatran Voiman oy: Ársskýrsla 1983 Upplýsingabækl. um Lovfsa 1 og 2. Dagblöð. Viðtöl. Níels Hermmnnsaon er sjúkraþjálf- sri Nkomo spá- ir blóðbaði í Zimbabwe llarran . Zimbabwe. 12. nórember. AP. ROBERT Mugabe, forsætisráð- herra Zimbabwe, hefur rekið úr ríkisstjórn sinni þrjá ráðherra úr röðum helsta stjórnarandstöðu- flokksins, ZAPU-flokki Joshua Nkomo. Nkomo hefur brugðist æfur við og lýst yfir að mikið bióðbað kunni að vera í vænd- um vegna þessa. Ráðherrarnir skipuðu minni háttar ráðherraembætti og sagði Mugabe í ræðu sem hann flutti, að ekki hefði verið stætt á öðru þar sem yfirlýst stefna flokks ráðherr- anna væri' „ofbeldi og stiga- mennska”. Sagði Mugabe að flokk- ur sinn hefði orðið hvað mest fyrir barðinu á umræddri stefnu um- rædds flokks og væri stjómarsam- starf þar af leiðandi óþolandi. „Mugabe vill koma af stað blóðbaði og það er ekki þjóðarheill sem hann hugsar um er hann framkvæmir svona glappaskot," sagði Nkomo. Helsta deilumálið og undanfari þessara uppsagna er morð á nánum samstarfsmanni Mugabes nýlega. Mugabe segir fiokk Nkomos hafa staðið að morðinu, en Nkomo segir Mugabe og hans menn sjálfa hafa myrt sinn mann til að koma af stað blóðugu uppgjöri við flokk sinn. Æ fleiri Danir drekka sig í hel Frá Áfengisvarnaráöi: Drykkja er orðin þjóöarfár í Danmörku. Helmingur sjúkl- inga í sjúkrahúsum í Kaup- mannahöfn og á Noröur-Sjá- landi er þangaö kominn vegna drykkju. Dauösfollum af völd- um skorpulifrar fjölgar meö óhugnanlegum hraöa. Svo seg- ir í viötali í Politiken, 13. sepL sl., við Finn Hardt yfirlækni viö aöalsjúkrahúsiö í Hillerod. Augljóst er að fórnarlömb- in verða mörg þúsund á ári hverju á næstunni. Ekki er óalgengt að fólk innan þrí- tugs sé lagt inn á spítala vegna skorpulifrar þó að mann fái þann kvilla yfirleitt ekki nema hafa drukkið ósleitilega í allt að 15 ár. Áfengisneysla Dana hefur á tuttugu árum aukist úr 6 lítrum af hreinum vinanda á mann i 12 Iítra og nú er drykkjan talin eðlilegt fyrir- bæri víðar og við fleiri tæki- færi en áður var. Áfengi er eitur sem hefur áhrif á hverja frumu líkam- ans, ekki aðeins lifrina, og þvi margfaldast tjónið, sem það veldur, fljótt ef drykkjan er veruleg. Við höfum, segir læknirinn að lokum, varað fólk við ár- um saman en ekki verið tekin alvarlega. En hér er um hættu að ræða og nú höfum við sannanir, það er að segja lík, á borðinu. (Áfengisvarnaráö) VJterkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiöill! JttotgjtnÞIafcifr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.