Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 31

Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 31 England: Ellefu létu lffiö í árekstri 22 bíla Godstone, Englandi, 11. desember. AP. NÍU STÓRIR flutningabflar og 13 fólksbflar lentu í árekstri í morgun á M25-hraAbrautinni fyrir sunnan London. Að sögn lögreglunnar létust ellefu manns í árekstrinum og 10 slösuðust. Þegar áreksturinn varð á sjöunda tímanum í morgun var niðaþoka og skyggni ekki nema 25 metrar. Það tók slökkviliðsmenn og björgunarmenn frá þremur sveitarfélögum meira en fimm klukkustundir að ná öllum út úr bílunum enda var aðkoman óskapleg og bílarnir í einni bendu. Ekki er enn ljóst hvað olli árekstr- inum en hraðbrautin verðu lokuð í allan dag meðan bílhræin verða fjarlægð. Mikil þoka var í London og nágrenni í nótt og morgun og öku- menn því hvattir til að aka með ljósum og fara varlega. Þrátt fyrir það óku margir allt of hratt og ljóslausir. Vestur-Þýskaland: Tvær herflugvélar hröpuðu til jarðar Frankfurt, V-Þýsknlandi, 11. desember. AP. TVÆR herflugvélar, vestur- þýsk Starfighter-900 þota og hollensk F-16 þota, hröpuöu til jarðar í Vestur-Þýskalandi í dag, og létust flugmennirnir báöir, aö sögn vestur-þýskra embættismanna. Aðstoðarflugmannsins á hol- lensku þotunni var enn saknað mörgum klukkustundum eftir að hún féll til jarðar á skógarsvæði í Hessen, en lík flugmannsins fannst nálægt flakinu. í vestur-þýsku herþotunni, sem var á venjubundnu æfinga- flugi, þegar hún hrapaði til jarð- ar á opnu svæði um 120 km norð- austur af Munchen, var aðeins einn flugmaður, að sögn tals- manns varnarmálaráðuneytisins í Bonn. Kvað hann rannsókn vera hafna á orsökum slyssins. Talsmaðurinn sagði ennfrem- ur, að með þotunni, sem fórst í dag, væru vestur-þýskar Star- fighter-900 þotur sem farist hefðu af margvíslegum orsökum orðnar 223 talsins. AP. HERFANG UNITA- MANNA Börn og hermaður í UNITA-skæruliðahreyfingunni, náðu eftir bardaga við kúbanska hermenn. UNITA- sem berst gegn marxískum stjórnvöldum í Angola, hreyfingin ræður stórum svæðum í Angola og þrengir virða fyrir sér rússneskan skriðdreka, sem skæruliðar stöðugt meira að Angolastjórn. Námuslysið á Taiwan: 25 lík finnast til viðbótar Taipei, Taiwan, 11. deaember. AP. í DAG fundust 25 lík til viðbótar í námunni fyrir utan Tapei, þar sem sprenging varð á miövikudaginn var, og er tala látinna þá komin upp í 76 manns. Þetta er annað mesta námaslys sem orðið hefur á Taiwan, að því er hermt er. Likin sem fundust í dag voru í göngum u.þ.b. tvo kílómetra frá innganginum í námuna. Eru 17 menn ennþá innilokaðir í þeim hluta námunnar og hafa verið taldir af. Aðeins tveimur náma- mönnum hefur verið bjargað lífs, öðrum fáeinum klukku- stundum eftir að sprengingin varð, en hinum, Shou Chung—Lu, á sunnudag, og sagði hann fréttamönnum þá frá því, að hann hefði lagt sér til munns hold af líkama látins námamanns. Stjórnarformaður námunnar staðfesti við AP-fréttastofuna, að tvisvar núna undanfarið hefðu menn, sem ekki sögðu til nafns, hringt til námafélagsins og hótað að slys gætu orðið. tiuu. Tilboó á pústkerfum og ísetningu. boA for airl/i 4 mill! mólo> -' VOLVO Alumtnized Það fer ekki á milli mála: Volvohljóðkútarnir eru sérsmíðaðir af Volvosérfræðingum fyrir Volvobíla til þess að ending og nýting þeirra sé í samræmi við önnur Volvogæði. Þess vegna kaupir þú aðeins Volvopústkerfi, en ekki ódýrar eftirlíkingar! Pakkaverb KR.5.850- (Volvo 240, B21, B23) Tilboðsverð sem gildir fyrir þá sem panta tíma fyrir 20. desember '84. \?s SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.