Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 39

Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 39 Afmæliskveðja: Ingvi S. Ingvarsson ráðuneytisstjóri Sextugur er í dag sómamaður í Stjórnarráði íslands, Ingvi Sig- urður Ingvarsson, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins. Ingvi er svo hógvær maður og sanngjarn að þeim sem með hon- um starfa er einkar ljúft að hugsa til hans á þessum merkis- degi ævi hans. Sama mun gegna um þá aðra sem átt hafa samleið með honum lengur eða skemur. Lengst af embættisferils síns til þessa hefur Ingvi og hans kostum prýdda kona, Hólmfríður, dvalist á erlendri grund við gæslu íslenskra hagsmuna þ.á m. hjá risaveldunum báðum í austri og vestri. Þar og í París, Brussel og Stokkhólmi hefur þeirra íslenska heimili staðið — og staðið mðrg- um opið. Þar hafa í gegnum tíð- ina mæst mörg þjóðerni og vin- átta í garð íslands vaxið ómælt. Djúpstæð kynni þeirra af mörg- um þjóðum sem við eigum mikil- væg samskipti við koma nú til góða utanríkisþjónustunni sem þau helga óeigingjarnt starf sitt. í höndum Ingva þenst ekkert mál út fyrir sitt eðlilega umfang. Um það sér rólyndi hans og milt skap. Hann snýr sér að viðfangs- efnum sem til hans kasta koma og tekur á málefnalegum grund- velli þær ákvarðanir sem þarf að taka. Kyrrlátur rekstur mála sem svo vel hæfir og oft reynist far- sælastur í milliríkjasamskiptum er honum eðlislægur. Það hefur þó líka komið i hans hlut að bregða hinum breiðu spjótum. Þegar farið var með landhelgis- málið fyrir Öryggisráð SÞ — í eina skiptið sem ísland hefur borið upp mál þar — hvíldi flutn- ingurinn á hans herðum þá eftir- minniiegu stund. Enginn munaður stórborga tekur fram því yndi sem Ingvi hefur af því í tómstundum að leggja frá landi á báti sínum — og kljúfa öldur eða renna fyrir fisk. Þar ræður hin ramma taug sem langar fjarvistir hafa ekki náð að slíta. Á þessum degi verður okkur mörgum líka hugsað til þeirrar kímni og skemmtilegu stríðni sem gerir návist við Ingva nota- lega á góðri stund. Sjálfur hefur hann — svo vanur veisluhöldum — nú til tilbreytingar og í anda rólyndis síns kosið að verja deg- inum utan skarkala heimsins á fjarlægri strönd með nánustu fjölskyldu sinni. Þar eru þeir því trúlega á gangi þessa stundina afmælisbarnið og dóttursonur hans og nafni — traust hönd Ingva með litla hönd í sinni. Þangað sendum við samstarfs- fólk hans og vinir honum einlæg- ustu heillaóskir. Óiafur Kgilsson Dvalarstaður afmælisbarnsins nú er: Ocean Reef Club Anchor Drive AC 71 B Key Largs, Florida 33037 USA. Segja skæru- liða Unita hafa fram- ið fjöldamorð l.ussahon, 10. denember. AF. YKIRVÖLI) í Angóla greindu frá því I dag, að skæruliðar UNITA sem berj- ast gegn stjórninni hefðu gert sekir um mikil óhæfuverk er þeir myrtu 85 óbreytta borgara í þorpinu Longonio í Huambo-sýslu í skjóli náttmyrkurs um helgina. f tilkynningu stjórnvalda kom fram að fjöldamorðin hefðu engan tilgang haft, um ekkert annað en hreinræktað grimmdarverk hefði verið að ræða, því um löghlýðna borgara hefði verið að ræða. Talsmenn UNITA minntust ekk- ert á ásakanir stjórnvalda í frétta- bréfi sem þeir sendu frá höfuðstöðv- um sínum, sem eru í Lissabon í Portúgal. Þar sögðu þeir einungis frá stórsigrum í orrustum við stjórnarherinn og sögðust þeir hafa drepið 132 stjórnarhermenn og 20 kúbanska hermenn í nokkrum bar- dögum síðustu dagana. Áttu þeir bardagar að hafa farið fram í allt öðrum sýslum og héruðum. Unita hefur í 9 ár barist gegn stjórnvöldum í landinu. Jafnan er erfitt að henda reiður á fréttir stríðsaðila. Itölsk'biita Úrval af ítölskum Ijósum í loft - á veggi - á borð - á gólf - hvar sem þörf er fyrir mjúka lifandi lýsingu. íbúðin fær hlýja birtu og blæ með Ijósi frá okkur. Þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Simi 20640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.