Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 Fágætt sjónarspil: Fylgst með sól- kerfi í mótun Taawa, Arizou. 17. juiu. AP. StjörnufræAingar í Tucson í Ar- izona hafa orðið vitni að myndun Flugránið mislukkað Orlando, Florida. 18. Jonúar. AP. MAÐIIR nokkur reyndi að ræna far- þegaþotu í eigu bandaríska flugfélags- ins Eastern Airlines í dag. Þotan var í áætlunarflugi og var stödd skammt frá Orlando er einn hinna 122 farþega reis úr sæti sínu og heimtaði að vélinni yrði snúið til Kúbu. Lét maðurinn ófríðlega og sagðist vera með gaskút innanklsða sem hann myndi fúslega sprengja ef ekki yrði gengið að kröfum hans. Skömmu síðar var maðurinn yf- irbugaður. Norbert Mayers, talsmaður lög- reglunnar í Atlanta, sagði að nokkr- ir farþeganna hefðu tekið sig saman og flogið á ræningjann og haft hann undir nokkuð örugglega og hefði gætt aflsmunar. „Hann hótaði að sprengja þotuna í loft upp og alla um borð, en til þess kom ekki, vélin var að búa sig undir lendingu í Orlando er farþegarnir handtóku ræningjann. Stóð þetta yfir í aðeins 45 mínútur og enginn varð fyrir meiðslum," sagði Mayers. sólkerfis, en það er í fyrsta skipti sem það gerist og undirstrikar að öll sólkerfi hafi ekki myndast á sama tíma. „Það sem við höfum séð er það sem við gerum ráð fyrir að hafi gerst í upphafi sólkerfanna fyrir um 12 milljörðum ára síðan,“ sagði William Keel stjörnufræð- ingur. Sérfræðingarnir hafa séð í stjörnusjónaukum risavaxið vetn- isský falla saman og mynda ótelj- andi stjörnur af ýmsum stærðum og gerðum. „Þetta á eftir að svara mörgum spurningum um myndun sólkerfa, hvernig armarnir mynd- ast og hringmyndunin þróast," sagði Keel ennfremur. Sólkerfið er ungt á sólkerfamælikvarða, og flestar eða allar stjörnur þess eru ekki 100 milljón ára gamlar. Er kerfið 500.000 ljósár frá jörðu og stjörnur verða þar til jafnt og þétt, m. a. 35 sólir ár hvert. Arm- arnir eru orðnir allt að 90.000 ljós- ár á lengd. Mikið vetnisský umlyk- ur sólkerfið nýja og leggur til efni í nýjar stjörnur. Þyngd skýsins er talin 40 milljörðum sinnum meiri en þyngd sólarinnar. Sagði stjörnufræðingurinn Keel, að hann reiknaði með því að skýið gæti séð sólkerfinu nýja fyrir vetni í allt að milljarð ára í viðbót. Starfsnám Verzlunarráö íslands auglýsir eftir umsækjendum um starfsnám hjá fyrirtækjum innan ráösins, frá 1. febrúar til 30. apríl næstkomandi. Hvaö er starfsnám? Starfsnám er kynning á starfssviði og einstökum þáttum í starfsemi fyrirtækis. Nemendur fá yfirsýn yfir starfsem- ina og veröa þannig betur í stakk búnir aö velja sér starf viö hæfi eöa ákveöa frekara nám. Ekki er veitt þjálfun í neinu einu starfi. Markmiö Markmiö meö starfsnámi Verzlunarráös islands er aö auka tengsl atvinnulífs og skóla meö því aö bjóöa hag- nýtt nám innan veggja fyrirtækja. Framkvæmd Starfsnámiö tekur 3 mánuöi. Unniö er eftir námsáætlun sem liggur fyrir áöur en nám hefst. Á námstímanum fá nemar styrk sem samsvarar hálfum lágmarkslaunum. Fyrir hverja? Starfsnámiö er einkum ætlaö ungu fólki sem er aö velja sér framtíöarstarf eða ákveða námsleiöir. Ennfremur gæti starfsnámiö veriö vettvangur fyrir fólk á öllum aldri, sem hefur í hyggju aö skipta um starf. Fyrirtækin Fyrirtækin, sem bjóöa starfsnám, eru úr ýmsum grein- um atvinnulífsins, tryggingum, tölvuþjónustu, iönaöi, innflutningsverslun, samgöngum o.fl. Þau hafa það sammerkt aö vera meö umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi. Umsókn Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu Verzlunarráös ís- lands ásamt öllum nánari upplýsingum. Þeir, sem hafa áhuga, eru hvattir til að hafa samband viö skrifstofu Verzlunarráðsins sem fyrst. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Hús verslunarinnar 108 Reykjavík, sfmi 83088 Fundur Brasilíuforseta Símamynd/AP. Nýkjörínn forseti Brasilíu, Tancredo Neves, situr hér að viðræðu viðm Joao Figueiredo hershöfðingja, fráfarandi forseta landsins. Myndin var tekin í forsetahöllinni daginn eflir að Ijóst varð að Neves hafði verið kjörinn forseti, hinn fyrsti sem ekki kemur úr röðum hersins í 21 ár. Brottflutningur ísraelshers frá Líbanon: Líbanir að koma til móts við ísraela? Tel Ariv. 18. janúu. AP. HÁTTSETTUR embættismaður á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur sagt ísraelskum ráðamönnum að Líbanir kunni að vera til í að auka umsvif fjölþjóðlega SÞ-liðsins í Líb- anon þannig að það gæti séð um eftirlitsferðir á þeim svæðum sem hernumin eru af ísraelsher nú. ísraelar hafa hingað til krafist þess að SÞ-lið taki alfarið við herset- unni, en Líbanir hafa ekki litið við þeirri kröfu. Þessi breyting á við- horfum nú er talin viðleitni af hálfu Líbana til að höggva á strembinn rembihnút í viðræðum þjóðanna um brottflutning ísraelshers frá suður- hluta Líbanon. Það var Brian Urquart, aðstoð- arframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem færði þessi tíðindi er hann sat fund með Perez for- sætisráðherra, Shamir utanrík- isráðherra og Rabin varnarmála- ráðherra. Urquart sagði jafn- framt að Sýrlendingar og Líbanir hefðu verið undrandi er ísraelar lýstu yfir herbrottflutningsáætl- un í þremur liðum sem á að hefj- ast í næsta mánuði. Mun hug- mynd Libana, að sögn Urquarts, einnig stafa af áhyggjum þeirra af því hvað taka muni við er ísra- elsher er á brott. Yfirvöld í ísrael hafa ætíð haldið fram, að til blóðbaðs myndi koma ef Samein- uðu þjóðirnar hefðu ekki til taks úrvalslið er ísraelar hverfa á braut. Þrír óbreyttir Líbanir týna lífi Beirút, libanon. 18. jaaúnr. AP. BÍLSPRIINGJA sprakk í vesturhluta Beirút í morgun og skotárás var hald- ið uppi á austurhluta borgarinnar og úthverfi. Að sögn lögreglu týndu þrír menn Iffi í ofbeldisverkunum og 17 manns slösuðust, allt óbreyttir borg- arar. Bílsprengjan sprakk á svæði, sem venjulega er krökkt af æsku- fólki að leik, en var autt að þessu sinni. Tveir fórust og 12 særðust, en mildi þykir að fáir voru á ferli á þeim slóðum þar sem sprengjan sprakk. Stjórnarhermenn og sveitir drúsa skiptust á skotum upp úr há- degi í fjöllunum umhverfis Beirút. Óbreyttur borgari lét lífið er kúlnaregni rigndi yfir úthverfið Hazmieh. Nokkur flugskeyti sprungu í aðeins 500 metra fjar- lægð frá höll Amins Gemayel for- seta, en bygginguna sakaði ekki. Von var í dag á Brian Urquhart aðstoðarframkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna til Beirút til við- ræðna um áætlun ísraela um brottflutning herja sinna úr suður- hluta Líbanon, og er talið að sprengingin og vopnaskakið standi í sambandi við komu hans. Noregur: Eiga ógiftar konur sem gangast undir gervifrjóvg- un að fá sjúkrabætur? Óriú. 18. JJUIÚW. Prú Ju Erik Lurc, frétUriUr. MbL TÆPLEGA 400 norskar konur bíða eftir að verða frjóvgaðar með gervi- frjóvgun á þeim fjórum sjúkrahúsum sem framkvæmt geta slíkar aðgerð- ir. Á árinu 1984 fæddust 6 glasabörn í Noregi, öll heilbrigð. Deilur hafa hins vegar risið um það, hvort konur, sem ekki eru giftar, en gangast undir gervifrjóvgun, eigi að njóta sjúkragreiðslna frá vinnuveit- anda í fjarvistum vegna barns- burðarins. Vinnuveitendasamtökin halda fram, að slíkt sé af og frá og hafa gefið þrítugri konu nei- kvætt svar þar að lútandi. Hún hefur tvisvar áður verið lögð inn á sjúkrahús til frjóvg- unar, en í hvorugt skiptið heppn- aðist aðgeröin. Fyrirtækið sem konan vinnur hjá tók gilt vottorð sjúkrahússins og greiddi henni venjulegar tryggingabætur. Enn einu sinni sótti konan um innlögn í von um að verða þung- uð. Þá neitaði fyrirtækið að borga eftir að hafa ráðfært sig við vinnuveitendasambandið. „Mér þykir ákaflega sorglegt, ef það á verða einstæðum konum ókleift að eignast barn án þess að verða gjaldþrota,“ segir hún. Stéttarfélag konunnar ætlar að styðja hana og kanna hvort hefja eigi málssókn á hendur fyrirtækinu. Vinnuveitendasambandið heldur fram, að það geti ekki kallast veikindi hjá konunni, þótt hún geti ekki orðið þunguð eftir náttúrulegum leiðum; ófrjósemi sé ekki sjúkdómur, segir það. Norska tryggingastofnunin og félagsmálaráðuneytið eru hins vegar ekki á sama máli og vinnu- veitendasambandið: — Ef læknir telur nauðsynlegt að leggja konu inn á spítala til gervifrjóvgunar, svo að hún geti eignast glasa- barn, verður að lfta á það sem sjúkdómstilfelli f lagalegum skilningi, segja þessar stofnanir. Enn hefur ekki verið gert út um málið, en margt bendir til þess, að konan muni fá sjúkra- greiðsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.