Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 Minning: Aðalsteinn Pét- ursson lœknir Fieddur 7. september 1933 Dáinn 9. janúar 1985 Aðalsteinn Pétursson, læknir í Borgarnesi, góðvinur minn og starfsfélagi, andaðist miðvikudag- inn 9. janúar aðeins 51 árs að aldri, í hágengi vinsælda og virð- ingar og að því er virtist á miðri starfsævi. Aðalsteinn fæddist í Reykjavík 7. setpember 1933. Foreldrar hans voru hjónin Guðríður Kristjáns- dóttir og Pétur Kristþór Sigurðs- son, sem bæði voru úr Eyrarsveit. Þau fluttu skömmu eftir þetta aft- ur í Grundarfjörðinn og stundaði Pétur mest sjó næstu árin en hóf síðan verslunarstörf hjá kaupfé- laginu og varð brátt útibússtjóri þar og gegndi því starfi lengst af, þar til hann flutti til Reykjavíkur 1960. Þangað flutti hann fyrst og fremst til að geta verið með bðrn- um sínum og geta stutt þau í framhaldsnámi. Árið 1963 tók hann við forstöðu drykkjumanna- hælisins í Víðinesi og gegndi því starfi í tæp 10 ár. Þá, árið 1972, tók hann við húsvörslu í Alþing- ishúsinu og ennþá núna starfar hann við þá stofnun, kominn á miðjan áttræðisaldur, og reyndar starfar kona hans, Guðríður, þar líka. Pétri kynntist ég þegar hann var húsvörður í Alþingishúsinu og þáði þá oft af honum kaffibolla með skemmtilegu rabbi það ár sem ég var þar á rölti á ýmsum tímum dagsins. Aðalsteinn var elstur 6 systk- ina, eitt lést i bernsku en hin eru á lífí. Hann ólst upp i foreldrahús- um, eitthvað var hann þó hjá ömmu sinni og föðurbróður, Hall- dóri E. Sigurðssyni. Með mennta- skólanámi vann hann fyrir sér ýmist með sjómennsku eða við fiskvinnslu í landi. Hann brautskráðist frá Menntaskólan- um á Laugarvatni vorið 1956. Vet- urinn eftir var hann ritari fjár- veitinganefndar Alþingis og inn- ritaði sig í viðskiptadeild Háskól- ans, en í þeirri deild undi hann ekki betur hag sínum en svo að hann vatt sér i læknisfræðina á miðjum vetri. Embættisprófi í læknisfræði lauk Aðalsteinn vorið 1964 með góðum vitnisburði. Hann lauk síð- an hluta af námskandidatsstarfi í Reykjavík, en fór um haustið til Flateyrar og var þar héraðslæknir til maímánaðar 1966. Þá fór hann suður og lauk við kandidatsskyld- una. Meginþáttur lífsstarfsins hófst svo þegar hann gerðist hér- aðslæknir í maí 1%7 og fjölskyld- an flutti að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði þar sem þau bjuggu næstu 11 árin. Á þessum tíma voru að myndast tímamót í almennri læknisþjón- ustu á landinu. Læknaskortur var í landinu sem bitnaði á strjálbýl- ishéruðunum, þannig að oft varð sami héraðslæknirinn að gegna fleiri héruðum en sínu eigin, jafn- vel þótt það hérað væri meira en nógu erfitt fyrir einn mann miðað við samgöngur og starfsaðstöðu. Þetta bitnaði vissulega á Aðal- steini sem öðrum. Hann þurfti á Vestfjöðum stundum að þjóna auk síns héraðs Þingeyrarhéraði, og jafnvel Suðureyrarhéraði líka. Það sama gerðist í Borgarfirði. Þar varð hann f forfðllum að gegna Borgarneshéraði og jafnvel Búðardalshéraði einnig. Þá voru vitjanir orðnar býsna strangar þegar fara þurfti vestur í Dali og allt vestur í Barðastrandasýslu. Þetta ástand myndaðist ekki nema að litlu leyti vegna þess að of fáir læknar útskrifuðust frá læknadeild HÍ, heldur miklu fremur vegna þess hvað héraðs- læknisstarfið þótti ófýsilegt. Menn kusu frekar að fara til út- Ianda og dveljast þar langdvölum við nám og langtímastörf. Starfs- aðstaðan í héruðunum var úrelt og erfið. Frí var varla að fá, hvorki vegna orlofs, veikinda eða náms. Þessi starfslega og faglega ein- angrun reyndist mönnum svo erfið að flestir höfðu fengið nægju sina þegar þegnskyldu í 'A ár í héraði var lokið. Á Egilsstöðum og í Borgarfirði var riðið á vaðið til úrbóta á þessu vandræðaástandi. Þar voru fyrstu heilsugæslustöðvarnar stofnaðar með sameiningu héraða, föstu samstarfi lækna og starfsliðs. Þar átti Aðalsteinn drjúgan þátt i. Starfsemi hófst í Heilsugæslust- öðinni í Borgarnesi árið 1975, en vegna framkvæmdatregðu, sem ekki er óþekkt á sviði heilbrigð- ismála, flutti Aðalsteinn ekki til Borgarness fyrr en 1978, þótt hann starfaði að sjálfsögðu við stöðina. Læknar urðu þrír við stöðina, en frá Kleppjárnsreykj- um var þjónusta einnig veitt með nokkuð breyttu fyrirkomulagi. Þessar tvær heilsugæslustöðvar urðu síðan fyrirmynd annarra slíkra um land allt, svo að líkja má við byltingu I heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar. Sinni einstaklega ágætu konu, Halldóru Karlsdóttur, kynntist Aðalsteinn á stúdentsárunum. Hún er dóttir Karls Hjálmarsson- ar, kaupfélagsstjóra á Hvamms- tanga, og konu hans Halldóru Ás- grímsdóttur. Hún stundaði nám við Samvinnuskólann en starfaði síðan hjá Sambandi ísl. samvinnu- félaga um það leyti sem þau Aðal- steinn kynntust. Þau giftust 3. júní 1960. Þau hafa eignast fjórar dætur: Þórdís Brynja, f. 1960, gift Oddi H. Knútssyni, rafvirkja- nema, búsett i Borgarnesi, Guðríð- ur Hlíf, f. 1965, býr með ólafi Jennasyni, bifvélavirkja, einnig búsett í Borgarnesi, Áslaug Helga, f. 1968, stundar nám við Mennta- skólann á Akureyri og Halldóra f. 1972, sem hefur ekki enn þá hleypt heimdraganum. Halldóra hefur nú að undanförnu, auk húsmóður- starfanna, unnið hlutastarf við apótekið í Borgarnesi. Þetta er mjög þurr upptalning og lýsir á engan hátt yndislegri konu og ágætu hjónabandi. Ég hlýt að biðjast afsökunar á því. Fyrst kynntist ég Aðalsteini eftir að hann fluttist að Klepp- járnsreykjum og þá mest sem samstarfsmanni i fjarlægð og i því sambandi við sjúklinga hans sem gistu Sjúkrahús Akraness. Einnig urðu kynnin góð í sambandi við Læknafélag Vesturlands, en í því félagi gegndi hann tíðum stjórn- arstörfum. Ég starfaði síðan með honum i Borgarnesi á árunum 1977—1978 og aftur þegar hann starfaði á Sjúkrahúsi Akraness i námsleyfi 1979—1980. Mér voru nokkuð kunnar vin- sældir Aðalsteins í héraði áður en ég kom þangað til starfa, en að þær væru jafn miklar og i ljós kom og yrðu mér jafn erfiðar í samkeppninni og raun bar vitni, það hefði mér aldrei dottið i hug. Mig langar í þessu sambandi til að segja eina litla Iífsreynslusögu. Aðalsteinn var fjarverandi um nokkurra vikna skeið vegna veik- inda. Kom þá til min gamall bændahöfðingi úr Norðurárdal. Hann kom beint að efninu og sagði: „Þau vildu endilega að ég kæmi til þín, þau segja að þú sért góður læknir, en ég veit að þú get- ur ekkert fyrir mig gert. Hvenær kemur Aðalsteinn?“ Svo fer þeim sem þekkja ágætan mann, að þeim finnst góður maður litils virði. Heimilislæknastarfið er geysi- lega krefjandi starf. Það hvílir á manni allan daginn, alla daga og jafnvel á nóttunni líka. Ég þekki ekkert starf jafnerfitt, þreytaudi og þrúgandi, þótt oft geti það verið afar skemmtilegt. Heimiiislæknir, sem lengi hefur verið á sama stað er trúnaðarvinur og hjálparhella sjúklinga sinna og skilningsríkur sálusorgari. Hann kemst ekki hjá því að lifa sig inn i þjáningar og hann fylgir þeim áfram til sigurs eða ósigurs. Aðalsteinn átti alla bestu eigin- leika góðs heimilislæknis. Hann heimsótti gamla fólkið sitt þegar hann var á ferðinni. Hann gerði sér ferðir til að heilsa upp á þá sem voru lasburða. Og bara það, að rabba við Aðalstein og ráðfæra sig við hann var þeim miklu meira virði en pillurnar sem hann gaf. Spyrjið þau gömlu hvort ég ýki nokkuð, ég held að þau hafi öll elskað hann. Ég á margs góðs að minnast frá liðnum heimsóknum mínum á heimili Aðalsteins og Halldóru, bæði á Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi og fyrir það flyt ég al- úðarþakkir. Það missir enginn mikið nema hann hafí átt mikið, en þau sem áttu Aðalstein misstu mikið. Halldóru og dætrunum, foreldr- um Aðalsteins og vinum votta ég dýpstu samúð og bið þeim blessun- ar. Bragi Níelsson Þegar sú fregn barst um byggðir Borgarfjarðar 9. janúar sl. að Aðalsteinn Pétursson héraðslækn- ir væri látinn, var sem skugga brygði yfir byggðina. Aðalsteinn, sem var aðeins 51 árs að aldri er hann lést, fæddist í Reykjavík 7. september 1933, son- ur hjónanna Péturs Kristþórs Sig- urðssonar og Guðríðar Kristjáns- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum á Laugar- vatni 1956 og útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Islands 1964. Aðalsteinn starfaði sem héraðs- læknir á Flateyri frá 1. nóvember 1964 til 31. maí 1966 og var aðstoð- arlæknir á sjúkrahúsum I Reykja- vík 1966—1967, en þá gerðist hann héraðslæknir á Kleppjárns- reykjum árin 1967—1978 en þá fluttist hann í Borgarnes og starf- aði við heilsugæslustöðina þar til dauðadags. Aðalsteinn var með afbrigðum vinsæll bæði af samstarfsmönnum sínum og sjúklingum. Þa var ekki sársaukalaust fyrir íbúa Klepp- járnsreykjalæknishéraðs þegar hann fluttist í Borgarnes, vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á læknisþjónustu í héraðinu með tilkomu heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi. Aðalsteinn sat sem yfirlæknir stjórnarfundi heilsugæslustöðvar- innar síðustu tvð árin og verður hann okkur sem þar störfuðu með honum ætíð minnisstæður fyrir gáska hans og glettni, en þar hafði hann ætíð spaugsyrði á hraðbergi, og kunni vel að taka því þótt svar- að væri í sömu mynt. Aðalsteinn tók starf sitt alvarlega og bar hagsmuni heilsugæslustöðvarinn- ar mjög fyrir brjósti enda sat hann á sínum tíma í byggingar- nefnd hennar. Aðalsteinn giftist 3. júní 1960 Halldóru Karlsdóttur, hinni ágæt- ustu konu, sem lifir mann sinn. Eignuðust þau fjórar mannvænl- egar dætur. Mikil er sorg Halldóru og dætr- anna við hið óvænta fráfall eig- inmanns og föður og sendum við þeim og öðrum skyldmennum okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum mikið og farsælt starf Aöalsteins i þágu Heilsugæslu- stöðvarinnar í Borgarnesi. Gísli Kjartansson í árslok 1975 sameinuðust Borg- arness- og Kleppjárnsreykja- læknishérað um heilsugæslustöð i Borgarnesi. Að heilsugæslustöð- inni standa 15 sveitarfélög. Aðalsteinn Pétursson, heilsu- gæslulæknir, þjónaði íbúum þess- ara sveitarfélaga í 18 ár. Lengst af bjó hann með fjölskyldu sinni á Kleppjárnsreykjum í Reykholts- dal, en síðustu árin í Borgarnesi. Aðalsteinn fæddist 7. september 1933 i Reykjavik. Foreldrar hans voru Guðríður Kristjánsdóttir og Pétur Kristþór Sigurðsson. Aðalsteinn var ástsæll læknir og naut virðingar í starfi. Hann var gætinn maður og ljúfmenni. Sjúklingafjöldi hans var stór og skjólstæðingum sínum var hann ekki aðeins læknir, heldur og sálu- sorgari og félagi. Það var gott að vinna með Aðal- steini Péturssyni, hann var snyrti- menni mikið og orð hans stóðu eins og stafur á bók. Sl. 2 ár var hann yfirlæknir Heilsugæslu- stöðvarinnar í Borgarnesi. Þótt Aðalsteinn flytti búferlum í Borgarnes, hélt hann áfram að þjóna Reykholtsdalnum, ásamt öðrum læknum Heilsugæslustöðv- arinnar, en auðfundið var, að Reykholtsdalur og sveitirnar áttu sterk ítök í huga hans, þar var hans fólk. Aðalsteinn var kvæntur Hall- dóru Karlsdóttur og áttu þau 4 dætur, elst er Þórdís Brynja 24 ára, þá Guðríður Hlíf 19 ára, Ás- laug Helga 16 ára og Halldóra 12 ára. Tvær elztu dæturnar hafa stofnað heimili og barnabörnin eru 3, elztur er lítill Aðalsteinn. Það er oft erill og ónæðissamt á læknisheimili í dreifbýli og vinnu- dagar langir, en Halldóra er hug- rökk dugnaðarkona og Aðalsteinn vissi að hann átti góðan lífsföru- naut. Við, starfsfólk Heilsugæslu- stöðvar í Borgarnesi, kveðjum nú góðan nágranna, samstarfsmann og vin með virðingu og þökk. Halldóru og fjölskyldu hennar biðjum við blessunar. Guðrún Þau sorgartíðindi bárust mér þann 9. þ.m., að frændi minn, Að- alsteinn Pétursson læknir, hefði látist þann dag. Með honum er fallinn i valinn langt fyrir aldur fram mikill úr- valsmaður. Aðalsteinn fæddist í Reykjavík 7. sept. 1933. Foreldrar hans eru hjónin Pétur Kr. Sigurðsson, nú starfsmaður hjá Alþingi og kona hans, Guðríður Kristjánsdóttir, er einnig starfar hjá Alþingi. Aðal- steinn varð stúdent frá Mennta- skólanum að Laugarvatni 1956 og brautskráðist sem cand. med. frá Háskóla íslands 1964. Hann var héraðslæknir á Flateyri frá 1. nóv. 1964 til 31. maí 1966 og gegndi þá jafnframt héraðslæknisstörfum á Suðureyri og Þingeyri. Aðstoðar- læknir var hann á sjúkrahúsum i Reykjavík 1966—67. Héraðslæknir var hann að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði frá 1. maí 1967, þar til Heilsugæslustöð- in í Borgarnesi tók til starfa 1975 og hefur starfað þar síðan. Hann var búsettur í Borgarnesi frá 7. sept. 1978. Aðalsteinn tók virkan þátt í fé- lagsstörfum heilbrigðisstéttarinn- ar á Vesturlandi og naut þar mik- ils trausts. Ritari var hann í Læknafélagi Vesturlands 1968—69, formaður þess félags 1974 og gjaldkeri 1977. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Borg- arfjarðar frá stofnun 1970—1980, þar af formaður tvö fyrstu árin. Einnig var hann i byggingarnefnd heilsugæslustöðvarinnar i Borg- arnesi. Aðalsteinn gekk í Rotary- klúbb Borgarness 1979, ritari klúbbsins var hann á síðasta starfsári 1983—1984 og hafði ný- lega verið kjörinn varaforseti fyrir næsta starfsár er hann féll frá. Aðalsteinn starfaði hjá okkur Margréti alls 10 sumur á uppvaxt- arárum sínum er við bjuggum á Staðarfelli. Síðan hefur hann ver- ið okkur báðum mjög kær. Hann var með afbrigðum duglegur, skyldurækinn og samviskusamur. Aldrei dró hann úr því að farið væri til starfa t.d. vegna veðurs hvort sem var á sjó eða landi á Staðarfelli. Tók hann t.d. þátt í selveiði, eggjatöku, skarfaveiðum og kofnatekju, auk hefðbundinna bústarfa. Alltaf gekk hann til verks af áhuga og krafti. Hann var sterkur að upplagi og taldi því ekki eftir sér að axla og bera sátur yfír þvera eyjuna, e.t.v. tvívegis þegar heyjað var í Lambey. Þar gat vindur verið fljótur að skipta um átt og ekki var hlaðið hey á flutningabát áveðra. Hann var sérstaklega góður vinnufélagi í hópi þeirra unglinga, sem hann starfaði með. Enda var hann mik- ils metinn af þeim. Hann var hrókur alls fagnaðar, glettinn og gamansamur ef því var að skipta. Aðalsteinn var orðinn 23 ára þegar hann hóf nám i Háskóla ís- lands. Hann hafði þurft að sækja nám að Laugarvatni, bæði til landsprófs og stúdentsprófs. Fjár- hagsgeta sagði þá til sín hvaö tim- ann varðaði. í Háskóla hóf hann nám i viðskiptafræði, fyrst og fremst vegna þess hve viðskipta- fræðin var miklu styttri en lækn- isfræðin, sem hugur hans stefndi þó til. Hins vegar var löngun hans til að fara í læknisfræðinámið það mikil að hann skipti um náms- grein á miðjum vetri og fór i lækn- isfræðinámið og lauk þvi. Ekki sótti hann i sérfræðinám eftir að hann hafði lokið háskólanámi hér. Heimilislækningum hafði hann sérstakan áhuga fyrir, enda mun það hafa sýnt sig, að hann þekkti skapgerð sína vel. Aðalsteinn hafði einstaklega hlýtt og gott skap. Því kynntust sjúklingar hans. Hann gaf sér góðan tima til ræða við þá, þó mikið væri að gera. Enda hafði hann þá skoðun á starfi sínu sem læknir, að samtöl við sjúklinga ættu a.m.k. að hluta til þátt í að lækning tækist. Ekki orkar það tvimælis að Aðalsteinn naut vinsælda og álits hjá sjúkl- ingum sínum. Svo var einnig al- mennt hjá héraðsbúum Borgar- fjarðar og Borgarnesslæknishér- aðs. Ég hefi t.d. oft heyrt til þess vitnað hvað hann sýndi öldruðu fólki mikla umhyggju og hlýju. Á meðan Aðalsteinn var í há- skóla bar fundum okkar ekki oft saman, en eftir að hann hóf lækn- isstörf að Kleppjárnsreykjum urðu samskipti okkar aftur náin. Hann mat afskaplega mikils hvað vel var tekið á móti þeim hjónum þar og hve vel var búið að þvi hús- næði á Kleppjárnsreykjum sem þau bjuggu í. I Reykholtsdal eign- uðust þau hjónin mjög marga góða vini og var Aðalsteini afar hlýtt til íbúa Reykholtsdals yfir- leitt, þó engir séu þar nafngreind- ir. Lýsir sú hlýja sér best í þeirri ósk Aðalsteins og síðan ákvörðun Halldóru, ekkju hans, að verða lagður til hinstu hvílu í Reykholti. Eftir að samskipti okkar Aðal- steins jukust aftur þekktum við hjónin í þessum fullorðna manni sömu persónuna er við höfðum áð- ur kynnst í unglingnum er ég hefi lýst hér að framan. Aðalsteinn giftist þann 3. júni 1960 Halldóru Karlsdóttur, dóttur Karls Hjálmarssonar kaupfélags- stjóra síðast á Hvammstanga og konu hans, Halldóru Ásgrímsdótt- ur. Halldóra er mikil myndarkona og bjó hún manni sinum mjög fal- legt og hlýlegt heimili en bæði voru þau hjón framúrskarandi gestrisin. Starf héraðslæknis var oftast nær mjög mikið og erilsamt og hvíldi þvi heimilið mikið til á herðum Halldóru. Þau Áðalsteinn og Halldóra eignuðust fjórar dæt- ur sem allar eru búsettar i Borg- arnesi, en þær eru: Þórdís Brynja, gift Oddi Hauksteini Knútssyni rafvirkja og eiga þau tvo syni; Guðríður Hlíf, maður hennar er ólafur Jennason bifvélavirki og eiga þau eina dóttur; Áslaug nem- andi i Menntaskólanum á Ákur- eyri og Halldóra nemandi i Grunnskóla Borgarness. Er við hjónin hugsum nú til þessa vinar okkar er á besta aldri er kallaður yfir landamæri lifs og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.