Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 Markmiðið er að fólk geti tjáð sig Rætt við framkvæmdastjórn mælskukeppninnar sem nú fer fram í framhaldsskólunum í vetur hafa hildar verið háðar í Mæltiku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna í íslandi. Keppnin er útsláttarkeppni og nú í byrjun árs eru enn ósigruð átta lið af þeim nítján sem í upphafi settu stefnuna á sigurlaunin. Til að fræðast um framkvæmd keppninnar og fram- tíð var rætt við framkvæmdastjórn MORFÍS, en hana skipa þeir Þór B. Jónsson frá Fjölbrautum Garða- bæ, Krístinn Jóhannesson úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, Jónas Fr. Jónsson úr Verzlunar- skóla íslands, Hlynur Grímsson úr Menntaskólanum í Reykjavík, Bjarki Már Karlsson sem situr í nefndinni sem sérstakur ráðgjafi og Albert Imsland úr Fjölbrauta- skólanum Breiðholti. Sá síöast- nefndi var fjarverandi þá rökkv- uðu dagsstund sem spjallið átti sér stað, en Hermann Valsson, tengi- liður JC-hreyfingarinnar og fram- kvæmdastjórnar MORFÍS, var hinsvegar viðstaddur. Beinast lá við að byrja á því að grafast fyrir um tildrög keppn- innar. Þór: „Upphafið er mælsku- keppni sú sem fram fór milli framhaldsskólanna á Stór- Reykjavíkursvæðinu í fyrra, en út frá henni spannst sú hug- mynd að halda landsmót meö þátttöku allra framhaldsskóla sem brautskrá stúdenta. Það gerðist svo eftir nauðsynlega undirbúningsvinnu að haldin var ráðstefna til að kynna skipulags- hugmyndir varðandi þessa nýju keppni og hana sátu tveir full- trúar frá öllum skólunum nema einum sem ekki er með. Á ráð- stefnunni sem haldin var dagana 5.-7. október í Garðabæ var þingað frá hádegi til kvölds og fram kom geysilegur áhugi á að láta þetta verða að veruleika." Talið barst næst að þeim vandamálum sem hafa verið samfara þessari miklu fram- kvæmd. Þón „Dómaramálin hafa reynst okkur erfiðust. Á þessari ráðstefnu var haldið dómara- námskeið á vegum JC. Voru það þessir tveir fulltrúar frá hverj- um skóla sem sátu námskeiðið og gerðust þar með fullgildir dómarar í keppninni. Það hefur síðan komið í Ijós að sumir eru ekki alveg hæfir til verksins; dómaraniðurstöður hafa valdið deilum og illindum." Jónas: „Ég tel þetta eiga rót sína að rekja til reynsluleysis, þetta eru byrjunarörðugleikar. Öll byrjun er erfið." Hermann gat í framhaldi af þessu bent á svipaða reynslu þeirra í JC-hreyfingunni og taldi þetta einungis vera spurningu um tíma. Hlutirnir kæmu til með að ganga betur í framtið- inni þegar viss reglufesta yrði komin á. En eftir hverju er dæmt, hvað er góður ræðumaður samkvæmt keppnisreglum? Hlynur: „Ég tel að góður ræðu- maður sé sá sem getur á skömm- um tíma sett mál sitt fram vel og skilmerkilega á þann hátt að sem flestir taki eftir því og haldi fullri athygli þeirra sem hlusta á hann. Við hugsuðum mikið um dómgæsluna á sínum tíma og ákváðum að semja nýtt dómara- blað út frá dómarablaði JC-hreyfingarinnar. Það voru ákveðnir liðir sem við gátum ekki fellt okkur við og sérstak- lega fannst okkur hallað á ýmis- legt sem varðaði málflutning og rökfestu. Þetta nýja blað sem Þór á mestallan heiðurinn af leggur þannig þunga áherslu á þessa hluti á kostnað tæknilegra atriða." Þór „Einkunnagjöfin er þann- ig hugsuð að það sem snýr að ræðunni sjálfri, rökfærsla og svör, gildir 40%, það sem snýr að ræðumanninum, þ.e. framkoma og sannfæring, gilda önnur 40% og þau 20% sem eftir eru teljast atriði sem eiga að vera í lagi en geta dregið mann niður s.s. upp- bygging ræðu og málfar. Þetta er að sjálfsögðu byggt upp á reynslu annarra, það er að segja JC sem stendur hvað fremst á þessu sviði.“ Nú hafa þær sögur gengið að samstarf JC við MORFÍS hafi ekki verið sem skyldi. Forvitni- legt þótti því að heyra í hverju þetta samstarf er fólgið og hvað borið hafi í milli. Ilermann: „Okkar þáttur felst f að útvega oddadómara í hverri keppni en þeir eru annars þrír sem dæma saman. Helsta starf oddadómara fram yfir hina er að gefa frádráttarstig og tilkynna úrslit, annars er hann jafnrétt- hár þeim. Árlega sjáum við um að halda leiðbeininganámskeið þar sem tekin eru fyrir dómara- mál og fólki kennt að dæma. Loks sjáum við um að aðstoða þá skóla, sem til okkar leita, með almennum ræðunámskeiðum og þjálfun keppnisliða fyrir keppni." Jónas: „Varðandi samstarfið þá er þvi ekki að leyna að fram hafa komið ýmsir hnökrar en við erum nú að vinna að samkomu- lagi.“ llermann: „Frá okkar hendi í JC-hreyfingunni er fullur og ein- lægur vilji til þess að halda áfram. Að sjálfsögðu komu upp mál sem ollu deilum, það voru spurningar um dómara, hvort menn væru hæfir eða vanhæfir og eins varðandi keppnina sem fram fór í fyrra. Sumum fannst ekki rétt að henni staðið. Þar sem ég var ekki með í þeirri framkvæmd, þekki ég það mál ekki nógu vel til að geta rætt það en en það er vilji fyrir því að halda þessari keppni áfram og læra af mistökunum. Ef menn hafa lent í einhverjum orrahríð- um um þetta þá er vilji til þess að gleyma því, enda gera menn sér grein fyrir mikilvægi þessar- ar keppni fyrir báða aðila.“ Margir hafa staðið á því fastar en fótunum að ræðukeppni sé einungis vel æft leikrit og hún sé hæpinn undirbúningur undir Iífsbaráttuna; menn þjálfist í að halda fram skoðunum sem brjóta oft í bága við sannfær- ingu þeirra, jafnvel heilbrigða skynsemi. Þessi gagnrýni var borin undir þá félaga. Jónas: „Þetta voru náttúrulega meiri leikrit hér áður fyrr þegar málefnin skiptu minna máli en meira lagt upp úr tæknilegum atriðum eins og byrjun og enda ræöu. Hvað varðar það að tala á móti sinni sannfæringu þá held ég að það geti verið fróðlegt að kynnast nýrri hlið, maður verður opnari gagnvart málefnum. Ég get nefnt sem dæmi þegar ég mælti með því í einni keppninni að ritskoðun yrði leyfð og sá prentfrelsi í alveg nýju ljósi.“ Hermann: „Það getur verið mjög erfitt að tala á móti sann- færingu sinni en það er engu að síður gott að geta breytt til auk þess sem fólk öðlast mikinn þroska með því að taka þátt í svona keppni. Það að geta staðið upp fyrir framan fjölda manns og sagt skoðun sína, býr fólk tvímælalaust vel undir lífið.“ Kristinn: „Tilgangurinn með svona keppni hlýtur líka að vera að efla félagslíf í skólum og auka tengsl þeirra á milli. Það hefur líka sýnt sig í skólum þar sem félagslíf var dauft fyrir að keppni af þessu tagi hefur haft mjög góð áhrif.“ Þór: „í þeim skóla sem ég var í má jafnvel þakka málfundafé- laginu og þeim sem að því Framkvæmdastjórnin, talið frá vinstrí: Þór, Hlynur, Jónas, Krist- inn, Bjarki og Hermann tengiliður J.C. standa hve félagslífið er þar í rauninni gott. Fleiri dæmi mætti nefna.“ Jónas: „Ég tek undir orð Her- manns, að aðalmarkmiðið er að fólk geti tjáð sig. Þó að það tali gegn sannfæringu sinni í svona leik, þá er það frekar reiðubúið að standa upp I framtíðinni og segja sína skoðun." Áthyglin beindist nú að átta liða úrslitum keppninnar sem fara eiga fram um 24. janúar nk. Saman hafa dregist lið Mennta- skólans í Reykjavík (MR) og Fjölbrautaskólans, Flensborg- arskólans Hafnarfirði og Fjöl- brautaskólans Vestmannaeyj- um, Kvennaskólans I Reykjavík og Menntaskólans I Kópavogi og loks lið framhaldsdeildar Sam- vinnuskólans og Fjölbrauta- skólans á Selfossi. Þau fjögur lið sem eftir verða að loknum þess- um viðureignum munu síðan keppa til undanúrslita en loka- orustan er fyrirhuguð í Háskóla- bfói þann 6. mars. Þangað til er mikið starf fyrir höndum hjá framkvæmdastjórn. Bjarki hefur I smíðum tölvufor- rit sem reikna mun stig ræðu- manna eftir keppni á fljótari og fjölbreyttari máta en áður hefur þekkst en verslunin Steríó hefur gefið til tölvu sérstaklega í þess- um tilgangi. Þrátt fyrir veru- legan afslátt Flugleiða á flugfar- gjöldum fyrir keppendur er sýnt að þátttökugjöld nægja ekki til að greiða þann kostnað sem samfara er keppninni. Því er í undirbúningi útgáfa auglýs- ingablaðs þar sem fólki mun gef- ast kostur á að fræðast um úrslit og fleira sem viðkemur MORFÍS auk þess sem aðrar fjáröflunar- leiðir eru í athugun. Þeir félagar eru fullir bjartsýni á framhald- ið, búast við fjölda áhorfenda á úrslitakeppnina enda hefur áhugi á keppninni verið slíkur að húsfyllir hefur verið á hverja einustu viðureign. Styðja nem- endur hvers skóla jafnan félaga sína í ræöustólnum dyggilega og etja kappi við andstæðingana í salnum með hrópum og lófataki. Það er því ekki að efa að heitt verði í kolunum við Hagatorgið þetta vorkvöld þegar skorið verður úr um það hvaða skóli hreppir verðlaunabikar þann sem JC hefur gefið til keppninn- ar. Það var komið að lokum spjallsins og ekkert eftir nema að biðja menn um að spá um úr- slit. Éftir bollaleggingar komu þeir sér saman um að það væri alltaf besta liðið sem ynni. Þetta hefðu líkast til orðið lokaorðin ef Bjarki, sem var fáorður þetta síðdegi, hefði ekki látið út úr sér þá heimspekilegu staðhæfingu að þrátt fyrir allt mætti segja að allir væru sigurvegarar. —JKH. Bridge Amór Ragnarsson Bridgefélag Hveragerðis Hafin er firmakeppni hjá fé- laginu með þátttöku 28 fyrir- tækja og er spilaöur barometer- tvímenningur. Spilað verður í 3 kvöld og taka 16 pör þátt í keppninni. Stáðan: Söluskáli Shell 43 Byggingavöruverzlun Hveragerðis 38 Brunabótafélag ísl. 28 Garðyrkjust. Grímsstaðir 16 Blómaborg 15 Esso 14 Rafmagnsverkst. Sölva 13 Blikksmiðja Axels 12 Meðalskor 0 Keppnisstjóri og reiknimeist- ari er Stefán Garðarsson. Næsta spilakvöld verður í Félagsheimili Ólfusinga á fimmtudaginn kl. 19.30. Reykjavíkurmót í sveitakeppni Nú er lokið 10 umferðum af 17 í Reykjavíkurmótinu í sveita- keppni, undanrásum. 6 efstu sveitirnar komast í úrslita- keppnina um Reykjavíkurmeist- aratitilinn, en 11 efstu sveitirnar komast á íslandsmót. Staðan eftir 10 umferðir er þessi: Sveit Jóns Baldurssonar 189 Sveit Þórarins Sigþórssonar 175 Sveit Sigurðar B. Þorsteinss. 167 Sveit Jóns Hjaltasonar 162 Sveit Júlíusar Snorrasonar 161 Sveit Úrvals 159 Sveit Ólafs Lárussonar 159 Sveit Stefáns Pálssonar 159 Sveit Guðbrands Sigurbergss. 152 Sveit Ragnars Hermannss. 143 Sveit Gunnlaugs Óskarss. 139 Sveit Estherar Jakobsdóttur 138 Næstu 3 umferðir verða spil- aðar í dag í Domus Medica og hefst spilamennskan kl. 19.30. Þá eigast við m.a. sveitir Jóns Bald. — Guðbrands, Úrvals — ólafs, Þórarins — Sigurðar B., Júlíusar — Þórarins. Undankeppninni lýkur svo á fimmtudaginn kemur með fjór- um síðustu umferðunum og hefst þá spilamennskan kl. 19. 1 síð- ustu umferðunum eigast m.a. við sveitir Jóns Hj. — Guðbrands, Ólafs — Þórarins, Sigurðar B. — Jóns B. og Úrvals — Jóns Hj. „Þakið sett til að jafna misræmið“ — segir Pétur Björnsson um breytingar á kjarnfóðurgjaldi „INNLENDU kjarnfóðurblöndurnar eru 15—20% dýrari en þaö fóöur sem blandaö er hérna, eingöngu vegna kjarnfóðurgjaldsins. Meö því að setja þak á gjaldið er því verið að jafna þetta misræmi f verðinu,“ sagði Pétur Björnsson, fram- kvæmdastjóri fóðurinnfiutningsfyr- irtækisins Guðbjörns Guðjónssonar hf., í samtali við Mbl. í framhaldi af ummælum fóðurframleiðanda í Mbl. í gær, þess efnis að þak á kjarnfóð- urskatt kæmi illa út fyrir innlendan fóðuriðnað. „Með hámarksgjaldi verður meira jafnvægi í verðinu, en með núverandi fyrirkomulagi er bein- línis verið að beina viðskiptum manna til ákveðinna fyrirtækja en hegna mönnum fyrir að kaupa innfluttar blöndur," sagði Pétur einnig. Hann sagði jafnframt aö bændur þyrftu að greiða hátt á annað þúsund kr. meira í kjarn- fóðurgjald á hvert tonn með því að kaupa innfluttu blöndurnar, eins og fyrirkomulagið væri í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.