Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 33 V aktir — eftirÓttar Guðmundsson í haust varð sá atburður, að tvær fullhlaðnar þotur höfðu nær rekist hvor á aðra við Keflavíkur- flugvöll. Þoturnar höfðu farið í loftið hvor á eftir annarri og mögulega höfðu einhver mistök orðið við flugumferðarstjórnina. Rannsóknarnefnd var sett í málið og skilaði langri greinargerð nokkrum vikum eða mánuðum síð- ar og sagði þar, að „uppsöfnuð þreyta" viðkomandi starfsmanns, hefði valdið því, að honum hefði nær orðið á í messunni. Hann hafði verið á vakt nokkra daga í röð og ekki fengið þá hvíld sem talið var að honum bæri, ef flug- umferðarstjórnin ætti að vera eins og best verður á kosið. Al- vöruþrungnir blaðamenn spurðu enn alvöruþrungnari flugumferð- arstjóra, hvort ekki ætti að gera eitthvað í vaktamálum stéttarinn- ar, svo atburðir sem þessi endur- tækju sig ekki. Það mál mun vera í athugun. Þegar allir fjölmiðlar voru mál- þola út af vaktamálum flugum- ferðarstjóra, datt mér í hug að fleiri starfsstéttir bæru ábyrgð á lífi og limum fólks og þyrftu að standa vaktir. Á ég þar við lækna- stéttina, en læknar þurfa að sjá ibúum þessa lands fyrir heilbrigð- isþjónustu á öllum tímum sólarhr- ings, ásamt öðrum heilbrigðisst- éttum. Læknastéttin skiptist í tvo aðalhópa, þá sem stunda vinnu sí- na á sjúkrahúsum og þá sem sinna heimilis- og heilsugæslu- lækningum. Ég ætla að gera vakt- amál þeirra síðarnefndu að um- talsefni í þessari grein, enda eru allir sammála um, að vaktakjör þeirra séu mun verri en sjúkra- hússlækna. Samkvæmt erindis- bréfi sínu er heilsugæslulæknum skylt að sinna vaktþjónustu og fara í vitjanir til fólks þegar þess er beiðst. Á stærri stöðum hafa læknar þann möguleika að skipta með sér þessari vaktþjónustu, en á minni stöðum, þar sem einungis er einn læknir, er hann á vakt allan sólarhringinn mánuðum saman. En hvernig er slíkri vaktavinnu þá háttað? I einmenningshéruðum, þ.e. H-I-stöðvum er læknirinn ávallt á vakt og alltaf reiðubúinn að fara í vitjanir til sjúklinga sinna, eða sinna kvörtunum þeirra símleiðis. Þetta gildir jafnt nætur sem daga, helgar sem virka daga. Læknirinn á svo alltaf fullan vinnudag að morgni nema um helgar og verður að mæta á stof- unni og sinna þeim verkum sem þar bíða og skipulögð hafa verið, Blaðamannaverk- fall í Grænlandi: Deilan snýst um orlofsmál Kaupmannahöfn, 21. janúar. Frá Nils Jörgen Bruun fréttaritara Mbl. VERKFALL kom til framkvsmda á Grsnlandsútvarpinu og stsrsta blaði landsins, Grsnlandspóstinum, í dag. Aðeins er staðin neyðarvakt í útvarpinu og sendar út veðurfréttir, skipafréttir og báta, ásamt tilkynn- ingum frá lögreglu og yfirvöldum. Það eru samtök blaðamanna, sem efnt hafa til verkfallsins. Krafizt er sömu kjara fyrir græn- lenzka blaðamenn og aðflutta danska blaðamenn. Jafnrétti ríkir í launum, en dönsku blaðamenn- irnir hafa rétt á ókeypis fríi til Danmerkur með fjölskylduna á ári hverju. Hingað til hefur kröfu um jafnrétti í þessum efnum al- farið verið hafnað. Eiga græn- lenzkir blaðamenn möguleika á styrk úr orlofssjóði öðru hverju, en er þar reginmunur á kjörum þeirra og aðsendra danskra blaða- og fréttamanna. og vökur lækna án tillits til þess, hvort hann hefur fengið fullan nætursvefn eða ekki. Þannig getur komið upp sú staða, að læknir sé vakinn á hverri nóttu nokkra sólarhringa í röð og fái einungis þriggja til fjögurra tíma samfelldan svefn á nóttu og svo ávallt fullur vinnudagur að morgni. Vinnubrögð sem þessi eru að sjálfsögðu í engu samræmi við landsiög, enda hafa Islendingar eins og aðrar menningarþjóðir, sett sér lög um lágmarkshvíld starfsstétta þar sem segir að laun- þegum beri ákveðin lágmarkshvíld og megi ekki vinna að morgni, ef þessari hvíld hefur ekki verið náð. Heilsugæslulæknar hafa um ára- bil látið brjóta á sér þessi lög og álitið að nauðsyn á samfelldri vaktþjónustu réttlæti slík lagabr- ot. Mér er ekki kunnugt um að nein alvarleg óhöpp hafi sannanl- ega hent heilsugæslulækna vegna þessa, en „uppsöfnuð þreyta" heilsugæslulækna hlýtur að geta orðið mikil eftir samfelldar vaktir um mánaðarskeið þar sem menn geta einungis hvílst nokkrar klukkustundir á nóttu. I stærri héruðum eru fleiri læknar um hit- una og skipta þá með sér vöktun- um tveir eða fleiri. Sömu megin- reglur eru þó í gildi, þ.e. að engin ákvæði um lágmarkshvíld eru til, menn standa sína vakt og eru oft á fótum hálfu og heilu næt- urnar, sérlega í stóru og anna- sömu héruðunum, en eiga svo und- antekningalaust heilan vinnudag að morgni, nema um helgar. En hvernig er svo greitt fyrir þessar vaktir? Samkvæmt sérkjarasamningi lækna innan aðalkjarasamnings BHM fá heilsugæslulæknar greitt fyrir 300 gæsluvaktastundir, eða Dr. Óttar Guðmundsson „Þegar allir fjölmiðlar voru málþola út af vaktamálum flugum- ferðarstjóra, datt mér í hug að fleiri starfsstéttir bæru ábyrgð á lífi og limum fólks og þyrftu að standa vaktir.“ samtals 19.753,00 kr. á mánuði. í raun eru þó gæsluvaktastundirnar mun fleiri, eða 560, þ.e. allur tími eftir kl. 17,00 virka daga til morg- uns og allar helgar. Þetta þýðir í raun, að gæsluvaktakaupið er 35,27 fyrir hverja klukkustund. Til samanburðar má nefna, að gæslu- vaktakaup sérfræðinga á sjúkra- húsum er um 100,00 kr. eða þrisv- ar sinnum hærra. Reyndar er mér til efs, að nokkur starfsstétt innan launþegasamtakanna léti bjóða sér bakvaktagreiðslur sem þessar fyrir samfelldar annasamar bak- vaktir. Fyrir útköll er svo greitt samkvæmt gjaldskrá lækna. Þannig fær læknir um 260,00 kr. fyrir næturvitjun, en 205,00 kr. fyrir kvöldvitjun. Ekki er greitt sérstaklega fyrir allt ónæði í síma að nætur- og kvöldlagi. Læknir hefur þannig um 35,00 kr. á klukkustund fyrir að vera ávallt til reiðu um nætur og kvöld, hann fær ekkert greitt þótt nætursvefni hans sé spillt með stöðugum hringingum þar sem leitað er ráða vegna einhvers smáræðis. Ef læknir þarf að fara upp úr rúminu og í vitjun að næturlagi, fær hann 260,00 kr. fyrir vikið og er innifal- inn í þeirri upphæð bílakostnaður læknis, ef farið er í vitjun 3 km eða minna frá heimili hans eða heilsugæslustöð. Til samanburðar má geta þess, að ef sjúkrahúss- læknir er kallaður í útkall, fær hann greiddar 2 klst. í yfirvinnu og auk þess sérstaka umbun, ef hann nær ekki samfelldum 6 klst. svefni um nóttina. Þá fær hann að fara heim kl. 10 næsta morgun, enda ætlast til að hann hvílist eft- ir svo erfiða nótt. Ef hann getur svo ekki farið heim vegna anna, fær hann yfirvinnukaup allan þann dag. Um flestar aðrar starfsstéttir gilda sömu lögmál, þ.e. að útköll eru greidd með að minnsta kosti tveimur yfirvinnu- stundum, auk þess sem menn njóta almennra landslaga um lág- markshvíld. Ég hef í þessum skrifum reynt að gera grein fyrir vaktakjörum heilsugæslu- og heimilislækna. Ég álít að mikilla úrbóta sé þörf á þessu sviði, þar sem núverandi ástand er beinlínis hættulegt heilsu og starfsævi læknanna og auk þess getur þetta mikla vinnu- álag og vökur verið hættulegt fyrir sjúklinga, þar sem „upp- söfnuð þreyta" læknanna, getur þegar til lengdar lætur haft slæv- andi áhrif á dómgreind þeirra og athyglisgáfu. Heilsugæslu- og heimilislæknar eiga um þessar mundir í harðri kjarabaráttu við ríkisvaldið og m.a. er þess krafist að vaktamálin verði færð í mann- sæmandi horf. Samkvæmt kröfu- gerð vilja heilsugæslulæknar að kjör þeirra verði sambærileg við kjör annarra lækna og greitt verði fyrir gæsluvaktir eins og gert er í sjúkrahúsum og fyrir útköll verði greitt eins og hjá öðrum starfs- stéttum í þjóðfélaginu. Þau kjör, sem hér hefur verið lýst, eru svo léleg, að erfitt hefur reynst að manna mörg læknishéruð og ung- um læknum hrýs hugur við að gera heilsugæslulækningar að ævistarfi. Til að knýja á um úr- bætur, hafa heilsugæslulæknar hafið hópuppsagnir, en enn hafa engar fréttir borist af viðbrögðum yfirvalda. Sennilegast er þó, að svarið verði á sama hátt og ávallt þegar læknar eiga í hlut, að um sé að ræða ósanngjarnar kröfur há- tekjumanna, sem ekkert tillit taki til stöðu þjóðarbúsins. Þær upp- lýsingar sem hér koma fram sýna þó Ijóslega að kjör heilsugæslu- lækna eru ekkert til að státa af og mun verri en kjör annarra lækna fyrir sambærilega vinnu. Dr. ÓtUr Guðmundssoa er yfir- læknir í heilsugæslustöðinni í Keflarík. Sunnudagskvöld — Ferðahátíð í Þórscafé Staður hinna vandlátu Hver býður betur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.