Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 25

Morgunblaðið - 24.01.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1985 25 Sovézk handbók handa njósnunun Bonn, 23. janúar. AP. RÚSSAR hafa gefið út leynihandbók á stærð við símaskrá stórborgar með skrá yfir háþróaðan tæknibúnað, sem þeir vilja að njósnarar þeirra á Vesturlöndum komi með til Sovét- ríkjanna samkvæmt heimildum í vestur-þýzka innanríkisráðuneytinu í dag. Útgáfa bókarinnar er liður í þeirri viðleitni Rússa að ná vest- rænum ríkjum á tæknisviðinu með hjálp njósnara samkvæmt skýrslu sem ráðuneytið hefur tek- ið saman. Skráin er kölluð „Rauða bókin" og er óska- eða pöntunar- listi starfsmanna sovézku leyni- Amnesty Intemational: Pyntingar og morð í Perú þjónustunnar, segir í skýrslunni. Bókin var gefin út í takmörkuðu upplagi og var send nokkrum sov- ézkum sendiráðum og verzlun- arskrifstofum. Vestur-þýzka leyniþjónustan komst yfir eintak af henni. Sumt af því sem nefnt er í bók- inni bendir til þess að Rússar vilji að auðveldara verði að koma sov- ézkum herflutningabílum og skriðdrekum í gang í frosti, segir í skýrslunni. Þar segir einnig að svokölluð ríkisrannsóknar- og tækninefnd hafi tekið bókina saman. Nefndin hefur stofnað nýja deild undir stjórn KGB-hershöfðingja í því skyni að auka og flýta fyrir öflun tæknibúnaðar frá Vesturlöndum. MEIRA en 1000 menn, konur og börn í Perú hafa „horfið“ síðan afskekkt hérað í landinu var sett undir beina stjórn hersins. Kemur þetta fram í frétt frá Amnesty Int- ernational. Vitað er, að mörg hundruð manna, sem hermenn hafa handtekið, hafa verið drepin, oft eftir pyntingar, en AI tekur fram, að langt í frá, að nákvæm- ar upplýsingar séu til um grimmdarverk stjórnarher- manna í fjalllendinu í suður- hluta landsins. Ofbeldisverkin hófust eftir að herinn hóf sókn gegn skæruliðahreyfingu maó- ista, sem kallast „skínandi stíg- ur“, en skæruliðarnir hafa sjálf- ir gerst sekir um hin mestu Veður víða um heim Lægst Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrOssel Chicago Dublin Feneyjar Franklurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Kaupm.höfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles 12 Luxemborg Malaga Mallorka Miami Montreal Moskva New York Osló París Pekíng Reykjavík Rio de Janeiro 21 Rómaborg 9 Stokkhólmur +3 Sidney 21 Tókýó 1 Vínarborg +5 Þórshöfn 0 7 0 +3 +11 +3 1 0 -16 17 8 +3 10 2 1 +12 +18 +12 +6 0 4 5 +6 2 5 7 15 -10 lóttskýjað 5 skýjaö 16 heióskfrt 15 skýjaö skýjaö rigning skýjaö heióskírt þoka rigning 4 rigning -12 snjók. 23 heiðskírt 13 skýjaö skýjaö ól 16 rigning 5 skýjaö 18 skýjaö I skýjaö 14 rigning 16 skýjaó 14 akýjað +8 skýjaó +15 snjókoma +6 heióskfrt +5 snjókoma 9 skýjaö vantar +5 skýjaö 33 skýjaö 18 heiðskfrt +2 snjókoma 27 skýjaó II skýjaó +4 skýjaó 0 snjóól óhæfuverk, pyntað og myrt sak- laust fólk. Ríkissaksóknarinn í Perú og aðrir dómarar hafa reynt að koma fólkinu til hjálpar og flett ofan af mörgum ódæðisverkum en þó ekki tekist að stöðva þau. Vaxandi at- vinnuleysi í Evrópu- bandalaginu Bniasel. 23. jan. AP. ATVINNULEYSI í Evrópubandalag- inu (EB) jókst enn í desember er það nam 11,3% vinnufærra manna. Er þetta því meira atvinnuleysi þar en nokkru sinni fyrr. Fjöldi atvinnu- lausra var nú 13,1 millj. manns, en þeir voru flestir áður 13,0 millj. Var það í janúar og febrúar í fyrra. f aðildarlöndum Evrópubanda- lagsins, sem eru 10, er atvinnu- leysið mest í írlandi. Þar voru það 16,7% í stað 15% árið áður. Atvinnuleysi jókst í öllum löndum Evrópubandalagsins nema Dan- mörku, en þar minnkaði það úr 10,4% í desember 1983 í 10,2% í desember 1984. Flugvélar saknaö á Karíbahafi TeyuciKalpa, Honduras, 23. jan. AP. í DAG var haldið áfram leit að flugvél frá bandaríska flughern- um, sem hrapaði í gærkvöldi yfir Karibahafi í vondu veðri. Var vélin í um 500 metra fjarlægð frá strönd Honduras er hún hrapaði. Með vélinni var 21 maður, allt Bandaríkjamenn. Mikið hvassviðri og stórsjór á þessum slóðum spillti í dag fyrir leit að vélinni, sem var af gerðinni C-130. Fimm manna áhöfn var með vélinni og sex- tán farþegar. Vélin var á leið til Trujillo á norðurströnd Honduras. Los Angeles: Cher efst á blaði yfir verst klæddu konurnar Los Angeies, 23. jnnúnr. AP. SÖNGKONAN og leikkonan Cher, sem lýst er sem „reyttum páfa- gauk“, og rokkstjarnan Cyndi Laup- er voru ásamt Prince fulltrúar tón- listarinnar á 25. árlegu skrá Black- wells yfir „verst klæddu konurnar“. Cher er efst á blaði hjá Black- well, og á hæla henni kemur Shar- lene Wells, sem ber titilinn „ungfrú Bandaríkin". f þriðja sæti er Patti Davis, dóttir Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, þá Cyndi Laup- er, og jafnar í fimmta sæti leikkon- urnar Diannah Carroll og Joan Collins. í sjötta sæti hnífjafnar leikkonurnar Victoria Principal, Barbra Streisand, Sally Field og Pamela Bellwood og jöfn í sjöunda sæti Prince og The Rock Band Twisted Sister. Á blaðamannafundi sem Blackcwell hélt í tilefni aldar'fjórð- ungsafmælisins var hann spurður, hverja hann mundi velja sem verst klæddu konuna á síðastliðnum 25 árum. Án þess að hugsa sig um, svaraði hann: „Elizabeth Taylor." Skýrði hann það út fyrir viðstödd- um, hvers vegna hún væri ekki lengur á skránni, og kvað hana komna í hóp „hinna útvöldu" meðal verst klædda frægðarfólksins. Sir Arthur Bryant látinn London, 23. jan. AP. BREZKI sagnfræðingurinn Sir Arth- ur Bryant lézt í gær 85 ára gamal). Hann varð einn kunnasti sagnfræð- ingur Bretlands þegar fyrir 50 árum, og er talið, að honum hafi tekizt að ná til fleiri lesenda með ritum sínum en nokkrum öðrum brezkum sagn- Þórskabarett Föstudags- og laugardagskvöld fræðingi allt frá dögum Thomas MacAulay 100 árum áður. Fyrsta bók Bryants, sem var um Karl konung II, varð metsölubók 1931. Alls skrifaði Bryant 37 bæk- ur á löngum ferli sínum og kom sú síðasta þeirra út 1984. Pantið miða tímanlega í síma — 23333 og 23335 Staður hinna vandlátu ff’/íMtt, Einhell vandaöar vörur boftpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 RYKSUGUR LÉTTAR - HANDHÆGAR SJÚGA EINN1G VATN HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Einhell vandaöar vörur Léttar handhægar steypu hrærivélar Á MJÖG GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin Siöumúla 33 simar 81722 og 38125

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.