Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 — eftir Sigríði Snævarr Margar æviminningabækur fjalla um menn sem hlutu marg- víslegar vöggugjafir og síðan flest skilyrði í lífinu til að ávaxta þær, hvatningu frá samfélaginu og ríkulega umbun fyrir vel unnin störf. Líf þessara manna minnir á hlutskipti túlípana, sem gróðurs- ettur er í frjóa jörð, nýtur birtu og yls til að vaxa og dafna og nær síðan grósku til hins ýtrasta. Safnritið „Úr ævi og starfi ís- lenskra kvenna" er hluti útvarps- erinda sem Björg Einarsdóttir hélt á síðasta ári. Björg segir frá tuttugu og einni konu sem fædd var á 18. og 19. öld og mörkuðu spor í samtíð sinni með ýmsum hætti og sumar sem brautryðjend- ur i samfélaginu. Líf þessara kvenna minnir ekki á túlípana í vermireit, heldur á háfjallaflóru íslands — blóm sem vaxa við svo örðug skilyrði, hrjóstrugan jarð- veg og mikla sviptivinda, að hvert blóm er örlítið kraftaverk. En svo er um hálendisblómin á íslandi að þau eru ekki aðeins fágæt þar sem þau vaxa, heldur er gróðurlendi þeirra svo fjarri mannabyggðum, að þeir sem aldrei hafa tekið sér háfjallaferð á hendur, hafa aldrei séð þau. Það heyrist jafnvel full- yrt af einstaka borgarbúa að eng- in blóm vaxi á hálendi íslands. En sá, sem hefur farið þar um og litið eigin augum telur þau fegurst blóma, á sólskinsdegi þegar svört jörðin umlykur þau, svo þau fá skæran lit, og morgundöggin prýðir blöðin og minnir á fínasta kristal. Þessi blóm eru sem táknmynd — þau vaxa ekki átaka- laust í þúsundatali eins og túlíp- aninn í vermireit, þau eru krafta- verk — óður til frelsisins. Björg Einarsdóttir hefur tekið sér ferð á hendur og freistast til að safna þessum blómum og færa þau til byggða. Með nákvæmni og nærfærni hefur henni tekist að gróðursetja þau í mannabyggð og bregða birtu 20. aldarinnar á þau. Hún hefur safnað saman fróðleik sem víða var að finna og sett sam- an á einn stað og með því minnt okkur á það að íslenskar konur sem nú sækja fram í þjóðlífinu, byrja sannarlega ekki á jafnsléttu, hver og ein. Þær hafa stórbrotið landslag og hálendi að baki. Björgu tekst að gæða þessar konur svo miklu lífi að þær standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og virðast horfa yfir öxlina á kon- um og körlum samtíðarinnar. í þessum dætrum 19. aldarinnar er mikill mannauður fólginn. Þekk- ing á lífi þeirra opnar okkur nýja heima, eyðir fordómum og kennir okkur að draga nýja lærdóma af sögunni. íslenskar konur hafa áð- ur sótt fram við enn erfiðari skil- yrði en nú eru, og það veitir nú- tímakonum kjark til átaka í ís- lensku þjóðlífi að vita þessar sterku konur að baki sér, að hafa líf þeirra að leiðarljósi — það storkar og ögrar. Aldarspegill og persónulýsingar Bók Bjargar er í mörgu forvitni- leg. Hún er skemmtileg aflestrar vegna þess að hún er brot af ald- arspegli nítjándu aldarinnar. Sá þáttur er ekki síst merkur fyrir mína kynslóð, sem fædd er eftir stofnun lýðveldisins og þekkir helst sögu bókmennta og sjálf- stæðisbaráttu nítjándu aldarinar, en síður annað það, sem mótaði aldarandann. Kraftaverkasaga einstaklingsins, þ.e. sú staðreynd að andinn getur brotist fram þrátt fyrir brauðstrit daganna, er auð- vitað bæði merkileg og forvitnileg. En það sem er mér kærast við þessa bók eru kjarnmiklar per- sónulýsingar. Erlendur gestur sagði eitt sinn við mig að sér virtust tvær þjóðir búa á íslandi með mismunandi þjóðareinkennum. Átti hann við konur og karla. Fannst honum konurnar opnari og glaðlegri og bera mun sterkari persónuleika en karlana. Um það sýnist vafalaust sitt hverjum, en um það er ekki deilt að ítarlegar lýsingar á per- sónuleika kvenna eru fágætar, þrátt fyrir hefð úr íslenskum forn- sögum. Björg styðst einkum við ritaðar heimildir, þ.á m. minningargrein- ar og minningabækur, sem gefa skýra og heilsteypta mynd af ein- staklingnum, en einnig önnur sagnfræðileg gögn. Engin kvenn- anna ritaði dagbók að staðaldri, þannig að við getum ekki kynnst sjálfsímynd þeirra, nema í ein- staka ljóði og glefsum af rituðu máli. Við vitum því ekki gjörla hvað fyrir þeim vakti eða í hvaða brunn þær sóttu hvatningu. Björg hefur kosið að standa álengdar og styðja mál sitt heimildum en þvinga ekki skilningi sínum á les- andann. Kaflaheitin gefa þó að- eins til kynna hvað henni finnst einkenna hverja konu mest, og eru þau bókinni til aukins gildis. I von þess að vekja áhuga lesandans á ævi og starfi íslenskra kvenna á nítjándu öld hef ég freistast til þess að draga saman örstutt ágrip um hverja konu. Ég sleppi ætt þeirra að mestu, og legg meiri áherslu á lýsingu Bjargar á per- sónu og skapgerð, en afrekum þeirra. Segja má að konurnar séu sam- tímakonur, því langflestar eru fæ- ddar um miðbik 19. aldarinnar. Ástríður Guðmundsdóttir er þó langelst (1770—1865). Hún var amma Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds íslendinga. Hennar fólk var ekki efnað nema af eigin hugkvæmni og dugnaði og komst þannig í álnir. Björg nefnir þátt Ástríðar „Vegskona að viti og dáð- um“. Hún er sögð hinn mesti kvenkostur, eðlisvitur, góðlát, lögfróð og rómuð yfirsetukona. Kaflinn um Ágústu Svendsen (1835—1924) nefnist „Líkist meir nútímakonu". Ágústa var fyrsta konan í Reykjavík sem fékk versl- unarleyfi og jafnframt fyrst kaup- manna að ráða stúlkur til af- greiðslustarfa. Hún leit ævinlega á sig sem fyrirvinnu heimilis, hvað sem á bjátaði og jafnvel þeg- ar hún var sjálf sjötug og barna- börn hennar urðu föðurlaus. En hún var ekki aðeins brautryðjandi og dugnaðarkona. Hún var hvar- vetna hrókur alls fagnaðar og undi sér hvergi betur en við tafl- mennsku eða l’hombre. Þó sópaði að Kristínu Vídalín Jakobson (1864—1943) „Grein af gömlum stofni", hvar sem hún fór. Hún bar með sér að hún vissi hvað hún vildi og var örugg til fram- kvæmda. Þegar hún var ung varð hún eitt sinn fárveik og var lögð inn á sjúkrahús. Hún sór þess þá dýran eið að kæmist hún til’heilsu skyldi hún þakka fyrir það sem hún naut með því að stuðla að því að fátækt fólk fengi aðhlynningu í veikindum sínum. Það var upphaf stofnunar Hringsins og þeirra mörgu góðu verka sem þar hafa verið unnin. Jóhanna Egilsdóttir (1881—1982) „Verkakona krefst réttlætis", sat lítil og teinrétt á Kambabrún og kvaddi sveitina. Engan hefði órað fyrir því þá, að þar sæti foringja- efni og að í borginni biði hennar mikið landnám að réttindamálum verkakvenna. Jóhanna varð 101 árs gömul og dó árið 1982, þannig að margir muna hana vel. Henni er svo lýst að hana einkenndi hvort tveggja í senn mikill bar- áttuhugur og mikil gleði og létt lund. Þáttur þeirra mæðgna Kristínar Bjarnadóttur (1812—1891) og Ingi- bjargar Johnson (1850—1920) er nefndur „Búkona, bjargvættur". Kristín var mikill skörungur og komst með bónda sínum í góð efni. Eignuðust þau jarðeignir góðar, en það voru helstu fjárfestingar þeirra tíma. Ingibjörg einkadóttir hennar var hinn mesti kvenkost- ur. Þorlákur Johnson eiginmaður Ingibjargar var um skeið frum- kvöðull í athafnalífi Reykjavíkur, en þegar hann missti heilsuna á besta aldri tók Ingibjörg við öllum hans umsvifum, kom börnum þeirra til mennta og bar allar byrðar heimilisins af stakri elju. Torfhildur Hólm (1845—1918) „Fyrsti íslenski kvenrithöfundur- inn“ naut virðingar fyrir áræði, gáfur, þrek og táp. Efnisval henn- ar og föng í skáldsögur voru ný- stárlegar á hennar tímum og fór hún bæði fyrir konum og körlum í skrifum sínum. Kristólína Kragh er yngst kvenn- anna (1883—1973) „Fyrsti hár- greiðslumeistarinn á Islandi". Saga hennar er ekki aðeins ævi- sága brautryðjanda í nýrri iðn- grein, heldur ekki síst vegna mik- illa umsvifa hennar í rekstri. Hún rak stofu með fjölda starfsstúlkna og hafði mikið undir. Síðar varð hún þekkt fyrir hárgreiðslustörf í Sigríóur Snævarr. leikhúsinu og fleira. Kristólína var þekkt fyrir faglega þekkingu, stjórnsemi og hæfni. Huldukonur og skörungar Þá kemur að „huldukonunum þrem“ sem Björg nefnir svo vegna þess að menn muna að Bríet Bjarnhéðinsdóttir var kosin í bæj- arstjórn árið 1908, þegar konur buðu fram þar, en nöfnum hinna þriggja sem einnig voru kjörnar, hefur síður verið haldið á loft. Kaflinn heitir „Brutu blað í stjórnmálasögunni" og greinir fyrst frá Þórunni Jónassen (1850—1922) er hafði bein og óbein áhrif á kvenþjóð bæjarins með því að beina augum hennar að þjóð- nýtum verkefnum. Hún var stofn- andi Thorvaldsensfélagsins árið 1875, en það er elsta starfandi fé- lag kvenna í Reykjavík. Henni er lýst svo að hún kunni ekki að berj- ast með „agitationum og ræðu- höldum", en var réttsýn, viljaföst og gætin. Guðrún Björnsdóttir (1853— 1936) var bæjarstjórnarkona, lét mikið til sín taka í bæjarstjórn- inni eins og hvarvetna þar sem hún kom. í eftirmælum er sagt að hún hafi verið gáfuð, dugleg og kjarkmikil, en einnig ör og við- kvæm í lund. Katrín Skúladóttir Magnússon (1858—1932) var þriðja huldukon- an og sú sem lengst þeirra sat í bæjarstjórninni. Maður hennar, Guðmundur Magnússon prófessor, var fyrsti læknir hér á landi sem gerði holskurð og aðstoðaði Katrín hann í skurðstofu og var eini að- stoðarmaður hans. Var um hana sagt að hún hefði verið ein mátt- arstoð íslenskra kvennahreyfinga. Hún var skörungur, lundstór, en þó lipur í skapi ef þess þurfti, opinská og hreinlynd og mikil for- sjárkona. Þóra Melsteð (1823-1919) „Stofnandi Kvennaskólans í Reykjavík" taldi menntunarskort íslenskra kvenna vera þjóðarmein. Hún stóð að „ávarpi til íslend- inga“, þar sem landsmenn voru eggjaðir lögeggjan til átaka í menntunarmálum íslenskra kvenna. Þóra var skólastjóri skól- ans til 82 ja ára aldurs og lýsir það meira en mörg orð áhuga hennar, en skólinn skar sig úr öðrum skól- um fyrir konur vegna hinnar miklu áherslu, sem lögð var á bók- nám. Þorbjörg Sveinsdóttir (1827— 1903) „Mælskukraftur hennar var stórveldi". Það er eins og neisti af öliu sem Þorbjörg kom nærri, en hún var talin einn sterkasti og lit- ríkasti persónuleiki síns tíma. „Hennar síunga óþreytandi fjör og áhugi á öllum þjóðmálum vorum og hennar brennheita föðurlands- ást, framfaralöngun og frelsisþrá" einkenna hana öðrum fremur samkvæmt því, sem Bríet Bjarn- héðinsdóttir lætur um mælt. Sum- um fannst hún harðskeytt og óvægin, en hún var óhrædd að rétta hlut lítilmagnans — höfð- ingi mikill og stórbrotin kona. ótvírætt dæmi um algjöra sér- stöðu hennar í þjóðlífi þess tíma, voru ræðuhöld hennar á þjóðmálafundum, löngu áður en aðrar konur tóku þar til máls, eða nutu kjörgengis og kosningarétt- ar. Var jafnvel talið að hún réði öðrum meira um kosningar allar í höfuðstaðnum. Konur lista og mennta Guðný Jónsdóttir (1804—1836) „Á bekk með skáldum", sker sig að mörgu leyti úr þessum hópi. Hún var skáldkona og talin betur gefin en eiginmaðurinn, samdi t.d. stól- ræður betri en hans, prestsins. Prestur þoldi það illa og skildi við hana sem þá var afar óvenjulegt. Það hlýtur að hafa verið konum erfitt á stundum að vera úr takt við samtíð sína, en Guðnýju hefur það verið óbærilegt svo viðkvæm sem hún var í lund. Átakanleg er lýsing prestsins sem talaði milli hjónanna og jarðsetti hana ári síðar: „Hryggur var ég viðstaddur skilnað þeirra, og mætti mér seint úr minni líða, hversu mér var þá afmálað, að það band sem var með valdi slitið, er tengdi hennar hjarta hans.“ í harmljóði kvað Guðný: „Vonin og kvíðinn víxlast á — veitir honum þó langtum bet- ur — ... “ Samtímamenn segja hana hafa sprungið úr harmi og skjóta ljóðin hennar stoðum undir þá kenningu. Ólafía Jóhannsdóttir (1863—1924) „Boðberi kærleikans" var fósturdóttir Þorbjargar Sveinsdóttur. Hún hefði getað skarað fram úr á hvaða sviði sem hún hefði kosið sér. Hún var mæiskusnillingur og eftir hana liggur ritsafn í tveim bindum, sem m.a. er sjálfsævisaga, sem sýnir eldheitan áhuga þeirra Þorbjarg- ar á stofnun Háskóla íslands. Um mælskulist hennar var það sagt að „Kyrrlátt afl byggi í orðinu" og náði hún miklum tökum á áheyr- endum sínum. Hún starfaði árum saman fyrir líftryggingafélag og vakti athygli almennings á trygg- ingamálum, en eftir veikindi 1909 helgaði hún sig líknarstörfum á vegum Hvítabandsins. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857-1933) „Meira skáld en margir hyggja", var stórbrotin gáfukona og mikill listamaður í eðli sínu, en jafnframt brennandi í andanum af áhuga á opinberum málum, stjórnmálum og kven- frelsismálum. Hún þráði fegurð og átti oft um sárt að binda vegna þess hve fábrotin tækifæri voru til þess að njóta lista: „Það var ekki ’* 4 Frímerki með mynd af Þorbjörgu Sveinsdóttur í flokkn um „Merkir fslendingar“. Björg Einarsdóttir höfundur ritsins er að góðu kunn fyrir störf sín að þjóðmálum. Hyggst hún gefa út fleiri rit um sama efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.