Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 45 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson „Þannig get- ur voldug kuldahúfa breytt svip- móti manna“ Auglýsingaiðnaðurinn er fyrirferðarmikill nú á tímum og þykir sumum nóg um en aðrir telja hann tímanna tákn sem ekki verði svo auðveldlega spornað gegn. Vissulega er vandi að gera góða auglýsingu, auglýs- ingu sem hittir í mark, vekur at- hygli. Fjöldi fólks hefur atvinnu í kringum auglýsingar og margt er breytt síðan Gísli B. Björns- son kom heim frá námi í auglýs- ingateiknun í Vestur-Þýskalandi snemma á sjöunda áratugnum og hóf rekstur auglýsingastofu uppá lofti í gömlu timburhúsi við Þingholtsstræti, við hliðina á ísafoldarprentsmiðju, líklega meðal fyrstu manna á íslandi. Greinilega var verið að undir- búa auglýsingamynd fyrir sjón- varp í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, fyrir hádegi nú ný- lega, er viðskiptavinir komu á staðinn. Hópur tæknimanna með kvikmyndatökuvélar var þar að störfum og í fremstu víg- línu Rúnar Gunnarsson með leiðsögn og ábendingar. Það var tæplega hægt að nálgast kaffi- brúsann í afgreiðslusalnum á fyrstu hæð, þar sem viðskipta- vinum er boðið uppá kaffisopa daglega, tæknimenn með kvik- myndatökuvélar voru þar á hverju strái, Skólavörðustígs- megin, og beindu tækjum sínum að starfsmanni Sparisjóðsins sem sat við borð út við glugga og fletti skjölum, þeir mynduðu einnig starfsmenn er sátu í gjaldkerastúkum og viðskipta- vini sem ræddu við gjaldkera. Tæknilið kvikmyndatökumanna kunni greinilega til verka og það er nokkuð ljóst að þar var verið að gera velheppnaða auglýs- ingamynd og mun ekki af veita í harðri samkeppni banka og sparisjóða um viðskiptavini. Auglýsingamyndin í sjónvarp- inu frá Háskólahappdrættinu hefur farið í taugarnar á ýms- um, t.d. Ólafi Ragnari Grímssyni í leiðara í Þjóðviljanum nýlega og þykir mér maðurinn hafa töluvert til síns máls. í myndinni er brugðið upp veröld sem er all- fjarri venjulegu alþýðufólki og hefði kannski mátt standa öðru- vísi að málum t.d. með því að fá tæknilið kvikmyndatökumanna í aðalumboðið í Tjarnargötu til að festa á filmu stund þegar endur- nýjun miða stendur sem hæst. Skömmu eftir síðustu áramót var þar allnokkur hópur fólks í þeim erindum að endurnýja miða og að kaupa nýja miða og nokkrir voru að hefja að nýju þátttöku í Háskólahappdrættinu eftir nokkurra ára hlé. Nýtt happdrættisár er hafið og marg- an dreymir um milljónina. Það hefði ekki verið ónýtt að festa á filmu atvik er Jónas Guðmunds- son, rithöfundur, listmálari og blaðamaður gekk í salinn og var þannig á svipinn eins og hann hefði þegar unnið stóra vinning- inn, milljónina, og væri kominn til að sækja þann stóra. Jónas var þá bara að endurnýja eldri miða en bar sig þannig að við afgreiðslustúlku hjá happ- drættinu að ljóst var að þar var enginn nýliði á ferð sem þátttak- andi í happdrætti, líklega hefur hann spilað í happdrætti allt frá unglingsárum, sennilega ein- hvern tímann unnið vinning og spilað þá frítt eitt og eitt ár í það minnsta. Það er hafið nýtt happdrættis- ár og þegar líða tekur á árið koma svo hin happdrættin. Happdrætti líknarfélaga, stjórn- málaflokka og félagssamtaka og einhverjir eiga von á aurum. Ekki fannst mér Þorsteinn Egg- ertsson, textahöfundur, iistmál- ari, blaðamaður og söngvari, einn hinna svokölluðu rokk- bræðra, vera í neinum sérstök- um happdrættishugleiðingum þegar ég hitti hann um daginn í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, á Skólavörðustíg 11, daginn sem haldið var uppá fimmtugsafmæli rokkkóngsins eina og sanna, Elvis Presley, sem látinn er fyrir tæpum átta árum. Steini kom inní Sparisjóðinn eft- ir rigningardembu, hann gekk yfir að lyftunni, votur af rign- ingarvatni sem lak úr hári hans og skeggi, hann brosti og var alls ekki neitt stressaður eins og oft vill þó vera um fólk er á erindi í peningastofnanir. Steini lék á als oddi. Hann var með skjala- tösku undir hendi og það var engu líkara en að hann væri að starta firma sem þegar væri komið í viðskipti innanlands sem utan. Við spjölluðum saman um stund á meðan Steini beið eftir lyftunni. — Ég er á Samúel, við blaða- mennsku, sagði hann og glotti þegar ég spurði hann hvað hann væri að fást við þessa dagana. Steini er hógvær og gerir ekki mikið úr sínum hlut frekar en fyrri daginn, en vissulega hefur hann ástæðu til að gleðast, hann hefur víða komið við og margt leyst vel af hendi. Hann er að mig minnir fæddur í Garðinum á Suðurnesjum en flutti ungur til Keflavíkur þar sem hann gekk í barna- og unglingaskóla eins og greinarhöfundur fyrir tæpum þrjátíu árum. Ég man ekki betur en að Steini hafi byrjað sinn fer- il i skemmtanabransanum í Ungó í Keflavík. Sem unglingur var hann með galdra sem skemmtiatriði, dró spil úr spila- stokki og annað eftir þvi og allt var það sniðugt og fagmannlega gert og svo löngu síðar hóf hann eftirhermur og hermdi meðal annars eftir Presley. Það minnti mig helst á galdur þegar hann hvarf skyndilega inní lyftuna í Sparisjóðnum og skildi ekki ann- að eftir en rigningarvatnið á gólfinu fyrir framan lyftudyrn- ar. Ég leit sem snöggvast í áttina að útidyrahurð þegar Steinþór Jóhannsson, húsasmiður gekk inní Sparisjóöinn og heilsaði, og er ég leit aftur að lyftunni þá var Steini horfinn og lyftan á leið uppá aðra eða þriðju hæð í Sparisjóðnum og ég er nokkuð viss um að Steini hefur raulað inní lyftunni á leið uppá hæðir, þekkt Presley-lag t.d. Jailhouse Rock, í tilefni dagsins. Það var verulega kalt í borg- inni mánudaginn 21. janúar síð- astliðinn, frost fimm stig og svolítil gola. Borgarbúar sem voru á ferli í miðborginni voru yfirleitt vel búnir, í úlpum og kuldaflíkum eins og við átti og með hettu upp fyrir höfuð. í and- dyrinu fyrir framan bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Aust- urstræti voru nokkrir menn og ég hreinlega áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á að um tíma stóð næstum við hliðina á mér, Gunnar Dal, skáld og heimspek- ingur. Hann var með loðhúfu á höfði, þannig hef ég ekki áður séð hann til fara, hann er yfir- leitt berhöfðaður. Ég vissi svo sem vel af þessum manni með loöhúfuna, hugleiddi t.d. um stund hvort hann væri erlendur sendiráðsstarfsmaður, kannski sovétmaður, þeir ganga oft með loðhúfu, jafnvel í sólskini, en komst svo síðar að því að það var hið ágæta ljóðskáld, Gunnar Dal. Þannig getur voldug kulda- húfa breitt svipmóti manna sem maður er vanur að hitta á förn- um vegi, berhöfðaða, en húfan fór Gunnari vel ... (MBO) Reiknivélar Fyrsta flokks vélar á skrifstofuna á góðu verði Teg. 1015 Teg. 1030 Teg. 1230 Teg. 2000 NON HF. Hverfisgötu 105 S. 26235 j kr.: kr.: kr.: kr.: 3.560 4.680 5.280 7.950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.