Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Vörubfll inn í stofu Þrettán tonna vörubifreið með átta tonn af mjöli ók meiddist, því að þeir sem bjuggu í húsinu voru nýfarn- fyrir nokkrum dögum inn í stofuna í húsi einu í ir til vinnu. ís og hálku var kennt um óhappið. Herslev nærri Hróarskeldu í DanmörkL. Enginn Gripið til aðferða frá Stalmstímanum - segja júgóslavnesku andófsmennirnir og vísa ákærunum á bug Beljrrad, Júyóal»vín, I. fehniar, AP. ÞRÍR JUGÓSLAVNESKIR andófsmenn, sem sakadir eru um fjandsamlegan áróður, vísuðu í dag fyrir rétti á bug öllum ákærum saksóknarans. Búist er við, að dómurinn verði kveðinn upp á hádegi á mánudag. Milan Nikolic, 37 ára gamall þjóðfélagsfræðingur, sagði að ástæðan fyrir réttarhöldunum væri sú að harðlínumenn meðal ráðamanna hefðu krafist þeirra og fyrir þeim kröfum hefðu frjáls- lyndir menn beygt sig. Hann bætti því hins vegar við að menn skyldu „spyrja að leikslokum, ekki að vopnaviðskiptum". „Þessi réttarhöld hafa neytt for- ráðamenn til að grípa til gamalla aðferða frá stalínstímanum, að búa til óvini sem hægt er að kenna um allt sem miður fer,“ sagði Nik- olic. Japan: Mesta atvinnuleysi frá því að skráning hófst Tókýó, 1. febrúar. AP. Atvinnuleysi í Japan nam á síðasta ári 2,7 % af vinnufærum í landinu og hefur ekki verið svo hátt frá því að stjómvöld hófu að safna upplýsingum þar að lút- andi árið 1953, að sögn vinnu- málastofnunarinnar í dag, fostu- dag. Yfirmaður stofnunarinnar, Mikio Hayashi, kvað atvinnulausa um 1,6 milljónir talsins og hefði fjölgað um 50.000 á síðasta ári. Áður var hæsta skráða atvinnu- leysi 1983, en þá nam það 2,6% vinnufærra, að sögn Hayashi. Upphaflega voru sakborning- arnir sex en ákærur hafa verið felldar niður gegn einum og yfir tveimur verða sérstök réttarhöld. Ákærurnar á hendur þeim þrem- ur, sem nú eru fyrir rétti, voru nokkuð mildaðar en samt sem áð- ur er hægt að dæma þá í 10 ára fangelsi fyrir ljót orð um stjórn- kerfið. Blaðamaðurinn Dragomir Oluj- ic, einn sakborninganna, þakkaði saksóknara ríkisins sérstaklega fyrir að minna sig á það sem út- lendur stjórnleysingi hefði einu sinni sagt við sig en það var þetta: „Þú ættir að þakka fyrir að búa í landi þar sem orðin eru svona mikils metin. í mínu landi get ég sagt og skrifað það sem mér dett- ur í hug án þess nokkur gefi því gaum en þú þarft aðeins að opna munninn til að lenda í fangelsi." „Saksóknarinn hefur reynt að fullvissa mig um að orð mín megi sín einskis ... að þau muni engin áhrif hafa á lokadóminn og að ég hafi í raun þegar verið dæmdur. Þrátt fyrir það er ég tilbúinn til að leggja líf mitt að veði og berjast fyrir þeim rétti frjálsra manna að hafa skoðun og láta hana í ljós,“ sagði Olujic í lokaræðu sinni. Suður-Afríka: Hætta nauðung- arflutningum til heimalandanna C»pe Town, Suóur-Afríku, 1. febrúar. AP. STJORNVÖLI) í Suður-Afríku tilkynntu í dag, föstudag, að hætt yrði að nokkru leyti að þvinga svart fólk til að setjast að í heimalöndunum svokölluðu, á meðan stjórnin væri að endurskoða stefnu sína í þessu máli, sem er einn af illræmd- ustu þáttum kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar. Gerrit Viljoen, samvinnu-, þróunar- og menntamálaráðherra, sagði, að endurskoðunin mundi varða hundruð þúsunda meðal svartra, sem ættu á hættu að vera gert að flytja til heimalandanna frá svæðum sem eingöngu væru ætluð hvítum mönnum. Viljoen sagði erlendum fréttarit- Stjórn Austurríkis: Stóð af sér vantraust V ínarborg, 1. febrúar. AP. Ríkisstjórn Freds Sinowatz stóð af sér vantrauststillögu stjórnarandstöð- unnar, sem borin var upp vegna þess að Friedhelm Frischenschlager varn- armálaráðherra tók á móti fyrrverandi stríðsglæpamanni, sem sneri til Aust- urríkis á dögunum. Sinowatz hafði kunngert að hann mundi biðjast lausnar fyrir stjórn sína yrði vantrauststillagan sam- þykkt. Atkvæði féllu eftir flokkslín- um og hlaut tillagan 80 atkvæði gegn 98. Varnarmálaráðherrann var gagn- rýndur bæði heima fyrir og í útlönd- um er hann tók sjálfur á móti Walt- er Reder, stríðsglæpamanni, sem It- alir náðuðu eftir 33 ára fangelsis- vist. Reder var majór í úrvalssveit- um Hitlers, SS. Frischenschlager réttlæti athæfi sitt í fyrstu, en er forsætisráðherra lýsti því yfir opinberlega að hann hefði framið „alvarleg pólitísk mis- tök“, baðst varnarmálaráðherrann afsökunar og afstýrði þar með stjórnarkreppu. Friedhelm Frischenschlager urum, að stjórnin mundi samt sem áður halda áfram að stuðla að því að svertingjar settust að í heima- löndunum, svo fremi sem leiðtogar þeirra samþykktu það. Hann sagði að endurskoðun þessi færi fram vegna þess að stjórnvöld gerðu sér ljóst, að þvingunarflutn- ingar til heimalandanna hefðu hlot- ið almenna gagnrýni. Viljoen kvað endurskoðunina ná til 20—30 bæjarfélaga, þar sem svartir byggju og u.þ.b. jafnmargra dreifðra byggða, og nefndi sérstak- lega Kvangema og Dreifontein í austurhluta Suður-Afríku. Sumir telja að yfir 3 af 22 millj- ónum svartra íbúa Suður-Afríku hafi verið fluttar nauðungarflutn- ingi úr heimahögum sínum á und- anförnum þremur áratugum sam- kvæmt áætlun stjórnvalda um að- skilnað kynþáttanna. Aðeins örfáir hvítir menn hafa verið fluttir til af þessum ástæðum. GENGI GJALDMIÐLA Dalur hækkar, gull lækkar Lundúnum, 1. febrú»r. AP. Bandaríkjadalur hækkaði i verði á fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir tilraunir seðlabanka í Vestur- Þýskalandi og Japan til að halda gengi hans niðri. Gull féll í verði. I lok viðskipta í dag var bandaríkjadalur hærri gagnvart öllum gjaldmiðlum, nema breska pundinu, heldur en á föstudag í fyrri viku. Staða sterlingspunds- ins styrktist t vikunni vegna hækkunar vaxta í Bretlandi á mánudag. f lok viðskipta í Tókýó í dag, sem eru áður en viðskipti hefjast í Evrópu, fengust 255.60 yen fyrir hvern dal (í gær 254.78). Staða yensins gagnvart dalnum var hins vegar 1:256.37 í Lundún- um síðdegis. Fyrir hvert sterlingspund fékkst í dag 1,1250 bandaríkja- dalur (í gær 1,1300). Staða dals- ins gagnvart öðrum helstu gjald- miðlum var, sem hér segir: 3,1740 vestur-þýsk mörk (3,1625), 2,6885 svissneskir frankar (2,6717), 9,6825 franskir frankar (9,6605), 3,5855 hollensk gyllini (3,5720), 1.195,25 ítölsk líra (1.950,50) og 1,3275 kanada- dalur (1,3273). Fyrir gullúnsuna fengust 303,25 bandaríkjadalir (í gær 306,50) í lok viðskipta í Lundún- um. V/Ð TELKYNNUM BREYTTA. VEXTI Á UXIXTTNT> LJIYI GJÆTUT YRISRTIKIXIIXG LJM BANDARÍKJADOLLAR.......... 7,25% ENSK PUND.................10,00% DANSKAR KRÓNUR............10,00% ÞÝSK MÖRK................. 4,00% BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.