Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 BTT NORT AUS SIMAR áeíía ofuð 9QQ-QZ.CC VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Skipverji af Hólma- nesi SU drukknaði Kskifirdi, 1. febniar. í G/ER varð það slys um borð í tog- aranum Hólmanesi Sll 1 frá Eski- firði, að einn skipverjanna féll fyrir borð og drukknaði. Slysið varð er skipið var að veið- um úti fyrir Austurlandi og var slæmt veður. Verið var að taka inn trollið, þegar sjór kom á skipið, og féll skipverjinn þá fyrir borð. Allt var gert sem hægt var til að finna manninn og leituðu mörg skip hans í allan gærdag en án árang- urs. Hólmanesið kom síðan inn í gærkvöldi. — Ævar Dauðaslys í Saurbæjarhreppi Akureyri, 1. febrúar. KONA lézt af slysförum í Saurbæj- arhreppi um miðjan dag í dag. Ófeigur Baldursson, rannsókn- arlögreglumaður á Akureyri, stað- festi í kvöld að dauðaslys hefði orðið, en kvaðst ekki geta gefið upplýsingar um það, hvernig slys- ið varð. Nafn konunnar er ekki hægt að birta að svo stöddu. G.Berg Bifreiðaútboð ríkisins: Tilboð bárust frá 14 umboðum „ÞAÐ var mjög mikil þáttaka í þessari könnun okkar og 14 bif- reiðaumboð sendu tilboð,“ sagði Spurt og svarað um skattamál Morgunblaðið mun að venju aðstoða lesendur sína við gerð skattaframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Starfsmenn ríkis- skattstjóra munu svara spurning- um lesenda. Þeir geta hringt í síma Morg- unblaðsins, 10100, milli klukkan 10 og 11:30 árdegis og beðið um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skatta- mál“. Hann tekur niður spurn- ingarnar og kemur þeim til rík- isskattstjóraembættisins. Svör- in munu birtast i blaðinu jafn- óðum. Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Inn- kaupastofnunar ríkisins. I ár var í fyrsta sinn leitað tilboða hjá bif- reiðaumboðum í þær bifreiðir ríkis- ins sem tímabært er að endurnýja. „Við óskuðum eftir tilboðum í fólks-, sendi- og lögreglubifreiðir og alls var tekið fram að um 20 mismunandi stærða og tegunda væri þörf,“ sagði Ásgeir. „Við er- um rétt að byrja að vinna úr öll- um þeim tilboðum sem bárust, en það er Ijóst að þó nokkur afslátt- ur kemur fram miðað við aö keyptar séu margar bifreiðir frá sama aðila." í þeirri áætlun, sem Innkaupa- stofnunin lagði til grundvallar könnun sinni, var reiknað með að 119 bifreiðir yrðu endurnýjaðar á þessu ári. „Þá á eftir að kaupa til viðbótar bifreiðir fyrir ýmsar stofnanir, sem eru kannski með eina bifreið, sem þarf að endur- nýja. Ég reikna með að alls verði endurnýjaðar um 140 bifreiðir á þessu ári,“ sagði Ásgeir að lok- Morgunblaðið/Júlíus KEILUHÖLLIN OPNUÐ Keiluhöllin í Öskjuhlíð í Reykjavík var formlega opnuð í gærkvöldi. Það var Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, sem fékk fyrstur að spreyta sig, og í þriðju tilraun náði hann „fellu" — þ.e. náði að fella allar keilurnar í fyrsta skoti. Davíð öddsson, borgarstjóri, Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra og Sveinn Björnsson, forseti íþróttasambands íslands, spreyttu sig einnig I keilu við opnunina. Að sögn Jóns Hjaltasonar, formanns stjórnar Öskjuhlíðar hf., sem rekur keiluhöllina, er það nefnt að „fella“ að fella allar keilurnar í fyrsta skoti, og „feykja" að fella allar í tveimur skotum. Á myndinni sést forsætisráðherra nýbúinn að sleppa kúlunni. „Munum láta reyna á lögmæti leyfisins“ — segir formaður Náttúruverndarráðs um námuleyfi Kísiliðjunnar Náttúruverndarráð kom saman til aukafundar í gær til að ræða náma- leyfi til Kísiliðjunnar hf., sem iðnað- arráðherra veitti hinn 30. janúar sl. í ályktun frá ráðinu segir, að ráðið telji iðnaðarráðherra hafa með leyfi sínu farið út fyrir sitt valdsvið og muni tilkynna Kísiliðjunni h.f. af- stöðu sína nú á næstunni. Ennfrem- ur segir, að Náttúruverndarráð sé staðráðið í að láta reyna á það, hvort umrætt leyfi fái staðist að lögum. Fiskimjölsverksmiðjumar: Tugir milljóna útistandandi í uppsöfnuðum söluskatti segir Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR Fiskimjölsverksmiðjurnar telja sig eiga útistandandi tugi milljóna króna í uppsöfnuðum söluskatti; Fiskimjölsiðnaðurinn er svokallaður samkeppnisiðnaður og því er fyrir því heimild í lögum, að hann fái endurgreiddan söluskatt. Sú viður- kenning fékkst síðastliðið haust, en þá var miðað við að 3,3% af cif- útflutningsverðmætum 300.000 lesta afla, samtals 31,5 milljónir króna. skyldu endurgreiddar. Þá voru 3,3% útflutningsverðmæta talin 105 krón- ur á hverja lest hráefnis. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að með þeim mikla afia sem náðst hefði fyrir áramót og gengislækkunum væri upphæðin orðin um 50 milljónir króna. Væri hins vegar miðað við, að söluskatt- ur yrði endurgreiddur af öllum út- flutningum væri upphæðin orðin á annað hundrað milljónir króna. Hins vegar ætti eftir að ákveða hvort endurgreiðslan næði til meiri afla en gert hefði verið ráð fyrir i haust og þá miðað við í verðákvörðun. Þetta væru ákaf- lega flókin mál, sem sjávarút- vegsráðherra væri nú að vinna að. Meðal annars þess vegna hefði enn ekki tekizt að ákveða nýtt verð, hinn 16. janúar síðastliðinn hefði þágildandi verði verið sagt upp af kaupendum. Inn í þetta fléttaðist einnig endurgreiðsla uppsafnaðs söluskatts alls sjávarútvegsins, sem nú væri fyrirhugað að rynni óskiptur til útgerðar. En hvað sem því liði, hefðu engir peningar sézt enn, þeir virtust fastir einhvers staðar í kerfinu. Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs sagðist ekki vilja útskýra nánar hvað fælist í þeirri ákvörðun ráðsins að láta reyna á hvort leyfisveitingin fái staðist að lögum. „Ég er ekki nógu mikill lögfræðingur til að útskýra það en við förum þá leið sem venjulegt er að fara þegar úr lögmæti er skorið. Þaö er ekki hægt að útskýra nánar, en við ákveðum áframhaldandi aðgerðir eins fljótt og unnt er og lútum þar leiðsögn okkar lögfræðings," sagði Eyþór. Að áliti Náttúruverndarráðs takmarkast heimild iðnaðarráð- herra til að veita námaleyfi af lög- um um verndun Mývatns og Lax- ársvæðis, enda sé þar mælt svo fyrir, að hvers konar mannvirkja- gerð og jarðrask á því svæði, sem lögin taka til, séu háð samþykki Náttúruverndarráðs. í ályktun ráðsins segir: „Ráðið lítur svo á, að það hafi tvímælalausa heimild til að banna hvers konar umsvif á þessu verndarsvæði, sem það telur að brjóti í bága við nefnt laga- ákvæði." Njá bls. 30 „Kísilgúrvinnsla og náttúruvernd fara saman“ og „Munum verja Syöri-Flóa meó oddi og egg“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.