Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 Svar og skýringar til ráðuneytisstjóra Talsmaður kerfis hins opinbera í Arnarhvoli kveður sér hljóðs á fjórðu síðu Mbl. hinn 1. þ.m. Grein ráðuneytisstjóra dómsmála ber svipmót þess sem þarf að skýra út fyrir fólki óþægilegan hlut. Það er bæði skiljanlegt og mannlegt að góðir embættismenn hins opin- bera signi sig frá sakargiftum eins og þeim er fram koma í lögreglu- konumálinu. Ekki skal um það deilt að í máli þessu var í einu og öllu farið eftir kjarasamningum og gildandi lög- um. Þorsteinn veit allan aðdraganda að málinu og m.a. það að margt er á undan gengið áður en stjórn Landssambands lögreglumanna ákveður að leita til dómstóla. Dómstólar eru sá vettvangur sem leitað er til þegar þrautreynt er að ekki er annað að hafa en haldlaus fyrirheit, falleg bros og þægilega framkomu þeirra sem samið er við. óréttlætið fellst hins vegar í þeirri staðreynd að barnshafandi lögreglukona verður að sæta því að verða hýrudregin ef henni „verður á“ að ganga með barn í lögreglustarfi. I umræddu tilfelli hafði lög- reglumaðurinn starfað sem slíkur til jafns við aðra félaga sína um 7 ára skeið. Það er alkunna að launakjör lögreglumanna byggj- ast að verulegum hluta á vaktaá- lagi og aukavinnu. Þegar konur voru kallaðar til starfa í lögregl- una mátti gera ráð fyrir að að því kæmi að þær ælu börn, enda gerð krafa um að umsækjendur um lög- reglustarf séu á þeim aldri sem eðlilegur þykir til barneigna. Konur í lögreglustarfi búa við þá sérstöðu að þær verða að skipta um starf í upphafi meðgöngu, ör- yggis þeirra vegna og ófæddra barna þeirra. f þessu tilfelli fór vinnuveitandinn fram á að hin þungaða lögreglukona skipti um starf, úr vaktavinnu, yfir í dag- vinnu. Við þessa breyttu vinnutil- högun rýrnuðu laun hennar um helming. Af henni var tekið vakta- álag og gæsluvaktaálag, auk þess sem hún hafði ekki lengur tök á að standa aukavaktir til jafns við karlkyns vinnufélaga sína. í grein Þorsteins Geirssonar segir orð- rétt: „Það er hins vegar rétt að með því að fara úr lögreglumanns- starfinu í sektarinnheimtu, minnkaði yfirvinnan veruiega og að því leyti má segja að hún hafi haft rýrari laun, þar sem ekki var um jafn mikla aukavinnu að ræða, en hún þurfti heldur ekki að hafa fyrir því að vinna hana“ (Letur- breyting greinarh.) Hér er einmitt komið að kjarna málsins. Hver heldur því fram að hin þungaða lögreglukona hafi ekki viljað vinna aukavinnu? Staðreyndin er sú að henni var ekki gert kleift að vinna aukavinnu til jafns við það sem hún áður hafði. Mistökin fel- ast einfaldlega í því að vinnuveit- andinn taldi sig ekki hafa starf sem hæfði hennar ástandi og fól í sér vaktavinnu og rétt til auka- vinnu. Það skal tekið fram að um- rædd lögreglukona bað aldrei um breytingu á vinnutilhögun. Það skal einnig áréttað að hún var ekki veik heldur barnshafandi og þarf ekki glöggskyggnan mann til þess að sjá að þungun er einungis tímabundið og eðlilegt líkamlegt ástand. Auk þess leyfir undirrituð sér að benda háttvirtum fulltrúa dómsmálaráðuneytis á 33. gr.laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins sem hljóðar svo: „Skylt er starfsmanni að hlíta lög- um, er hann tók við starfi enda hafi breytingin ekki áhrif til skerð- ingar á launakjörum hans (Leturbr. greinarh.) eða réttindum. Sama er um breytingar, er yfirmaður ákveður, en þeirri ákvörðun má skjóta til ráðherra." Það er eðlilegt, að talsmenn hins opinbera hampi lögum og paragröffum. En þeir verða þá að muna eftir málsgreininni: „Allan sannleikann og ekkert nema sannleikann.“ Það er öldungis óverjandi að konur í lögreglustarfi skuli þurfa að sæta því að missa verulegan hluta tekna sinna þann stutta tíma sem þær ganga með börn sín. Þess vegna hlýtur stjórn LL að fagna yfirlýsingu ráðuneytisstjóra dómsmála að fyrirhuguð sé breyt- ing á reglugerð, sem væntanlega myndi fela í sér að óréttlæti á borð við þetta endurtaki sig ekki. Dagblöðin eru vettvangur frjálsrar umræðu og skoðana- skipta en stefnumarkandi mál eins og þetta er varðar rétt þung- aðrar konu látum við þá skera úr um sem treyst er fyrir ákvörðun réttlætis í þessu landi. Ragnheiður Davíðsdóttir flokksstjóri og stjórnar- maöur í Landssambandi lögreglumanna. Flugleiðir: Samkeppni um matseðil á Saga- farrými FLUGLEIÐIR hafa efnt til sam- keppni meðal veitingahúsanna um matseðil í „Saga class“ flugvéla fé- lagsins, sem er svokallað betra far- rými í vélunum. Að sögn Gunnars Olsen, deildarstjóra farþegaþjón- ustu Flugleiða, hafa samkeppnis- gögn verið send til veitingahúsanna og er skilafrestur til 21. mars næst- komandi. Gunnar Olsen sagði að leikregl- ur samkeppninnar miðuðust við að maturinn væri hentugur í flug og auðvelt að fá hann í miklu magni auk gæða hráefnis. Gengið er út frá þremur flokkum, það er heitum morgunverði, köldum há- degisverði og heitum kvöldmat, með forréttum, aðalréttum og eft- irréttum. Dómnefnd skipa Hilmar B. Jónsson ritsjóri Gestgjafans, Jónas Kristjánsson ritstjóri DV og Einar Olgeirsson hótelstjóri á Esju. Þeirra veitingahúsa, sem verða valin, verður getið á mat- seðli „Saga-class“ ásamt því að upplýsingar um þau verða birtar í flugblaðinu „Atlantica". Gunnar Olsen vildi koma því á framfæri að ef einhverjir aðilar, sem telja sig samkeppnisfæra, hafa enn ekki fengið gögn geta þeir sett sig í samband við hann eða Jón G. Sigurðsson í Keflavík. i verði Eins og þú veist, þá hefur dollarinn styrkt mjög stöðu sína undanfarna mánuði. Þetta hefur leitt til verðlækkunar sænsku krónunnar, og þar með gert okkur mögulegt að bjóða Volvo-bíla á enn lægra verði. Volvosalurinn er opinn alla virka daga frá kl. 9.00 til 18.00, og á laugardögum frá kl. 13.00 til 17.00. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.