Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 34_______ Minning: Jón Guðleifur Ólafs- son yfirfiskmatsmaður Fæddur 20. september 1916 ' lagsins Líknar, hefur hún ásamt Dáinn 16. febrúar 1985 kvenfélagskonum, unnið ótrúlegt afrek í þágu líknarmála og hefur Einn af okkar bestu vinum verð- ur jarðsettur í dag. Jón Guðleifur ólafsson hét hann fullu nafni, fæddur og uppal- inn í Vestmannaeyjum. Hann lést 16. febrúar eftir langa og erfiða mánuði þar sem hann sárþjáður hélt sálarró og var með fullri með- vitund fram á síðustu stundu. Jón G. ólafsson eða Leifi eins og hann vildi láta kalla sig, fæddist 20. september 1916 á Garðsstöðum í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hiónin Auðbjörg Valtýsdóttir og Olafur Eyjólfsson. Einn bróðir átti hann, óskar, sem nú er látinn. Einnig ólst upp með honum Eyjólfur Jónsson sem einnig er látinn. Leifi þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér, eins og flest ung- menni á þeim árum. Þó foreldrar hans hafi frekar verið gefendur en þurfendur, þótti óhugsandi annað en að unglingar færu snemma að vinna. Aðeins 13 ára gamall, réðist hann i skipsrúm í fyrsta sinn, þá alla leið til Þórshafnar, rétt ný- fermdur. Síðar varð Leifi vélgæslumaður á Skúla fógeta í 6 ár, 3 ár á Vest- mannaey og önnur 3 ár á togurum. Þá varð hann bílstjóri og verk- stjóri hjá Einari Sigurðssyni í 5 ár. Eftir það gerðist hann yfir- fiskmatsmaður alla tíð síðan. Árið 1970 stofnsetti Leifi út- gerðina Ufsaberg, ásamt tengda- syni sínum Guðjóni Pálssyni og ólafi Sigmundssyni, sem gerir út Gullbergið. Bar Leifi útgerðina mjög fyrir brjósti og fullyrða má að reksturinn á Gullberginu sé með betri útgerðum í dag. Hann var af þeirri kynslóð er sparsemi og nýtni var í hávegum höfð. Þar sem fólk bar virðingu fyrir verðmætum. Aðhaldssemi og reglusemi í hvívetna, var hans að- alsmerki. Væri margt betur farið i okkar þjóðfélagi, ef menn hefðu það að leiðarljósi. 16. desember 1939 steig Leifi sitt gæfuspor, er hann giftist önnu Þorsteinsdóttur frá Laufási. Bjuggu þau í Laufási í 16 ár eða þar til þau höfðu byggt sér glæsi- legt eigið hús í Laufástorfunni, á Austurvegi 3 fyrir vestan Laufás. Eignuðust þau 4 börn, Elín- borgu, ólaf, Þorstein og Jóhann. öll mannkostafólk, sem gift og bú- sett eru í Vestmannaeyjum. Eru barnabörnin orðin 7 taisins. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á hans betri helming, önnu Þorsteinsdóttur, sem hefur verið einn af máttarstólpum Vest- mannaeyja. Sem formaður kvenfé- oft verið sagt að sjúkrahús Vest- mannaeyja væri tæplega starf- rækt í dag, ef Líknarkvenna hefði ekki notið við. Studdi Leifi konu sína og hvatti óspart. Anna og Leifi voru sérstaklega samhent hjón, þar sem engir hnökrar fundust á. Var alveg dá- samlegt að koma á heimili þeirra og finna þá hlýju og virðingu sem þau báru hvort fyrír öðru. Kynni okkar Leifa og fjölskyldu hans hófust, þegar við fluttum á Austurveginn og lentum mitt í Laufástorfunni, eins og umhverfið var kallað. Laufásfólkið, sem hélt saman sem einn maður, tók okkur aðfluttu fólkinu, sem í fjölskyld- unni værum. Þar var hlutur Leifa ekki sístur. Hann var mikill vinur vina sinna. Hann bar sífellda umhyggju fyrir öðrum. Hann gerði mönnum greiða hvenær sem færi gafst. Leifi var mikill ákafamaður, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Urðu oft æði líflegar umræður, þar sem hann stóð fast- ur á sínu. Minnisstæð er sú ánægja og gleði sem börnin okkar nutu hjá Laufásfólkinu, t.d. jólaboðin sem þau fengu að vera þátttakendur í, en fjölskyldur okkar sem við sökn- uðum sérstaklega um jólin bjuggu í Reykjavík. Gosnóttina, þegar allir þustu út á götu og fréttin barst manna á milli að það væri farið að gjósa, en gosið byrjaði aðeins austan við Austurveginn, var Leifi æðrulaus að vanda. Sagði hann öllum að tygja sig niður á bryggju í Gull- bergið og bíða þar átekta. Sóttar voru ábreiður og föt og haldið í Gullbergið og brátt vorum við á leið til lands í yfirfullu skipinu. Leifi og Anna undu sér illa á fastalandinu. Þau fluttu, og öll þeirra fjölskylda, fljótlega heim. Urðu með þeim fyrstu að flytja aftur heim. Þar sem austasti hluti bæjarins var horfinn undir hraun urðu þau að reisa sér aftur hús. Þurfti töluverðan kjark til að snúa heim aftur fyrir fullorðið fólk, enda hafa Vestmannaeyjar liðið fyrir það. Eldra fólk bæjarins treysti sér ekki til þess að byrja aftur með lítið fé handa á milli, var mikill sjónarsviptir að því fólki úr Eyj- um. Byggðu Anna og Leifi sér glæsi- legt hús að IHugagötu 15 B í ná- grenni við Elínborgu dóttur sína, þar sem þau ætluðu að njóta efri áranna saman. Leifi var mikill félagsmaður. Hann var í Akóges og knatt- spyrnufélaginu Tý. Bæði þessi fé- lög áttu hug hans allan. Var hann alltaf til taks ef á þurfti að halda. ófáar vinnustundir átti hann í báðum þessum félögum. Einnig hafði hann áhuga á að rækta garðinn sinn. Allan sinn búskap hafði fjölskyldan kartöflu- og rófugarð. Voru þau sjálfum sér nóg allt árið bæði með kartöflur og rófur. Fýlaveislur voru árlega haldnar hjá önnu og Leifa. Var þá oft glatt á hjalla. Síðasta sumar fórum við sem oftar í Akógesferð. Var haldið til Færeyja. Var það stórkostleg ferð, sem og aðrar Akógesferðir. Þ6 var Leifi ekki fullhraustur, en hann hafði gengist undir stóra aðgerð nokkrum mánuðum áður, en við héldum að hann væri óðum að hressast. En enginn má við mann- inum með ljáinn. í nóvember fer hann aftur í sjúkrahús í Reykja- vík. Hann kemst heim og getur verið heima mestan tímann. Var það vegna umhyggju fjölskyld- unnar, sem vildi helst að hann gæti verið heima sem lengst. Vit- um við að þetta voru önnu og fjöl- skyldunni erfiðir mánuðir. Stóð Anna sig sem hetja, á hverju sem gekk. Hægt og sígandi seig á ógæfuhliðina. Loks varð ekki hjá því komist að fara á sjúkrahús Vestmannaeyja, en þar andaðist hann 16. febrúar. Með Leifa er genginn góður drengur, sannkall- aður heiðursmaður. Við minnumst hans með söknuði og biðjum Önnu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum blessunar og þökk- um áralanga vináttu. Dadda og Axel. Fyrir rúmu ári fylgdum við til grafar bróður hins látna, Öskari skipstjóra. Aldursmunur þeirra var liðlega tvö ár, en skemmri varð tíminn til brottfarar þeirra af þessari jörð. En á milli þeirra ríkti ávallt einlægur bróðurkær- leikur. Þeir bræður voru einu börn for- eldra sinna, en fóstursonur þeirra var Eyjólfur, sem þau tóku í fóst- ur við andlát móður hans, en hún var systir ólafs. Þá urðu 7 börn móðurlaus, og nutu þau öll kær- leiksríkrar umhyggjusemi Auð- bjargar, sem af einskærri fórnfýsi og elskusemi rétti mági sínum hjálparhönd við gæslu heimilisins. Foreldrar Jóns Guðleifs voru bæði ættuð undan Eyjafjöllum. Faðir Auðbjargar, Valtýr var ætt- aður frá Skarðshlíð, en móðir hennar frá Söndum í Meðallandi. Ólafur Eyjólfsson, maður Auð- bjargar, var frá Keflavík, en báðir foreldrar hans voru ættaðir undan Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Ön- undarhorni í Austur-Eyjafjalla- hreppi, og á þeim bæ dvaldi Leifi — en undir því stuttnefni gekk hinn látni alla tíð meðal vina og vandamanna — samfleytt í 9 sum- ur þegar hann var smádrengur. Amma hans, Jóhanna Jónsdóttir, bjó þar ásamt seinni manni sín- um, Brandi Ingimundarsyni. Undi Leifi þar vel hag sínum, bar virð- ingu fyrir og einlægan kærleika til ömmu sinnar, og þótti vænt um þetta skyldfólk sitt, enda frænd- rækinn og tryggur í besta lagi. Leifi ólst upp hjá foreldrum sínum að Garðsstöðum í Eyjum, og þar fæddist hann. Uppeldi utan heimilis fór fram niður við höfnina. Bryggjan og pallarnir voru aðalleikvangur barnanna og hlutu þau nafngift- ina fjörulallar í gamla daga. Það var því mjög eðlilegt að allt lifið snérist um fisk og sjó hjá heil- brigðum drengjum. Snemma ævinnar þurfti að taka til hend- inni á þessu tímabili. Leifi réðst norður til Þórshafnar ekki fullra 14 ára að aldri. Það var þjóðhátíð- arárið 1930. Þar réri hann tvö sumur á trillu. En á þriðja sumr- inu var hann á Seyðisfirði og átti margar skemmtilegar endurminn- ingar frá þeim tíma. Afraksturinn var þó ekki mikill. Hann átti 35 krónur þegar heim var komið og sagði þá að „öll skipshöfnin skuld- aði nema ég, af því að ég reykti ekki“. Síðan komu síldarárin og valt á ýmsu um afkomuna. Síldarleysis- árið 1935 hlaut hann þá frægð að vera fluttur heim á ríkisins kostn- að. Leifi fór á vélstjóranámskeið árið 1937 og gerðist síðan vélstjóri á vb. Skúla fógeta. Þar var hann í 6 ár með þeim farsæla og ágæta formanni Ölafi Vigfússyni í Gísl- holti. Þá hófust störf hans í landi en ekki þó án frávika, því að sjór- inn dró og laðaði til sín. Fyrst gerðist hann starfsmaður hafnarinnar, en síðan bifreiða- stjóri hjá Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja, tók síðan við verk- stjórn hjá sama fyrirtæki næstu 5 árin. Fiskigengd var þá oft allmik- il, umsvif eftir því, í mörg horn að líta og oft lítið sofið. Leifi réðst næst til Fiskmats ríkisins og starfaði þar sem yfirfiskmatsmað- ur frá árinu 1968. Árið 1970 réðst hann í að kaupa bát með tveimur félögum sínum. Báturinn var keyptur frá Seyðis- firði og bar nafnið Gullberg og var mikið happaskip. Þeir seldu síðar bátinn, en létu byggja 350 tonna bát sem hlaut sama nafn. Sá bátur kom til Eyja á jólakvöld 1970. Hreppti fárviðri mest alla leiðina frá Noregi, þar sem hann var byggður. Sjóhæfni þessa Gull- bergs sýndi sig því þegar í upp- hafi. Eins og allir vita urðu mikil þáttaskil hjá Vestmanneyingum árið 1973. Flestir hrökkluðust upp á land og þar á með'al Leifi og fjölskylda hans og „dingluðu þar meira og minna í lausu lofti, án þess að fá nokkra fótfestu. Það var alltaf verið að bíða eftir ein- hverju". Á þessa leið komst Anna kona Leifa að orði um þennan ógnartíma. Auðvitað vildu allir koma sér fyrir einhvers staðar, helst heima fannst flestum, en kannski helst þeim sem áttu í út- gerð og fiskverkun. Dýr voru góð ráð fyrir þau Önnu og Leifa eins og svo marga aðra. Húsið þeirra hvarf undir hraunið og allt í um- hverfinu sem þeim var kært var ýmist horfið eða óþekkjanlegt. Góðir grannar dreifðir hingað og þangað um landið og var það kannski þrautin þyngst. Einhvern veginn varð það samt ráðið að halda heim. Heimferðin var í nóvember 1973 og sest að í leiguhúsnæði, ekki var á öðru kostur þá. Þetta var hörmungaár, lærdómsríkt fyrir marga og af ýmsum ástæðum. Sennilega setti þetta allt sitt marka alla íbúa eyj- anna, og skildi eftir djúp ör í sál- um flestra. Verkefnin voru næg framundan. Þau hófu að reisa nýtt hús 2. júní 1974 og fluttu inn í það 17. maí 1975. Fjölskyldan öll gladdist yfir þeim stóra áfanga, sem þar með var náð. Eins og minnst var á í upphafi þessara orða var margt um börn og ungmenni á Garðsstöðum í æsku Leifa, hefur það vafist fyrir mörgum, og það jafnvel þó að kunnugir væru, að kunna skil á hverjir voru systkini, uppeldis- systkini, eða frændsystkini á bæn- um þeim. Hvorki var vítt til veggja né hátt til lofts í litla hús- inu að Garðsstöðum, en þar var alltaf nægilegt hjartarúm. Börn og fullorðnir lifðu saman í sátt og samlyndi, allir gengu út og inn eftir vild. Ennþá ríkir systkina- kærleikur milli allra þessara frændsystkina eins og hann gerist bestur. Jón Guðleifur kvæntist Önnu Þorsteinsdóttur 16. desember 1939. Börn þeirra urðu fjögur og skulu hér talin eftir aldursröð: 1. Elínborg, gift Guðjóni Pálssyni skipstjóra, þeirra börn eru tvö, Eyjólfur og Anna. 2. ólafur, kvæntur Guðfinnu Guðlaugsdótt- ur, þeirra börn eru einnig tvö, Laufey og Guðlaugur. 3. Þor- steinn, býr með Aðalheiði Sæ- mundsdóttur og eiga þau eitt barn, önnu (Aðalheiður átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi). 4. Jó- hann, hans kona, Bergljót Borna Einor J. Helgason Holtakotum Minning Fæddur 7. júní 18% Dáinn 20. febrúar 1985 „Fjallmenn að reka inn! Fjall- menn að reka inn! Farið frá dyr- unum, kóngurinn er að koma til að reka inn safnið!" Loksins hafði lítill drengur fyrir 45 árum séð sjálfan kónginn og hann spurði: „En mamma, hvar er kórónan?" Svarið kom: „Okkar kóngur þarf enga kórónu." Þannig leit undirritaður fyrst Einar í Holtakotum, og níu árum síðar var ég orðinn liðsmaður hans við fjársmölun á Kili. Einar fæddist að Uppsölum í Flóa 1896 í byrjun sumars sem var óvenju sólríkt og gott. En í þann mund er engjasláttur stóð sem hæst dundi ógæfan yfir er hinir hroðalegu jarðskjálftar á Suður- landi gengu yfir. Bærinn í Uppsöl- um hrundi yfir fólkið og um síðir var Einari bjargað út um rifu á stafninum, þá tveggja mánaða gömlum. Foreldrar Einars, sem nýlega höfðu byrjað búskap, misstu allt sitt og stóðu uppi slypp og snauð. Bærinn og öll önnur hús meira og minna hrunin, svo var og í stór- um hluta af öllu Árnesþingi. Eng- inn efniviður var til í landinu að reisa öll þau hús sem hrunin voru, og því aðeins þeir efnameiri, sem gátu greitt í peningum, sem fengu það sem til var. Ungu hjónin í Uppsölum voru ekki meðal þeirra, og því ekki annað að gera en hætta búskap og fara í vinnumennsku. Var Einari því komið fyrir hjá frændfólki sínu er bjó upp í Hrunamannahreppi. Með þeim hjónum Jóhanni Einarssyni móð- urbróður sínum og Ragnhildi Halldórsdóttur flutti Einar sig svo út í Biskupstungur árið 1909 að Halakoti í Bræðratunguhverfi. Árið 1921 tók Einar svo við búinu er hann gekk að eiga heitkonu sína, Jónasinu Sveinsdóttur, er einnig var úr Hrunamannahreppi. Árið 1925 fluttu þau sig að Holta- kotum og bjuggu þar óslitið til ársins 1967 er Jónasína lést. Holtakotin höfðu verið í eyði áður en Einar flutti þangað, þurftu þau hjón því að byrja á að byggja flest hús frá grunni og erfiðir tímar fóru í hönd, sem var heimskrepp- an mikla. Þar að auki hlóðust fljótt á Einar margvísleg félags- málastörf; í miðjum byggingar- framkvæmdum varð hann oddviti sveitarinnar og hafði í mörg horn að líta. Kom þar mest til að Einar var harðgreindur og treystu sveit- ungarnir honum til að standa fyrir forustu um hreppsmál. Nokkur innansveitarólga hafði ríkt árin á undan. Þurfti því traustan mann til að koma lagi á hlutina. Því trausti brást Einar ekki, lagði nótt við dag og hætti ekki fyrr en öllum málum hafði verið komið í lag. í oddvitatíð Einars var byggður heimavistarskóli í Reykholti. Var það mikið starf fyrir bónda með stóra fjölskyldu að sjá um svo mikið fyrirtæki sem smíði slíks húss var. Vegur var aðeins kominn að Torfastöðum, og mikið af efn- inu keyrt síðasta áfangann á hestvögnum. Engan síma hafði oddvitinn heldur, og margar ferð- irnar fór hann ríðandi að Torfa- stöðum vegna hreppsmálanna. Mörg önnur störf hafði Einar með höndum þó fæst verði hér tal- in upp. Hann var í fjölda ára um- boðsmaður Samvinnutrygginga hér í sveit. Kom í því starfi best fram trúmennska hans, nýtti hann hverja stund sem gafst til að sinna tryggingamálum, ferðaðist hann þá um á milli manna og benti þeim á það sem betur mætti fara. Einar var um áratugi fjallkóng- ur og réttarstjóri í Tungnaréttum sem að framan getur, minnast flestir tungnamenn hans í því embætti sem hins rólega og yfir- vegaða foringja, stýrði hann liði sínu alltaf heilu heim, í engu var slakað á fyrr en síðasta kind var komin í réttargerðið. Þá var hand- takið hlýtt og þétt er kvaðst var eftir oft volksamar ferðir um þokudimman Kjalveg. í bókinni Göngur og réttir lýsir Einar þessum ferðum og afréttin- um. Má þar sjá að jafn vel fór honum að hafa pennann að am- boði. í þessum lýsingum kom best fram eiginleiki Einars sem for- ingja, greind hans og að finna far- sælustu leiðina öllum til heilla. Þau hjón eignuðustu 5 börn og öll hafa gifst:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.