Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 15 verið notaður sem innansveit- arkrónika frekar en listdreifing um landið. Að létta af sveitarfé- lögum sjálfsögðum skyldum við innkaup listaverka er koma listskreytingasjóði ekki par við. Heldur öllu frekar það, að með fálmkenndri og minnkandi um- fjöllun fjölmiðla um myndlist- arviðburði, á sama tíma og um- fjöllun um aðrar listgreinar hef- ur stóraukizt, ásamt mikilli fjöl- gun sýninga, hefur dregið úr al- mennri aðsókn. Nútimamaður- inn er svo háður sjónreynslu sinni og í sívaxandi mæli því, sem hann er matreiddur á i gegnum fjölmiðla. Hér má nefna, að greint er ít- arlega frá væntanlegum við- burðum í leiklist, tónlist, bók- menntum og kvikmyndalist og þeir tíundaðir á alla vegu þannig að eftirvænting og forvitni fólks er vakin fyrirfram. Þetta á sér nær aldrei stað um meiri háttar viðburði í myndlist og ef það er gert er talað um mismunun og hlutdrægni því allt á víst að vera undir einum hatti hér! — En myndlistarviðburðir eru marg- víslegrar gerðar og vægi þeirra misjafnt svo sem hver heilvita maður ætti að sjá. Einmitt þetta hefur orsakað það, að jafnvel ágætar sýningar, sem vel er staðið að og hafa kostað viðkomandi stórfé, standa varla undir kostnaði, hvað þá að þær borgi fyrri skuldir. Það er ekki minni undirbún- ingur og vinna að baki hinum stærri viðburðum á myndlist- arsviði en t.d. að skrifa bók eða semja leikverk og við það bætist að í langflestum tilvikum verður listamaðurinn sjálfur að standa að uppsetningu verka sinna og kosta hana i hólf og gólf. Þá hef- ur verðbólga og hvers konar óró- leiki á peningamarkaðinum rýrt gildi varanlegra hluta, sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirrar þróunar. Málverk er ekki alfarið sú fjárfesting sem vera ætti á fe- lenzkum peningamarkaði, sem er rislágur um þessar mundir, — rikið og peningastofnanir bjóða almenningi öruggari fiárfest- ingu. Myndbönd og sólarland- aferðir (sem ekki þarf að greiða fyrr en eftir á) eru og mörgum freistandi tilboð og vill þá verða lítill peningur eftir til mynd- verkakaupa. Það er þannig margt sem glep- ur og verður til að þrengja hag myndlistarmanna, er mála af innri nauðsyn, en ekki til að þjóna fáfengilegum smekk og tízkufyrirbærum. Listin verður ekki metin til peninga — rétt er það, en einn- eigin er það rétt, sem Vínarbúar hafa að orðtæki: „Án peninga engin list!“ ... I næsta pistli fjalla ég um ís- lenzkan myndlistarmarkað. viddir málverksins og fá þau til að lifa sínu eigin lífi. Eitt málverkið stendur þó fyrir sínu, „Veröld glers og blóma“ (3), sem virkar ferskara og opinberar dýpri lifun inn í myndefnið en flest önnur. Listakonan kemst betur frá æikningum sínum og myndum jlandaðrar tækni (pastel, akríl, crít), enda eru þau vinnubrögð ikyldari grafíkinni en olíutæknin. íér vil ég nefna teikningarnar .Brothætt veröld 1“ (5) og „Úr jlergarðinum" (25). Tvær stórar nyndir í innri sal sem útfærðar jru í pastel og akril bera einna íkafastan vott um löngun lista- conunnar til víkkunar myndsviðs- ns. Þær eru um margt athyglis- ærðar fyrir umbúðalaus og craftmikil vinnubrögð og eru rafalítið það ferskasta á sýning- ínni og það er ber í sér mestu jrómögnin og fyrirheitin. í heild staðfestir þessi sýning 3tyrk Jóhönnu Bogadóttur sem listakonu svo og óbugandi seiglu og kjark. Georg Guðni í Nf listasafni Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur alltaf verið bjargföst skoðun mín og fullvissa að hægt sé að tileinka sér hin óliklegustu stílbrögð er fram koma á erlend- um listavettvangi og teljast til róttækrar framúrstefnu og heim- færa á íslenzkt umhverfi og ís- lenzkan veruleik. Við eigum svo myndauðugt land að við þurfum ekkert til útlanda að sækja um myndefni og eðli- legast er að rækta það og hefja til æðra veldis er næst manni stend- ur. Finna fegurðina er umlykur okkur og miðla henni til annarra. Islendingar eru ofurnæmir fyrir því sem er að gerast erlendis hverju sinni og því miður einkenn- ast rannsóknir þeirra á myndflet- inum oft og tíðum á viðteknum niðurstöðum erlendis frá og virka þá sem hráar þýðingar á því sem þegar hefur verið gert og staðfest. Sjálft lífið í margbreytileika sfnum er ærið yrkisefni hverjum manni er leggur fyrir sig listir og það sem máli skiptir hér er að opna augu fólks fyrir ríkidómi hvunndagsins, — það er og hægt að gera með brögðum listar og óþarfi að pakka honum inn í fagr- ar umbúðir og fjarræna virkt. Málarinn ungi Georg Guðni, er til vikuloka kynnir nokkur verka sinna í Nýlistasafninu við Vatnsstíg, er lifandi dæmi um listspíru er hefur tileinkað sér þann skilning að hægt sé að klæða fjöllin hér í nýlistarbúning. Að óþarfi sé að leita út fyrir land- steinana að myndefni. Þetta skilja ekki allir af ungu kynslóðinni, en þá er rétt að visa til og minna á að ýmsir fulltrúar nýbylgjumálverk- sins eru farnir að leita hingað til íslands um aðföng til auðgunar og útvíkkunar myndsviðs síns. Myndir Georgs Guðna eru ekki nein venjuleg landslagsmálverk heldur bein skynhrif og rannsókn á formrænum möguleikum mynd- efnisins hverju sinni, það er ein- faldað til hins ýtrasta og lista- skalinn er blæbrigðaríkdómurinn frá hvítu í svart. Sýning þessi mun koma mörg- um á óvart og er ekki víst að allir séu hér með á nótunum. En víst er að hér kveður sér hljóðs ungur myndlistarmaður, sem verður er allrar athygli og stuðnings svo að hann geti notið sín til fulls næstu árin og með öllu óháður brauð- striti og hagnaðarvon. Rannsóknir á sviði myndlistar eru á engan hátt minna virði en rannsóknir á öðrum sviðum hugvísinda. Það er langt síðan við höfum séð lands- lagsmyndir á íslandi á borð við löngu myndina af „Esju“ (2), „Kögunarhóli" (5), „Hágöngu" (8) og „Hvalfelli" (10). — Litameð- ferðin og stemmningin geta á stundum minnt á Vilhelm Hamm- arshöi en er þó í hæsta máta per- sónuleg og formin önnur. Þetta er sýning sem vert er að vekja athygli á, því að víst má telja að Georg Guðni eigi eftir að leggja sitthvað til málanna á vettvangi islenzkrar myndlistar í framtíðinni. TERŒL Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi stationvagn sem sannar að fjórhjóladrifnir bílar geta verið þægilegir. Hvort heldur á hann er litið eða í honum ekið er hann ekki eins og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör- uggur svo sem við er að búast frá Toyota. Þægindi fólksbifreiðarinnar, seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum sameinast í Tercel station. Harðger 1,5 lítra bensínvél sinniraf samaöryggi 2 og4 hjóla drifunum. TOYOTA Nýbýlavegi8 200Kópavogi S. 91-44144x UJUJ9SS9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.