Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 Ávana- og fíkniefni: Orsakir eftir dr. Þorkel Jóhannesson Hér fer á eftir annar kafli úr nýjn riti dr. Þorkels Jóhannessonar pró- fessors, „Ljfjafræði miótaugakerfis- ins“: Ef tilraunadýrum gefst kostur á að sprauta sig sjálf með vimugjöf- um eða drekka þá í lausn (eða fá f sig á annan hátt), má greinilega sjá, að dýrin sækjast eftir hlutað- eigandi vímugjöfum hliðstætt og þekkist hjá mönnum. Dýratilraun- ir benda þannig til þess, að bæði kókaín og amfetamín, einkum þó kókaín, séu ákaflega eftirsóknar- verðir vímugjafar líkt og reynsla er af hjá mönnum. Ferill þeirra dýra, sem sækja i kókain og am- fetamfn, er enn fremur hliðstæður við feril amfetaminÍ8ta og kókain- ista. Morfín og ýmis morfínlík lyf virðast og vera mjög eftirsóknar- verð f tilraunum sem þessum, en þó tæpast á borð við fyrrnefnd efni, né dýrunum eins hættuleg og þau. í slfkum tilraunum má enn fremur greinilega sjá, að dýr sækja f alkóhól, ýmis önnur ró- andi lyf og svefnlyf og lífræn leysiefni og allnokkuð i ávanaefni á borð við nikótín og koffein, sem ekki teljast vimugjafar. Dýratil- raiinir benda hins vegar til þess, að sókn i tetrahýdrókannabfnól (kannabis) sé lítil og nær engin í lýsergíð. Ef dýrunum er boðið að sprauta sig með klórprómazíni, eru þau gersamlega áhugalaus fyrir verkunum þess eða forðast beinlfnis að sprauta sig með þvf. Sama gildir raunar um flest efni, sem ekki verða talin ávana- eða fíkniefni með mönnum. Samræmi milli árangurs af dýratilraunum og af fenginni reynslu af mönnum er þannig með vissum frávikum gott í þessu efni. Trauðla sækjast apar, rottur eða önnur tilraunadýr svo fast i kókaín, amfetamín, morfin eða aðra vímugjafa sem raun ber vitni, ef áhrif þessara efna væru ekki dýrunum þægileg eða gætu verið það (dýrin læra oft að velja sér þá skammta, sem fæstar hjá- verkanir hafa). Dýratilraunir benda þannig sterklega til þess, að vellíðunarkennd gæti verið aðal- uppistaðan i ávana og fíkn eins og áður er haldið fram. f þessu sam- bandi er athyglisvert, að morfín- fiknir og amfetamínffknir menn, sem komist hafa upp á lag með að sprauta sig i æð, lýsa mjög mikilli velliðunarkennd af völdum þess- ara efna, er minnir á kynferðis- lega fullnægingu af hæstu gráðu. Þessu lik er og reynsla kókainffk- inna manna. Freistandi er þannig að ætla, að velliðunarkennd af völdum vimugjafa, eða a.m.k. af völdum kröftugra vímugjafa, sé að einhverju leyti bundin við þá staði í miðtaugakerfinu þar, sem er yf- irstjórn kynhormóna eða stöðvar fyrir vellíðunarkennd eða hvort- tveggja. í kafla XI er að því vikið, að í undirstúku (hypothalamus), en hún er hluti af milliheila, sé yfir- stjórn kvnhormóna auk margs annars. I undirstúku eru þannig taugungar, er stjórna matarlyst og vatnsdrykkju dýra, og þar eru enn fremur taugungar, er virðast ráða þvf, hvort dýrunum líður vel eða illa. Ef þessir taugungar eru ertir með hæfilegum rafstraumi, má fá dýrin til þess að éta og drekka, enda þótt þau væru hvorki soltin né þyrst fyrir. Oft eykst einnig drykkja alkóhóls, ef það er í boði. Við rafertingu á frumum i undirstúku kann og hegðun dýr- anna að breytast svo, að túlkað er sem vellfðan færist yfir þau. Rannsóknir með rottur hafa sýnt, að ýmsar frumur f undir- stúku eru mjög næmar fyrir alkó- hóli og lítið magn af alkóhóli breytir starfsemi þeirra til muna. Þetta á ekki einungis við fyrr- nefndar frumur, er ráða áti og drykkju og ef til vill vellíðan, held- ur og frumur, er stjórna losun og myndun kynhormóna og stýra þvaglátum. Þá er og vitað, að ýms- ar frumur i undirstúku eru mjög næmar fyrir verkunum margra annarra vimugjafa (morfín, am- fetamín, tetrahýdrókannabinól o.fl.). Ef benda ætti á einhvem stað í miðtaugakerfinu, sem mjög er næmur fyrir verkunum vímu- gjafa yfirleitt, yrði þannig undir- stúka fyrst fyrir. Þeir taugungar i undirstúku, er áður ræðir og stjórna matarlyst og drykkju, eru taldir vera ýmist noradrenvirkir eða serótóninvirk- ir (þ.e.a.s. þessi boðefni losna úr skaftendum hlutaðeigandi taug- unga). Rannsóknir á rottum sýna, að þau dýr, er að öllu jöfnu drekka mest alkóhól f tilraunum, hafa mesta veltu (umsetningu) á serót- ónfni i heila og alveg sérstaklega í undirstúku. Þetta bendir enn til þess, að undirstúka og breytingar á starfsemi i undirstúku skipti miklu máli um það, hve mjög til- raunadýr sæki i alkóhól, enda þótt fleira komi vissulega einnig til. Hér erum við einmitt komin að mjög athyglisverðu atriði. Það er sú staðreynd, að sókn einstakra dýra af sömu tegund i alkóhól er eftir atvikum talsvert eða jafnvei mjög mismunandi. Enda þótt sókn f vfmugjafa sé áberandi mismikil eftir þvf, hvert efni á i hlut, eins og áður ræðir, er hitt þó enn at- hyglisverðara, að sókn tilrauna- dýra í a.m.k. þennan vímugjafa kann að vera stórlega mismunandi hjá einstaklingum sömu dýrateg- undar eða hjá einstaklingum mis- munandi stofna sömu tegundar. óvíst er, hvort eða að hve miklu leyti þessu er sama veg farið með aðra vimugjafa. í ýmsum rannsóknastofnunum (m.a. f Finnlandi) hefur tekist að rækta sérstaka stofna músa og rotta þannig, að dýrin sækja mjög mismunandi mikið f alkóhól, þótt það sé rfkulega f boði. Mýs og rott- ur af tilteknum stofnun drekka þannig fremur vatn en blöndu alkóhóis og vatns, en dýr af öðrum stofnum sækja fremur f alkóhól- blönduna og drekka jafnvel alkó- hól sér til óbóta. Með ræktun má sem sagt velja úr þau dýr, er hafa „tilhneigingu til alkóhólisma" og láta ganga i erfðir. Tilraunir með dýr benda ekki einungis til þess, að neysla alkó- hóls (eða hvötin til að neyta alkó- hóls) sé arfbundin, heldur sé og áfengisvima af völdum sama magns alkóhóls i blóði mismun- andi hjá þessum dýrum og háð erfðum. Rannsóknir benda enn til þess, að umbrot alkóhóls (etanóls) sé mismunandi hjá ólíkum stofn- um rotta og músa og það sé sömu- leiðis arfbundið fyrirbæri. Athygl- isvert er i þessu sambandi, að magn acetaldehýðs, en það er um- brotsefni alkóhóls (sjá mynd 28), er oft hlutfallslega meira i blóði þeirra dýra, er lítt sækjast i alkó- hól, en hinna, sem fremur drekka vatnsblöndu alkóhóls en vatn. Hjá tilraunadýrum má og sýna fram á fleiri atriði, er lúta að neyslu alkó- hóls og eiturhrifum þess og arf- bundin eru. Hvernig er þessu farið hjá mönnum? — Faraldursfræðilegar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á þessu sviði, eru umdeildar og engan veginn einhlítar. Að mati höfundar bendir þó margt til þess, að alkóhólismi „fari eftir ættum“. Þetta merkir einfaldlega, að hvöt- in til þess að drekka áfengi er að öðru jöfnu meiri hjá þeim mönnum, er átt hafa feður, mæður eða önnur náin skyldmenni, sem neytt hafa áfengis að marki eða beinlínis verið alkóhólistar, hvort sem þeir hafa verið meira eða minna samvistum við þessi skyld- menni sín eða ekki, en hjá hinum, sem ekki er svo i ætt komið. Alkó- hólismi er að sjálfsögðu ekki beinlinis arfbundinn. Til þess að verða alkóhólisti þarf alkóhól að vera til staðar og menn að neyta þess úr hófi. Það er því sem sagt hvötin til þess að neyta alkóhóls úr hófi, þegar það er til staðar eða býðst, sem er að því er best verður séð arfbundin. Hvernig svo sem þessum málum er háttað hjá mönnum, er hér um ákaflega áhugavert rannsóknar- efni að ræða. Og taka verður undir orð þekkts bandarisks visinda- manns á þessu sviði um alkóhól- isma og erfðir, er hann sagði: „It’s fairly well established that some- thing’s being transmitted biolog- icallv" Ef ódrukknum alkóhólistum er gefinn ákveðinn skammtur áfeng- is, er magn acetaldehýðs i blóði þeirra að jafnaði meira en er i blóði venjulegra manna eftir neyslu jafnstórs skammts. Þetta gæti merkt, að umbrot eða um- brotshraði alkóhóls væri annar i alkóhólistum en er i öðrum mönnum. Sérstaklega gæti þetta átt við umbrot á acetaldehýði í ac- etat, en það flyst inn i efnaskipta- keðjur likamans og er orkugefandi (sbr. mynd 28). Hjá alkóhólistum mætti þó vel ætla, að truflun á umbrotum alkóhóls væri engu síð- ur afleiðing en orsök alkóhólisma. Þvi vakti það verulega athygli, er tveir bandariskir visindamenn sýndu fram á árið 1979, að eftir töku tiltölulega litils skammts af áfengi var þéttni acetaldehýðs marktækt meiri i blóði tuttugu ungra karla (23 ára að aldri), er áttu annað tveggja alkóhójista að foreldri eða systkini og neyttu sjálfir áfengis á félagslegu stigi, en var i blóði jafnmargra og jafn- gamalla karla i samanburðarhópi (neyttu áfengis á félagslegu stigi og án náinna fjölskyldutengsla við alkóhólista). Einstaklingum i fyrrnefnda hópnum ætti einmitt að vera svo i ætt komið, að þeir væru i meiri hættu en aðrir að verða alkóhólistar siðar á ævinni (sbr. að framan). Faraldursfræði- legar rannsóknir munu að lfkind- um skera úr, þegarfrá líður, hvort afbrigðilega mikið acetaldehýð í blóði eftir neyslu áfengis skiptir sköpum í þessu efni. Acetaldehýð er óstöðugt og hvarfgjamt efni. Það er líkt og alkóhól rokgjarn vökvi og hefur slævandi verkun á miðtaugakerfið hliðstætt við það. Ekkert bendir þó til þess, að vima af völd’ m alkóhóls sé vegna ummyndunar þess í acetaldehýð, a.m.k. ekki venjulega. Þessu til stuðnings er að acetaldehýð veldur mönnum ýmsum hvimleiðum einkennum, ef þéttni þess í blóði eykst mjög. Þetta færa menn sér einmitt í nyt við meðferð á alkóhólistum (sbr. disúlfiram á eftir). Á hinn bóginn má vel vera, að acetaldehýð valdi nokkru um timburmenn og lif- færaskemmdir eftir mikla eða langvarandi áfengisneyslu. Vegna hvarfgirni sinnar þykir og mjög líklegt, að acetaldehýð geti bundist við ýmis efni i likama manna og dýra. Meðal þessara efna eru sum boðefni (noradrenal- ín, dópamín og serótónin). Veru- legar líkur eru á þvi, að acetalde- hýð geti truflað umbrot þessara boðefna, bundist við þau og breytt svo, að þau nýju efni, er þannig myndast, verki á sömu viðtæki og og morfínpeptíð. Hvort slíkt gerist i raun og veru hjá mönnum eftir neyslu áfengis, er enn óljóst. Hitt er þó staðreynd, að eftir innspýt- ingu litils magns slíkra efna (mynduð út frá dópamíni i nær- veru acetaldehýðs) i heilahólf á rottum, sem heldur vilja drekka vatn en blöndu af vatni og alkó- hóli, ef hvorttveggja er í boði (sbr. að framan), óx drykkja dýranna á alkóhólblöndunni svo, að telja mátti þau orðin að „alkóhólist- um“. Að öllu samanlögðu verður því að teljast knýjandi að rann- saka til hlítar, hvort eða að hve miklu leyti meðfæddar og arf- bundnar breytingar á umbrotum alkóhóls (etanóls) geti skýrt hvers vegna sumir (fáir), er neyta áfeng- is, verða alkóhólistar, en aðrir (flestir) ekki. Svo virðist sem sjúkdómar i miðtaugakerfi, þar á meðal geð- sjúkdómar, stuðli ekki beinlinis að ávana eða fíkn í vímugjafa. Varð- andi alkóhólisma sérstaklega telja menn þó að orsakatengsl séu milli notkunar áfengis á ávana- eða fíknistigi og hugstreitu (neurosis) og geðdejrfðar. Hvemig þessu er nánar farið, er óvist. Enda þótt ekki verði séð, að nokkur ein skapgerð eða skapgerð- areiginleikar verði taldir forsenda ávana eða fiknar í vimugjafa, er þó talið, að menn með tiltekna skapgerð eða geðhöfn sæki fremur i tiltekinn vimugjafa eða aðra. Þetta gæti átt við vimugjafa á borð við morfin, amfetamin, tetra- hýdrókannabínól (kannabis) og alkóhól. Hér má enn nefna, að listamönnum, er framfylgja ákveðinni stefnu til listsköpunar og túlkunar, er á stundum einn vimugjafi öðrum hentari i þessu skyni. Þeir skapgerðareiginleikar, sem taldir eru algengir meðal alkóhólista, eru ósjálfstæði og vanmetakennd, framtaksleysi og sjálfshyggja, auk vanþroska og vankunnáttu. Mynd 29 á að sýna, að náin tengsl eru ekki aðeins milli ávana- efnis eða fikniefnis (vimugjafa) og tiltekins einstaklings (eða mið- taugakerfis hans), heldur og milli slíkra efna og þess umhverfis sem hann hrærist i og er hluti af. Mótandi umhverfi hvers ein- staklings er i þessu efni heimili hans, vinnustaður og þau félags- bönd, sem hann ríður sér, hvort sem er i leik eða starfi (sbr. mynd 29). Ef umhverfi einstaklings er gegnsýrt einhverjum vímugjafa eða ávanaefni, er trúlegt, að hann venjist á félagslega notkun þess sve sem hefðir segja til. Ef hið gagnstæða er uppi á teningnum og einstaklingurinn býr við umhverfí þar sem notkun ávanaefna og vimugjafa er lítil, eru samsvar- andi minni líkindi þess, að hann venjist á félagslega notkun þeirra. Enginn efi er á því, að mikið og næstum óheft framboð á tóbaki og áfengi og tengsl þeirra við félags- legar athafnir og atferli ráða mestu um, hve útbreidd notkun og misnotkun þeirra er. Eftir þvi sem framboð ávanaefnis á borð við nikótín (tóbak) og fíkniefnis á borð við alkóhól (áfengi) er meira og notkun þeirra algengari, því meiri líkur eru á, að þeir einstakl- ingar, sem sakir erfða eða á annan hátt eru næmir fyrir, ánetjist þessum efnum og taki að nota þau á ávana- eða fíknistigi. Um tilurð alkóhólisma með þessum hætti eiga þannig vel við orð þekkts finnsks visindamanns, er sagði á ensku: „The more accepting of alcohol drinking a social environ- ment is, the more significant here- ditary factors become' (því meir sem þykir við hæfi að nota alkóhól félagslega, þvi meira máli skipta arfbundnir þættir (þ.e.a.s. við uppkomu alkóhólisma)). Meðferð á ávana og fikn má að minnsta kosti skipta i þrennt: Meðferð á vímuástandi, meðferð á fráhvarfseinkennum og eftirmeð- ferð (meðferð að lokinni „afvötn- un“). Auk þess má með fullum rétti tala um varnandi meðferð. Varnandi meðferð felur í sér alla þá hjálp og aðgerðir, upplýsingar og fræðslu um ávana- og fikniefni, er stuðlar að þvi að koma i veg fyrir ávana og fíkn i hlutaðeigandi efni. Texti sá, sem hér liggur fyrir, á þvi einmitt að vera innlegg i þá baráttu. í því, sem á eftir fer, verður sem áður fyrst og fremst fjallað um alkóhólisma. Við skulum fyrst lita nokkru frekar á varnandi með- ferð. Með þvi að alkóhólismi er lang- samlega algengasta fyrirbæri ávana og fíknar hér á landi og við- ar, er mikið i húfi að greina ein- kenni hans, ekki sist byrjandi ein- kenni, eins snemma og auðið er. Sú skylda hvflir á læknum og einkum þeim, er starfa að heilsu- gæslu, að kanna hvort sjúkdóms- einkenni frá tilteknum liffæra- kerfum kunni að stafa af neyslu áfengis. í þessu sambandi verður ALKÓHÓL [ ETANÓL] Alkóhól- . ACETALDEHÝÐ [CH3CH2OH] dehýdrógenasi [CH3CHO] Aldehýd-____________________^ ACETAT dehýdrógenasi [CH^COO ] DísúlJíram[Antabus[R]] Mynd 28. Umbrot alkóhóls (etanóls). Um það bil 80% af neyttu magni alkóhóls umbreytist (hvarfast) í lifur, 10% í öðrum líffærum, en 10% eru skilin út óumbreytt f útöndunarlofti, þvagi og svita. Þau enzým (Iffhvatar), er langsamlega mestu máli skipta varðandi umbrot alkóhóls, eru alkóhóldehýdrógenasi, er oxar etanól í acetaldehýð, og aldehýðdehýdrógenasi, er oxar acetaldehýð í acetat. Enzým þessi (eða enzýmkerfí) eru hjá mönnum í frymi frumna margra lfffæra, sérstaklega þó f lifur eins og áður greinir. Ýmislegt bendir til þess, að starfsemi alkóhóldehýdrógenasa og alde- hýðdehýdrógenasa kunni að vera hlutfallslega mismunandi hjá mismun- andi einstaklingum svo og hjá tilraunadýrum. Hjá tilraunadýrum virðist þessi munur vera arfbundinn (sjá texta). Acetat, er myndast úr acetaldehýði fyrír tilstilli aldehýddehýdrógenasa, flyst inn í efnaskiptakedjur líkamans og er orkugefandi Alkóhól má því. innan þröngra marka þó, nota sem fæðu. Lyfið disúlfíram (Antabus (R)) hamlar umbrotum (oxun) á acetaldehýði í acetat með því að trufla starfsemi aldehýðdehýdrógenasa. Eykst þá mjög þéttni acetaldehýðs í blóði, ef áfengis er neytt. Veldur það hlutaðeigandi ýmsum hvimleiðum einkennum. Notfæra menn sér stundum þessa verkun við eftirmeðferð á alkóhólistum (sjá texta).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.