Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 37 Á jeppum í Grímsvötn Texti og myndir: HJÖRTUR STEFÁNSSON Sídla janúar vorum við nokkrir félagar í 4x4-klúbbnum { miklum feróahug. Þar sem vid höfðum ferdast áður um landið þvert og endilangt, var markið ekki sett lágt, stefnt skyldi á Grímsvötn, lengst inni á Vatnajökli. Hafa skal það í huga að ekki er vitað um ferðir manna í Grímsvötn áður á þessum árstíma. Lagt var af stað úr Reykjavík seint á föstudagskvöldi 25.1. og ekið sem leið liggur inn að Sig- öldu. Leiðin var greiðfær, nær sem að sumarlagi og það var ekki fyrr en komið var inn að Þórisvatni sem fór að vera ein- hver snjór sem talist gat. Færið var gott og mikið harðfenni vegna mikilla frosta, sem höfðu verið á þessum slóðum síðast- liðnar vikur, eða 20—30°C. Veður var ágætt aðfaranótt laugardagsins, nokkur vindur en þó ekki skafrenningur, svo mögulegt var að fylgja kennileit- um og vegarstikum, þar sem þær stóðu upp úr snjó. Komið var að skálum Jöklarannsóknarfélags- ins inni í Jökulheimum um sjö- leytið á laugardagsmorguninn eftir átta tíma ferð úr Reykja- vík. Næsti áfangi ferðarinnar voru Grímsvötn, sem eru u.þ.b. 60 km inni á Vatnajökli í um 1700 m hæð. Lagt var á jökulinn skömmu fyrir hádegi eftir nokk- urra stunda hvíld. Fyrst í stað sóttist ferðin vel, þar sem jökullinn var þéttur og ósprunginn. En er ofar dró og líða tók á daginn jókst bæði hrtðarmuggan og lausamjöllin á jöklinum svo skyggnið varö nán- ast ekkert, þar sem allt rann saman í hvítan vegg. Það sem gerði mögulegt að halda ferðinni áfram lengra inn eftir jöklinum var að meðferðis var Loran-C- staðsetningartæki, sem nota varð til að fylgja fyrirfram val- inni leið. Sfðustu 5—10 km voru gífurlega torsóttir og varð að beita bílunum til hins ýtrasta, en loks var komist inn f Grims- vötn. Þar var stansað sem allra styst þvf veðrið var farið að versna, skafrenningur að aukast og farið að skyggja. Einungis var Við vegvísana inni á hálendinu, þar aem vegurinn greinist frá Sigöldu í Veiðivötn annars vegar og upp í Jökul beima hins vegar. Helgi Þ. Kristjánsson og Hjörtur Stefánsson við einn bflanna. unnið við viðhald á og lesið af mælitækjum, sem eru við Grímsvötn. Leiðin til baka af jökli f Jökul- heima sóttist hraðar, þar sem förin frá því fyrr um daginn voru til að styðjast við og þurfti því ekki að nota Loran-tækið til staðsetningar. Komið var f skála í Jökulheimum um miðnættið. Það voru þreyttir og ánægðir menn sem lögðust til hvíldar þá nótt. Lagt var af stað heim á leið skömmu eftir hádegi á sunnu- dag. Ferðin sóttist seint þar sem mikill skafrenningur var, um átta vindstig og ofankoma. Komst hópurinn loks heilu og höldnu til Reykjavíkur um mið- nættið á sunnudagskvöld. Vetrarferðir eru varasamar eins og mörg dæmi sýna okkur, þess þá heldur jökulferðir og er frumskilyrði þegar farið er f slíka ferð að menn séu á traust- um farartækjum, með góð fjar- skipta- og staðsetningartæki og með meiri matarforða og þekk- ingu á landi sínu en þeir gera ráð fyrir að þurfa að nota. Þátttakendur í þessari ferð voru 6 félagar úr ferðaklúbbnum 4x4. Þeir fóru á þremur bílum, Scout, Toyota Landcruiser og Willy’s. Ljósm. Hjörtur Stefánsson Medal áfalla á leidinni var að tvö dekk fóru af felgum er ekið var á ójafnri íshellu. Bflar og fólk framan við skálana í Jökulheimum, frá vinstrí Guðni Ingimarsson, Þorvarður Hjalti Magnússon, Helgi Kristjánsson, Friðgeir Jónsson og Snorrí Ingimarssom. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Breid- firðingafélagsins Bjarni og Sveinn Jónssynir sigruðu með yfirburðum í 48 para barometerkeppninni sem lauk sl. fimmtudag. Hlutu þeir 880 stig yfir meðalskor sem eru tæp 19 stig í hverri umferð. Lokastaðan varð annars þessi: Bragi Erlendsson — Ríkarður Steinbergsson 691 Halldór Jóhannesson — Ingvi Guðjónsson 611 Gísli Víglundsson — Þórarinn Árnason 590 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 523 Baldur Árnason — Sveinn Sigurgeirsson 474 Hans Nielsen — Lárus Hermannsson 473 Birgir Sigurðsson — öskar Karlsson 454 Albert Þorsteinsson — Stígur Herlufsen 365 Jóhann Jóhannsson — Kristján Siggeirsson 362 Næsta keppni deildarinnar verður hraðsveitakeppni og er skráning hafin í símum 72840, 42571 eða 36721. Spilað er í Hreyfilshúsinu, ú. hæð, á fimmtudögum kl. 19.30. Bridgefélag Hveragerðis Nú er aðeins einni umferð ólokið í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Einar Sigurðsson 138 Kjartan Kjartansson 114 Hans Gústafsson 106 Stefán Garðarsson 95 Björn Eiríksson 71 Sturla Þórðarson 69 Keppninni lýkur á fimmtudag- inn kemur í Félagsheimili ölfus- inga. Spilamennskan hefst kl. 19.30. Bridgefélag Kópavogs Sl. fimmtudag lauk Butler- tvímenningskeppni félagsins. Síðasta umferðin var þannig að efstu pör úr sitt hvorum riðli spiluðu innbyrðis um efstu sæt- in. Úrslit urðu eftirfarandi: Vilhjálmur Sigurðsson — Vilhjálmur Vilhjálmsson 174 Oddur Hjaltason — Jón Hilmarsson 174 Ármann J. Lárusson — Sigurður Sigurjónsson 173 Guðm. Theódórsson — Ingimar Valdimarsson 164 Sigurður Norðdahl — Steindór Guðmundsson 162 Bernódus Kristinsson — Þórður Björnsson 149 Eins og sjá má var keppnin um efstu sætin mjög jöfn og spennandi í lokin. Fimmtudaginn 21. marz hefst Board-a-match sveitakeppni, en það er sveitakeppni með útreikn- ing eins og i tvímenningi. Að- stoðað verður eins og frekast er unnt við myndun sveita. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Staðan eftir 18. umferðir í barómeterkeppni félagsins: Guðmundur Jóhannsson — Jón Magnússon 177 Björn Þorvaldsson — Þorgeir Jósefsson 156 Ragnar Þorsteinsson — Helgi Einarsson 155 Ragnar Hermannsson — Hjálmtýr Baldursson 133 Friðjón Margeirsson — Valdimar Sveinsson 127 Ágústa Jónsdóttir — Guðrún Jónsdóttir 99 Þórarinp Árnason — Ragnar Björnsson 98 ísak Sigurðsson — Finnur Thorlacíus 87 Næstu 6 umferðir verða spil- aðar mánudaginn 18. mars og hefst keppni stundvislega kl. 19.30. Spilað er í Síðumúla 25. — Innihurðir — Allar geröir — allar stæröir, ómálaöar, plastlagöar og spónlagöar. Leitiö tilboöa — sýnishorn á staönum. Trésmiðja Hverageróls hf. Verksmiðja. Sími 99-4200. Múlasel hf. Reykjavík Söluskrifstofa. Síðumúla 4, 2. hssö. Sími 686433. 3|ítiRnMB|g*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.