Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 flfofgttulrliifrtíÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í tausasölu 25 kr. eintakiö. Varnarkerfi í geimnum Morgunblaöið birti á föstudag og laugardag hugieiðingar þriggja banda- rískra seffræðinga um varn- arkerfi í geimnum, sem er á stefnuskrá Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, og eitt helsta viðfangsefnið í viðræð- um Bandaríkjamanna og Sov- étmanna um takmörkun víg- búnaðar í Genf. í þessari grein sem vakið hefur heimsathygli er gerð skilmerkileg úttekt á kostum og göllum varnarkerf- isins frá tæknilegu, herfræði- legu og pólitísku sjónarmiði. Niðurstaða höfundanna er sú, að tillaga Reagans eigi fyllsta rétt á sér og hún geti markað þáttaskil. Nú eru tvö ár liðin síðan Ronald Reagan lýsti því yfir, að hafist yrði handa við rann- sóknir sem væru forsenda þess, að arftakar sínir á for- setastóli gætu tekið ákvörðun um, hvort í smíði slíks varn- arkerfis skyldi ráðist. Fyrstu viðbrögðin voru þau, að hér væri um svo fjarstæðukennd- ar hugmyndir að ræða, að þær kæmu aldrei til álita í alvöru. Reynslan hefur sýnt annað. Sovétmenn líta málið greini- lega alvarlegum augum og heimta að Bandaríkjamenn láti af öllum áformum sínum í þessa veru. Paul Nitze, helsti ráðgjafi Bandaríkjastjórnar um afvopnunarmál, hefur á hinn bóginn sagt, að rann- sóknir á gildi geimvarna séu ekki samningsatriði við Sovét- menn í Genf. Richard Burt, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Reykjavík á fimmtudaginn, að Sovétmenn hefðu viðurkennt eða látið í ljós, að þeir gerðu sér grein fyrir því, að erfitt væri að semja um að banna eða takmarka grundvallar- rannsóknir varðandi geim- vopnin. Það væri ómögulegt að ganga úr skugga um að slíkt bann yrði virt. Jafnframt lýsti hann því yfir, að meiri sam- staða væri um þetta mál innan Atlantshafsbandalagsins en mörg önnur, sem upp hafa komið á undanförnum árum. Eins og lesendur Morgun- blaðsins geta séð af grein þeirra Zbigniews Brzezinski, Roberts Jastrow og Max Kampelman hefði gerð varn- arkerfis í geimnum gegn kjarnorkuárás í för með sér gjörbreytingu á viðhorfunum til kjarnorkuvopna. Þeir segja að verði ekki þáttaskil í af- vopnunarmálum sem líkjast kraftaverki verði einungis unnt að verjast innan fæling- arkerfisins sem kjarnorku- vopnin mynda með því að framleiða æ fleiri árásarvopn. Þeir telja varnarkerfið skapa viðspyrnu gegn þessari þróun. Viðræður um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar hafa borið lítinn árangur til þessa. Staðfesta Bandaríkjamanna með stuðningi samaðilanna innan Atlantshafsbandalags- ins hefur orðið til þess að Sov- étmenn hafa þó fengist til slíkra viðræðna. í því efni hafa áformin um varnarkerfi í geimnum gegnt veigamiklu hlutverki. Astæðulaust er að ýta þeim til hliðar á rann- sóknastigi. Á meðan rann- sóknirnar fara fram er of snemmt að fella dóm um gildi kerfisins, en tímann sem þær veita á að nota til að kynna og ræða pólitískar og hernaðar- legar afleiðingar þess, að ákvörðun yrði tekin um að framleiða geimvarnakerfi gegn kjarnorkuárás. Vinstrisinn- ar tapa Kosningar fóru fram hjá háskólastúdentum á fimmtudaginn. Enn einu sinni kom styrk staða Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í ljós. Félagið vann heldur á og er öflugasta stjórnmálafélagið í Háskólanum. Umbótasinnar töpuðu atkvæðum, en þeir hafa skipað sér á milli Vöku og vinstrisinna. Félag vinstri manna missti rúmlega 7% at- kvæða miðað við síðustu kosn- ingar og er það fylgistap í samræmi við almennt viðhorf kjósenda eins og skoðana- kannanir sýna. Félag vinstri manna starfar í tengslum við Alþýðubandalagið sem á nú mjög undir högg að sækja. Nýr listi var í kjöri að þessu sinni sem kallaði sig Félag manngildissinnaðra stúdenta og tengist með einhverjum hætti Flokki mannsins. Hann hlaut aðeins 2,5% atkvæða. Hafi framboð hans átt að vera tilraun Flokks mannsins til að láta að sér kveða hefur hún mistekist. Mörg mikilvæg úrlausnar- efni bíða nýkjörins stúdenta- ráðs. Uppi eru áform um að ráðast í smíði nýrra hjóna- garða og stefnt er að því að efla rekstur Félagsstofnunar stúdenta. Til þess að þau markmið náist er þörf á sam- hentum meirihluta í stúdenta- ráði, þar sem áhrifa Vöku gætir í samræmi við styrka stöðu félagsins. Vetrarferðir um ísland Sú var tíðin, að fólk hugsaði ekki til ferðalags um landið nema að sumri til. Vafa- laust er það enn útbreidd skoðun, ekki sízt meðal eldra fólks, að vetrarferðir séu varasamar. Auðvitað er mikið til í því. Veðrabrigði eru snögg, fjallvegir geta lokazt á skömmum tíma, vegir geta beinlínis verið hættulegir ef hálka er og svo mætti lengi telja. Engu að síður er ísland gjörbreytt að þessu leyti. Það er nú mun auðveldara að ferðast um landið að vetri til en áður var. Vegakerfínu hefur verið bylt. Varanlegt slitlag á löngum vegarköflum hefur stytt ferðatíma að mun. Uppbyggðir vegir víðast um land valda því, að þeir teppast síður, þótt snjókoma sé. Gististað- ir á landsbyggðinni verða stöðugt full- komnari. Aðstaða ferðamanna til frí- stundaiðkana hefur stórbatnað. Menning- arlíf er orðið svo fjölbreytt að eftir nokkru er að slægjast fyrir höfuðborgarbúa að fara í „menningarreisu" út um land. Akureyri hefur t.d. upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn að vetri til. Þar er raunverulega öll aðstaða fyrir hendi, sem er t.d. á höfuðborgarsvæðinu, þótt hún sé smærri í sniðum. Þar er góð aðstaða til skíðaiðkana. Veitingastaðir eru prýðilegir. Leikfélag Akureyrar er að verða þrótt- mesta leikhús landsins. Akureyringar og Húsvíkingar leggja mikla áherzlu á að fá ferðamenn norður í land að vetri til og samstarf við Flugleiðir veldur því, að kostnaði er haldið í lágmarki. Líklega eru Akureyringar að lenda í vandræðum með hótelpláss. Kauptún í námunda við höfuð- borgarsvæðið leggja sig líka fram um að laða til sín ferðamenn að vetri til. Hótelið í Borgarnesi er nú rekið með sérstökum myndarbrag og er orðið svo stórt, að furðu gegnir. Þar sýnir Ungmennafélagið Skallagrímur leikrit með áhugaleikurum, sem ánægjulegt er að horfa á. Uppsveitir Borgarfjarðar eru landshluti, sem skemmtilegt er að ferðast um, einnig að vetri til. Líklega eru vélsleðaferðir um óbyggðir merkasta nýjungin í vetrarferðum um ís- land. Vélsleðar eru orðnir nauðsynlegt farartæki í dreifbýlinu að vetri til. Þeir auðvelda bændum störf og samgöngur og þeir hafa opnað hálendið til ferðalaga um vetur. Bóndi í Lundarreykjadal sagði höfundi þessa Reykjavíkurbréfs á dögun- um, að ógleymanlegt væri að fara í fögru vetrarveðri á Ok og Skjaldbreið á vélsleða svo að dæmi séu nefnd. Landið, sem áður var að mestu lokað yfir vetrarmánuðina, er að opnast vegna betri vega og aukinnar tækni. Við eigum að notfæra okkur það. Kvenréttindafélagið Eftirminnilegt var að hlýða á ræðu Ragnhildar Helgadóttur, menntamála- ráðherra við setningu landsfundar Kvenréttindafélags íslands á föstu- dagsmorgun. Menntamálaráðherra er önnur konan sem sæti tekur í ríkis- stjórn á íslandi og fylgdi þar í fótspor hinnar merku konu, Auðar Auðuns. Ragnhildur Helgadóttir hefur bersýni- lega alizt í æsku upp í andrúmi jafnrétt- isbaráttu kvenna og kom fyrst á fund í Kvenréttindafélaginu 26 ára gömul, sem ekki þætti frásagnarvert nú en var óvenjulegt þá, þegar eldri konur héldu þessu starfi uppi. Þetta umhverfi i æsku hefur markað lífsferil hennar. í ræðu menntamálaráðherra á aðalfundi Kven- réttindafélagsins kom þessi samansafn- aða lífsreynsla hennar og grundvallar- lífsviðhorf svo vel til skila, að í minnum verður haft. Með starfi sínu hefur Ragn- hildur Helgadóttir á sama hátt og Auð- ur Auðuns gerði gefið yngri konum skemmtilegt fordæmi. Sannleikurinn er sá, að þótt mikið hafi áunnizt í réttindabaráttu kvenna er ótrúlega margt eftir. Á landsfundi Kvenréttindafélagsins var t.d. lögð fram skýrsla um tölvutækni og hlut kvenna og karla á því sviði á vinnumarkaðnum. Þrjár konur, þær Ragnheiður Harðar- dóttir, Sigrún Jónsdóttir og Sveinbjörg J. Svavarsdóttir, hafa unnið að gerð þessarar skýrslu. Höfundur Reykja- víkurbréfs hefur verið þeirrar trúar, að konur hafi haslað sér völl til jafns við karla í nýjum atvinnugreinum eins og í tölvutækni, þótt þær hafi ekki náð jafn- stöðu við karla í eldri atvinnugreinum. Þessi skýrsla leiðir hins vegar í ljós, að karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta í lykilstörfum á þessu sviði en konur fyrst og fremst í þjónustustörfum við þá. Slík niðurstaða kemur mjög á óvart og bendir til þess, að konur þurfi enn að herða róðurinn til þess að hlutur þeirra verði jafn á við karla. í ræðu Estherar Guðmundsdóttur, formanns Kvenréttindafélagsins, kom fram, að heimavinnandi konur voru fyrir allmörgum árum 45% af konum en eru nú 15%. Þessar tölur sýna hvað út- rás kvenna á vinnumarkaðinn hefi.r verið mikil á undanförnum árum. Vafa- laust verða atvinnufyrirtæki áþreifan- lega vör við það, að sífellt stærri hópur umsækjenda um störf er konur og er mikil breyting orðin á frá því, sem áður var. Staða íslenzkunnar Staða íslenzkunnar meðal tungumála Norðurlandaþjóða kom nokkuð til um- ræðu meðan Norðurlandaráð var á fundi hér í Reykjavík fyrir viku. Það er út af fyrir sig furðulegt og óskiljanlegt, hvernig nokkrir íslenzkir þingmenn brugðust við fyrirspurn um framlagn- ingu bókmenntaverka á íslenzku vegna úthlutunar bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs. Sú framkoma þingmann- anna verður þó ekki rædd hér. Full ástæða er til að ætla, að það sé vel framkvæmanlegt nú að taka upp þá reglu að leggja verk okkar rithöfunda fram á íslenzku. Þeir einstaklingar á Norðurlöndum eru orðnir býsna margir, sem tala og skilja íslenzku og hafa jafn- framt sérþekkingu á bókmenntum. Þess vegna eru fyllstu rök fyrir því, að þeir íslendingar, sem starfa á vettvangi Norðurlandaráðs, taki að sér að fylgja þessu máli fast eftir og knýja það fram. Óumdeilt er, að íslenzkan er eitt af höfuðmálum Norðurlanda. Hins vegar hefur tungumál okkar ekki verið metið sem slíkt í norrænu samstarfi. Þvert á móti hefur íslenzkunni hingað til verið skipað í flokk með jaðarmálum Norður- landaþjóða, ef svo má að orði komast, málum á borð við grænlenzku, færeysku og mállýzkur í Skandinavíu. Það er eng- in ástæða til þess fyrir okkur íslendinga að sætta okkur við þessa flokkun. Við hljótum að gera kröfu til þess, að ís- lenzkunni verði skipað þar á bekk, sem henni ber, með öðrum höfuðtungumál- um Norðurlandaþjóða. í því felst, að við íslendingar tölum okkar tungu á fund- um Norðurlandaráðs og á öðrum sam- norrænum vettvangi. Eins og í hinu fyrra tilviki er ekki lengur vandamál með túlkun, hafi það einhvern tíma ver- ið til staðar. Kostnaður við þetta getur vart verið mikill í ljósi annars kostnað- ar af norrænu samstarfi. Það á að vera metnaðarmál okkar ís- lendinga að fylgja þessari kröfu fram. Hún er lika þáttur í því að slá skjald- borg um tungu okkar og menningu á fjölmiðlaöld. Því verður ekki trúað, að íslenzkir þingmenn hafi svo lítinn metn- að fyrir hönd þjóðar sinnar, tungu hennar og menningar, að þeir skammist sín fyrir að setja þessa kröfu fram á norrænum vettvangi. Ef svo er eiga þeir ekkert erindi á þann vettvang og nauð- synlegt að velja aðra úr þeim hópi til þessara starfa. Gallad útvarps- lagafrumvarp. Eins og áður hefur verið vikið að í Reykjavíkurbréfi er frumvarp ríkis- stjórnarinnar um ný útvarpslög mjög MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 33 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 16. marz Stytta Snorra Sturlusonar í Reykholti. Myndin er tekin við útför Guðmundar G. Hagalín, rithöfundar. íslenzki fáninn blaktir í hálfa stöng. Um aldir hefur þjóðin leitað styrks í bókmenntum og sögu. Nú er lífsnauðsyn að slá skjaldborg um íslenzka tungu. Þáttur í því er að henni verði skipað á bekk með öðrum höfuðmálum Norðurlandaþjóða. gallað svo að ekki sé meira sagt. Það hefur versnað í meðferð Alþingis. Nú er svo komið, að stuðningsmenn frjáls út- varpsrekstrar á íslandi vilja heldur að afgreiðslu málsins verði frestað en að þessari starfsemi verði settur sá rammi, að starfsgrundvöllur verði í upphafi enginn, eða a.m.k. mjög takmarkaður. Olafur Stephensen, sem rekur eina helztu auglýsingastofu landsins, flutti athyglisvert erindi um daginn og veginn fyrir nokkrum vikum, þar sem hann fjallaði m.a. um þetta frumvarp. í erindi þessu sagði hann m.a.: „í þessu ágæta frumvarpi koma fram sjónarmið, sem eiga að mínu viti ákaf- lega lítið skylt við raunveruleikann, að minnsta kosti eins og flestir landsmenn skilja það hugtak árið 1985. Það er merkilegt til þess að vita, að alþingis- menn okkar geti sett saman frumvörp til laga, sem eru skyldari hugsanahætti landsmanna fyrir 50 árum, en þeim, sem verður að taka tillit til á dögum tölvu- vinnslu, gervihnatta og háþróaðrar fjarskiptatækni. Við stöndum nú frammi fyrir þeirri staðreynd, að innan skamms verður kleift að taka við fjarskiptasendingum frá nágrannalöndum okkar, t.d. sjón- varpssendingum — líkt og við tökum við útvarpssendingum í dag. Því er það mjög nauðsynlegt að hér á landi verði sett lög og reglur um sjónvarp og útvarp í beinu samhengi við það, sem gert hef- ur verið á vegum alþjóðastofnana á sviði fjölmiðlunar, til dæmis hefur verið lögð mikil vinna í að finna leiðir til þess að frjálst upplýsingastreymi geti átt sér stað á milli landa, þrátt fyrir mismun- andi lagareglur og sjónarmið um aug- lýsingar. Á vegum Norðurlandaráðs, Evrópu- ráðsins, Efnahagsbandalags Evrópu, Evrópustarfshóps auglýsingastofa, auglýsenda og útgefenda, og á vegum Evrópusambands útvarpsstöðva, hefur verið unnið að því að samræma reglur um flutning auglýsinga um gervihnetti, m.a. með hnöttum sem koma til með að beina geislum sínum til íslands. Á sama tíma er verið að ræða ný útvarpslög hérlendis, þar sem einungis er litið á auglýsingar sem nauðsynlegan en illan kost. Auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi má ekki líta á sem fjáröflunarleið, ein- vörðungu. Auglýsingar gegna mikil- vægu upplýsingahlutverki í nútímaþjóð- félagi, jafnt fyrir opinbera aðila sem aðila í viðskiptalífinu. Ber því að fjalla um þetta efni af fullkominni alvöru, en ekki láta stjórnast af sjónarmiðum lið- inna tíma, sem lítið eiga skylt við hugs- anahátt nútímafólks." Kapalkerfi í erindi þessu sýnir Ólafur Stephen- sen fram á það með skýrum rökum að verði auglýsingar bannaðar í svonefnd- um kapalkerfum muni þau byggjast á ódýru, erlendu afþreyingarefni en ekki heimagerðri dagskrá. Um þetta segir í erindinu: „í fyrstu málsgrein 4. greinar frum- varpsins er útvarpsstöðvum, sem leyfi fá til þráðlausra útsendinga, veitt heim- ild til að afla fjár til dagskrárgerðar með auglýsingum, — nema hægt sé að innheimta afnotagjald. Hins vegar er tekið fram í 5. grein frumvarpsins að útvarpsstöð sem leyfi fær til útsend- ingar um þráð, sé óheimilt að birta aug- lýsingar. Ef litið er á auglýsingar í útvarpi ein- göngu sem fjáröflunarleið til dagskrár- gerðar, eins og höfundar frumvarpsins virðast gera, er erfitt að sjá hvaða rök eru fyrir því að banna auglýsingar í út- sendingum um þráð, þ.e.a.s. í kapal- kerfuin. Það hefur verið talið ógerlegt hér á landi að reka fjölmiðil, sem einungis byggir á afnotagjöldum, vegna þess hve markaðurinn er lítill. Nægir í því efni að nefna Ríkisútvarpið og skiptingu tekjustofna þeirrar stofnunar. Því er augljóst, að verði kapalkerfum eingöngu ætláð að afla tekna með af- notagjöldum, verði eigin dagskrárgerð þeirra í algjöru lágmarki, og harla ómerkileg. Má þá búast við því, að dagskrá þeirra byggist fyrst og fremst á ódýru afþreyingarefni erlendis frá. Þar að auki er stofnkostnaður við útsend- ingar um þráð allmiklu meiri en við þráðlausar sendingar og þess vegna i hæsta máta ósanngjarnt að gera á þennan hátt upp á milli útsendinga, eft- ir því hvaða tækni er beitt og hvort möguleikar eru á tekjuöflun með af- notagjöldum." Hér í Reykjavíkurbréfi hefur verið sett fram sú skoðun, að eina raunhæfa leið okkar til þess að berjast gegn er- lendum menningaráhrifum, sem flæði yfir okkur í vaxandi mæli á næstu árum sé sú, að efla svo mjög innlenda út- varps- og sjónvarpsstarfsemi, að fólk hafi einfaldlega ekki áhuga á að horfa á erlendar stöðvar. Þessu til stuðnings má benda á, að langflestir íslendingar hlusta að jafnaði á Útvarp Reykjavík, þótt tækjabúnaður sé yfirleitt svo góður á íslenskum heimilum, að fólk ætti auð- velt með að hlusta á erlendar útvarps- stöðvar, sem að sjálfsögðu ná hingað með sendingum sínum. Ennfremur hef- ur verið fullyrt, að mjög hafi dregið úr hlustun unglinga á bandaríska útvarpið á Keflavíkurflugvelli, eftir að rás 2 kom til sögunnar. I þeim kafla útvarpserindis Ólafs Stephensen, sem vitnað var til hér að framan, sýnir hann fram á með sterkum rökum að nái útvarpslagafrumvarpið fram að ganga muni það beinlínis vinna gegn þeim sjónarmiðum sem hér var lýst. Hvaða vit er í slíkri lagasetningu? Loks sýnir Ólafur Stephensen fram á það í þessu erindi, að ákvæði frum- varpsins bæti samkeppnisaðstöðu er- lendra iðnfyrirtækja gagnvart íslenzk- um fyrirtækjum vegna ákvæða um aug- lýsingar í kapalkerfum og gervihnatta- sjónvarpinu. Hann segir: „Ef við höldum áfram að skoða frum- varpið um nýju útvarpslögin rekumst við á athyglisverða undantekningu í 6. grein. Þar segir, að auglýsingar sem fylgja dagskrá um gervihnött, inn á kapalkerfi, séu heimilar brjóti þær ekki í bága við íslenzk lög. Ef þetta verður að veruleika, skapast t.d. mikið misrétti milli innlendra og erlendra iðnrekenda, sem vilja koma vöru sinni á framfæri við íslenzka neyt- endur. Framleiðendur erlendra vöruteg- unda komast óhindrað inn á islenzkan markað í gegnum gervihnattasendingar — á meðan innlendum framleiðendum er meinaður aðgangur að kapalkerfum. Verður að telja það hlálegt, ef ný út- varpslög á íslandi verða til þess, að inn- lendir framleiðendur njóti ekki jafnra möguleika við að koma vörum sínum á framfæri í samkeppni við erlenda fram- leiðslu — og það á heimavelli." Höfundur Reykjavíkurbréfs fær ekki betur séð en í þessu útvarpserindi hafi verið sýnt fram á með sterkum rökum, að verði útvarpslagafrumvarpið sam- þykkt í núverandi mynd muni það auka erlend menningaráhrif í landinu og skapa misrétti gagnvart innlendum iðn- aði. Ætlar Alþingi að samþykkja þessa vitleysu? „Höfundur Reykjavíkur- bréfs fær ekki betur séð en í þessu útvarps- erindi hafi ver- ið sýnt fram á með sterkum rökum, að verði útvarps- lagafrumvarp- ið samþykkt í núverandi mynd muni það auka erlend menningar- áhrif í landinu og skapa mis- rétti gagnvart innlendum iðn- aði. Ætlar Al- þingi að sam- þykkja þessa vitleysu?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.