Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.03.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 Mótekja Frá aldaöðli hefur mór verið stunginn og notaður til eldsneytis hér á landi og fram undir 1930 mun mótekja hafa verið snar þátt- ur í vinnu margra heimila. Nú hefur móstunga lagst hér af með öllu og er það umhugsunarefni á tímum hækkandi verðs á erlendu eldsneyti, því víða í heiminum er mór enn notaður til eldsneytis og rafmangsframleiðslu. En víkjum nú að þvi hvernig móvinnunni var hér hagað á árum áður. Fyrsta verk hvers þess sem hug- ar að mótekju er að velja sér graf- arstæði, en það var jafnan á sama stað ár eftir ár. Þetta gerir hann með þvi að stinga grasrótina ofan af og hreinsa mold af klaka sem oftast var enn í jörðu er mörkun mógrafar fór fram. Þegar komið var fram í júní hófst svo mótekjan fyrir alvöru. Fyrst var tekið ofan af og var ekki óalgengt að grafin væri rúmlega mannhæð áður en komið var niður á móinn. Þegar hér var komið sögu voru gerðar ýmsar ráðstafanir til að halda gröfmni þurri. Voru í þvf augna- miði oft gerðar rennur, sem söfn- uðu vatni á einn stað, og tæma mátti eftir þörfum. Þetta var mjög mikilvægt, því að ef of mikið vatn safnaðist fyrir var ekki ólík- legt að neðstu og jafnframt bestu mólögin næðust ekki. Vandasam- asta verkið við mótekjuna lá hjá sjálfum stungumanninum, enda valdist ætíð til þess starfs sá Ljósmynd Sæmundur Guðmundsson/Kópía Ljósmyndasafnið Mynd þessi er in efa tekin framan við einhverja af surtarbrandsnim- um þeim sem starfræktar voru hér i landi undir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Nimamennirnir halda þarna i sumum þeim tækjum sem notuð voru við surtarbrandsnimið, en það voru meitlar, sleggjur, jirnkarlar, skóflur og hakar. Þi var dínamít notað til að losa um brandinn. ynd & saga reynslumesti og duglegasti. Við hlið stungumanns var svo sá sem kastaði mónum upp, en stundum var unglingur notaður til að taka frá pál eða skólfu og rétta þeim er upp kastaði. Hjá gröfinni var síð- an mónum hlaðið f köst eða kastað á vagna eftir að þeir komu til sðg- unnar og ekið beint á þurrk- völlinn. Við þurrkun mós voru viðhafðar ýmsar aðferðir. Mórinn var ýmist klofinn í þunnar flögur eða þá þurrkaður í hnausum. Þá var hon- um ýmist hlaðið f langar og lágar raðir, eða hlaðið upp 1 háa hola hrauka. Til var og að mónum væri hlaðið í miklar kistur, sem þaktar voru torfi. Mónum úr kistunum var síðan komið heim á freðinni jörð næsta vetur, en algengara var þó að flytja móinn heim að sumar- lagi á hestum í sk. móhripum (nk. kláfar). Með vegum og vögnum léttust svo þessir móflutningar til muna er fram liðu stundir. Heima fyrir var mórinn geymdur í sjálfu eldhúsinu eða í taðhúsinu. Helsti gallinn á mó sem elds- neyti er hið mikla umfang hans miðað við hitagildi, og þá þótti jafnan mikill óþrifnaður af ryki því sem úr honum gaus við snert- Mótekja og námagröf tur Umsjón og texti: ÍVAR GISSURARSON Ljósmynd Sæmundur Guómundsson/Kópia Ljósmyndasafniö Námamaður með hjólbörur í mynni námunnar. Ljósmynd Sigfús Eymundsson/Kópia Ljósmyndasafnið Séð norður eftir Kalkofnsvegi. Fyrir enda vegar- ins, neðan við Battaríið sem svo var kallað, sést kalkofninn, en í honum var kalk það brennt sem numið var úr kalknámunni í Esjunni. Ljósmynd P. Sóraa/Kópía Ljósmyndasafnið Móvinna á Laugarnesi við Reykja- vík árið 1924. Þarna má glögglega sjá hvernig verkaskiptingin var við móttökuna. Tvcir menn vinna í gröf- inni sjálfri, þar sem annar stingur en hinn kastar upp. Á barminum tekur sá þriðji við og réttir konunni sem hleður mónum upp í kösL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.