Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 2. APRlL 1985 (Á)*mstrong Lofta- plötur og Ifm Nýkomin sending ►. PORGRÍMSSON & CO Armúla 16 síml 38640 BOKFÆRSLA Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem hafa litla eða enga bókhaldsmenntun. Námskeiðið ætti að geta komið að góðu gagni fyrir þá sem stunda eða hafa í hyggju að stunda einhvers- konar rekstur og þá sem hafa hug á skrif- stofustörfum í framtíðinni. Á námskeiðinu verður farið yfir meginreglur tvíhliða bókhalds með færslum í sjóðbók, dagbók, viðskiptamannabækur og aðalbækur. Farið verður yfir gerð rekstraryfirlita og upp- gjörs smárra fyrirtækja. Stefnt er að því að þátttakandi geti fært al- mennt bókhald eftir námskeiðið og hafi nokkra innsýn í gerð rekstraryfirlita og árs- uppgjörs. Leidbeinandi: Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafræðingur frá viðskiptadeild Háskóla íslands. Hann hef- ur starfað sem bókfærslukennari við Verzlun- arskóla íslands. Starfar nú sem deildarstjóri í ríkisbókhaldi. Tími: 15. —19. apríl. Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfs- menntunarsjóður Starfsmannafélags Ríkis- stofnana styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkom- andi skrifstofur. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉIAG ÍSIANDS i»23 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Efnahagsvandi Pólverja eykst H/GKKANIR á verdi matvæla í Póllandi leiddu til umróts, sem varð stjórn landsins að falli 1970. Tíu árum síðar áttu slíkar hækkanir þátt í eflingu óháðu verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu, sem stuðlaði að falli annarrar ríkisstjórnar. Eftir síðustu verðhækkanir hafa pólskir verkamenn sagt að þær muni valda aukinni örvæntingu og jafnvel leiða til þess að þeir fari út á göturnar til þess að mótmæla. Bfnahagsástandið heldur áfram að versna og vandinn hef- ur aukizt við miklar vetrarhörk- ur. Veturinn hefur verið einn sá harðasti á þessari öld og valdið miklum skakkaföllum, sem hafa stofnað áætlunum ríkisstjórnar Wojiech Jaruzelskis hershöfð- ingja í hættu og aukið hættuna á þjóðfélagshræringum. Útflutningstekjur hafa minnkað, en harður gjaldeyrir er nauðsynlegur til að grynnka á skuldum við útlönd og flytja inn lífsnauðsynjar frá Vesturlönd- um. Skuldir við erlend ríki nema nú 27 milljörðum dala og munu líklega nema 30 milljörðum í árslok. Vestræn ríki eru treg til að veita Pólverjum gjaldfrest og út- vega ný lán, sem eru nauðsynleg til að rétta við efnahaginn, m.a. með endurbótum á verksmiðjum og kaupum á hráefni. í desember ákvað Bandaríkja- stjórn að beita ekki lengur neit- unarvaldi gegn aðild Póllands að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Búizt er við löngum samningaviðræð- um um skilyrðin fyrir aðildinni og þau verða líklega ströng. Þjóðartekjur Pólverja eru 14% minni en þær voru fyrir neyðarástand það sem varð 1978 og leiddi til stofnunar Samstöðu tveimur árum síðar skv. opinber- um tölum. Framleiðslutap Pólverja í janúar og febrúar nam rúmum 700 milljörðum dala, þar sem margar verksmiðjur stöðvuðust vegna skorts á orku og hráefn- um. Skortur á flestum neyzlu- vörum mun líklega aukast. Landbúnaðarframleiðslan getur dregizt saman vegna skorts á gróðuráburði og varahlutum I vor. Fyrstu tvo mánuði ársins minnkaði verðmæti útflutnings til vestrænna ríkja um 14,9%. Tap vegna samdráttar í útflutn- ingi á kolum nam 180 milljónum dala. Birgðir gengu til þurrðar í kuldunum. Bygging nýrra (búða dróst saman um einn þriðja á þessum tfma. Einn liður í tilraunum stjóm- ar Jaruzelskis hershöfðingja til að leysa efnahagsvandann hefur verið samráð við hið opinbera verkalýðssamband. Reynt hefur verið að hækka það í áliti. Opinbera verkalýðssambandið hefur reynt að taka við hlutverki Samstöðu og sagt að það muni standa dyggan vörð um réttindi verkamanna, þótt það muni ekki sýna sömu hörku og oháða verkalýðshreyfingin. Því hefur verið haldið fram að fimm milljónir verkamanna séu innan vébanda opinbera verka- lýðssambandsins miðað við 10 milljónir félagsmanna Sam- stöðu. Sambandið hefur gert sér vonir um að Pólland geti aftur fengið aðild að Alþjóðavinnu- málastofnuninni, sem það var rekið úr I kjölfar gagnrýni á meðferðina, sem Samstaða hefur sætt. Samstaða segir að opinbera verkalýðssambandið sé verkfæri í höndum stjórnarinnar og það er ekki herskátt í afstöðu sinni. Leiðtogar sambandsins svör- uðu neitandi þegar þeir voru spurðir hvort ágreiningur væri uppi milli verkamanna og stjórna fyrirtækja. Siðan viður- kenndu þeir að ágreiningsmál væru til, en kváðu þau alltaf leyst fljótt og vel. Fyrir tveimur mánuðum lagði stjórnin fram þrjár tillögur á fundi með fulltrúum opinbera verkalýðssambandsins og gerð var könnun á afstöðu félags- manna til þeirra. Þrátt fyrir mótmæli sambandsins var verð hækkað á brauði, mjólk, tei, osti og öðrum matvælum og auk þess kolum. Þegar Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hvatti til 15 mínútna verkfalls til að mótmæla hækk- ununum lét stjórnin undan og frestaði þeim. En hún tók fram að ástæðan væri ekki „hótun" Walesa heldur fyrirvari opin- bera verkalýðssambandsins, sem hefði tekið „ábyrga" afstöðu. Tveimur dögum síðar kúventi stjórnin og ákvað að hækkanirn- ar skyldu koma til framkvæmda í áföngum. Kúvendingin kom sér illa fyrir opinbera verkalýðs- sambandið og einangrun þess jókst. Sambandið gagnrýndi verð- hækkanimar í harðorðri yfirlýs- ingu og nokkrir leiðtogar þess sögðu að þeir hefðu verið beittir blekkingum. Þeir kröfðust hækkunar eftirlauna og lýstu sig andvíga tilboði stjórnarinnar um að dregið verði úr skömmtun á vissum vörutegundum. Nokkr- ir leiðtogar sambandsins hótuðu að segja sig úr því. Walesa var kvaddur á fund héraðssaksóknarans I Gdaiisk og yfirheyrður. Honum var sagt að hann fengi ekki að fara frá borg- inni án leyfis lögreglu. Stuðningsmenn Samstöðu telja ekki að hann eða aðrir leið- togar þeirra verði leiddir fyrir rétt. Þeir segja að þeirri aðferð verði beitt að „kæra leiðtoga Samstöðu án þess að lögsækja þá, yfirheyra þá og áreita á ann- an hátt, auðmýkja þá í augum þjóðarinnar, sleppa þeim síðan og handtaka þá aftur". Þannig er talið að stjórnin vilji sýna að réttarhöldin yfir morðingjum séra Jerzy Popiel- uszko hafi ekki lamað öryggis- þjónustuna og hún sé staðráðin f að koma í veg fyrir allar tilraun- ir til að ala á óánægjunni með verðhækkanirnar. Aðrir benda á þann möguleika að aðgerðirnar gegn Samstöðu og aðrar nýlegar lögregluaðgerð- ir, m.a. brottvísun bandarísks hermálafulltrúa og aukinn þrýstingur sem háskólar eru beittir, séu vísbending um áframhaldandi valdabaráttu og óánægju yfirmanna öryggis- þjónustunnar með hægfara stefnu Jaruzelskis. Talsmenn Samstöðu telja að staða hreyfingarinnar hafi orðið flóknari við það að vestræn ríki, sem hafa stutt kröfur hennar um mannréttindi og lýðræði, styðji nú þá stefnu Jaruzelskis að afnema niðurgreiðslur á mat- vælum með verðhækkunum, sem Samstaða berst gegn. Stjórnin hefur reynt að halda launahækkunum í skefjum til að draga úr verðbólguþrýstingnum, sem hefur aukizt við það að framleiðslan hefur dregizt sam- an. Hún hefur varað verkamenn við þvi að þeir eigi á hættu að missa atvinnuna eða lenda í fangelsi, ef þeir taka þátt í ólög- legum verkföllum. Samstaða hefur krafizt 575 kr. launahækkunar á mánuði vegna síðustu verðhækkana. Leiðtogar hreyfingarinnar hafa hvatt til nokkurra mótmælaaðgerða, sem eiga að ná hámarki með verkfalli um land allt í júní, ef ekki verður gengið að kröfu þeirra. í síöasta mánuði gáfu ráðu- nautar Walesa út stefnuskrá, þar sem hvatt var til víðtækra efnahagsumbóta og sagt að stefna stjórnarinnar væri að gera Pólverja að fátæklingum, án þess að sýnilegt væri að henni tækist að leysa þau vandamál, sem við væri að stríða. Otlitið er slæmt. Lech Walesa; erfið staða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.