Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 53

Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 53 Leikkonan Tippi Hedren fékk taugaáfall eftir gerð þessa árásaratriAis meA fuglunum í The Birds. Fljúgandi fjöldamorðingjar Myndbönd Árni Þórarinsson Federico Fellini kallaði mynd- ina „ljóð“ og mat hana mest allra mynda Alfreds Hitchcock. En ég sé samt fyrir mér að The Birds hefði getað, — og gæti kannski enn þá —, hafnað á bannlista Kvikmyndaeftirlits ríkisins yfir „ofbeldismyndir". Á yfirborðinu fellur hún eiginlega alveg að loðinni skilgreiningu „Eftirlitsins" á slíkum myndum; hún gengur í stórum dráttum út á samfellda röð af óútskýranleg- um árásum og blóðsúthellingum, þar sem ógnvaldurinn er ekki óður kvennamorðingi heldur fuglar, sakleysislegir málleys- ingjar úr háloftunum. í The Birds er heilt samfélag lagt í rúst og eyði af völdum fuglanna og þegar söguhetjurnar aka í kyrrlátu en spennuþrungnu lokaskoti á brott er engu líkara en heimsendir sé í nánd fyrir verknað þessara fljúgandi fj öldamorði ngj a. Nú þegar við bíðum eftir síð- asta réttinum í Hitchcock-veislu Laugarásbíós, The Man Who Knew Too Much, er upplagt að rifja upp þessa „ofbeldismynd" meistarans á myndbandi. Til- gangur Hitchcocks með The Birds (1962) var einmitt sá að skelfa áhorfendur sem mest hann mátti. Eftir velgengni Psycho (1960) fannst Hitchcock að hann þyrfti endilega að slá „hræðslugildi" þeirrar myndar út og við handritahöfund sinn, Evan Hunter (betur þekktur sem höfundur lögreglusagna undir nafninu Ed McBain), sagðist hann vilja hræða líftóruna úr áhorfendum og mun meira en i Psycho. Að þessu sinni sótti hann ekki hrollvekjuna inn í myrkari fylgsni mannshugarins heldur út í náttúruna og sumir hafa reyndar litið á uppreisn fuglanna í The Birds sem vist- fræðilegt andsvar við yfirgangi og tillitsleysi mannkynsins í um- gengni við umhverfi sitt. Sú túlkun er ekki verri en margar aðrar En það var frétt í bandarísku dagblaði sem kveikti í meistaranum: Sjófugiar gera árás á strandbyggð. Samkvæmt fréttinni var þetta versta árásin af mörgum á undanförnum ár- um og mölbrutu fuglarnir rúður og götuljós, skemmdu bíla og bitu og drituðu á vegfarendur. Þetta hráefni lét Hitchcock loks í hendurnar á Evan Hunter ásamt sögu Daphne du Maurier The Birds og Hunter smiðaði inn persónur og atburðarás í nánu samráði við leikstjórann. Mynd- in fer rólega í að byggja upp inn- byrðis samskipti þessara aðal- persóna, eða öllu heldur sam- skiptaleysi, því í The Birds eru sambönd fólksins ófullnægð og bæld. Á það hefur verið bent að allar árásir fuglanna í myndinni komi í framhaldi af atriðum sem lýsa einsemd og einangrun per- sónanna; ofbeldi náttúrunnar sé ytri staðfesting á ótta og uppgjöf í mannlegum samskiptum. Þetta geta áhorfendur lesið út úr hrollvekjunni ef þeir vilja. Hún otar engri túlkun fram og vel má njóta hennar án allra pælinga. En hitt er ljóst að Hitchcock vissi vel að til að „hræða líftór- una úr áhorfendum" þarf meira en yfirborðslega sjokkeffekta; hryllingurinn seytlar dýpra og inn í undirmeðvitundina. Þannig skera hrollvekjur Hitchcocks sig úr flestum einfaldari eftirlíking- um. Lærisveinarnir voru svo uppteknir af hinum tæknilegu æfingum að þeir gleymdu að tengja þær við lúmskt veitukerfi sálarlífsins. En tæknilegar æfingar meist- arans og aðstoðarmanna hans í The Birds í útfærslu spennu- og sjokkatriða þegar fuglarnir herja á mannfólkið eru enn í dag merkilega framsæknar. Af um 1500 skotum í myndinni er tæp- ur þriðjungur flókin „brelluskot" sem gengu afar nærri starfslið- inu og þó fyrst og fremst aðal- leikkonunni, Tippi Hedren, sem í heila viku var mestmegnis inni- lokuð við gerð viðamesta árásar- atriðisins, með lifandi fuglum sem nörtuðu i hana og slógu. Hún stóð sig eins og hetja, en fékk að lokum taugaáfall. Þetta skilar sér í einkar mögnuðu sjokkatriði, en samstarfsfólki Hedren blöskraði aðgangsharka Hitchcocks við gerð þess. Sjálfur reyndi hann að slá því upp í grín: „Kveljum konurnar," sagði hann. „Aðalvandi okkar nú á dögum er sá að við kveljum kon- ur ekki nógu mikið ..." Minni spámenn hafa síðan æ ofan í æ reynt að kvelja konur og karla með svipuðum hætti og sett í staðinn fyrir fugla rottur, leðurblökur, mýs, froska, býflug- ur, ánamaðka, köngulær, ketti og aðra málleysingja. Enginn hefur þó slegið út þá óöryggis- kennd sem Alfred Hitchcock hefur kveikt innra með manni og vaknar í hvert skipti sem maður sér nokkra bústna þresti raða sér á þvottasnúru. Stjörnugjöf: The Birds ☆☆☆ — bos w<“1”'bos ™ ‘Sís«.wNO PC nd heldut 9e^.U bM?CIXT/AT' M ÍW' -rSSSS '■OP,’’„Sto0iB 0. “PP ‘ í soW- 09 •GM“9," , BOS borgar oppws.m" LANGMOEN j parket

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.