Morgunblaðið - 04.04.1985, Page 8

Morgunblaðið - 04.04.1985, Page 8
3 00 •ippr k í^l^ArrrrvMTM myiPflnv B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 Skammdegi Frumsýning á laugardag „Við Ari Kristinsson kvik- myndatökumaður syndum mynd- ina fyrir lítinn hóp Islendinga úti í Kaupmannahöfn, undirtektir þeirra gáfu m.a. vísbendingu um að það v«ri óhætt fyrir okkur að koma aftur til landsins!" Þráinn Bertelsson leikstjóri og annar aðaleigandinn í sam- eignarfélaginu Nýtt líf er ný- kominn frá Kaupmannahöfn með kvikmyndina Skammdegi í farteskinu, en hún verður frum- sýnd nú á laugardaginn. „Myndin fjallar um þrjú systkin sem búa á afskekktri jörð sem voldugir aðilar vilja kaupa til að setja þar upp fisk- eldisstöð. Systkinin eiga þó ekki nema hálfa jörðina, hinn helm- inginn á stúlka sem heitir Elsa en hún býr erlendis. Elsa vill selja sinn helming jarðarinnar og kemur til þeirra í þeim er- indagjörðum í svartasta skamm- deginu. Þá fara dularfullir at- burðir að gerast og hún sér að hún hefur jafnvel ástæðu til að óttast um líf sitt.“ Kvikmyndafélagið Nýtt líf hefur áður sýnt myndirnar Nýtt líf og Dalalíf. „Þessar myndir eru allar gerðar til að skemmta fólki, Skammdegi er þó ólík hin- um fyrri því hún er spennu- mynd. Ég held okkur hafi lukk- ast að láta fólk hlæja og nú er að sjá hvort þessi mynd nái tilætl- uðum árangri." — Hvað þurfið þið marga áhorfendur til að endar nái saman fjárhagslega? „Við erum nokkuð sáttir við lífið og tilveruna ef við fáum „Dularfull spennumynd." Þráinn Bertelsson leikstjóri. 40—50 þúsund áhorfendur, en við treystum okkur þó alveg til að taka við fleirum!" — Hvað kostaði myndin í fram- leiðslu? „Milli átta og níu milljónir. Okkur var nefnilega ungum kennt að það væri meiri vandi að spara peninga en eyða þeim.“ — Ertu ánægður með útkom- una? Eftir „slysið". Hallmar Sigurðsson í einu aðalhlutverkanna. Dularfullir atburðir gerast í gufumekki við laugina. Aðkomustúlkan Elsa tekur hér nokkur sundtök í ákveðnum tilgangi. Ragnheiður Arnardóttir í hlutverki sínu. Nokkrir fjármagnseigendur leggja á ráðin um flskræktina. Eggert Þorleifsson leikur annan bróðurinn á bænum; hér bregst hann reiður við ágengni fjölmiðla. „Við höfum unnið mikið og vel og gert eins vel og við gátum og finnst við ekkert þurfa að skammast okkar.“ — Ætlið þið að reyna að koma myndinni á framfæri erlendis? „Við höfum áhuga á að fara á flakk með Skammdegi, og þó við fáum engin verðlaun á kvik- myndahátíðum er aldrei að vita nema boðið verði upp á kaffi ein- hvers staðar. Okkar stefna er að búa til íslenskar myndir um ís- lendinga handa íslendingum. Hitt er bara upp á grín, það er nóg til af kvikmyndum í útlönd- um.“ — Hvað tekur svo við? „Það fer eftir því hvernig þessi mynd gengur. Við eigum tilbúið handrit að sálarlífi, nokkurs konar framhaldi á Nýju lífi og Dalalífi- Þá eigum við til handrit sem heitir Illur fengur og fjallar um litla glæpamenn og stóra í gamansömum dúr. Ef Skammdegi gengur ekki sem skyldi byrjum við strax að vinna aðra mynd, við leggjumst ekkert í þunglyndi!”

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.