Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 B 13 annað í því að flytja, stukkum á milli staða, svona eins og engi- sprettur sem stökkva og lenda á jörðinni á milli, en staldra ekki við nema til að búa sig undir næsta stökk. Við áttum að vísu blóma- skeið á hverjum stað, nutum þess að vera að byggja eitthvað upp f sameiningu, en á einhverjum ákveðnum punkti strönduðum við og byrjuðum aftur að kenna kringumstæðunum um, fórum enn á stúfana í leit að einhverju öðru- vísi og betra. Tilbreytingin varð endurtekning sem við kunnum ekki að brjótast út úr. Flóttatilhneiging Ég fann eigin flóttaleiðir ómeð- vitað, þ.e.a.s. ég geri mér grein fyrir því núna að hegðun mín stjórnaðist oft af flóttatilhneig- ingu. Hún kom ekki aðeins fram í aukinni vinnu, heldur blekkti cg sjálfa mig t.d. hvað snerti matar- æði, og ég át mér til óbóta og fitn- aði eftir því. Það var líka viss flótti í því hvernig ég lokaði mig af tilfinningalega. Ég forðaðist að ræða það sem skipti mig máli, tal- aði ekki um hluti sem særðu mig o.s.frv. Þannig fjarlægðist ég eigin tilfinningar. Þótt ég reiddist þá lét ég það ekki í ljós, nema hvað reið- in gat stundum brotist út gagn- vart börnunum, ég gat æst mig við þau af ótrúlegasta tilefni. Ég gat líka flúið í grát, jafnvel lagst fyrir og grátið lengi, lengi án þess að vita hvers vegna. Eg held núna, þegar ég þekki mig betur, að und- irrót grátkastanna hafi verið inni- byrgð reiði. Ég hellti úr skálum reiði minnar í orðsins fyllstu merkingu — í tárum —. í dag veit ég að ég var að hrópa á viðbrögð, svörun sem ég hvergi fann, ein- faldlega vegna þess að ég þekkti ekki mínar sönnu óskir og þarfir. Það er þetta sem er svo einkenn- andi fyrir sambönd í krísu, maður gefur frá sér röng skilaboð og sambandið verður þannig óheið- arlegt tilfinningalega. Á þessu tímabili hefði ég trú- lega getað áttað mig með hjálp annarra. En ég þagði yfir mörgu sem mig langaði til að tala um; var oft særð; það voru ásakanir á báða bóga — óréttlátar ásakanir í örvæntingu, eins og oft gerist hjá manneskjum sem líður mjög illa. Það koma upp framhjáhöld í sam- bandi við alkóhólisma, i þessari örvæntingarfullu leit að lausn, einhverju sem er „betra", og þá vakna spurningar hjá makanum eins og Á maður að sætta sig við þetta og hvernig ber maður sig að við það; eða er til einhver önnur leið? í staðinn fyrir að afhjúpa sig, með því að segja sínar skoðanir á því sem er að gerast, forðast mað- ur það eins og heitan eldinn. Það er ein flóttaleiðin. Ég datt út í þann flótta og ég held að það sé ein afleiðingin af því að dæma aðra. Það er erfitt að játa að mað- ur eigi svo mikið sameiginlegt með þeim sem maður dæmdi áður. Stjórnun Ég hélt mér dytti aldrei í hug að reyna að stjórna neyslunni hjá makanum eins og margir reyna við álíka kringumstæður. Nei, allt og sumt sem ég sagði var: Held- urðu að þú ættir nú ekki að fara að hugsa þinn gang og komast að því hvort þú getir verið vímulaus eða ekki? Mér fannst margar kon- ur svo innilega hallærislegar í sinni stjórnun, dæmdi þær fyrir að tönglast á þessu: Ég held þú sért nú búinn að fá þér nóg; Ætl- arðu virkilega að fara að sulla meiru í þig? o.s.frv. Kannski lang- aði mig oft til að segja eitthvað álíka, en ég var bara í allt öðru hlutverki. Eg hafði tekið að mér hlutverk hinnar umburðarlyndu og þolinmóðu. Það var sú sjálfs- mynd sem ég gat réttlætt og ég hafði ákveðið að ég væri algert góðmenni, tókst betur og betur að líta þannig á mig eftir því sem ég vann mig upp i þessu tilbúna hlut- verki. Ég var farin að líta á það sem köllun að taka öllu með ró og jafnaðargeði, ekki síst þegar mér sárnaði hvað mest. Viðbrögð ann- arra voru þau, að mér var hrósað fyrir umburðarlyndi mitt og blíð- lyndi. Um tíma fannst mér gott að fá slíkt hrós, gott að einhver gæti þó séð eitthvað jákvætt við mig. En þegar frá leið og því óþægi- legra og óraunverulegra sem hlut- verkið reyndist mér, þess meira varð það til að fylla mig sjálfsfyr- irlitningu. Ég vissi innst inni að þetta var bara leikur. óbeint var ég að reyna að stjórna ástandinu með hlédrægni og umburðarlyndi. Mér fannst að minnstu mistök af minni hálfu gætu orðið þess vald- andi að ofneyslan hjá maka mín- um byrjaði aftur, eða hann bara færi — eða ég veit varla hvað ... eitthvað myndi hrynja. Það má líkja þessu ástandi við það að standa á planka, sem liggur yfir fen, án þess að þora að hreyfa sig af ótta við að detta oní fenið eða kannski af ótta við að komast yfir að öðrum kosti, en án þess að vita hvað tekur þá við. Á yfirborðinu lét ég ekkert uppi, hvorki ótta minn né vanmetakennd. Einstaka manneskja sá í gegn- um grímuna, því meðan aðrir sögðu: Þú ert alltaf svo róleg og glöð, þá voru líka til þeir sem sögðu: Þú ert alltaf með svo ein- kennilegt bros. Afneitun Enginn skyldi vita hvernig mér leið. Ég sat bak við brosið, barma- full af einhverjum almennum sársauka. Var kurteis, en sagði fátt af mér. Mér fannst heimurinn myndi hrynja í kringum mig ef ég kæmi upp um mig með því að segja frá því hve illa mér liði og að mér fyndist alls ekki allt vera i himnalagi. Ég hélt að ef ég eyði- legði þá mynd, sem ég hafði gert mér og gefið af sjálfri mér, með því að láta hina sönnu mynd í ljós, jafnóðum og hún skýrðist, þá yrði það hverri manneskju ofviða, jafnvel sjálfri mér líka. Ég treysti engum þá, til að þola þá mann- eskju sem ég fann undir niðri — ætli ég hafi ekki bara haldið að fólk myndi hlaupa í burtu, snúa við mér baki fyrir fullt og allt. Þegar maður er búinn að lifa gegnum aðra manneskju í langan tíma þá kemur. upp óhemju ótti við að koma fram sjálfum sér samkvæmt. Það verður að áhættu sem vex manni í augum, þar til maður fer að treysta því að aðrir geti tekið því hvernig maður er. Ottinn við höfnun verður nánast allsráðandi í svona sjálfheldu. Á meðan ég var yfirfull af kvíða og sárindum, án þess að vita hvað mér sárnaði mest, ásakaði ég í hjarta mínu bæði sjálfa mig og aðra. Þá kunni ég ekki að gera greinarmun á því hvað var að ásaka og hvað var einfaldlega að segja sínar tilfinningar. Þannig útilokaði ég alla frá því að kynn- ast mér. Heiðarleikinn er kannski fyrst og fremst fólginn í því að segja sína líðan og bregðast við samkvæmt eigin skynsemi, því öðruvísi getur engin önnur mann- eskja þekkt þig. Ég gæti sjálfsagt spurt og spjallað um hvers vegna ég varð eins og ég varð, en hver svo sem ástæðan er, þá er sannleikurinn sá að ég bara varð svona. Ég rann inn í vítahringinn rétt eins og ég væri með smjör á rassinum, alveg fús og ótilneydd. Trúlega meðal annars af einhverri lærðri þjónk- un. Að hlusta á sjálfan sig Ég datt af ansi háum stalli þeg- ar ég datt niður í þunglyndi. Datt af stalli góðu og umburðarlyndu manneskjunnar, sem engin mistök mátti gera. Leiðin þaðan upp hef- ur oft verið torsótt en á þeirri leið byrjaði ég að kynnast nýrri mann- eskju með áður óþekktum kostum og göllum. Það er sú manneskja sem ég er í dag og þegar á allt er litið þá er hún ekkert svo slæm. En að telja sér trú um að það sé ekkert mál að vinda ofan af gam- algrónu hlutverki og sættast við það sem maður finnur, það væri blekking. Það þarf kjark til og tíma. Eg er sannfærð um að sjálfsskoðun sé einskis virði ef sjálfsáttin kemur ekki með. Sár- asta tímabilið er oft þegar maður er að horfast í augu við það sem maður fær ekki breytt. Sáttin við sjálfa sig er ekki bara eitthvað sem rignir yfir mann sjálfkrafa af himni ofan. Og það er nú einu sinni þannig að vegurinn inn í lífið er gegnum sársaukann. Fyrst þegar ég byrjaði að leita fræðslu og stuðnings gerði ég það með ákveðnu hugarfari, sem er ekkert óalgengt, nefnilega í leit að því sem mætti koma öðrum að gagni, maka mínum og ættingjum, en ekki fyrst og fremst að því sem gæti komið mér að gagni. Það var spurning um að finna eitthvað sem gæti breytt ástandinu. Þetta gerði það að verkum að í rauninni hlustaði ég og meðtók í vörn og eyddi þannig heilmikilli orku í að takmarka minn eigin þroska. Ég held það sé ekkert óeðlilegt að þannig sé það til að byrja með, viðleitnin til að koma öðrum á rétt spor sé ofar öllu. Það tekur mann dálítinn tíma að læra að hlusta opið á aðra og ekki síst á sjálfan sig. Það tekur líka tíma að gera sér grein fyrir þessum dómara, sem býr innra með manni — að átta sig á því að hann stendur manni fyrir þrifum. Eins og lítil planta Það tekur tíma að byggja upp traust sem maður er búinn að missa, traust á sjálfum sér og öðr- um. Það tekur tíma að læra að virða eigin skoðanir þótt maður leyfi öðrum að hafa sínar í friði. Það tekur tíma fyrir móður sem hefur vanið sig á að vera eins og fjöltengill, gert sig ábyrga fyrir öllum innri samböndum fjölskyld- unnar, að hætta að stjórna ljóst og leynt. Það er dálítið mikilvægt að gera sér grein fyrir hve takmörk- uð uppskeran er af því að vera sifellt að spóla í lífi annars fólks. Það sem hefur reynst mér best er að beina því umburðarlyndi, sem ég áður misnotaði oft gagnvart öðrum, inn á við gagnvart mér sjálfri. Það tekur tíma að losa sig úr þeirri einangrun, sem maður var búinn að koma sér í — tekur tíma að mynda tengsl á ný, við ættingja og vini, tengsl, sem búið var að rjúfa. Það er afar algengt að sterkar geðsveiflur komi þegar fólk fer að vinna í sínum málum og reyna að ná áttum. Kannski vegna þess skyndilega eygir maður svo sterka von, að hún þeytir manni upp á þetta bleika ský. En lífið hefur aldrei verið einn samfelldur dans á rósum né heldur dvöl á bleiku skýi, þannig að þegar erfiðleikar og árekstrar koma aftur upp, þá dettur maður niður af skýinu. En þá vinnu sem fólgin er í að ná aftur eðlilegum samskiptum, er vel hægt að gera skemmtilega. Þetta er í rauninni allt spurning um breytt viðhorf. Og það má vissulega segja að það sé skemmti- leg áskorun að kynnast ýmsu í eig- in afkimum sem maður hefði aldr- ei trúað að maður byggi yfir. Auð- vjtað þarf kjark til að stíga skref sem maður hefur aldrei stigið áð- ur og þá þarfnast maður stuðn- ings. Besti stuðningur sem ég get hugsað mér er að deila minni reynslu og því sem ég er að ganga í gegnum hverju sinni, einmitt með fólki sem er að takast á við sömu hluti og skilur því um hvað maður er að tala. Þar koma Al- Anon samtökin inn í. Ég hef alltaf dálitla tilhneig- ingu til að sjá samlíkingar. T.d. lít ég á þessi fyrstu skref sem maður tekur til að breyta lífi sínu og fara að fást við það á annan hátt en þann sem hefur siglt manni í strand, eins og þegar lítil planta er að byrja að skjóta rótum. Mað- ur er að skjóta rótum í breyttu hugarfari og er þá í rauninni eins og lítil planta sem bærist við minnsta gust og berst upp á líf og dauða við að standa af sér veðrin. Það þarf ekki mikið andstreymi til að maður slitni upp með rótum aftur. En ef maður leitar stuðn- ings hjá þeim sem hafa öðlast sterkari stofn og dýpri rætur, þá smám saman styrkist maður og það kemur að því að maður getur veitt þeim nýju, sem koma, stuðn- ing og styrk. Þannig sé ég samtök- in virka. En þú þarft tíma — og enginn gefur þér tíma nema þú sjálfur. Texti: Kristín Bjarnadóttir Teikningar: Guörún Svava Svavarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.