Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 41
MOROUNBLADIÐ, FIMMTUÐAGUR U. APRÍL 1985 41 Sélveig Leifs- dóttir hár- greióslu- meistari, Marlous Berg sem var hjálp- arhella Sól- veigar erjend- is og Ásdís Höskulds- dóttir „mod- el“ hennar. Þá bauð hann mér að koma til sín og ég fór í mánuð og var á stofunni hjá honum og var þá með í gestakeppni. Núna fór ég einnig á hans veg- um og var í einskonar þjálfun hjá honum. Þessi keppni var haldin á þeim tima sem ég var úti svo þegar mér var boðin þátt- taka sló ég til og sé ekki eftir því.“ Hvað voru keppendur margir? „Við vorum 60 sem kepptum frá 12 löndum og það tóku öll Norðurlöndin þátt í keppninni nema Danmörk. Ég lenti réttu megin við miðjuna í keppninni og hélt í við Norðurlöndin." Hvernig fór keppnin fram? „Við mættum klukkan 9 um morguninn og áttum að vera komin klukkan 10 út á gólf að keppa. Það byrjaði með „Gala“- greiðslu og við fengum ákveðinn tíma til að rúlla upp, setja í hár- þurrku og greiða úr. Að þessu loknu og er dómarar voru búnir að leggja mat sitt á greiðslurnar, greiddum við niður úr „Gala“- greiðslunni og tókum til við að undirbúa daggreiðslu. Þegar bú- ið var að setja rúllur o.s.frv. fengum við 7 mínútur til að greiða sjálfa greiðsluna. Að lok- um var blástur á dagskrá. Þetta var virkilega gaman og tók allt enda á miðnætti, þ.e. þá var búið að afhenda verðlaun o.s.frv. Það eina sem var ekki nógu sniðugt fyrir mig var að ég hafði ekki dómara með mér eins og öll hin löndin.“ Er þetta stærsta keppni sem þú hefur tekið þátt í? „Já, hún er stærst og skemmtileg, en mjög hörð. Þarna keppti margt af frægu fólki sem maður hefur horft á úr fjarlægð í gegnum árin vera að keppa. Það var gaman að fá að fylgjast í nálægð með þessu fólki og taka þátt í keppni með þvi. Ég get ekki neitað því að mér varð oft starsýnt á íslenska fán- ann, sem hékk þarna ásamt hin- um fánunum, og ekki fráleitt að ég hafi verið stolt yfir því að hann var þarna vegna mín.“ Hvað er framundan? „Ég veit ekki hvort ég tek þátt í þessari keppni aftur, en íslandsmeistarakeppnin verður í vor og ef vel gengur þá er Norðurlandakeppnin' að því loknu. Þessa stundina er ég að undir- búa mig undir för til Svíþjóðar. Við Guðrún Hrönn Einarsdóttir erum að leggja í hann og fer- ðinni er heitið til Svíþjóðar eins og ég sagði áðan, þar sem við ætlum að vera dómarar i meist- arakeppni Svía.“ SÓLVEIG LEIFSDÓTTIR tók þátt í alþjóðakeppni fyrir hárgreiðslumeistara Það var mikið af fólki sam- an komið og keppnin hörð en skemmti- leg að sögn Sólveigar. „Skemmtileg en mjög hörð keppni" Ilok marsmánaðar tók Sólveig Leifsdóttir þátt í alþjóða- keppni fyrir hárgreiðslumeist- ara sem haldin var í Amsterdam í Hollandi. Fréttamaður sló á þráðinn til Sólveigar til að for- vitnast nánar um ferðina. „Ég hitti hollenskan mann fyrir sex árum þegar ég tók þátt í norðurlandakeppni í Svíþjóð. Gala-greiðslan svo- kallaða og stúlkan heitir Ásdís Hös- kuldsdóttir. Fimm ættliðir Þessi mynd af fimm ættliðum var tekin í júlí sl. og á henni eru frá hægri: Valborg Hjálmarsdóttir, sem var húsfreyja á Tunguhálsi í Skagafirði en er nú búsett á Sauðárkróki. Þá er Auður Guðjónsdóttir, bú- sett á Akureyri, annar ættliður, Valborg María Stef- ánsdóttir, Árskógssandi, Eyjafirði, sá þriðji, fjórði í röðinni er Auður Anna Gunnlaugsdóttir, einnig búsett á Árskógssandi, og að lokum yngsti ættliðurinn, Jó- hann Valdimar Kjartansson, búsettur á Árskógssandi. Belcom Mc-5500 VHF/FM bátatalstöðvar Getum nú boöiö þessar frábæru 55 rása talstöövar á aöeins kr. 16.200,- meðan birgðir endast. Innifaliö í veröi er loftnet, snúra og festing. Stööin hefir: Sjálfvirka hlustun á neyöarrás. 25w sendiorku, skipting á 1w. Breytilegur Ijósstyrkur á rásnúmeri. 007*00 „ BATA- OG VÉLAVERZLUN, LYNGASI 6, GARÐABÆ, ifil 53322 VESTFJARÐAUMBOO: DAÐI HINRIKSSON, AÐALSTRÆTI 13, ISAFIRÐI. SlMI 94-3806. / í Jazzballet í Þrekmiðstöðinni Vornámskeið tvisvar í viku. Allir aldurshópar frá 8 ára. Framhald verður næsta haust. Frítt föstudaginn 12. april. Kennari: Marianna Berg frá Svíþjóö. Tennis Tennis Læriö tennis fyrir sumartríiö. Tennisnámskeiö fyrir byrjendur og lengra komna. Kennarar: Christian Staub og Regin Grimsson. Hvernig væri aö grennast dálítiö og minnka magann fyrir sumariö. Þaulvanir íþróttakennarar meö mikla reynslu. • Líkamsræktarnámskeiö, æfingar fyrst t sal, síöan í tækjasal, hámarks árangur. • Jane Fonda meö aerobic ívafi, 2 gráöur. Nýjar æfingar. • Músíkleikfimi o.fl. •» Innritun í síma 53644 — 54845. miðstöðin DALSHRAUNI 4. SÍMAR 54845 — 533644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.