Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 7 Dagana 21. til 28. aprfl nestkomandi heimsækir okkur flnnsk-sænski háskólakvennakórinn Lyran frá Helsinki. Finnskur kvennakór í heimsókn DAGANA 21.—28. aprfl heimsækir ísland flnnsk-sænski háskóla- kvennakórinn Lyran frá Helsinki og mun hann halda tónleika í Reykja- vík og í Borgarflrði. Fyrstu tónleikarnir verða í Fé- lagsstofnun stúdenta við Hring- braut mánudaginn 22. apríl og hefjast þeir klukkan 20.30. A efnisskránni verða m.a. gömul og ný finnsk sönglög, þar af tvö ný stærri verk; Dunk, eftir Herman Rechberger og Landet som ikke ár, eftir Mikko Heiniö, en síðar- nefnda verkið hefur Lyran nýlega sungið inn á hljómplötu. Einnig er að finna á efnisskránni íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Ás- geirssonar. Auk þessara verka flytur kórinn verk eftir Schuberg, Brahms, Holst og Nystedt. Lyran var stofnaður árið 1946, en stjórnandi hans síðan 1972 hef- ur verið Lena von Bonsdorff. Kór- inn hefur unnið til margvíslegrar viðurkenningar bæði í Finnlandi og erlendis og hefur m.a. verið sæmdur nafnbótinni „besti kvennakór Finnlands". Þá syngur kórinn reglulega með Útvarps- hljómsveitinni í Helsinki og Sinfóníuhljómsveit Helsinkiborg- ar í uppfærslu stærri verka. Lyran hefur farið í fjölda tónleikaferða í Evrópu, en þetta er i fyrsta skipti, sem hann sækir íslendinga heim. Með í ferðinni er píanóleikarinn Gustav Djupsjöbacka, einn fremsti undirleikari Finna, en hann leikur annars með Út- varpshljómsveitinni í Helsinki. Auk tónleikanna í Félagsstofn- un verður kórinn gestur á Borg- firðingavöku og syngur i Lyng- brekku þriðjudaginn 23. apríl klukkan 21.00. Að lokum syngur kórinn á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói laugardaginn 27. apríl. Gunnar Hjaltason sýnir í Háholti GUNNAR Ásgeir Hjaltason opnar málverkasýningu í Háholti í Hafnar- flrði í dag, laugardag, og stendur hún yflr til 5. maí. Gunnar stundaði nám i teikn- hefur tekið þátt í samsýningum ingu, módelteikningu og olíumál- un hjá Birni Björnssyni og Mart- eini Guðmundssyni. Hélt hann fyrst málverkasýningu í Hafnar- firði 1964 og hefur sýnt nær árlega síðan, oftast i Hafnarfirði, en einnig í Norræna húsinu, Bogasal Þjóðminjasafns, Akureyri, Vest- mannaeyjum og viðar. Gunnar Hafnfirðinga og einnig átt myndir á sýningu hafnfirskra málara i Uppsölum og á íslandssýningu i Vínarborg á siðasta ári. Á sýningu Gunnars í Háholti eru alls 152 myndir og verður sýn- ingin opin alla daga frá kl. 14 til 22. Gunnar Ásgeir Hjaltason vid tvö verka sinna. Nýja Dóm- kirkjuorgelið kynnt EFTIR messuna í Dómkirkjunni á morgun kl. 2 e.h. verða sýndar teikn- ingar af nýja Dómkirkjuorgelinu, en það verður sett upp siðari hluta þessa árs. Dómorganistinn, Mar- teinn H. Friðriksson, mun útskýra teikningarnar og segja frá orgelinu og eiginleikum þess. Jafnframt verður kirkjugestum boðið í kaffisopa á kirkjuloftinu. Er þetta gert til að kynna fyrir söfnuðinum þetta höfuðverkefni hans í ytri málum um þessar mundir og efla um leið gagnkvæm kynni. (Frá Dómkirkjunni.) Norskir skipta um sendiherra NIELS Lauritz Dahl var síðastliðinn fóstudag skipaður sendiherra Nor- egs á Islandi. Hann mun taka við embætti af Annemarie Lorentzen innan tíðar. Annemarie Lorentzen er 63 ára og hefur verið sendiherra Noregs á íslandi síðan 1978. Þegar hún lætur af embætti mun hún taka að sér sérstök erindi á vegum norsku utanríkisþjónustunnar. Niels Lauritz Dahl er 59 ára. Hann hóf störf t norsku utanríkis- þjónustunni árið 1952. Hann starf- aði um árabil í utanríkisþjónustu Norðmanna í Hamborg, Moskvu, París, Genf, Chicago og Stokkhólmi áður en hann var skipaður sendi- herra í Tanzaníu auk þriggja ann- arra Afríkulanda. Nýtt og vandað myndbandstæki frá Thomson á aðeins 37.539 kr. stgr. Nú er tækifærið til að eignast nýtt og vandað myndbandstæki frá Thomson. Þar með ert þú orðinn þinn eiginn dagskrárstjóri og getur stjórnað því hvernig þú ráðstafar kvöldinu. Þetta tæki er framhlaðið og hefur að geyma aliar helstu tækninýjungarnar eins og til Gæðatæki á góðu verði Góð greiðslukjör THOMSOINI fj, dæmis þráðlausa fjarstýringu, sjö daga upptökuminni, tölvustýringu með snerti- tökkum, myndspólun fram og aftur á tíföldum hraða, góða kyrrmynd, sjálfvirka bakspólun, os tólf rásir svo að nokkuð sé nefnt. I n m iUHlUÚéM ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 68 7910-812 66

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.