Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 43
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 43 100 ára minning: Pétur J. Hraun- fjörð sjómaður Fsddur 12. mai 1885 Dáinn 5. mars 1957 Heil öld — hvað er það, í huga manns, gæti sköpun heimsins hafa átt sér stað fyrir hundrað árum. Svo ör hefur þróunin verið. Faðir minn fæddist á Vala- björgum í Helgafellssveit, heiðar- býli langt frá byggðu bóli, og ekk- ert til að vefja hvítvoðunginn i annað en línskyrta af móðurinni, sem var svo lasburða af langvar- andi næringarskorti að hún mjólkaði drengnum ekki og kýrin geld. Það var því horfið að því ráði að næra hann á kaplamjólk. Foreldrar Péturs voru Jón Jó- Kaffidrykkja aldraðra í Fríkirkju- söfnuðinum KVENFÉLAG Fríkirkjunnar hefur ákveðið að helga um sinn 5. sunnu- dag eftir páska öldruðu safnaðar- fólki. í framhaldi af þvi býður Kven- félagið öldruðu fríkirkjufólki til kafHdrykkju í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti, óðara að lokinni messu í Fríkirkjunni á morgun, sunnudag. Guðþjónustan hefst kl. 14 og mun Fríkirkjukórinn syngja undir stjórn organista kirkjunnar, Pav- els Smíd. (flr frétutilkrnninpi) hannesson f. 1844 á Berserkseyri i Eyrarsveit og Guðlaug Bjarna- dóttir f. 1853 í Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi. Árið eftir eru þau komin að Horni i sömu sveit. En flytja fljótlega þaðan og eru komin í Hraunsfjörð árið 1888. Þar bjuggu þau næstu 20 árin eða til ársins 1908, að þau flytja að Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Snemma var Pétur lánaður í smalamennsku og hjásetu, sem matvinningur. Honum féll ekki vistin og þótti betra að vera svangur heima í Hraunsfirði en á öðrum bæjum. Á ellefta ári var hann settur til sjós á opnum seglbát, var það harður skóli. Til að byrja með skyldi hann vera kokkur. Eldamennskan var fá- brotin, en þó of flókin fyrir 10 ára dreng, því hver vildi fá þann fisk upp úr pottinum, sem hann hafði lagt sér. Þetta var upphafið á sjó- mennsku Péturs J. Hraunfjörð, sem átti eftir að vera næstu 30 árin og verða harðsótt með köfl- um, því hann var þrekmaður mik- ill og kappsamur, að hverju sem hann gekk. Hann var bráðvel gef- inn og lauk „meira fiskimanna- prófi“, og var skipstjóri eftir það á þilskipum við Breiðafjörð og víð- ar, eftir því sem ástæður leyfðu. Kona hans var Ásta Kristjáns- dóttir f. 6/6 1891, d. 27/7 1980 (f. í Stekkjartröð í Eyrarsveit), hún var vel gefin, dugnaðarkona og manni sínum góður lífsförunaut- ur. Af níu börnum þeirra hjóna komust 7 til fullorðins ára, 6 eru á Hfí. Þau bjuggu víða og alltaf í þurrabúð. Þegar Pétur var um fer- tugt urðu miklar breytingar á högum hans. Heilsan bilaði og nýr þáttur hófst í lífi hans. Hann flyt- ur til Reykjavíkur, en verka- mannavinna var lítil og stopul. Hann hafði verið í Sjómannafé- laginu, en gerist nú félagi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, og var brátt í hópi þeirra er harðast börðust og beittu sér fyrir því að fá kjör verkamanna bætt á sem flestum sviðum. Pétur taldi Dagsbrún sérstakt kjörbarn sem á allan hátt væri skylt að standa saman um. Fljót- lega komst hann því í trúnaðarráð félagsins. Hann var í senn alvar- legur, fastur fyrir og sérstæður, sem og léttur i lund, kíminn og félagslyndur, því sjaldan var svo þröngt í búi um hag hans og heil- brigði að hann væri ekki logandi af ýmiss konar áhuga fyrir hinum margbreytilegu velferðarmálum sínum og samfélagsins. í stjórnmálabaráttunni stóð hann ævinlega yst til vinstri og átti létt með að tala á fundum og flytja mál sitt. Áhugamál sín ræddi hann í ljósi sterkrar trúar á hið góða i manninum, þrátt fyrir það, að honum dyldist ekki sú var- mennska sem viða kemur fram i sambýli mannanna. Réttlætiskennd hans og jafn- réttishugsjón var afar rík, var þvi mjög auðskilið að hann var vinur og baráttumaður smælingjanna, skilyrðislaust, hvernig sem á stóð. f eðli sínu var Pétur trúhneigð- ur og elskur að ljóðum, orti fjölda Ijóða og visna, sem mörg bera vitni um trúhneigð og mannvin- áttu. Eftirfarandi ljóð hans er í Snæ- fellingaljóðum: TOGARINN GYLLIR Gyllir hrannir klýfur kaldar knúinn sterku vélarafli. Ört þó hvæsi froðufaldar, fram hann þýtur móti skafli, stefni þungu í stingur hroða, stafna á milli glymja sköllin, af sér hrindir báruboða, byltast um hann ránarföllin. Á honum sigla drengir djarfir, draga gull úr Ægis haugum, öðrum fremur þykja þarfir, þroskans búnir sterkum taugum. Þegar gjálp á brýtur borðum brotsjóa í heiftaræði, hægt, en föstum, ýtt er orðum: Áfram, drengir, hrönn þó flæði. Opið hús verður í (Jtkoti á Kjal- arnesi í dag sunnudag milli kl. 15.00 og 17.00, ættarmót, og fyrir þá sem vilja heiðra minningu hans. Hulda Pétursdóttir Keflavíkurkirkja: Vortónleikar MÁNUDAGINN 13. maí verða vor- tónleikar Tónlistarskólans í Kefla- vík og Tónlistarfélagsins haldnir I Keflavíkurkirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Nemendur skólans munu leika á flest hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Jónas Þórir Þórisson organisti í Kirkju óháða safnaðarins mun leika Tokkötu og fúgu í d-moll eft- ir J.S. Bach. Skólaslit Tónlistarskólans verða í sal skólans miðvikudaginn 15. maí klukkan 17. Kransai; kistuskreytingar BORGARBLOMÍÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMh 32213 Hinn almenni bænadagur DÓMKIRKJAN: Bænadagsguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Þórir Stephensen prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guö- mundssyni. Sr. Þórir Stephen- sen. Barnaguösþjónusta kl. 14.00. Kirkjuskólanum slitiö. Börn úr skólanum aöstoöa. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Bænaguösþjónusta í Safnaöar- heimili Árbæjarsóknar kl. 11.00 árd. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Sameiginleg guösþjónusta Ás- og Laugarnes- skóla í Laugarneskirkju kl. 14.00. Báöir kirkjukórarnir syngja. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. sr. Árni Bergur Sigur- björnsson prédikar. Sóknar- nefndin. BREIOHOLTSPREST AK ALL: Messa í Breiöholtsskóla kl. 14.00. Sr. Lárus Halldórsson. BÚST AÐAKIRK JA: Messa kl. 14.00. Prestur sr. Jón Bjarman. Organieikari Guöni Þ. Guö- mundsson. A uppstigningardag veröur messa kl. 14.00. Handa- vinnusýning eftir vetrarstarf aldr- aöra verður eftir messuna svo og kaffiveitingar. Sóknarnefndin. DIGRANESPREST AKALL: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00. Minnst 30 ára afmælis kaupstaöarins. Sr. Árni Pálsson prédikar. Sr. Þorbergur Krist- jánsson þjónar fyrir altari. Bæj- arfulltrúar lesa ritingarorö. Sókn- arnefndin. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guös- þjónusta kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. (Ath. breyttan tíma.) Sr. Hreinn HJart- arson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Þorsteinn Björnsson, fyrrv. frí- kirkjuprestur, þjónar fyrir altari. Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn organleikarans Pavel Smid. Eftir messu er kaffi fyrir aldraöa í Oddfellowhúsinu í boöi Kvenfélags Fríkirkjunnar. Föstu- daginn 17. maí er biblíulestur f kirkjunni kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Bænastund í kirkjunni þriöju- d„ miövikud., fimmtud. og föstud. kl. 18.00 og stendur í stundarfjóröung. Sr. Gunnar Björnsson. Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Biðjið í Jesú nafni. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.00. (Ath. breyttan messu- tíma.) Kaffisala Kvenfélagsins kl. 15.00. Biblíulestur þriöjudag 14. maí kl. 20.30. A uppstigingardag veröur kvöldvaka meö helgi- stund fyrir aldraöa kl. 20.00. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugar- dag: Félagsvist í safnaöarsai kl. 15.00. Sunnudag: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kirkja heyrnarlausra: Guösþjón- usta kl. 14.00 í Hallgrímskirkju. Sr. Miyako Þóröarson. Þriöju- dag, fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Á upp- stigningardag veröur messa kl. 11.00. LANÐSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guös- þjónusta kl. 14.00 í Kópavogs- kirkju. Minnst 30 ára afmælis kaupstaöarins. Sr. Þorbergur Kristjánsson þjónar fyrir altari, sr. Árni Pálsson prédikar. Bæj- arfulltrúar lesa ritingarorö. Sókn- arnefndin. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkjureið. Á hinum almenna bænadegi munu hestamenn koma á gæö- ingum sínum til guösþjónustunn- ar í Langholtskirkju kl. 11. Lista- menn úr rööum þeirra, ingibjörg Lárusdóttir, Lárus Sveinsson, Gunnar Eyjólfsson, Klemens Jónsson, Jón Sigurbjðrnsson og Garöar Cortes munu aöstoöa kór, organista og prest safnaöar- ins viö helgihaldiö. Aöhald er fyrir hestana og þeirra gætt. Safnaöarstjórn. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag: Guösþjónusta Hátúni 10B, 9. hæð kl. 11.00. Sunnudag: Sameiginleg guösþjónusta As- og Laugarnessókna í Laugarnes- kirkju kl. 14.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson prédikar. Báöir sóknarprestarnir þjóna fyrir alt- ari, báöir kórar safnaöanna syngja undir stjórn organistanna Sigríöar Jónsdóttur og Kistjáns Sigtrygssonar. Þriöjudag 14. maí bænaguösþjónusta kl. 18.00 og orgeltónleikar kl. 20.30 á vegum Tónskóla þjóökirkjunnar. Friörik Stefánsson, Gunnar Gunnarsson og Sigríöur Jónsdóttir leika á orgel kirkjunnar. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 14.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Miö- vikudag, fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Opið hús fyrir aldraöa þriöjudag kl. 12—17 og verður þennan mánuö á þríöjudögum. SELJASÓKN. Guösþjónusta kl. 11.00 í ölduselsskóla. Fundur í æskulýösfélaginu Sela þriöju- dagskvöld 14. maí kl. 20.00 í Tindaseli 3. Fyrirbænasamvera Tindaseli 3 aö kvöldi uppstign- ingardags kl. 20.30. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESSÓKN: GuöS- þjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. í maímánuöi er lesin Rósa- kransbæn eftir lágmessuna kl. 18 nema á fimmtudögum, þá verður bænahald á þeim tíma. MARÍUKIRKJA Breiöholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa mánu- daga til föstudaga kl. 18. HVlT ASUNNUKIRK JAN Ffla- delfía: Almenn guösþjónusta kl. 20. KFUM og KFUK, Amtmanns- stig:: Samkoma kl. 20.30. Ræöu- maöur Helgi Elíasson, útibús- stjóri. HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14.00. Útisamkoma Lækjartorgi (ef veöur leyfir) kl. 16. Almenn samkoma kl. 20.30. Anne Marie Reinholdtsen talar. KAPELLA St. Jósefssystra Garöabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐIST AÐASÓKN: Guösþjón- usta kl. 11. Sr. Siguröur Helgi Guömundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferö sunnudagaskólans veröur á sunnudag og lagt af staö frá kirkjunni kl. 10.30. Guösþjóni'sta kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarfiröi: Vor- ferö barnastarfsins verður farln í dag, laugardag. Lagt af staö frá kirkjunni kl. 13.30. Sunnudags- guösþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an messutíma. Guörún Tómas- dóttir syngur einsöng. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspftala: Hámessa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI-NJARDVÍKURKIRKJA: Kirkjudagur Keflavíkursafnaöar. Guösþjónusta kl. 14. Systra- og bræöafélagiö annast kaffiveit- ingar aö messu lokinni í Kirkju- lundi. Rætt verður um israels- ferðina. Fer nú hver aö veröa síö- astur til aö tilk. þátttöku. Sókn- arprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarguösþjónusta kl. 14. Sókn- arprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Ferm- ingarmessa kl. 13.30. Sr. Úlfar Guömundsson. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Barnakór Þorlákshafnar syngur undir stjórn organistans Hilmars Arnars Agnarssonar. Sr. Tómas Guömundsson. HEILSUHÆLI NLFÍ, Hverageröi: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guö- mundsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Ath. breyttan messutíma. Lagt veröur af staö í vorferö sunnudagaskólans kl. 13 frá kirkjunni. Sr. Björn Jónsson. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarpestur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.