Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 24
í____________ _____MQRGUNBLAPIÐ, SUNNUDAGUR 2- JÚjNÍ 19g5_ FLUGLEIÐIR OG A TLANTSHAFSFLUGIÐ Barist um farþega með nýjum vopnum og stærri boðum — eftir Björn Bjarnason i i óe iifl í'tí íirf íip ierf •H ,n siíi íid 39I í-ii 3 Fyrir fimm árum var helst um það rætt í umræðum um íslensk flug- mál, hvenær At- lantshafsflug Flugleiða myndi leggjast niður. Samkeppnin á leiðinni milli Norður-Ameríku og Evrópu var orðin svo hörð, að vafasamt var talið, að Flugleiðir gætu haldið velli. „Allt flugkerfi íslendinga hefur í reynd verið lagt undir í því samkeppnisspili," sögðu menn á Alþingi Íslendinga haustið 1978. Framtíð Flugleiða var talin í svo stórkostlegri hættu að alveg á næstunni þyrftu eigendur fyrir- tækisins að láta undan kröfum Lúxemborgarmanna um að eign- ast stóran hlut í því. Þessi spá- dómur hefur ekki ræst og ekki heldur hinn, að samkeppnisspilið á Norður-Atlantshafsflugleiðinni myndi eyðileggja íslenska flug- kerfið. Stjórnendur Flugleiða létu ekki svartsýni ná tökum á sér. Innan fyrirtækisins var ólin hert. Stjórnvöld í Lúxemborg og á ís- landi hlupu undir bagga með af- léttingu lendingargjalda og fyrir- greiðslu af öðru tagi. Nú eru Flugleiðir að færa út kvíarnar að nýju í Bandaríkjunum. „Okkar helsta vandamál hefur verið það nú í vor, að við höfum ekki getað annað öllum þeim símhringingum, þegar fólk vill panta hjá okkur far eða spyrjast fyrir um þjónustu okkar,“ sagði Sigurður Helgason yngri, sem nú tekur við starfi for- stjóra Flugleiða, en hefur síðan 1983 verið forstöðumaður skrif- stofu þeirra í New York og sölu- starfseminnar í Bandaríkjunum. Þegar gengið er um símasal Flugleiða í Rockefeller-bygging- unum við Fifth Avenue í New York fer það ekki fram hjá gestin- um, að þar er mikið um að vera. Starfsfólkið situr þröngt með sím- tólið spennt um höfuðið og tölvur fyrir framan sig. „Milli fjögur og fimm þúsund manns hafa hringt til okkar á dag undanfarið," sagði Sigurður Helgason, þegar ég hitti hann i skrifstofu hans i New York í byrj- un maí. „Símalínan er lífæð okkar hér í Bandaríkjunum. Sá háttur tíðkast hjá fjölmörgum fyrirtækjum, að þau augiýsa símanúmer og til- kynna um leið, að þeir sem hringja í það þurfi ekki að greiða kostnað- inn. Fyrir þetta greiddu Flugleiðir um eina milljón dollara á síðasta ári en tvær milljónir dollara í auglýsingar," sagði Sigurður, en bætti við: „Vandinn er hins vegar sá, að við fáum ekki nógu góða þjónustu hjá símafyrirtækjunum. Tölvuskráning á símtölum sýnir, að þó nokkrir gefast upp á því að bíða eftir að við svörum. Símunum er svarað allan ársins hring á skrifstofu okkar nema þrjá daga, jóladag, nýársdag og þakkargjörð- ardaginn, sem er bandarískur há- tíðisdagur. Símafólkið vinnur frá Um þessa helgi verða forstjóraskipti hjá Flugleiðum. í greininni er rœtt við Sigurð Helgason verðandi forstjóra fyrirtœkisins og kynnt starfsemi þess í Bandaríkjunum sem hann hefur stjórnað síðan 1983. Morgunblaðið/Bill Coonors Nú um helgina hættir Sigurður Helgason (t.v.) sem forstjóri Flug- leiða en starfar áfram sem stjórnarformaður. Við forstjórastöðunni tekur Sigurður Helgason (t.h.). Myndin var tekin af þeim nýlega í Rockefeller Center í New York. 8 á morgnana til 9 á kvöldin mánudaga til föstudaga, en 9 til 5 laugardaga og sunnudaga." Flugleiðir hafa 150 til 160 starfsmenn í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þeir eru ekki í neinu verkalýðsfélagi, sem þykir mikill kostur þar i landi og veitir fyrirtækjum svigrúm til að bregð- ast við breyttum rekstrarforsend- ur með skjótari hætti en ella. Nú fljúga vélar Flugleiða til fimm flugvalla í Bandaríkjunum New York, Baltimore (skammt frá Washington-borg), Chicago, De- troit og Orlando í Flórída. Þrír helstu sölustjórar félagsins í Bandarikjunum eru Einar Gúst- afsson í New York, Símon Pálsson í Baltimore og Tom Lockery i Chicago. Sölustarfsemin byggist einkum á því að hafa samband við ferða- skrifstofur. Þjónustan er kynnt með auglýsingum í dagblöðum og tímaritum sem sérhæfa sig í ferðaþjónustu. Hvorki er auglýst í útvarpi né sjónvarpi. Á fundi með sölustjórum í New York gafst mér tækifæri til að sitja hluta fundar sem Sig- fús Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, efndi til með sölustjórunum í Bandaríkjun- um og auglýsingastjórum fyrir- tækisins þar. Sigfús var forstöðu- maður skrifstofunnar í New York frá 1979 til 1983. Vegna styrkleika dollarans hef- ur ferðum Bandaríkjamanna til Evrópu fjölgað mjög mikið undan- farið. 1984 fluttu Flugleiðir 248.349 farþega á Norður-Atl- antshafsleiðinni, sem var 20,3% aukning frá 1983, eða 35,1% af heildarfarþegafjölda félagsins, sem var 707.371 farþegi. Það sem af er þessu ári hefur verið 17—18% aukning á farþegafjöld- anum í heild og einnig yfir Atl- antshaf. Nú er fullbókað fram í júlí á Atlantshafsleiðinni, það er frá Bandaríkjuhum. En það er að nokkru leyti sýnd veiði en ekki gefin. Viðskiptavinir leita fyrir sér hjá flugfélögunum. ódýrustu, almennu fargjöldin eru svonefnd APEX-fargjöld, en þá verða menn að greiða farseðla 21 degi áður en þeir hefja ferðina. Töluvert er um afföll frá bókunum. Miðað við reynslu bóka Flugleiðir yfirleitt um 10% fleiri farþega í hverja vél en þar rúmast, en DC-8 þoturnar á Atlantshafsleiðinni taka 249 far- þega. Verði engin afföll er farþeg- um séð fyrir sætum hjá öðrum flugfélögum. Sölustjórarnir fylgjast náið með keppinautunum hver á sínum stað og þá einkum því verði sem þeir bjóða hverju sinni. Þeir vilja hafa svigrúm til að bregðast við, verði veruleg afföll vegna harðnandi samkeppni, markmiðið er að nýta flugvélarnar sem mest. Nokkuð’ hefur borið á því yfir vetrartím- ann, að vélar Flugleiða eru sendar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.