Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 24
24_____________M0R6UNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. JÚNt 1985_ Sameinaðir um stefnu gagnvart Sovétríkjunum eftir Ronald Reagan Ófullnægjandi viðnám Vestur- landabúa við ævintýramennsku Sovétmanna er leið á áttunda ára- tuginn átti sér margvíslegar orsakir og þá ekki sízt þann al- varlega skort á sjálfstrausti sem einkenndi amerísk stjórnmál i kjölfar þeirrar reynslu sem feng- ist hafði í Víetnam. En á sama hátt og ákvarðanir Sovétmanna fyrst eftir heimsstyrjöldina höfðu markazt af því að Bandaríkin höfðu á þeim tíma yfirburði á sviði Iangdrægs vopnabúnaðar, voru þær ákvarðanir sem teknar voru í Moskvu, og reyndar í Wash- ington og um gjörvalla Evrópu, í samræmi við þá staðreynd að Sov- étríkjunum var að vaxa ásmegin um leið og stöðnun hafði orðið í kjarnorkuvígbúnaði Vesturlanda. Draga mætti þær ályktanir af þessum atburðum að Vesturlönd ættu að stefna að því að ná á ný þeim yfirburðum á sviði kjarn- orkuvígbúnaðar gagnvart Sovét- ríkjunum sem tryggðu öryggi okkar og mótuðu stefnu okkar í kjölfar heimsstyrjaldarinnar. Það er ekki skoðun mín. Við getum ekki og ættum ekki að stefna að því að grundvalla frið okkar og frelsi til frambúðar á því að auka við kjarnorkuvopnabúr okkar. Séu skammtímasjónarmið höfð í huga eigum við ekki annars kost en að keppa við Sovétríkin á þessu sviði, ekki með það fyrir augum að ná yfirburðum heldur til að halda jafnvægi. I ljósi þessa er frumskil- yrði að Bandaríkin séu í takt við tímann og viðhaldi þeim kjarn- orkustyrk er tryggir að þau fái staðizt — og það á öllum þeim þre- mur sviðum er herstjórn þeirra grundvallast á — á hafinu, á landi og í lofti. Á sama hátt er það mik- ilvægt að Frakkar og Bretar við- haldi þeim kjarnorkuvígbúnaði sem þeir hafa sjálfir á að skipa og færi hann í nútímalegt horf. Þess ber þó að gæta að Sovét- menn eru okkur ekki sammála um það hvernig traustu jafnvægi á sviði kjarnorkuvígbúnaðar verði við komið. Þeir hafa á hinn bóginn tekið þann kost að koma sér upp kjarnorkuvígbúnaði sem bersýni- lega er til þess ætlaður að verða fyrri til og geta hafið árás og á þann hátt afvopnað andstæðing- inn. Sovétríkin gera sig nú líkleg til að koma fyrir nýrri gerð hreyf- anlegra MIRV-eldflauga (þ.e. eldflauga sem geta hver um sig flutt margar kjarnorkusprengjur. Innsk. Morgunblaðið) sem hafa slíka eiginleika auk þess sem tor- velt er að hafa upp á þeim og fylgjast með þeim eða viðhafa eft- irlit með því að farið sé að samn- ingum um afvopnun. Með þessu eru Sovétmenn að grafa undan stöðugleika og koma í veg fyrir að um gagnkvæmar hindranir geti orðið að ræða. Unnt er að gera sér í hugarlund ýmis hugsanleg viðbrögð við áframhaldandi og auknum um- svifum Sovétmanna á sviði kjarn- orkuvígbúnaðar. í fyrsta lagi get- um við farið fram á það við Sov- étmenn að þeir veiki árásarkerfi sín með því að gerðar verði sanngjarnar ráðstafanir til að tryggja eftirlit með vopnabúnaði. Þennan málstað leggjum við áherzlu á í Genf. Fram að þessu hefur þó ekkert nýtt komið fram af hálfu hins aðilans varðandi þetta. Annar möguleiki er sá að Vest- urlönd hraði aðgerðum sínum til að fullkomna vopnabúnað sinn í því skyni að dragast ekki aftur úr Sovétmönnum sem sífellt koma fyrir fleiri vopnum, ekki til þess að við öðlumst yfirburði, heldur til þess að dragast ekki aftur úr Sov- étmönnum. En er þetta í raun og veru fýsilegur kostur? Jafnvel þótt Vesturlönd treystu sér til að fara þessa leið þá yrði afleiðingin óstöðugra hernaðarjafnvægi en það sem við búum við nú. Verðum við að sætta okkur við endalaust vígbúnaðarkapphlaup? Ég er ekki þeirrar skoðunar. Við þurfum betri tryggingu fyrir friði en svo. Sem betur fer er þriðji mögu- leikinn fyrir hendi. Hann er í því fólginn að vega upp á móti áfram- haldandi árásarvígbúnaði Sov- étmanna með því að þróa varnir okkar gegn þessum vígbúnaði og slá þannig vopnin úr höndum þeirra. Árið 1983 boðaði ég nýja rannsóknaáætlun í þessu skyni — Frumkvæðið um varnir gegn lang- drægum eldflaugum. Gildi varnarkerfa Nútímatækni verður senn kom- in á það stig að í fyrsta sinn verð- ur mögulegt að beita kerfi sem ekki byggir á kjarnorku til varnar langdrægum árásarflaugum. Sov- étmenn hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir gildi varnarkerfa og hafa varið miklum fjármunum til að þróa þau. í meira en tvo áratugi hafa þeir reyndar varið jafnmiklu fé til þess að þróa varnarkerfi og þeir hafa lagt í árásarkerfin. Rannsóknaáætlunin mun taka sinn tíma. Á meðan við vinnum að henni munum við halda okkur innan þeirra marka sem við höf- um sett okkur með sáttmálum þeim sem í gildi eru. Við munum ennfremur hafa eins náið samráð við bandamenn okkar og frekast er unnt. Og þegar tímabært er að taka ákvarðanir um hugsaniega framleiðslu og fyrirkomulag slíkra kerfa, verðum við og mun- um við ganga til viðræðna og samninga um þessi mál við Sovét- menn. Hvort sem til lengri eða skemmri tíma er litið er ég þess fullviss að Vesturlönd eru þess umkomin að halda uppi þeim hernaðarlega viðbúnaði, þeim fæl- ingarmætti, sem nauðsynlegur er, en vissulega eigum við að setja markið hærra en svo að í alþjóða- pólitík ríki vopnahlé í skjóli öfl- ugrar hervæðingar. Á áttunda áratugnum reyndum við að fremsta megni að takmarka einhliða langdrægan kjarnorku- vopnabúnað okkar í trausti þess að Sovétmenn mundu fylgja sett- um reglum — reglum sem t.d. voru í því fólgnar að hvorugur að- ilinn reyndi að ná einhliða for- skoti á kostnað hins. Á árunum upp úr 1970 varð árangur þessarar viðleitni sá að í Evrópu batnaði ástandið nokkuð og er fjórvelda- samningurinn sem gerður var í Berlín bezta dæmið um það. En vonirnar um víðtækari og varan- lega samstöðu um að draga úr samkeppni milli Austurs og Vest- urs urðu að engu þegar til tíðinda dró í Angóla, Eþíópíu, Afganistan og Nicaragua. Nú stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu hvort við höfum lært af þessum mistökum og séum fær um að koma á stöðugleika og friðsamlegri sambúð við Sovétrík- in á grundvelli þess að settar verði skorður sem þjóna tiigangi sínum og slakað á spennu. Ég tel að þetta sé unnt. Ég álít okkur hafa komizt að raun um það að árangursrík samvinna við Sovétríkin hlýtur jafnframt að felast í jákvæðri samkeppni á tilteknum svæðum — einkum í þriðja heiminum — þar sem Sovétmenn eru enn ekki reiðubúnir að hafa taumhaid á sér. Stefnan gagnvart Sovétríkjunum Þessar eru ástæðurnar sem hafa mótað stefnu okkar gagnvart Sov- étríkjunum. Sú stefna felst í eftir- farandi grundvallaratriðum: A Jafnframt því sem við varðveit- um friðinn með þvi að sýna festu, munu Bandaríkin stað- fastlega og sífellt leitast við að draga úr spennu og að leysa vandamál i samskiptum sínum við Sovétríkin. A Bandaríkin eru reiðubúin að ganga til samninga um að draga úr vígbúnaði á grundvelli sanngirni, réttsýni og þess að unnt sé að ganga úr skugga um að þeir séu haldnir. * Bandaríkin setja það á oddinn að haldnir séu þeir samningar sem þegar hafa verið gerðir, bæði með tilliti til þessara samninga sjálfra og til þess að efla trú á þeim samningum sem kunna að verða gerðir í fram- tíðinni. * Bandaríkin sækjast ekki eftir neinum einhliða ábata, og geta að sjálfsögðu ekki heldur fallizt á neitt slíkt varðandi Sovétrík- in. * Bandarikin munu hér eftir sem hingað til hafa fullt samráð við bandamenn sína og gera sér grein fyrir því að örlög okkar eru samtvinnuð og að við hljót- um að standa saman að ráðstöf- unum okkar. * Bandaríkin sækjast ekki eftir því að grafa undan Sovétkerf- inu eða breyta því og ekki held- ur að sýna yfirgang í þeim til- gangi að veikja öryggi Sovét- ríkjanna. Á sama tima munu Bandaríkin standa gegn til- raunum Sovétmanna til að beira aðra valdi, hafa í hótun- um við þá eða koma á kerfi sínu meðal annarra þjóða með valdbeitingu. I/)ks geri ég mér vonir um það að ráðamenn í Sovétríkjunum öðl- ist skilning á því að þeir hafa ekk- ert að vinna með því að reyna að ná hernaðarlegum yfirburðum eða með því að auka völd sín með ofbeldi, heldur hafi þeir mikið að vinna með þvi að taka höndum saman við Vesturlandabúa til að stuðla að gagnkvæmri fækkun vopna og aukinni samvinnu. Ég hef falið utanríkisráðherra Bandaríkjanna að vinna ásamt Sovétmönnum að víðtækri áætlun um að leysa þau vandamál sem við er að etja. En þó stöndum við frammi fyrir því er við leitum nýrra leiða til að hafa árangurs- ríkt samráð við Sovétmenn að í vegi eru hindranir sem raktar verða til þess að grundvallarmis- munur er á þeim skilningi sem við höfum á mannúð, mannréttindum og Iífsgæðum. Nýjasta dæmið um þetta er morðið sem sovézkur her- maður framdi á Nicholson majór í Austur-Þýzkalandi og það að Sov- étmenn neita að viðurkenna að þeir beri ábyrgð á þeim atburði. Eigi okkur að takast að draga úr spennu milli Austurs og Vesturs verðum við að finna leiðir til að tryKKja að í framtíðinni séu ekki teknar geðþóttaákvarðanir um að fórna mannslífum með því að beita ofbeldi — hvort sem í hlut eiga einstaklingar eins og Nichol- son majór eða hópar á borð við farþegana í risaþotunni. Leiðir að markinu Þvi er það að mig langar til aö gera ykkur grein fyrir því hvaða leiðir ég tel vænlegastar í þessu sambandi. Ég legg til að stjórnir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna beiti sér fyrir ferns konar raun- hæfum ráðstöfunum. í fyrsta lagi, að þessar tvær þjóðir geri sér að reglu að skiptast á eftirlitsmönnum er fylgist með heræfingum og bækistöðvum. Slík skipan er viðhöfð í samskiptum okkar við mörg ríki til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi. Ronald Reagan I öðru lagi, þá tel ég ákjósanlegt að ráðamenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna komi saman og tak- ist á við þann vanda sem við er að etja og er jafnframt sannfærður um gildi þess að æðstu menn á sviði hernaðar hafi nánara sam- ráð en nú er. Því legg ég til að við komum á reglulegum samskiptum æðstu hernaðarforingja Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna, í því skyni að auka skilning og koma i veg fyrir að ófyrirsjáanlegar hörmungar eigi sér stað. í þriðja lagi, þá hvet ég til þess að ráðstefnan um afvopnun í Évr- ópu í Stokkhólmi taki til óspilltra málanna og komi sér saman um hinar raunhæfu aðgerðir til að efla traust sem NATO-ríkin hafa gert að tillögu sinni. Bandaríkin eru reiðubúin að ræða tillögu Sov- étmanna þess efnis að valdi verði ekki beitt, í ljósi þeirrar sam- þykktar Sovétmanna að raunhæf- ar ráðstafanir verði gerðar í því skyni að efla traust. I fjórða lagi, þá er það skoðun mín að fjarskiptabúnaður er tryggði öruggt samband milli hernaðaraðila ríkjanna væri gagnlegur varðandi þennan mik- ilvæga þátt samskipta okkar. Hann gæti gert okkur kleift að skiptast á orðsendingum og öðrum upplýsingum um þau hernaðar- legu umsvif er eiga sér að jafnaði stað, og þannig dregið úr hættu á misskilningi og mistúlkunum. Með tímanum gæti slíkur búnaður orð- ið að kerfi sem drægi úr hættu þar sem unnt væri að skiptast á upp- lýsingum og hafa samráð á hættu- tímum með skjótum hætti. Þessar tillögur fela ekki í sér allsherjar lausnir á þeim vanda- málum sem við stöndum nú frammi fyrir og þær munu ekki bæta það manntjón sem þegar er orðið. En þær skelfingar sem að baki eru verða enn hörmulegri ef við gerum ekki tilraunir til að koma í veg fyrir enn alvarlegri at- burði sem rekja má til þess að við höfum ekki samráð og skiptumst á upplýsingum. Hugmyndafræðileg togstreita Við Vesturlandabúar eigum mikil verkefni fyrir höndum og þau verðum við að leysa í samein- ingu. Við verðum að standa saman gagnvart þeim tilraunum sem hafðar eru í frammi til að sundra okkur og viðhalda styrk okkar þrátt fyrir þær tilraunir sem gerð- ar eru í því skyni að veikja okkur. Við verðum að hafa það hugfast að eining okkar og styrkur eru ekki einungis hvatir, sem spretta af því að við erum bandamenn með svip- aðan hugsunarhátt, heldur sjálf- sögð afleiðing frelsisástarinnar sem við berum í brjósti. Vissulega gerum við okkur eng- ar grillur um það að hið kommún- íska kerfi og hin frjálsu þjóðfélög á Vesturlöndum verði samstíga. Við eigum fyrir höndum langt tímabil hugmyndafræðilegrar togstreitu. Við Vesturlandabúar þurfum að gera það upp við okkur hvort við viljum keppa við Sovét- ríkin í Þriðja heiminum með því að veita þjóðum hans aðstoð og hlutdeild í þekkingu okkar og verðmætum. Áð þessu leyti stönd- um við að mörgu leyti vel að vígi, ekki sízt með tilliti til reynslu þeirra ríkja sem reynt hafa marx- isma og leita nýrra leiða. Við kepptum ekki að því að troða okkar kerfi upp á einn eða neinn og kunnum heldur engin þjóðráð til lausnar öllum vanda sem við er að etja í heiminum. Andstæðingar okkar hafa ekki annað aö bjóða þjóðum sínum en efnahagslega stöðnun og spillta forsjá ríkisvalds og flokksræðis sem hvorki uppfyllir efnislegar né andlegar þarfir þegar til kastanna kemur. Gagnvart Evrópuþjóðunum vil ég ítreka að Bandaríkjamenn eru enn sem fyrr staðfastir. Við stóð- um við hlið ykkar í tveimur stór- styrjöldum. Við höfum staðið við hlið ykkar í þeim friði sem stund- um hefur verið erfiður en staðið hefur í fjörutíu ár. Við stöndum við hlið ykkar nú í dag vegna þess að við höfum — á sama hátt og þið — ekki látið af vestrænum hug- sjónum — hugsjónum um frelsi og frið. Látum engan — alls engan — efast um ásetning okkar. Lýðræðishug- sjónir rætist Bandaríkin eiga ekki einungis skyldur að rækja er varða öryggi Evrópu. Það vakir fyrir okkur að endursköpuð verði stærri Evrópa, sem er í eðli sínu evrópskari en sú sem nú stendur. Bandaríkin eru ekki einungis staðráðin í því að eiga félag við þjóðir Evrópu — Bandarikin eru staöráðin í að end- ir verði bundinn á hina óeðlilegu skiptingu Evrópu. Við vísum ekki á bug réttmæt- um öryggishagsmunum nokkurrar einustu þjóðar. Við eigum sameig- inlegar grundvallarhugsjónir um frelsi, hagsæld og frið með öllum þjóðum Evrópu. En þegar fjöl- skyldum er splundrað og fólki ekki leyft að hafa eðlilegt mannlegt og menningarlegt samband, þá veld- ur það spennu á alþjóðavettvangi. Einungis innan kerfis þar sem við erum öll örugg og óháð getur orðið varanlegur og tryggur friður. Þess . vegna styðjum við og hvetjum hreyfingu er stefnir að því að láta félagslegar, mannúð- legar og lýðræðislegar hugsjónir Evrópu rætast. Málstaðurinn er ekki í því fólginn að afmarka ríki heldur að tryggja rétt allra ríkja til að skipa málum sínum á þann veg sem þjóðir þeirra æskja. Ágreining varðandi skiptingu Evrópu verður að jafna með frið- samlegum hætti eins og annan ágreining. Því skulum við hverfa aftur að því ráði að efna í öllum atriðum ákvæði Helsinkisáttmál- ans. Er við leitumst við að treysta lýðræðið skulum við hafa það hugfast að hver þjóð verður að berjast fyrir lýðræði í samræmi við sína eigin menningu. Ríki þar sem lýðræði er að komast á eiga við sérstök vandamál að etja og eru í þörf fyrir sérstaka aðstoð. Þær þjóðir þar sem lýðræðislegar þjóðfélagsstofnanir hafa nýlega verið endurreistar án þess að traust manna á þeim standi föst- um fótum enn sem komið er, eru í þörf fyrir aðstoð af okkar hálfu. Þær ættu að hafa traust samfélag á jafnréttisgrundvelli að bak- hjarli, aðrar lýðræðisþjóðir sem þær geta leitað stuðnings hjá eða hollra ráða. Er ég ávarpaði brezka þingið ár- ið 1982 ræddi ég um það verðuga verkefni að lýðræðisþjóðirnar flyttu boðskap lýðræðisins um all- an heim. Ég lýsti yfir stuðningi minum við þá viðleitni Evrópu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.