Morgunblaðið - 04.06.1985, Side 33

Morgunblaðið - 04.06.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNÍ 1985 33 Víglundur Þorsteinsson, formadur Félags íslenskra iðnrekenda. flytja út eða selja innanlands beint til væntanlegra kaupenda og því þyrfti að leggja kapp á markaðsmálin og snúa vörn í sókn á þeim vettvangi. í máli Theodórs Blöndal kom m.a. fram að Austfirðingar hefðu e.t.v. um of verið upptekn- ir undangengin ár af ráðagerð- um um rekstur kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði — sem hefði almennt dregið úr dirfsku manna til átaka á sviði atvinnu- uppbyggingar í fjórðungnum. Víglundur Þorsteinsson lagði áherslu á það í máli sínu að markvisst yrði unnið að frekari iðnþróun — en þar hefði orðið vart stöðnunar að undanförnu. Ennfremur lagði hann áherslu á markaðsmálin og nauðsyn þess að „brjóta upp núverandi gjald- eyriskerfi". Fundinn sátu um 60 manns og urðu umræður mjög líflegar að loknum framsöguerindum og varð ekki annað ráðið af máli fundarmanna en stórhugur ríki um iðnaðaruppbyggingu á Aust- urlandi. — Ólafur Myndskerinn Halldór Sigurðsson: Allir sýning- argripirnir eru fengnir að láni VIÐ skerum út og vinnum eingöngu eftir pöntunum hvers konar gripi sem fólk almennt notar til tækifærisgjafa. Við eigum því aldrei gripi til sölu á stundinni og höfum raunar naumast undan að sinna pöntunum, sagði Hall- dór Sigurðsson, landskunnur mynd- skeri, er tiðindamaður Mbl. tók hann tali á Iðnsýningu Austurlands 1985. Halldór stofnaði fyrirtæki sitt, Eik sf., kringum listmunafram- leiðslu sína árið 1974 ásamt syni sínum, Hlyni, og við spyrjum hann um tildrög þess. Árið 1964 fékk ég orlof frá kennslu og í námsför um Svíþjóð fékk ég hugmyndina að stofnun fyrirtækis er framleiddi minjagripi og listmuni úr tré. Ég hafði þá um 14 ára skeið stundað þá iðju í hjá- verkum að skera út og smíða gripi fyrir fólk til tækifærisgjafa — en ekki varð úr stofnun fyrirtækis fyrr en 10 árum seinna. Fyrirtækið hef- ur síðan þrifist misjafnlega vel — enda höfum við feðgar sinnt öðrum störfum jafnframt til þessa. Nú hyggjumst við hins vegar alfarið snúa okkur að þessari framleiðslu og í athugun er að hefja framleiðslu minjagripa svo að gestum og gang- andi gefist kostur á að kaupa muni á verkstæði okkar á Miðhúsum. Það kallar vitanlega á aukinn mann- skap, þrjá til fjóra starfsmenn. Við munum auðvitað eftir sem áður smíða eftir pöntunum. Jú, við vinnum fyrst og fremst úr íslenskum viði — aðallega úr Hall- Toxli o>» myndir: Olafur Ouöniundsson VOTTUR Sýningarbás Prjónastofunnar Dyngju. Utan dyra bar ýmislegt fyrir augu á Iðnsýningu Austurlands ’85. Sýningarbásar Vaktar sf. og Austurverks hf. Hvers konar gúmmíframleiðsla Vaktar sf. á Egilsstöðum hefur vakið athygli á iðnsýningunni. Halldór Sigurðsson ormsstaðaskógi, t.d. er hér í sýn- ingarbás okkar borð er Sigurði Blöndal, skógræktarstjóra, var gef- ið fimmtugum. Það er smíðað úr fimm viðartegundum: rauðgreni, lerki, furu, birki og víði. Þið eigið þá ekki þessa gripi sem eru í sýningarbásnum? Nei, þeir eru allir fengnir að láni. Skírnarfonturinn hér var gefinn Eiðakirkju á sínum tíma og þennan fundarhamar gaf Jóhannes Stef- ánsson bæjarstjórn Neskaupstaðar þegar hann hætti þar störfum. Þetta eru allt gripir sem við höfum smíðað og skorið út eftir pöntunum gefendanna. Halldór auglýsir ekki á hefð- bundinn hátt. En handbragð hans vísar fólki leið. Það er víða að finna — en líklega er eitt frægasta út- skurðarverk hans eftirmynd hinnar víðfrægu Valþjófsstaðahurðar er brottfluttir Fljótsdælingar gáfu Valþjófsstaðakirkju vigsludaginn. Eins og kunnugt er mun Valþjófs- staðahurðin talin einhver mesti dýrgripur í eigu Þjóðminjasafns Is- lands og hver veit nema eftirmynd hennar hafi vísað Svisslend- ingunúm veginn til Halldórs Sig- urðssonar — þótt hann auglýsi ekki. Um sex þúsund manns sáu Iðnsýningu KgilsHtöAum, 3. júní. IÐNSÝNINGU Austurlands ’85 lauk í gær og munu um sex þús- und manns hafa sótt sýninguna, að sögn Bergsteins Gunnarsson- ar, framkvæmdastjóra iónsýn- ingarinnar. Aósókn aö sýning- unni var mjög mikil í gær, nær látlaus straumur fólks og aö sögn Bergsteins munu um 1100 manns hafa skoóaö sýninguna í gær. „Ég er sannfærður um það, að aðsókn hefði orðið meiri hefði veður ekki hamlað fjarðamönnum að komast til sýningarinnar um fyrri helgi," sagði Bergsteinn í viðtali við heimildarmann Morgunblaðs- ins. „Við í sýningarnefndinni erum mjög ánægðir. Þetta tókst allt vonum framar og viðtökurnar sem sýningin fékk voru stórkostlegar og tilgang- urinn hefur áreiðanlega komist til skila. Á sýningunni kynnt- ust menn þjónustu hér í fjórð- ungnum, sem þeir höfðu ekki hugmynd um að væri til og höfðu sótt til Reykjavíkur til þessa. Iðnþróunarfélag Austur- lands gekkst fyrir iðnsýning- unni og annaðist sérstök sýn- ingarnefnd undirbúning og skipulagningu. í nefndinni áttu sæti Guðmundur Benedikts- son, Orri Hrafnkelsson og Björn Kristleifsson. Berg- steinn Gunnarsson, iðnráðgjafi Austurlands, var ráðinn fram- kvæmdastjóri sýningarinnar. Alls sýndu og kynntu 70 iðn- fyrirtæki á Áusturlandi vörur sínar á Iðnsýningu Austur- lands ’85. Ólafur Dolfallinn yfir þessari sýningu — segir Unnar Heimir Sigursteinsson í EINU orði sagt er ég dolfallinn yfir þessari sýningu; dolfallinn yfír því aó unnt skuli hafa reynst aö vekja menn til umhugsunar um austfírsk- an iönað — sagöi Unnar Heimir Sig- ursteinsson er hann var tekinn tali sem snöggvast í sýningarbás sinum á Iðnsýningu Austurlands. • Rafvélaverkstæði okkar þjón- ustar fyrst og fremst sjávarútveg- inn. Við endurvindum rafmótora og önnumst rafmagnsviðgerðir í skipum og fiskverkunarhúsum — og setjum upp kælikerfi. Erfið- leikar í sjávarútvegi bitna því fljótt á okkar starfsemi. Þjónustusvæði okkar er frá Breiðdalsvík allt norður til Vopna- fjarðar. Að jafnaði eru um 3—4 menn við vinnu niður á fjörðum meðan svipaður fjöldi vinnur á verkstæði okkar hér á Egilsstöð- um. Jú, það er rétt, húsnæðismálin hér heima fyrir hafa að nokkru hamlað starfseminni. Núverandi Fólk er ánægt og þakklátt fyrir sýninguna — segir Orri Hrafnkelsson KgikHtöðum. „FOLK er mjög ánægt og þakklátt fyrir sýninguna og þetta hefur allt gengið mjög vel,“ — sagði Orri Hrafnkelsson í samtali viö fréttarit- ara Morgunblaðsins, en Orri átti sæti í sýningarnefndinni. Orri er framkvæmdastjóri Tré- smiðju Fljótsdalshéraðs sem hef- ur framleitt einingahús um 12 ára skeið og starfsemi vaxið mjög ásmegin á þessum rúma áratug. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs kynnti starfsemi sína á Iðnsýn- ingu Austurlands ’85 og sýndi utan dyra það nýjasta í fram- leiðslunni, háreistan sumarbúst- að. „Svona sumarbústaður full- búinn kostar 485 þúsund," segir Orri, „og í honum eru kojur fyri sex manns auk 11 fermetra svefnl- ofts — 10 til 15 manns geta því hæglega búið um sig til svefns í svona sumarbústað. Markaðssvæði okkar er fyrst og fremst Austurland — en við höf- um einnig reist nokkur hús í Unnar Heimir Sigursteinsson verkstæðispláss er um 60 fm. En við bindum miklar vonir við Iðn- garða Egilsstaða — sem verða opnaðir nú um miðjan júní. Þar munum við fá leigt um 160 fm svæði. Þetta gefur okkur byr — og svo hugsum við gott til væntan- legrar loðnubræðslu í ágúst. Jú, jú, við erum bjartsýn á framtíðina — sagði Unnar Heimir Sigursteinsson. Unnar Heimir hefur starfrækt fyrirtæki sitt, Rafvélaverkstæði Unnars Heimis, um 9 ára skeið á Egilsstöðum. Orri Hrafnkelsson Þingeyjarsýslum og nú á síðasta ári höfum við einnig reist hús í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 20—25 manns." Og hvernig er svo framtíðarsýn- in í framleiðslu einingahúsa? „Framtíðin er nokkuð tvisýn. Húsnæðislánakerfið hefur brugð- ist og breyttar reglur húsnæðismálastjórnar um útborg- un lána vegna einingahúsa hafa sett okkur í vanda. Fólk á nú erf- iðara með en áður að fjármagna kaup einingahúsa og það hlýtur að draga úr umfangi starfsemi okkar. Þó bindum við ákveðnar vonir við aukna framleiðslu sumarbústaða."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.