Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 v« Sigursælir KR-ingar • Annar flokkur KR í körfuknattleik var mjög sigursæll á síöasta keppnistímabili. Drengirnir sigruöu meö glæsibrag í Reykjavíkurmótinu, íslandsmótinu og settu síöan punktinn yfir allt saman meö því aö vinna bikarkeppni KKÍ líka. Sem sagt þrefaldir meistarar. Liðiö skipa: Efri röö frá vinstri: Guðni Guðnason, Lárus Valgarösson, Ólafur Guðmundsson, Birgir Mikalesson, Birgir Jóhannsson, Siguröur Þórarinsson, Ómar Guömundsson og Jón Sigurösson þjálfari. Neöri röö frá vinstri: Matthías Matthíasson, Ómar Scheving, Þóröur Oddsson og Magnús Gylfason. Þess má geta til gamans aö liö þetta tapaöi ekki neinum leik á síöasta keppnistímabili og þykir vera eitt þaö besta sem fram hefur komið í körfubolta í mörg ár. Handknattleiksskóli Flugleiða og HSÍ að Varmá í Mosfellssveit 22.—28. júní 1985 fyrir pilta, 5. fl. (11 —12 ára) stúlkur, 3. fl. (13—14 ára). Þátttökugjald kr. 3.900,- Innifaliö er gisting, fæöi, sund, leikir, tölvur, 2 landsleikir o.fl. Æfingar veröa teknar upp á vídeó. Frítt flugfar meö Flugleiöum er fyrir oátttakendur utan af landi. ÞJALFARAR VERÐA GEIR HALLSTEINSSON OG VIÐAR SÍMONARSON Þatttókutilkynningar og þátttökugjald þurfa aö berast skrifstofu HSÍ fyrir 15. júní. FLUGLEIDIR ICELANDAIR Markahæstu leikmenn ÞAO stefnir í har«-a og skemmti- lega baráttu um Gullskó Adidas — fjórir ieikmenn hafa skoraó fjögur mörk í 1. deild. Listinn yfir markahæstu menn er nú þannig, eftir fjórar umferöir: Guömundur Torfason, Fram 4 Guömundur Þorbjörnsson, Val 4 Páll Ólafsson, Þrótti 4 Ragnar Margeirsson, ÍBK 4 Björn Rafnsson, KR 3 Ómar Torfason, Fram 3 Sveinbjörn Hákonarson, ÍA 3 Bjarni Sveinbjörnsson, Þór 3 Nú veröur gert hlé á 1. deild- arkeppninni um tíma — næstu leikir veröa sem hér segir: Föstudagur 14. júní: Þór — Valur Laugardagur 15. júní: Víöir — Fram FH — ÍA KR — Víkingur Sunnudagur 16. júní: Þróttur — ÍBK Handknatt- leiksskóli hjá HSÍ Handknattleíkssamband ís- lands og Flugleiöír munu gangast fyrir handknattleiksskóla aö Varmá í Mosfellssveit 22. júní til 27. júní. Skólinn veröur fyrir pilta á aldrinum 11 til 12 ára og stúlkur 13 til 14 ára. Þátttökutilkynningar þurfa aö ber- ast til skrifstofu HSÍ fyrir 15. júní 1985. Þátttökugjald: 3.900. Innifaliö gisting, matur o.fl. Þátttakendum veröur boöiö á landsliösæfingar og aö sjá landsleiki í Flugleiöamót- inu. Flugleiöir bjóða hagkvæm far- gjöld fyrir þátttakendur utan af landi. Þjálfarar veröa Geir Hallsteins- son og Viöar Símonarson. Stjarnan með knattspyrnu- skóla í Garðabæ Knattspyrnuskóli Stjörnunnar í Garöabæ veróur haldinn í fyrsta skipti í sumar. Haldin veróa 4 námskeið hvert í tvær vikur. Skólínn veróur á Stjörnuvelli ( júní og júlí. Hann er ætlaöur stúlkum og drengjum á aldrinum 5—13 ára. Þátttakendum veröur skipt í hópa eftir aldri og getu og er fjöldi tak- markaöur í hverjum hópi. Aöaláhersla veröur lögö á tæknikennslu og veröur m.a. not- aö myndbandsupptökutæki viö kennsluna. Aöalkennarar veröa þekktir leiöbeinendur og leikmenn, þau Magnús Teitsson, Logi Ólafsson og Erla Rafnsdóttir. Auk þess munu landsliösmenn og atvinnu- menn koma í heimsókn. Innritun fer fram i Garöaskóla og á nám- skeiöinu sjálfu. Þátttökugjald er 500 krónur á hvert námskeiö. FrétUtilkynning. Gerpla AÐALFUNDUR íþróttafólagsins Gerplu, Kópavogi, verður haldinn Laugardagínn 8. júní kl. 10.00 f.h. í Iþróttahúsi félagsins aó Skemmuvegi 6, Kópavogi. Dagskrá: Venjuleg aöalfundar- störf. Lagabreytingar. Félagar fjölmennum á fundinn. Úr 5. gr. laga: Þegar um er aö ræöa börn undir 14 ára aldri, sem vilja ganga í félagið skal foreldri eöa ábyrgöarmaöur ganga í félag- iö og sinna félagslegum skyldum fyrir L^rniö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.