Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNl 1985 Fullkomin ÞÆGINDI BYRK. Sfðumúla 37, Reykjavík Slippfélagið, Mýrargötu 2. Reyttjavík. Dröfn, Strandgótu 75, Hafnarfirðt Hiti sf., Draupnísgötu 2, Akureyri. J.Á. Byggingavörur, Baldursgðtu 14, Keflavfk. Ráðstefna um atvinnumál í dreifbýli í Laugarborg Akureyri, 7. júní. Fjórðungssamband Norðlend- inga, Stéttarsamband benda og Byggðadeild Framkvæmdastofn- unar ríkisins gengust fyrir ráð- stefnu í Laugarborg í dag um atvinnumál í dreifbýli. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, ávarpaði ráðstefnuna, og flutt voru erindi m.a. um byggðarlega stöðu sveit- anna, þjóðhagsstöðu landbúnað- ar og viðhorf stjórnvalda í land- búnaðarmálum. Síðan gafst ráð- stefnugestum kostur á fyrir- spurnum til frummælenda. Einnig var rætt um nýjar at- vinnugreinar í sveitum, s.s. loð- dýrarækt, fiskirækt, hlunninda- búskap, ferðaþjónustu, sauma- stofur og skógrækt. Ráðstefnan var fjölsótt og þótti takast hið besta. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á ráðstefnunni. Tillaga til ályktunar frá strjálbýlisnefnd Fjórðungs- sambands Norðlendinga Ráðstefna um atvinnumál i dreifbýli haldin að Laugaborg í Eyjafirði, föstudaginn 7. júní 1985, telur mikilvægt að efla byggð í sveitum og tryggja þar búsetu. Ráðstefnan leggur megin- áherslu á eftirtalin atriði: 1. Hefðbundinn landbúnaður verði treystur, enda er hann undirstaða byggðar í sveitum. 2. Áætlun verði gerð um upp- byggingu nýbúgreina og mörkuð skýr stefna ríkisvalds um ótví- ræðan fjárstuðning við þær. 3. Efldur verði smáiðnaður í sveitum. Ráðstefnan átelur harðlega að áætlun sem Fram- kvæmdastofnun ríkisins gerði fyrir nokkrum árum um smá- iðnað í sveitum hefur ekki hlotið eðlilega umfjöllun og komið til framkvæmda. Ráðstefnan varar við því að lögfest verði frumvarp um verð- lagningu og sölu á búvörum án ítarlegrar umræðu meðal bænda. Ráðstefnan felur strjálbýlis- nefnd að vinna fyllri tillögur um þessi mál og leggja fyrir næsta fjórðungsþing. VEiFJ U ! Viðskiptavinir Heklu! Vid bendum á hagstætt verd á kveikjuhlutum. Komið og gerið góð kaup. Kerti: Platínur: Kveikjulok: Golf .. . .44 kr 80 kr 150kr Jetta . ..44- 80- 150- Passat ..44- 80- 150- Colt .. ..44- 80- 150- Lancer ..44- 80- 150- Galant ..44- 80- 150- VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ SAMA VERÐ UM LANDALLT! i A <^j) Þættir frá sundlaugum — eftir Guðjón F. Teitsson I. Skammt öfganna á milli Á síðari árum hefir aukizt gagnrýni út af því, að fatlaðir með þörf fyrir hjólastóla ættu víða ógreiðan aðgang að ýmsum húsa- kynnum og mannvirkjum, einkum þeim, sem veita eiga ýmiss konar opinbera þjónustu, svo sem sjúkrahús, sundlaugar, skólar, söfn, leikhús o.fl. En leitt er, að tillitssemi í þessu sambandi hefir sumstaðar leitt til slæmra öfga eða verið án skiljan- legrar stefnu, og skal nefna breyt- ingar, sem fyrir fáum árum voru gerðar á Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Þar var aflagt annað af tveimur . vatnssalernum við sturtusal karla, án gildra raka í tengslum við það, að hitt salernið fékk svigrúm fyrir mann á hjóla- stól. I Sundhöllina kemur oft fjöldi manns samtímis og margir með knappan tima til umráða, enda ekki af öðrum ástæðum öllum hent og alltaf að bíða verulega eft- ir að komast á salerni. Gera verður ráð fyrir, að fatlað- ur maður sé að jafnaði lengur að athafna sig á salerni en ófatlaður, og svo er það, að skolbúnaður sal- erna reynist oft í ólagi, og er því af margþættum ástæðum óverjandi að hafa aðeins eitt vatnssalerni á slíkum þrifa- og heilsuræktarstað, sem um er rætt. Sama er að segja um þá óskiljanlegu breytingu, sem gerð var samtímis, að fækka piss- stæðum á nefndum stað úr 4 í að- eins 1. Eru breytingar þessar ámælisverðar og óíeyfilegar gagn- vart hinum látna höfundi bygg- ingarinnar. Áthyglisvert er, að hinar um- ræddu skyssur í Sundhöll Reykja- víkur virðast hafa smitað nokkuð frá sér samanber hina nýju sund- laug á Seltjarnarnesi. Um sama leyti og áðurgreindar breytingar voru gerðar á Sundhöll Reykjavíkur var komið fyrir utan við suðausturgafl byggingarinnar tveimur ágætum setkerum fyrir heitt vatn og nuddstreymi, ásamt nokkurri annarri aðstöðu til þæg- inda, en með hliðsjón af áður- nefndri tillitssemi við fatlaða í Guðjón F. Teitsson „Algengt er að sjá margar sturtur samtímis skildar eftir með fullu rennsli án þess að nokk- ur sé að nota þær.“ sambandi við vatnssalerni má telja undarlegt, að til þess að kom- ast í hin nýju vinsælu setker þarf að ganga upp þröngan 7-þrepa stiga, þar sem yfirfallsvatn úr kerunum rennur niður. Sannast því hér málshátturinn: Skammt er öfganna á milli. II. Sóun heita vatnsins í sundlaugunum Allir munu skilja, að íslend- ingar eiga fólginn mikinn auð í hinu heita jarðvatni, en ýmsir virðast álíta að þessi auðlind sé nánast ótæmandi og skipti því litlu máli hvernig með hana sé farið. I því sambandi er þó um mikinn misskilning að ræða á svipaðan hátt og var, þegar menn héldu, að því væru varla takmörk sett hversu mikinn fisk mætti veiða í hafinu kringum landið. Með þeirri útþenslu, sem orðin er á kerfi til húsahitunar í Reykjavík og þéttbýlinu í kring, er talið að lokið sé að mestu að virkja það heita jarðvatn, sem borgi sig að taka á Reykjavíkursvæðinu og í Mosfellssveit, en næstu fyrirhug- aðar virkjanir jarðvarma fyrir höfuðborgarsvæðið eru nú tengdar Nesjavöllum við Hengil. Til nánari hliðsjónar í þessu sambandi skal bent á, að talið er að lækkun á meginyfirborði hins heita jarðvatns frá sumri til vetr- ar sé á Laugarnes/Laugardals- svæðinu 40—50 metrar, en föst lækkun á síðustu 25 árum kring- um 150 metrar. En á Mosfells- sveitarsvæðinu er lækkunin frá sumri til vetrar talin 30—35 metr- ar, en föst lækkun á síðastliðnum 15 árum 70—80 metrar. Það er því augljóst, að sú auð- lind, sem um er rætt, er langt frá því að vera ótæmandi og því ástæða að hvetja fólk til að fara vel með hana og forðast beina sóun, eins og því miður á sér víða stað, t.d. á sundstöðunum, þar sem algengt er að sjá margar sturtur samtímis skildar eftir með fullu rennsli án þess nokkur sé að nota þær. III. Fótsveppir á sundfólki Flestir kannast við hina hvim- leiðu fótsveppi, sem taldir eru þrífast sérstaklega vel í volgu vatni, vera smitandi og sækja ein- kum á táneglur og húð milli táa sundlaugagesta. Eru ýmis lyf gegn sveppum þessum, en duga iila. Til bóta er talið að nota baðskó við laugarnar og skola fætur með köldu vatni áður en farið er í sokka eftir bað. En í þessu sambandi er vert að vekja athygli á þeirri óaðgæzlu og/eða tillitsleysi sumra sund- laugagesta að klippa neglur eða sverfa sumpart sveppasýkta húð niður á gólf við sundlaugarnar, svo að aðrir hljóti að troða á þessu með fylgjandi smithættu. Guðjón F. Teitsson. MALLORKA UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST Brottfarardagar: í júní: 17. í september: 9., 30. í júlí: 8., 30. í október: 21. í ágúst: 19. Ath: Alltaf beint dagflug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.