Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 B 7 Stuöningamaöur Liverpool er hér eitur af stuöningsmönnum Juv- antua. á þjóöarleikvanginum í Lima í Perú, er Perú lék gegn Argentínu. Óeiröirnar brutust út, er dómari frá Uruguay dæmdi mark af Perú- mönnum er tæplega tvær mínútur voru til leiksloka og staöan 1:0 Argentínu í vil. 72 lótu lífiö og 113 slösuöust í Buenos Aires 23. júní 1968 í slagsmálum, er áhorfendur lentu upp viö lokuð hliö. 24 fórust og 210 siösuöust 18. nóvember 1982 í Cali í Cólombíu, er hræösla greip um sig meöal áhorfenda er hópur drukkinna manna tók aö kasta ýmsu lauslegu á þá, er fyrir neöan sátu. Þá fórust átta og 51 slasaöist í síöasta mánuöi viö óeirðir á ólympiuleikvanginum í Mexíkóborg. (Stuðst við Time og Der Spiegel.) séö of mikiö í kvöld. Þetta er í síöasta sinn sem ég fer á fótbolta- leik.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn, sem óspektir á áhorfendapöllum leiöa til dauöa áhorfenda. Þaö er rétt aö minnast örfárra dæma. I júní 1969 varö knattspyrnan til þess, aö Honduras og El Salvador hófu styrjöld, er kostaði 2000 manns lífiö. Þá fórust a.m.k. 318 og yfir 500 slösuöust 24. maí 1964 Notið þetta tækifæri til að skoða stærstu húsgagnaverslun landsins HUSGACNAHDLLIN BlLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVlK « 91-61199 OQ 81410 Mér finnst rétt, aö bresk liö veröi í leik- banni á meginlandinu um nokkurn tíma. Þaö kemur aö vísu verst niður á liöunum sjálfum, en viö því er ekkert aö segja. Þetta er refsing, sem maður vonar aö stuðnings- menn bresku fótboltaliöanna læri af. Mikill hluti þeirra er fólk, sem á viö ýmiss konar vandamál aö stríöa og þá helst atvinnu- leysi, sem er landlæg plága í Bretlandi. Óspektir á áhorfendapöllum hafa veriö fylgifiskur ensku knattspyrnunnar. Þar í landi viröast áhorfendur standa þéttar viö bakiö á knattspyrnuliöunum. Þaö kann aö ráöa nokkru. En ég held ekki aö á leiknum i Brússel hafi brotist út einhvers konar minnimáttarkennd eöa þjóðernishroki. Ég hallast aö því, aö harmleikurinn í Belgíu muni hafa mun varanlegri áhrif í Englandi en annars staöar. Mér finnst ekki ósennilegt aö Bretum muni reynast erfitt aö fá til liðs viö sig erlenda knattspyrnu- menn og halda í góöa leikmenn. Karl Þórðarson leikmaður ÍA Óeiröir á enskum knattspyrnuleikjum hafa veriö vandamál lengl. Ég veit ekki af hverju meira ber á slíku meðal breskra áhorfenda en annarra. Mér þykir þó senni- legt aö hér séu á ferö hópar manna, sem fara gagngert á knattspyrnuleiki til þess aö efna til óeiröa og tekst aö æsa aöra til óspekta. Slysiö í Brússel var hryllilegt, en mér finnst þaö samt ekki rétt aö dæma ensk fótboltaliö í leikbann á meginlandinu. Þaö kemur eingöngu niöur á leikmönnum sjálf- um, auk þess sem ég á bágt meö aö trúa því, aö ólætin hafi einungis veriö Bretum aö kenna. Mér finnst þaö einnig furöulegt, aö setja stuöningsmenn beggja liöa í sömu stúku og aöskilja þá meö giröingu. Sá hátt- ur er venjulega haföur á, aö stuönings- mönnum knattspyrnuliöa eru fengin stæöi víös fjarri fylgismönnum andstæðingsins. Hér viröist því sem hættunni hafi aö nokkru leyti veriö boöiö heim. Ég get heldur ekki ráöiö annaö af blaöaskrifum en löggæslu hafi veriö ábótavant. Mér finnst þaö hafi verið rétt, aö halda leikinn j Ijósi þessa. Morgunblaöiö/Skapti HaNgrímsson Karl Þóröaraon leikmaöur ÍA. Hann lék um nokkurra éra akeiö aem atvinnumaö- ur i Beigíu og Frakkiandi. Myndin var tak- in af Karli i Nice hauatiö 1981 er hann lék meö franaka liöinu Laval. Þaö er alls óvíst hvernig heföi fariö, ef leiknum heföi veriö aflýst. Ég lék sjálfur í Belgíu og hef komiö á Heysel-leikvanginn. Mig minnir hann taki um 50 þúsund áhorf- endur. Og þaö er Ijóst, aö enn verr heföi getaö fariö ef áhorfendum heföi veriö snúiö heim viö þessar ömurlegu aöstæöur. Ég get ekki sagt til um þaö, hvaö vakir fyrir æsingamönnum þeim, er sóttu úrslita- leik Evrópukeppninnar. Þaö hefur veriö lægö í ensku knattspyrnunni undanfariö sem sést best á því, aö enska landsliöiö komst ekki í Evrópukeppni landsliöa ( Frakklandi. Sumir breskir fótboltaunnend- ur eru því e.t.v. viðkvæmir fyrir umtali um knattspyrnuna heima fyrir. Þaö ríkir heilbrigöur keppnisandi meöal leikmanna, en þaö er stemmningin meöal áhangenda liöanna, sem varpar skugga á íþróttina. Þaö er eitthvaö bogið viö þaö, er knattspyrnuleiki þarf aö halda í skjóli gaddavírs og annarra víggirðinga. Grímur Sæmundsen læknir og leikmaður Vals Ég var staddur í Lundúnum þennan dag. Er reyndar búinn aö vera þar viö nám og haföi þá m.a. lesiö um óspektir á áhorf- endapöllum í Bretlandi. Ég beiö spenntur eftir því að leikurinn hæfist ásamt nokkrum kunningjum og höföum viö hreiörað um okkur fyrir framan sjónvarpstækiö til þess fá sem best notið þessarar hátíöar. Þulur- inn birtist von bráöar gleiöbrosandi, en nokkur biö varö á því aö útsending hæfist. Nokkru síðar kom hann aftur og tilkynnti, aö enn einu sinni heföi allt fariö úr böndun- um meðal áhorfenda. Útsending hófst og hátíöin breyttist í martröö. Ég verö aö segja eins og er, aö mér varö ómótt viö þaö aö fylgjast meö atburöunum. Þetta var eins og aö horfa á dýr í búri. Knattspyrnan geldur þess hve vinsæl hún er. Hún er notuö sem vettvangur fyrir lýð, sem getur veitt þar brengluöum kenndum útrás. Meöal þessara ódæö- ismanna er engin virðing borin fyrir manns- lífum, heldur frumstæöri árásarhneigö veitt útrás. Leikvangurinn er kjörinn til slíks, því líkur þess, aö óþokkarnir náist, eru sáralitl- ar. Þaö sannaöist í Brússel. Spellvirkjarnir koma eingöngu á kappleik til þess aö vera meö óspektir. Þetta eru sennilega breskir atvinnuleysingjar, en rætur þessa hörmu- lega atviks liggja vitaskuid í breska þjóöfé- laginu. Knattspyrnan sem slík kemur þessu máli ekkert viö. Breskur almúgi er einfaldur og illa menntaöur. Upplýsingastreymi til hans er einfalt og mikiö er um alhæfingar. Þessu fólki er ekki vel viö útlendinga og þaö kann aö hafa einhver áhrif á geröir þess. Þaö er aliö á einhvers konar þjóöernishyggju. Hitt er svo líka mikilvægt, aö hátterni manna getur breyst í svo miklum fjölda sem á knattspyrnuleikjum er og þar sem spenna ríkir. Þá getur veriö grunnt á frumstæöar hneigöir. Ég tel þaö rétta ákvöröun aö spila leik- Morgunblaöiö/Friðþjofui / leik KA og Vals aumariö 1984 é Valavelli ökklabrotnaði Birkir Kriatinaaon mark- vöröur KA (nú í ÍA). Á myndinni er Grímur Sæmundaen lengat til vinatri aö huga aö meiðalum Birkia. Auk þeirra mé ajé Steingrím Birgiaaon í miöiö og Njél Eiöaaon lengat til hægri, en þeir eru béöir leikmenn KA. inn. Þaö var þaö eina, sem unnt var aö gera. Þaö heföi þurft aö gefa áhorfendum skýringar á því, hvers vegna leiknum væri aflýst, ef slíkt heföi verið ákveöiö. ítalirnir heföu tryllst viö þaö aö komast aö hinu sanna og viöbúiö er, aö belgiska lögreglan heföi þá veriö endanlega ofurliöi borin. Til styrjaldar heföi komiö. Sennilega var leikbann þaö eina, sem unnt var aö grípa til. En þaö kemur þungt niöur á knattspyrnunni sjálfri. Mér þykir hafa legiö beinast viö aö banna breskum stuöningsmönnum aö fylgja liöi sínu út fyrir landsteinana og þyngja refsingar aö mikl- um mun. — ing. joh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.