Morgunblaðið - 27.06.1985, Page 15

Morgunblaðið - 27.06.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1985 15 Sólsetursheimilið — eftirGísla Sigurbjörnsson Fyrir nokkrum dögum afhenti háaldraður maður mér minn- ingargjöf um eiginkonu sína, sem er nýlátin. Minningargjöfinni, kr. 100.000, verður varið til Sólset- ursheimilis og er varðveitt á bankabók í Búnaðarbanka Islands. Þetta er fyrsta gjöfin, sem Grund hefur borist til Sólseturs- heimilis. Ég hef þekkt gefandann um langt árabil og þakka ég hon- um innilega rausn hans, skilning og þann góða hug, sem að baki liggur. Fjárhæðin er heldur ekkert smáræði. Ég hef áður sagt, að oft leggja þeir mest til líknar- og mannúðarmála, sem minnst eiga, þeir skilja lika betur af eigin raun, langri ævi, þrotlausu stríði fyrir sig og sína, að þau eru mörg, sem eru hjálparþurfi þrátt fyrir okkar margumtalaða velferðarríki. Sólsetursheimili, sjálfseignar- stofnun, mun á sínum tíma verða mörgum að liði, samhjálp og sjálfshjálp fólksins sjálfs. Én að gefnu tilefni skal tekið fram, að þegar það rís verður þannig um hnútana búið, að Sólsetursheimil- in munu geta séð um sitt fólk, þeg- ar og ef það þarf á hjúkrunar- plássi að halda. Þá munu Sólset- ursheimilin í Reykjavík eiga sitt eigið hjúkrunarheimili eða pláss á hjúkrunarheimili. Sólsetursheimili eru enn hug- sjón margra, unnið er að fram- gangi málsins víða, ekki aðeins f Reykjavík, það er mér kunnugt um. Og á Grund og í Ellihjálpinni, sem tekið hefur til starfa, mun reynt að styðja framgang þessa máls, sem sannfæring mín er, að muni reynast ellilúnu fólki öruggt athvarf — sólsetur — síðustu ævi- árin. Höíunduí er forstjóri Hjúkrunar- og elliheimilisins Gmndar. ASEA rafmótorar RÖNNI^^. m** a Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leífs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, Isafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. ‘RÖNNING 35» WWbítH í Kaupmannahöfn FÆST I BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI EVTNRUDE öðrum fremri _/\uglýsinga- síminn er 2 24 80 Hefur þig ekki alltaf langaö aö eignast torfærubíl ... en ekki lagt í þaö vegna verðsins? jM hefur okkur tekist aö tflm verðiö úr 420.000 í aðeins Standardútgáfa af Lödu Sport meö ryövörn P.S.: Viö bjóðum aö auki okkar rómuöu greiöslukjör. < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. s7l,‘»)nslFN. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.